Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 46
Háskólanemar í stjórnmála-
fræði hafa aldrei heyrt um
afrek Magna Ásgeirssonar í
Rock Star Supernova þegar
hann lenti í 4. sæti árið 2006.
Tíminn líður, segir Magni.
odduraevar@frettabladid.is
„Hvaða áfanga er þessi maður
að kenna eiginlega?“ spyr Magni
Ásgeirsson hlæjandi þegar honum
er tjáð að nemendur Hafsteins
Einarssonar í aðferðafræði í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands hafi
aldrei heyrt um Rock Star Super-
nova, raunveruleikaþættina þar
sem Magni kom, sá og sigraði árið
2006 þegar hann lenti í 4. sæti.
Dómarar í þættinum voru
þeir Tommy Lee úr Mötley Crüe,
Jason Newstead úr Metallica og
Gilby Clarke úr Guns N'Roses og
var varla um annað rætt þetta
sumarið hér á landi. Aðsóknar-
met var svo slegið í Smáralind
þann 18. september 2006 þegar
8.000 manns fögnuðu heim-
komu kappans eftir sigurför-
ina, líkt og fram kom á forsíðu
Fréttablaðsins þennan dag.
„Ég horfði sjálfur á hvern
einasta þátt,“ segir stjórnmála-
fræðingurinn Hafsteinn Einars-
son um málið. Sjálfur hugðist
hann nota árangur Magna
sem dæmi í áfanganum um
skekkjur í skoðanakönnunum
með sjálfvöldum úrtökum.
Nemendur vissu hins vegar
ekki hvað hann átti við.
„Maður reyndi bara að
halda andliti, en þegar tíminn
var búinn leit ég í spegilinn
og á móti mér starði maður á
fertugsaldri, með úreltar til-
vísanir í fimmtán ára gamla sjón-
varpsþætti.“
Frábært! Ég er gamall!
Hafsteinn
Einarsson
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@
frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078:
Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Rock Star Supernova afrek
Magna alveg að gleymast
Aldrei höfðu
fleiri mætt
í Smáralind
en þann 18.
september 2006
þegar Magni
fékk konung-
legar móttökur
við heim-
komuna og tók
að sjálfsögðu
nokkur lög uppi
á sviði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Magni fékk forsíðu blaðsins 2006.
Tíminn líður
„Við skulum ekki gleyma því að við
erum ekki að yngjast,“ segir Magni
á léttu nótunum um málið. Hann
kennir nú á gítar og segir nemendur
stundum vilja taka lög sem hann
hefur aldrei heyrt um.
„Þannig maður er bara: Já, frá-
bært! Ég er gamall!“ segir söngvar-
inn og skellir upp úr. „Svo er Muse
allt í einu f lokkað sem klassískt
rokk. Ég ætlaði líka að hlusta á Wee-
zer um daginn og á Spotify er þetta
klassískt rokk! Klassískt! Tíminn
líður mjög hratt á þessari blessuðu
öld.“
Enn beðinn um Dolphin's Cry
Magni er þó ekki alveg til í að fallast
á að afrekin í Rockstar Supernova
séu alfarið gleymd.
„Kannski hefur þetta fólk búið
í helli,“ segir Magni í gríni. „Því
það er enn öskrað á mig að taka
Dolphin's Cry, meira að segja á
grunnskólaböllum, þannig að
þetta virðist ekki ætla að drepast,“
segir kappinn en ábreiða hans af
lagi Live er ein sú þekktasta.
Magni lenti í 4. sæti á eftir þeim
Toby Rand, Dilönu og Lukas Rossi
sem fór með sigur af hólmi. Hann
segist vera í litlu sambandi við
gamla keppendur nema ef til vill
gamla húsbandið og Toby.
„Ég er með þremur eða fjórum
úr húsbandinu í spjalli og við fylgj-
umst hver með öðrum. Svo erum
við Toby enn í bandi en auðvitað á
sitt hvoru tímabeltinu,“ segir Magni
en Toby býr í Los Angeles.
„Hann er mikill Poolari og sendir
mér oft skilaboð þegar Liverpool er
að keppa. „You Never Walk Alone
motherfucker,“ og svoleiðis. Hann
er þá yfirleitt að horfa á leikina á
einhverjum morgunverðarbar, enda
mikill tímamismunur og aðeins
flóknara að fylgjast með enska bolt-
anum þarna vestanhafs.“ n
Katrín Kristjana
Hjartardóttir
framkvæmda-
stjóri SÍF
„Ég er þessa
dagana að horfa
á House of the
Dragon,“ segir
Katrín Kristjana
og vísar til forframhaldsins af
Game of Thrones-þáttunum
geysivinsælu sem sýndir eru á
streymisveitu HBO Max sem enn
er ekki komin til Íslands þrátt fyrir
allt. „Það er gaman að vera komin
aftur til Westeros en skandall
að þetta sé hvergi sýnt á Íslandi.
Targaryen-fjölskyldan er mín
fjölskylda, þrátt fyrir að ég sé ekki
hrifin af öllu sifjaspellinu.“ n
Ekki hrifin af öllu sifjaspellinu
n Á skjánum
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
LÝKUR
Á MÁNUDAG
Stærð Verð með botni Tilboð
160 x 200 cm 424.900 kr. 339.920 kr.
180 x 200 cm 464.900 kr. 371.920 kr.
200x200 cm 504.900 kr. 403.920 kr.
SERTA HEILSURÚM (dýna, botn, gafl og lappir)
YORK
FIMM STJÖRNU HÓTELRÚM FRÁ SERTA
YORK eru með Serta Splendid Royal heilsudýnu frá Serta. Hún er fimm
svæðaskipt pokagormadýna með góðum stuðningi við mjaðmasvæði
og mýkri við axlarsvæði. Einstakt pokafjöðrunarkerfi sem lagar sig að
þér og tryggir rétta svefnstellingu.
SERTA HEILSUDAGAR
20% AFSLÁTTUR
AF SERTA DÝNUM OG RÚMUM
V
er
ð
o
g
v
ö
ru
u
p
p
lý
si
n
g
ar
í
au
g
lý
si
n
g
u
n
n
i e
ru
b
ir
ta
r
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
u
m
p
re
n
tv
ill
u
r.
JOOP RÚMFÖT
Vönduð og glæsileg rúmföt.
100% egypsk bómull. Hnökrar ekki
og er silkimjúk viðkomu.
140x200 cm.
Verð 13.900 kr.
SILKIKODDAVER
100% Mulberry silki með koparögnum.
50x70 cm.
Verð 28.900 kr.
22 Lífið 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ