Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.10.2022, Blaðsíða 30
12 kynningarblað 26. október 2022 MIÐVIKUDAGURVÍTAMÍN OG BÆTIEFNI D-vítamín er Íslendingum mjög mikilvægt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY gummih@frettabladid.is Skortur á D-vítamíni er algengt vandamál víða um heim og sér í lagi í löndum þar sem sólin er lágt á lofti stóran hluta ársins, líkt og á Íslandi. Auk þess að fá D-vítamín úr fæðu eða í formi bætiefna getur það myndast í húðinni með hjálp sólarljóss. Á Íslandi er sólin hins vegar ekki nægilega hátt á lofti stóran hluta ársins til þess að framleiðsla á D- vítamíni geti átt sér stað í húðinni. Af þessum sökum er Íslendingum ráðlagt að taka inn D-vítamín sem bætiefni og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. D-vítamín hefur mörg mikilvæg hlutverk í líkam- anum. Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og fyrir uppbyggingu beina. n D-vítamínskortur algengt vandamál Taco-súpa sem er holl og góð. elin@frettabladid.is Taco er alltaf í uppáhaldi hjá fjöl- skyldunni. Taco-súpa er sérstak- lega góð, hún hitar kroppinn og svo er hún holl og góð. Uppskriftin miðast við fjóra. Taco-súpa 1 laukur, hakkaður 1 gulrót, skorin í þunnar sneiðar 2 pressuð hvítlauksrif 2 msk. olía til steikingar 300 g nautahakk 1 poki taco-krydd 1 lítri kjötsoð 1 box mexíkó-baunir ½ box maískorn 1 box niðursoðnir tómatar, hakk- aðir 1 msk. maízenamjöl, hrært í smá- vegis vatn Hitið olíu í potti eða djúpri pönnu og steikið lauk, gulrót og hvít- lauk. Bætið nautahakkinu við á pönnuna. Dreifið taco-kryddi yfir. Bætið þá við kjötsoði, baunum, maís og tómötum. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla í 10-15 mínútur. Hrærið út maí- zena og hrærið saman við súpuna undir góðum hita. Berið súpuna fram með nachos, sýrðum rjóma og rifnum osti. Skreytið með fersku kóríander ef vill. n Taco-súpa sem hlýjar manni starri@frettabladid.is Rauðrófur eru bráðhollar og ríkar að kalíumi og fólinsýru. Einnig hafa rannsóknir sýnt að rauðrófur og rauðrófusafi eru mjög holl fyrir hjartað og getur rauðrófusafi lækkað blóðþrýsting mikið. Rauð- rófur þykja einnig góðar fyrir fólk með sykursýki. Hægt er að matreiða rauðrófur á ýmsa vegu. Hér er ljúffeng uppskrift þar sem rauðrófan er í aðalhlut- verki, annað hvort sem meðlæti eða sem aðalréttur. Rauðrófusalat fyrir 6 manns sem meðlæti 3-4 meðalstórar rauðrófur 300 g blandað salat 150 g fetaostur (eða salatostur) ½ bolli ristaðar valhnetur Hunangssinnepssósa: ¼ bolli olía ¼ bolli sýrður rjómi 2 msk. Dijon-sinnep 2 msk. hunang Safi úr einni sítrónu (2 msk.) 1 hvítlauksgeiri, rifinn smátt Salt og pipar Blandið öllu hráefni fyrir sósu saman í krukku. Hrærið vel saman. Smakkið til með salti og pipar. Pakkið rauðrófum í álpappír og bakið í ofni við 220°C hita í um 45-55 mín. Kælið. Takið hýðið af rauðrófunum og skerið í munnbita. Setjið salatið í skál og blandið sós- unni út í. Hrærið saman. Setjið næst rauðrófubita, fetaost og valhnetur og hrærið saman. Berið fram. n Rauðrófusalat með fetaosti Litríkt og hollt salat.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.