Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 2
2 JÓLABLÁÐ Skúli Þórðarson: 6RLDR SVO AÐ SEGJA allir íslendingar kannast við Galdra-Lopt, þar eð við hann er kennd ein af mögnuðustu þjóðsögum okkar og þó fyrst og fremst vegna þess að Jóhann Sigurjónsson hefir skrifað um hann ógleymanlegt listaverk. En hvorki leikrit Jó- hanns né heldur þjóðsagan gefa oss neina verulega hug- mynd um hinn sögulega Galdra-Lopt að undantek- inni þeirri staðreynd, að hann var skólapiltur í Hóla- skóla. Gísli Konráðsson, hinn fróði, hefir skrifað þátt um Galdra-Lopt í sambandi við þátt um fóstra hans, Þor- móð skáld í Gvendareyjum. Hefir Gísli þar með bjarg- að munnmælasögum, er gengið hafa um Lcpt, sem ella mundu vera glataðar. En þótt slíkar munnmælasögur þyki þjóðsögukenndar og oft sé málum blandað hvað sjálfa atburðina snertir, þá felst jafnan í þeim meiri eða minni sannleikur, því það er auðvitað aldrei til- viljun að ákveðnir atburðir og myndir af skapferli og ýmsum eiginleikum vissara manna geymist í manna minnum, og jafnvel þó atburðirnir séu meira eða minna ýktir, þá segja þeir þó allajafna einhvern sannleika um sépkenni þess, sem sagan er um, því það er engin tilviljun, hvað er ýkt og hvernig er ýkt, enda eru ýkjurnar í því fólgnar að gera meira úr því, sem er, eða að auka við það, og er því upphafið sönn stað- reynd. Þrátt fyrir ofannefnd rit er þekking vor á Galdra- Lopti sára lítil, en Hannes Þorsteinsson skjalavörður hefir aukið hana með því að draga út úr skjölum allt það, er hann gat fundið um Lopt. Það er að vísu ekki rnikið, sem Hannes hefir fundið, en það bætir þó tölu- verðu við þekkingu okkar á hinu einkennilega fyrir- bæri, Galdra-Lopti. Er því reynandi á grundvelli þess- ara staðreynda og með hliðsjón af þjóðsögunni og þætti Gísla Konráðssonar, að gera sér ofurlitla grein fyrir hinum virkilega Galdra-Lopti. T BYRJUN 18. aldar bjó að Vörðufelli á Skógar- -*■ strönd Þorsteinn Jónsson, fálkafangari, sonur Jóns Péturssonar fálkafangara í Brokey. Kona hans hét Ásta Loptsdóttir. Árið 1703 var Þorsteinn 33 ára að aldri, en kona hans 10 árum eldri. Árið 1702 eignuðust þau son, er var nefndur Loptur, og er hann án efa fædd- ur á Vörðufelli. Var föðurætt Lopts hin alþekkta Brokeyjar- og Hrappseyjarætt og voru þeir bræðra- synir Bogi Benediktsson í Hrappsey og hann. Gísli Hvað vitum við um R-LOPT * Galdra-Loptur eins og Haraldur Björnsson sýndi hann í sjónleik Jóhanns Sigurjónssonar. Konráðsson telur Lopt hafa verið Gunnarsson og gegnir það furðu, að slíkur fræðimaður, sem Gísli, skyidi ekki vita um skyldleika hans við svo merka menn sem þeir Hrappseyingar voru. En ástæðan er sú, að ættar- tölurnar tala ekki um Ástu konu Þorsteins né börn þeirra, heldur einungis um síðari konu Þorsteins og' börn þeirra. Má telja það vafalaust að hér sé um vís- vitandi þögn að ræða og ástæðan fyrir þeirri þögn er efalaust sú, að ættinni hefir þótt skömm að því að maður eins og Galdra-Loptur skyldi teljast til henn- ar. Þegar Loptur var á barnsaldri andaðist móðir hans, og er það líklegt að faðir hans hafi þá brugðið búi, að minnsta kosti bjó hann ekki lengi á Vörðufelli eftir 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.