Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 29

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 29
ALÞÝÐUBLAÐSINS Sumar á Framnesi. Frh. af 17. síðu. alltaf liðlegir og góðir við mig, það fann ég f>ó að ég skyldi þá illa. Svo var það á iaug'airdagskvöldi viku seinna, að NorÖmennirnir gerðu sér dagamun og fengu sér vel í staupinu. Ég var sofnaður, en vaknaði brátt aftur vfð mikla háreisti. Ég lá í efstu 'koju (þriðju hæð) og gægðist undan teppinu, en þorði ekki að láta neitt á mér bæra, enda var voðalegur gauragangur niðri á gólfinu. Sumir sátu við langborðið með fiöskur og krúsir fyrir framan sig, og voru annað kaistið að staupa sig. Sumstaðar stóðu tveir eða þrír saman úti á góifinu og þráttuðu um eitthvað og bjuggu sig til að slást ú.t af því, en þegar til alvarlegria átaka ætlaði að koma var gengið á milli af einhverjium öðrum, og lét „Óðinn“ þar að sér kveða og var þá hávær. Þeim fækkaði alltaf smátt og smátt, sem uppi stóðu, en ekki varð alveg hljóát í bragganum fyrr en fcomið var undir morgun. Það skifti sér enginn neitt af mér*um nóttina, og lofaði ég guð fyrir það, því að ég var alltaf hálf hræddur. Daginn eftir flutti ég burt frá Norðmönnunum þvi þá losnaði Ikója í íslemdingabraggamum. Þetta vor hafði hettusótt gert töluvert vart við sig á stöðinni, og þegar ég flutti í braggann til Islending- anna var ungur maður norðan úr Vatnsdal að koma á fætur eftir að hafa legið í henni. Leið svo rúm vika, en þá veiktist ég af hettusótt, bólgnaði uindir kjálkunum og fékk dálítinn hita. Ég fór þó á fætur á öðrum degi og snérist eitthvað fyrir kokkinn, en næsta morgun var ég orðinn talsvert vedkari en áður. Lá ég á aðra viiku og var kokkurinn læknir minn, en ég þurfti að hafa biývatnsbakstra. Ég var illa útbúinn að rúmfötum, og spurði kokkurinn hvort enginn gæti léð mér eitthvað ofan á mig til viðbótar, en menn sögðust ekki hafa rúmföt aflögu, og það var víst satt. En Guðmundur Guðmunds- son frá Reykjavík, sem ýmsir kölluðu Gvend strollu, sýndi þá drenglyndi sitt. Hanjn tók hlýja rekkjuvoð úr rúminu sínu og lánaði mér, og vildi ekki taka hana aftur fyrr en dvalartíma okkar þárna viar lokið; finnst mér skylt að minnast þessa hér. — Það munu hafa verið allt að því 20 Islendingar þama um sumarið. Voru flestir þeirra í sama bragga. Á lofti all rúmgóðu. Loftinu var að vísu sikift um miðju með milligerð, en það stóðu oftast opnar dyr á milii .Rúmin voru meðfram hliðum báðurn megin, og var þetta ekki ólíkt íslenzkri baðstofu. Það var glatt á hjalla þama með köflum, því að það voru gamansamir menn innan um. Matreiðslumenn voru tveir, og var annar þeirra ís- Iftnzkur, Dýrfirðingur að rnig minnir. Kristjáu að nafni. Hann var búinn að vera í Nonegi, og var orðinn töiuvert norskublandinn. Hann pantaði ýmía smámuni fyrir menn á hvalstöðinni, og fékk það venjulega með „Ölphu". Einu sinni pantaði maður sér úrfesti, og var gert eitt- hvert skop út af því, og myndaðist þá heilmikill bragur, 29 Gleðileg jól! Alþýðuprentsmiðjan. h f. GLEÐILEGJðL! Tóbakseinkasala ríkisins. GLEDILEGJÓLS Kexverksmiðjan Frón h.f. GLEÐILEG J ÓL1 íshúsið Herðubreið. GLEÐILEG JÓL! H.f. Kexverksmiðjan Esja. GLEÐILEGRAJÓLA OGNÝJÁRS óskar öllum Verzlun G. Zoega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.