Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 23
ALÞÝÐUBLAÐSINS 23 En lögregluforinginn 'hótaSi að brjóta upp hurðina, ef hún opnaði ekki þegar í stað. Hún svaraði hlæjandi: — Gott og vel, herrar mínir, komið þið þá inn, ef þið eruð ekki feimnir við að koma inn í svefnherbergi konu. Lögreglan gekk inn og lá hún þá allsnakin í rúminu. Hún reyndi að brosa, en það var uppgerð, sem ekki vildi heppnazt. Skömmu seinna smullu handjárnin um úlnliðina á henni. Hún neitaði að klæða sig. Einn af lögregluþjónunum sveipaði þá utan um hana kápu sinni og bar hana út í bílinn. TVEIR leynilögregluþjónar, sem settir höfðu verið á vörð um húsið, skýrðu nú frá því, að rétt áður hefði komið vel búinn maður í skrautlegum bíl cg spurt næturvörð hússins eftir frú Hari. Þegar honum var sagt, að nokkrir menn væru nýfarnir upp til hennar, virtist ætla að líða yfir hann, en hann hafði flýtt sér svo í burtu, að ómögulegt hafði verið að stöðva hann og það hafði verið svo dimmt, að ekki var hægt að ná númeri bílsins. í kvennafangelsinu í St. Nazaire, sem hún var flutt til, harðneitaði hún að svara. Dr. Clunet, einn af þekkt- ustu lögfræðingum í París, tók að sér að verja hana. Hún var ákærð fyrir landráð og njósnir. 24. og 25. júlí árið 1917 var hún leidd fyrir dómar- ana, en dómararnir voru 12 herforingjar. Hún játaði að hún hefði tekið á móti peningum frá Þjóðverjum — en hafði hýn ekki leyfi til þess að þiggja peninga af hinum fjölmörgu aðdáendum sínum, hverrar þjóðar sem þeir vcru? Þegar leið á réttarhöldin ákvað hún að slá út síðasta háspilinu. — Já, dómarar, hrópaði hún. — Ég er njósnari og ég hefi birt hernaðarleyndarmál, þýðingarmikil hemað- arleyndarmál. Með minni hjálp hafa verið eyðilagðir margir þýzkir kafbátar og Zeppelinloftför. Síðasta á- rás Þjóðverja við Rheims fór í handaskolum — vegna njósna minna. Fáið upplýsingar um „Carmen“ á upp- lýsingaskrifstofunni. Verjandi hennar talaði í fimm klukkutíma og bar fram m. a. þá spurningu, hvers vegna le Doux hefðf ekki verið yfirheyrður sem vitni. Dómararnir ræddu saman í þrjá klukkutíma. Þegar þeir komu inn í dómsalinn brosti Mata Hári til réttar- forsetans, myndarlegs herforingja, sem leit undan. — í nafni frönsku þjóðarinnar dæmd til dauða. Hún greip hendinni til munnsins. — Það er ómögulegt, hrópaði hún. En í sama bili náði hún valdi á sér og gekk rólegum skrefum til klefa síns. Poincaré forseta var send bón um náðun, en henni var synjað. Hún dó hetjulega. Fangelsislæknirinn bauðst til að deyfa hana með morfíni eða gefa henni flösku af kampavíni, en hún hafnaði hvorttveggju. í þess stað óskaði hún eftir presti, til þess að biðja með sér um nóttina. Prestinum fékk hún bréf, sem átti að VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN óskar félagskonum sínum og allri alþýðu GLEÐILEGRAJÖLA STJÓRNIN. :: A. S. B. óskar meðlimum sínum GLEÐILEGRA JÓLA Stárfsstúlknafélagið Sókn óskar öllum meðlimum sínum og allri alþýðu GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls nýjárs. GLEÐILEGRAJÓLA V óskar öllum meðlimum sínum. Tðia. félav verksmiðitifólks. Nót, félag netavinnufólks, , óskar meðlimum sínum GLEÐILEGRA JÓLA GLEÐILEGJÓL! Félag ísl. hljóðfæraleikara. GLEÐILEGRAJÓLA óskar öllum meðlimum sínum Bakarasveinafélag íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.