Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 18
18 JÓLABLAÐ MATA HARI Hættulegasti njósnari heimsstyrj aldarinnar Eftir Felix Gross. ATÍMABILINU fyrir heimsstyrjöldina 1914—1918 var leiðinlegasta verk blaðamanna það, að skýra frá sýningum og söngleikum í hinum svokölluðu „Mus- ic-halls.“ Venjulega voru það yngstu blaðamennirnir, sem fengu þetta hlutverk. Dag nokkurn, að mig minnir 1913 bað húsbóndi minn, ritstjóri einn í Berlín, mig að fara í „Wintergarten“ og segja frá sýningu, sem þar ætti að fara fram. Hann skýrði mér frá því, að aðal- skemmtiatriðið væri indversk dansmær og hann langaði mikið til þess að ég næði viðtali við hana, enda bjóst hann við því að það myndi ganga auðveldlega. Leikhúsið auglýsti nafn Mata Hari, hinnar indversku musterisdansmeyjar, með geysistórum stöfum. Ég átti von á að sjá þetta venjulega fyrirbrigði: þriðja flokks leikkonu frá Hamborg eða í bezta lagi einhvern stelpu- gopa frá Boston, sem ætti að sýna hina „indversku mursterisdansmey.“ En ég varð að játa, að sýningin gerði mig alveg undrandi. Ég hefi séð margar fallegar konur áður, en aldrei jafn fullkomna fegurð. Hún töfr- aði mig alveg með yndisþokka sínum og því, hve mikla alvöru hún lagði í að sýna hina heilögu austurlenzku dansa. Hún var í raun og veru hátt hafin yfir þær kon- ur, sem maður sér venjulega á leiksViði. í hléinu fór ég inn í búningsheíbergi hennar til þess að fá viðtal við hana. í dyrunum tók maður á móti mér, sem kynnti sjálfan sig sem marquis Pierre de Mon- tessac. Hann var mjög skrautlega klæddur og angaði af ilmvötnum. Hann sagði við mig á frönsku: „Frúin er upptekin við snyrtiborðið sitt.“ .Hann leiddi mig inn í helgidóminn. Þar sem hún sat þarna í kvöldslopp, virtist hún enn þá fegurri en á leiksviðinu, og hún virtist ekki vera eldri en um tví- tugt. Hún sagði aðeins fáein orð, talaði blending af þýzku, frönsku, hollenzku og ensku og brosti sínu töfrandi brosi. Það komu inn til hennar fleiri blaðamenn, og hver um sig var svo barnalegur að álítá, að bros hennar væri sér einum ætlað. Mata Hari var ekki aðeins hættulegur njósnari, heldur einnig töfrandi dansmær. En hún lék á okkur alla; hún var leikkona, einnig utan leiksviðsins. T T IÐ YFIRGÁFUM búningsherbergið, og á leiðinni " hélt markgreifinn langan fyrirlestur yfir okkur um leyndardóma Austurlanda og aðalinn þar. Hann gaf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.