Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 2
Lögregla segir ekki
talið að andlát manns-
ins hafi borið að með
saknæmum hætti.
Sjálfvirkur
opnunarbúnaður og
snertilausir rofar frá
Þýsk gæðavara.
Snertilausir rofar
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
Heimsmeistarinn teflir slembiskák í Reykjavík
Ljóðaskápurinn í Thomsen-
stofu á Bessastöðum fékk
góða viðbót í gær þegar Guðni
Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, bætti við bókinni
Ljóðin hennar Vigdísar. Frú
Vigdís hefur valið nokkur af
sínum uppáhaldsljóðum en
hún safnaði ljóðabókum í
skápinn þegar hún var hús-
ráðandi á Bessastöðum.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Á Bessastöðum er skrif-
stofa kennd við Grím Thomsen, sem
kallast Thomsenstofa. Þar er bóka-
skápur, smekkfullur af ljóðabókum
sem Vigdís Finnbogadóttir safnaði
þegar hún var húsráðandi þar á bæ.
Skápurinn kallast ljóðaskápurinn.
Í gær bættist ljóðabókin Ljóðin
hennar Vigdísar við bækurnar sem
þar eru fyrir en Vigdís hefur tekið
saman rjómann af sínum uppáhalds
ljóðum og gefið út. Því var fagnað í
Safnahúsinu í gær um leið og Hvatn-
ingarverðlaun hennar voru veitt.
„Þegar ég var húsráðandi þá komu
stundum til mín skáld og spurðu:
Heldur þú að ég sé í þessum skáp? Þá
sagði ég við þessi góðu skáld: Farðu
inn og gáðu. Svo komu þeir eins og
kveikt væri á kerti þegar þeir komu
til baka og sögðust vera þarna. Ljóm-
uðu í framan,“ sagði Vigdís á útgáfu-
hófinu.
Þar var einnig Guðni Th. Jóhann-
esson, forseti Íslands. Hann sagði
í ræðu sinni að skápurinn geymdi
ljóðin hennar Vigdísar og nú bókina
Ljóðin hennar Vigdísar. „Það fór hlýr
straumur um mig þegar ég opnaði
skápinn og bætti þessari fallegu bók
við,“ sagði Guðni.
„Í skápnum er nú nýtt rit, Ljóðin
hennar Vigdísar, og í honum eru líka
ljóðin hennar Vigdísar í hillu eftir
hillu eftir hillu. Í forsetatíð Vigdísar
safnaði hún ljóðabókum í þennan
Ljóðin hennar Vigdísar eru
komin í ljóðaskápinn góða
Vigdís Finnbogadóttir hefur valið nokkur uppáhaldsljóð sín og gefið út.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Guðni Th. fyrir
framan ljóða-
skápinn góða.
ágæta skáp og þar eru þessi ágætu
rit áfram.
Þau eru ljúfur og fallegur vitnis-
burður um ást Vigdísar á tungu og
menningu. Vitnisburður sem mun
vera þar áfram.“
Vigdís benti á að hún hefði alltaf
haft áhuga á ljóðlistinni og vel kveð-
ið ljóð sé gulli betra. Hún vonast eftir
að þessi bók muni efla ljóðalestur
og auka málvitund manna, ekki síst
meðal ungs fólks í þeim hraða sem
samfélagið býður upp á. „Við getum
alltaf gripið til ljóðsins í þeirri von að
hægja á tímanum og njóta fegurðar-
innar, tregans eða gamanseminnar
sem er að finna í ljóðum skáldanna
okkar,“ segir hún. n
benediktboas@frettabladid.is
COVID-19 Sjö voru í gær inniliggj-
andi á Landspítalanum vegna Covid
19.
Þetta kemur fram í yfirliti Emb-
ættis landlæknis frá í gær. Þar segir
að undanfarinn mánuð hafi mörg
Evrópulönd tilkynnt um aukningu
á Covid sjúkrahúsinnlögnum, auk
aukningar á tíðni smita. Dánartíðni
er lág þó að í þriðjungi landanna
hafi dauðsföllum íbúa hjúkrunar-
heimila fjölgað.
Þótt neyðarnefnd Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar telji
Covid 19 enn heilsuógn á heimsvísu
hefur þátttaka í seinni örvunar-
bólusetningu verið frekar dræm í
mörgum Evrópulöndum. Bólusetn-
ingastaða hér er sögð með ágætum
en allir 60 ára og eldri, auk fólks í
áhættuhópum, séu þó hvattir til að
fara í örvunarbólusetningu fyrir
veturinn.
Hérlendis hefur fjöldi greindra
tilfella haldist stöðugur frá í sumar
og nýgengi farið hægt lækkandi.
Hlutfall jákvæðra sýna hefur verið
um 30 prósent sem er hátt og bendir
til að smit sé útbreitt í samfélaginu
og ekki allir fari í opinber próf.
Alls 213 hafa látist vegna Covid-19
frá því að faraldurinn nam hér land
til og með júlí. n
Útbreitt Covid smit á Íslandi
Alma Möller landlæknir.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er á Íslandi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák sem hófst í gær. Carlsen er meðal átta kepp-
enda á mótinu, sem er haldið á afmælishátíð „einvígis aldarinnar“ milli Bobbys Fischer og Boris Spasskij í Reykjavík árið 1972. Slembiskák er hugarfóstur Fisc-
hers og felst í því að taflmönnum er raðað upp af handahófi hjá keppendum. Carlsen tapaði fyrstu skákinni gegn Japananum Nakamura. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
sigurjon@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Lík fannst síðdegis í
gær við bygginguna sem áður hýsti
Elko í Skeifunni 7 í Reykjavík. Lög-
reglan sagðist í gærkvöld telja að
andlát mannsins hafi ekki borið að
með saknæmum hætti.
Það var vegfarandi í Skeifunni sem
kom auga á lík mannsins við tröpp-
ur að kjallara hússins. DV greindi
fyrstur miðla frá málinu. Svæðinu í
kring um húsið var lokað á meðan
lögregluaðgerð fór þar fram.
Rafn Hilmar Guðmundsson, aðal-
varðstjóri hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, sagði málið í vinnslu
og það síðan fara á borð miðlægrar
rannsóknardeildar embættisins. n
Vegfarandi fann
lík í Skeifunni
Hér fannst líkið við Skeifuna 7.
2 Fréttir 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ