Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 27

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 27
ALÞÝÐUBLAÐSINS 27 Rógmálmur Frh. af 10. síðu. Nei, ég fullyrði, að hami sé það ekki heldur. Ég hefi lesið söknuð og tómleika á milli línanna i bréiunum hans. Hann er of stórlátur til að kvarta. En mér er sagt, að hanin sé orðinn hvítur fyrir hærum og frændi okkar úr dalnum, semvég hifti í Vesturheimi, sagði mér að hann salknaði mín alltaf. „Þú áttir aidrei að fara að heiman, Gunnsteinn, mælti hann raunalega. Við Freysteinn bróðir þínn vioruim trúnaðarvinir; hann sagðist aldrei líta skugga- lausan dag fyrir söknuði og samviskubiti yfir [)ví, að hafa keppt við pig um jörðina. En þetía var eins og hver önnur vitjeysa af ykkur. Þio hefðuð báðir getað búið í Gioðadal — og hvor uim sig stórbúi, eins og nú hagar til“. . Ég varð þögull við og frænidinn hafði það á tilfinn- ingunni, að hann hefði hreyft við illa grónu sári. „Jæja“, mælti hann, eftir langa þögn, sem á datt — „bróðir þinm er nú samt sem áður gæfumaður: vel látinn, vei giftur og faðir fjölda efnilegrá barna þú mátt ekki taka þetta allt of hátíðlega — hann var dálitið ör af víni þegar hann sagði þetta við mig, blessaður. Nú — svo er heldur ekki loku skotið fyrir að þú getir enn farið heim í Goðadal og sezt að hjá tvibura bróður þín- umi, gifzt einhverri dalastúlkunni eða þé — ef þú v'illt ekki giftast — tekið eitthvert bróðurbarn þitt þér í sonar eða dófturstað, fært ættjörð ög óðali efni þín og borið beinín 'netma a gamia landlnu — ei' þér er farið að l'eiðast itakkið um netmtnn, Þannig fórust þessum frænda minum orð. NEI —/ eg fer vist ekki heim i Goðadal á meðan ég lifi. En trúað gæti ég því, að skyggnir menn sæu svip minn þar á reiki þegar ég er ekki lengur í tölu lifenda — jafnvel fyrr. — Það er í mér eitthvað, sem engir ytri atburðir fá breytt og, sem hvergi á jörðu finnur frið, nema í æskumold. Ég er óðalsbóndasonur- inn, einn af hlekkjum ættarfestarinnar — ég braut mig sjálfur úr festinni og skortir nú tengslin við bróð- urhlekki mína. Ætt óðalshöfðingjans er eins og rót, sem getur hvísÞ ast í allar áttir niðri í mioldinni, þó að aðalrótin vaxi beint niður. Þannig getur ættin breiðst út um allan dalinn — heila sveit — án þess, að finna sig slitna úr tengslum. Já út um heilt land. Málið er sama, sagan er sú sama fyrir sunnan og norðan, austan og vestatf þó að hver sveit og hver landshluti hafi sín séreinkenni, þá bindur málið og sagan þjóðina alla í eitt. En lengra ná þær rætuir ekki. Utan við ættlandið er auðn og tóm fyrir einstaklingin, sem er borinn og barnfæddur heima á ættjörðinni. Það er að vísu hægt að nema land í ann- ari átfu, en fyrsti liðurinn verður allt af útlægur, sá næsti festir rætur og tileinkar sér mál og sögu og hinn þriðji tiiheyrir að fullu landinu, sem til var flutt. Þannig var þetta með þá, sem námu ættjörð okkar — ísland. Og þannig er það í Ameriku nú. Sá, sem fer að heiman fullorðinn festir ekki rætur á ný í öðru landi — ekki til fulls. Hann tárast í leyni, þegar'hann sér fuglana að heiinan á ferð, (Lóur á akri) — hann grætur þegar hann heyrir þjóðsönginn, — sóÞ barðið á hattinum skyggir að vísu á tárin og bros al- hetmsborgarans felur sorgina í sóibrendu andlitinu. En rótinni blæðir inn — hún var slitin upp fullvaxin. Bn þar, sem þjóðþi á stórt og Utt numið land, er ó- þarfi að skapa sér hlutskifti útlagans, eins og ég gerði. Það var aðeins skilningsleysi og bráðlyndi þess, sem alit í einu stendur augliti til auglitis við ástæður, sem hann hefir aldrei krufið til mergjar, sem lét mig flýja land mitt og þjóÖ. Þögn föður okkar og ugglaus æska okkar bræðranna var undanfari þeirrar stórhrtð- ar sem á skall. Enginn hafði leiðbeint okkur hið minnsta né varað okkur við töfrum jarðarinnar — óðalsins, er við umnurn báðir jafn barnslega blint og heitt. Já — rætur jarðeigandans kvislast um land allt, svo að þess vegna hefði ég eins vel getað búið nú, sæll og sjálfstæður jarðarhöfðingi í öðrum landsfjórðungi en Goðadaiur stendur í. Ef þá hefðu verið komnar bifreiðar, er þjóta um iand allt, hefði ég máske hnippt í bílstjór- ann undir Ingólfsfjalli og sagt: Stopp, laxmaður! -• Stig- ið glaður út og gengið spölkorn inn í hávaxinn puint- akiurinn og fundið ylinn af gróðrarmoldinmi leggjia upp í iljar mér — horft yfir landið og u>pp. í dimmblátt, skýl- andi hamrafjiallið og sagt: Hingað og ekki lengra. — Má- ske hefði ég lika setið kyrr, alla leið austur undir Eyja- fjöllin — en eins og vaknað af leiðslu, þegar ég leit upp iil fagurgrænna hlíðanna og sá grundirn-ar breiða út faðminn. Hver veit? — En ég var ungur og óreyndur og fannsit að Goðadalur vera allmr heimurinn. "0 G HEFI nú verið að stildra fram úr því, sem ég skrifaði sxðast. Tunglsljósið er tæplega eins hvítt, né stjörnubirtan eins demantsskær og þegar ég .stóð við að skrifa þau blöð hérna á verðinum. Ef til vill mundi einhver segja, að það væri ekki sambærilegt, áð standa á verði og skrifa um tilfinningamál — en mér hefiir það aldrei orðið að meini. Það er sem varðmaðurinn í mér sé orðinn eitt, með hafi, himni og gnoð og finni umdir eins ef eitthvað sé'rstakt er á seyði. Ég hefi aldrei svikið starf mitt með þessum litlu blöðum. Varðmaður- inn sleppir aldrei sinui vakandi athygli, þó að utlaginn reki raunir sínar og hripi eitthvað, í flýti, á blöðin sín við tunglskin, stjiö'rnuljós og birtuna frá náttljósum brun- andi skipsins. Ég elska þessi nætiurljós, yfir sofandi skipshöfn og auðum þiljum, þau eru vinir niínir, eins og máninn og stjörnurnar og hafa vakað með mér marga háseta, bátsmanns- og stýrimanns-vöku. Já — stýrimanns, en hærra fylgjiumst við ekki að; því að ég ætla ekki að verða skipstjóri. Það var einmitt þegar að því var komið, að ég fengi skip — að þnáin heim til Islands magn- aðist á ný. Ég hefi enga löngun tii þess að stj;órna stóru skipi, fremur en að eiga stórt land og stjórna Stóru búi. Æskan og [ stórhugurinn eru slokknuð. —- Heimþrá mín lýsir sér i sárri bamslöngun eftir því, að vera orðinn lítill drengur á ný — leiðast með öðnun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.