Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 26

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 26
26 J ÓLABLAÐ „GREAT EASTERN“ Undraskipið „Great Eastem** A ÞESSU ÁRI voru 50 ár lioín siðan einu af ein- Jíennilegustu skipum heimsins var lagt upp í „kirkjugarð skipanna" í Bnglandi. Það var „Great Estern“. Þegar pað hljóp af stokkunum var það talið eitt mesta undraskip, sem nokkru sinni hafði verið byggt, og það er óhætt að fuJlyrða, að bygging þess var einhver merki- legasta tilraunin, sem ger'ð hafði verið í skipasmíðum til þess tíma. Þetta skip var smíðað af frægasta skipasmið þeirra tima, Soot Russel, siamikvæmt teikningum enska verk- fræðingsins Isambard Brunels. Bruinel verkfræðingur hafði fengið þá hugmynd að byggja skip. sem skapaði byltingu í ölium skipasmíðum og sjióferðum, skip, sem yrði lengra en breiðasta bylgja á hafi úti. En með því að byggja svo langt skip, taldist Brunel til, að hægt væri að korrta i veg fyrir að skipið hygg'i og veltist í sjónum, þó að hann væri mjög órór. Þá ætlaði hann að hafa skipið svo hátt, að jafnvel hæstu ölduíoppar næðu e:kki upp á efsta þilfar. Þessi hugmynd Brunels leit mjög vel út — á pappírn- Um, og honum gekk því mjög vel að útvega nægilegt fé til þessarar merkilegU) tilraunar. Gerð skipsins, smíði þess og allur útbúnaður var athugað af dæmafárri ná- kværnni og ekkert atriði framkvæmt fyrr en menn töldu það öruggt, að betra ráð væri ekki liægt 'að finna. Reynslan hefir líka sýnt, að í mörgurn efnum er liægt að fylgja útreikningum og aðferðum þessara skipasmiða við stórskipasmíðar enn þann dag í dag. Það má nefna sem dæmii, að enn hef,ir ekki tekizt að búa til betri vatnshelda hlera í skiip, en Brunel og Russel tókst í „Great Eastem".^ Tvöfaldur botn var settur I „Great Eiastern", enn frem- ur fjóilir mjóir reykháfar, sex siglutré og voru fjögur þeirra eins og á s'konmortuí, en tvö eins og á barkskipi. Á hliðu/m byrðingsins voru stór hjól. í fimm ár var verið að byggja þetta 110 metna langa skip, en oft varð að hætta smíðinrti í bili vegna þess, að bæði verkfræðinginn og sikipasimiðinn skorti reynslu til að byggja svo stór- kiostlegt skip. Árið 1859 var smíði sikipsins lokið og það var albúið í reynsluförina. Nú fór þetta mi'kla skip í fyrsta si.nni á sjó — og allir töldu það sögulegan atburð, eánhvem siögulegasta atburðinn í sögu sjgiingalistarinnar. En reynsluförinni lauk á hræðilegan hátt. Skipið hafði látið úr höfn fyr,ir fullum seglum og öllum véium í gangi, en sikynddlega kvað við regileg sprenging í því miðju og 10 menn af sikipshöfninni létu lífið. Taugar Brunels vei'kfræðings þoldu ekki þetta áfall. Áður hafði hann lagt mjög að sér við smiði sikipsms — og meira þoldi hann ekk,i. Viku seinna lézt þessi efnilegi maður. Sögu „Great Eastern" var þó alls ekki lokið; aðrir tóku við stiarfi Brunels. Nýjar athiuganir voru gerðar og endurbælur framkvæmdar; en það var eins og einhverjar óheiliavættir hvíldu yfir skipinu. I upphafi hafði verið svo ráð fyrir gert, að nota skyldi „Great Eastern" til liðsflutninga til Indlands. Talið var, að það gæti tekið 10 þúsundir manna í einiu, en fljótt 'Kiom i ljós, að enginn þorði að taka á sig ábyrgðina af því, að setja svo rnarga menn i einu um borð í skipiö, og sérstaklega þó, þegar hvert slysið rak annað í sam- bandi v.ið skipið. Það var því ákveðið að nota „Great Eastern" til vörufiutninga til New York. En mikil vonbrigði fylgdu einnig fyrstiu Atlantshafsferð skipsins. Það kom að vís’u í ljós, að það var ákaflega hraðskteytt, eftir hraða skipa á þeim tíma, en útreikningar Brunels um stöðugleika skipsins í sjógangi reyndust alrangir. Skipið tók hræðilegar dýfur og valt ógurlega, og þar sem muíur innanborðs, borð, stólar og annað þess háttar, hafði ekki verið naglfast, lenti allt á ringul- reið 'Og varð inæstum ólíft um borð. Hvað eftir annað komUst hinir fáu farþegar og skipshiöfnin í lífshættu af þeirri ástæðu. En Brunel hafði líka skjátlast í annarri grtein. Hann hafði við byggingu skipsins meðal annars miðað stærð þess við vöruflutninga, en ekki tekið það mieð í reikninginn, að það voru önnur lögmál, sem réðu stærð farmanna, en stærð skipanna, sem fengust til flutninganna. Hin mikia véliaiðja og hraða framleiðsla var enn ekki byrjuð, og það kom því fljótt í ljós, að það voru alls engin not fyrir flutningaskip á stærð við „Great Eastern.“ Skipið fékk ekki nægan farm og lá því enn veirr í sjó fyrir það, og auk þess borgaði útgerðin sig ekki. Skipið fóir pess vegna ekki nema einar 7 ferðir til New Yoirk, og þar1 með var hætt að nota jþaö sem flutningaskip. Eigendur skípsins höfðu tapað á útgerð þess of fjár. — Betur tókst, þegar skipið var niotað til t>ð leggja sæsima, en helztu sæsímalínurnar í Atlantshafi voru liagðar af „Great Eastern“.j|— En smátt og smátt gleymdist þetta undraskip og loks rákust menn á það á hinni miki'il, sýningu í New Orleans. Þar hafði það verið gert að fljótandi „hóteli“ og lá á Missisippi. No-kkrum árum seinna fréttu menn, að það hefði verið gert ,að kolageymslu í Gibraltar — og loks var það tekið og sett á sýningu, í Engliandi. Eln í heilan manns- aldur var „Great Eastern“ þrátt fyrir allt' stæBsta skip heimsins. Svo langt var Brunel verkfræðingur á undan samtíð sinni. Árið 1883 var skipið dregið í fjöru og þar var það höggvið upp V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.