Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 24
24 JÖLABLAÐ ;Félag járniðnaðarmanna óskar öllum meðlimum sínum GLEÐILEGRA JÓLA GLEÐILEG JÓL! Félag bifvélavirkja. GLEÐILEGJÓL! Bifreiðastjórafélagið Hreifill. GLEÐILEGJÓL! Sveináfélag húsgagnabólstrara. Við óskum öllum alþýðuheimilum og unnendum verkalýðssamtakanna GLEÐILEGRA JÓLA Verkamannafélagið Dagsbrún. Matsveina- og veitingaþjónafélag íslands óskar öllum félögum sínum GLEÐILEGRA JÓLA , Stjórn M. V. F. í. jOSKUM ÖLLUM ungum Alþýðuflokksmönnum og alþýðu ! um land allt ! GLEÐILEGRA JÓLA! ; Félag ungra jafnaðarmanna. skila að henni látinni. Utan á bréfið var skrifað til Pi- erre de Montessac, og í bréfinu stóð: — Eg dey með þig í huga. ’C1 YRIR fáeinum árum fór ég í kvikmyndahús í Ber- lín, þar sem sýnd var kvikmyndin Mata Hari með Gretu Garbo í aðalhlutverkinu. Að lokinni sýningu gekk ég fram á Kurfúrstendam og mætti ég þá Holt- hausen barón, sem hafði verið yfirmaður njósnastarf- seminnar á vesturvígstöðvunum. — En hvað þeir í Hollywood hafa haft gott lag á því að búa til rómantíska kvikmynd um einhverja þá svívirðilegustu njósnastarfsemi, sem þekktist í stríð- inu, sagði hann. Við fylgdumst að inn í kaffihús og ræddum um Mata Hari. Smám saman varð baróninn skrafhreifnari. — Mata Hari varð alls ekki njósnari samkvæmt eig- in ósk, sagði hann. Eini maðurinn, sem hún unni, — neyddi hana'til þess. Munið þér eftir Lax—9? Vitið þér, hver það var? Það var enginn annar en Pierre de Montessac. Hann hefir verið í þjónustu okkar síðan 1911. Raunverulegt nafn hans er Netley Lucas, og hann er sonur ríks verksmiðjueiganda. Eftir lát föður síns spilaði hann öllum arfi sínum á glæ í Monte Carlo. Hann var nákvæmlega fimm mánuði að eyða fimm miljónum franka. Hann var nú skuldum hlað- inn og einn daginn hitti hann von Rheinbaben, sem var yfirmaður njósnastarfsemi okkar í París. Það þurfti ekki að eyða löngum tíma í að fá hann til að ganga í þjónustu okkar, og Netley Lucas varð Marquis de Mon- tessac. í mörg ár hafði hann stundað innbrotsþjófnað, og fleiri glæpastarfsemi. En engan grunaði, að þessi glæsilegi maður væri ekki allur þar sem hann var séður. Sérgrein hans var þó sú, að neyða fé af konum. Hann hit’ti Mata Hari á Miðjarðarhafsströndinni, og hún, sem hafði svo marga karlmenn á valdi sínu, varð nú ambátt hans. Um leið og stríðið brauzt út fór hann að senda okkur upplýsingar, sem voru mjög þýðingarmiklar. Hann hafði fengið stöðu á skrifstofu, einni af skrifstofum franska hersins og gat því ekki farið úr Frakklandi. En hann sendi Mata Hari. Við komumst fljótt að því, að hún var miklu gáfaðri en hann, og við réðum hana í þjónustu okkar sem nr. H 21, og við borguðum -henni vel fyrir upplýsingarnar. Markgreifinn varð nú öfunds- sjúkur og þannig lauk, að hann sveik bana fyrir 50,000 franka. — Já, það var hann, sem sýndi le Doux ávísunina á bankann í Zúrich. Það var hann, sem sannaði, að hún fengi fé frá Þjóðverjum. Nóttina, sem hún var tekin, sá hann eftir öllu saman. Hann leitaði um alla borgina að henni og það var hann, * sem kom heim til hennar, þegar lögregluþjónarnir voru uppi hjá henni — og flýði, þorparinn sá arna. Ég etr nýkomin, sag'ði hænan, þegar k-omið var að henni í kálgarðinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.