Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 26. október 2022 Halldóra Skúladóttir hefur beitt sér síðustu ár fyrir bættri kvenheilsu og stór hluti af vinnu hennar snýr að breytingaskeiðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Breytingaskeiðsvænn vinnustaður næsta skref Halldóra Skúladóttir hefur síðustu ár staðið fyrir vitundarvakningu um breytingaskeiðið, mýturnar um það og afleiðingarnar sem ranggreining á því getur haft í för með sér. 2 Umhverfismengun getur haft áhrif á tíðahvörf. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Efni í plasti og öðrum umbúðum geta truflað hormónajafnvægi líkamans. Þetta geta verið hlutir sem við notum á hverjum degi, allt frá plastumbúðum til farða. Talið er fullvíst að hormónatruflandi efni geti haft áhrif á frjósemi fólks. Fjöldi rannsókna sem gerðar hafa verið hefur sýnt fram á að ófrjósemi megi rekja til umhverfismeng- unar. Sömuleiðis sýnir bandarísk rannsókn að efnin geti haft áhrif á að konur fari snemma á breytinga- skeið. Konur sem voru með mikið af hormónatruflandi efnum í líkam- anum fóru tveimur til fjórum árum fyrr í tíðahvörf en aðrar konur. Draga skal úr plastnotkun Bandarískir vísindamenn tóku blóð- og þvagsýni hjá hópi kvenna víðs vegar um landið. Þeir leituðu eftir efnum sem vitað er að hafi hormónatruflandi áhrif. Vísinda- menn komust að því að 15 efni tengdust snemmtíðahvörfum. Þessi efni geta leitt til þess að starf- semi eggjastokka skerðist fyrr. Skert virkni í eggjastokkum er ekki aðeins vandamál fyrir frjó- semi heldur getur hún leitt til þess að hjartasjúkdómar, beinþynning og önnur heilsufarsvandamál þróist fyrr. Á undanförnum árum höfum við dregið úr notkun plasts en enn notar fólk mikið af plastílátum. Fólk ætti til dæmis að nota gler í stað plastboxa þegar matur er hitaður í örbylgjuofni. n Eiturefni hafa áhrif á tíðahvörf HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.