Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 10
JÖLABLAÐ 10 Nú, er hún heyrði að ég mundi ætla út í lönd, fannst henni að það vera ég, sem hún hefði æfinlega elskað, en jafnframt var pað eins og að sleppa Ííftaug, að hafna bómorði Freysteins og fylgja mér, landleysingjanum. Þetta fannst Hallveigu — og hún játaðist Freysteini. Hún sagði mér það allt, kvöldið sem ég kom að kveðja hana og grét og faðmaði mig að sér og sagðist mundu sakna mín alla æfina. Það var eins og að henni kæmi ekki til hugar, að það væri nein synd við Freystein, mannsefnið hennar, að breyta pannig. Hafði hann ekki fengið lofprð fyrir henni til allrar æfinnar? Var henni ekki frjálst að kveðja æskuvininn, bróður hans, í síðasta sinni og segja homim allan hug? Var ekki fátækt hans nógu stór tii pess, að pað væri syndlaust að gefa honum eina einustu yndislega minningu að skilnaði og segja hanum eins og var, að hanu mundi verða draum-maður hennar alla æf- rna, pó að hún gengi með bróður hans og fæddi honum syni og dætur? — Æ, máske hefir hún ekkert af pessu hugsað — bara grátið og kysst mig og íaðmað og hvísl- að að mér huggunar- og ástarorðum, af pví að hún var ung og ástrík — svo ástrík, að hún hafði elskað okkur háða frá ómynnisbemsku — og ætlaði nú að giftast öðrum og kveðja hinn til fulls, en eiga hann pó í hj.arta sínu alla æfi. — Nú hefir Freysteinn bróðir minn átt hana í mörg ár, en ég efast u_i að hann eigi nokkra jafn sæla og hreina ástarminnin; u áem ég, er missti bæði kionu og jörð. Og ak'.ei hefi ég iðra pess, að ég reið til Síóiuvalia og kvaddi Haílveigu hei e hans síðast ailra í átthögunum. Eins og ég varð i af pessum eina saklausa ástarfundi okkar — eins voíta :g, að hún ha.fi við tianm eignast pá minningu, sem euóst henni alla æfina. Niskar sálir eignast aldrei neitt fagurt — né gefa. En Hallveig var góð og gjöful og gaf mér að auð- legð hjarta síns faðmlög og skilnaðartár og hugsaði ekkert um hvort að hún mætti pað, par sem hún var nú öðrum lofuð. Fyrir pað eig-naðist hún draummann fyrir alia æfi-na, eins og hún sjálf orðaði pað — og eina einuistu ástarminningu — en svo fagra, að hún kunni ekki að óska sér hennar fegri né alfullkomnari. Og pannig var með mig. „Ég kveð pað síðast, sem kærst mér er“. Svo-na byrjar vísa, sem ég kunni pegar ég var dreng- uir, en nú.man ég ekkert, niema pess-a einu ljóðlínu. Það er líka nóg. Þó að ekkert orð' komi yfir varimar, syngur hjarta mitt hana stjörnubjartar nætur, eins og pessa, pegar ég stend aleinn á verði og friðurinn umhverfis mig kallar á iö-ngu liðnar síundir. T^1 G HAFÐI b-eðið ósigur í kapphlaupinu við bróður min-n um óðal og eiginkonu. Ég var allt of stór- látuir til pess, að mér kæmi til hugar að ílengjast í átthö-gunum eftir pann ósigur. Ég iýsti burtför minni. Þ-á var, sem álagahamurinn fjélli af Freysteini bróður og hann vildi gera mér allt til geðs. Þó var hon- um en-npá órótt út af jörðinni — allt pangað til að égsagði honum að ég vildi selja honum minn hluta. Ég bað iiann að koma andvirðin'u fyrir smátt -og smátt í örtigg- uim stööum. Það gat verið nógu pægilegt að hafa eitt- hvað að grípa til ef heilsan bilaði. Ég vildi einskis manns t • handbendi verða og sízt af öllu gat ég hugsað til pess að purfa að hverfa heim að Goðadal, sem gustukamað- u-r. Ég ætlaði að fara með tvær hendur tórpar út í heimin-n og vinna mér brauð. Ekkert gat komið mér í stað ættarl-eifðar minn-ar — og pá var bezt að fara sem iengst og láta sífelt flakk og ferðaiag deyfa sökmiðinn. Örlögin höfðu dæmt mér hiutskifti farandmannsins, hvort sem var, og pað var bezt að vera ekki að bleklqa sjálf- an sig á pví, að nokkur staðf-esta gæti komið í stað pess, sem var misst. Þannig hugsaði ég pá. NO LÍÐUR á æfina og stundum gripur-heimpráin rnig á ólíkiegustu stundum og stöðu-m. Ég hefi lifað við- burðaríku iífi, en páð er eins -og að -ekksert nái alveg til hjiartans af pvi, s-em við ber — eins lOg' lítiö hafi skeð, síðan ég kvaddi Hallv-eigu í stofunni á Stóruvölium nokkru áður en ég hvarf úr átthögunum. Ég fréíti stundum að heiman, á-n pess að gera nokkuð til pess sjáifur, t. d. pegar ég kem til landa minna vestan hafs. Freyst-e'nn bróðir minn h-efir líka skrifað mér við og við, pegar hann hefir vitað hvar ég er — til pess að segja mér hvar hann le^gur inn andvirði jarðarhlutans. H-ann hefir nýs-keð skrifað mér, að hann væri nú búinn aö borga pað siðagta inn í Landsbankann í Reykjavik. Ég gæii nú, hveoær sem er hætt siglmgum, farið hehn fcill Isiands og ' keypt 'mér par stórbýli, engu síðra en Goðadal. En öll löngun mín til pess, að -eig-a jörðina og láta hana gef-a mér gróða sinn, slokknaöi um leið og ég var útlægur af minni eigin jörð. Svo rxilít er ætt- arblóðið í æðum mínum, að enginn blettur jaröar,- sem ég hefi séð (og peir eru margir) hefir getað komið mér í stað óðalseignar minnar á Islanidi. Ég hefi verið að seija Goðadal öll pessi ár — og við hverja b-orgun, sem bróðir minn tilkynnti mér að hann hefði innt af hendi, var sem hluti af sjálfum mér h-efði v-erið skoir- inn burtu. Nú er possi aðgerð á enda og ekkert iengur til að sníöa' burtu. Ég e: e'.ns og vatnið í -elfunni, sem líöur til sjávar og veit ekki hve laogt er í djúpið — berzt petta áfram, án löngunar og án áhyggju. Hvernig segir nú hann Bjarni Thorarensen: i ■ . x ' ý • . . ; . . - „Grætu-r at ekkja öikvæntan ver, börn trega aldrei barnlausan hal“. Það er róleg hugsun, en laus við alla lífsgteði. — Hin eina gleði, sem ég finn til nú orðið — auk mi.nninga- gieðinnar — er gleðin yfir pví að v-era frjáls og engum háður — örugg gleði og án allrar áhyggju. En tóm- lé&ki fer í spor hennar — tómieiki pess manns, er liefir engan annan að lifa fyrir — og veit engan annam lifa fyrir si-g. Og bróðir minn — hann, sem hlaut hnossið: óöálseign- ina og k-onuna, sem við báöir elskuðum, fyrir eiginkonu. Er hanin sæll? Frh. á 27. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.