Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐSINS 9 Hvað hefir breytt þeim svona skyndilega? — Til þessa hefir hún nánast eiskað þá báða, þessa ungu nágranna sína, án þess að gera sér ljósia grein fyrir því, hverjum þeirra hún vikli heldur fyigja, ef þeir kæmu einhvern daginn og bæðu um hönd hennar. En nú er sem þeir séu báðir horfnir og í þeirra stað komnir bráðókunnugir tnenn í bónorðsför. Já gersamlega ókunnir hvor öðr- um og óskyldir, því að þeir taka ekkert minnsta tillit hvor til annars. Og dúfan verður hrædd og biður þá að gefa sér frest — en þeir vilja engan frest — Goðadalur bíður eftir nýjum húsráðendum og sá, sem fyrr getur sagt: Ég hefi fest mér konu, sem er samboðin ættaróðal- iniui — hann stenduir nær því*að fá óðai'sréttinn. Þessvegna gela þeir ekki gefið Hallveigu Snæb|amardóttur á Stóru- völlum frest, heldur heimta svar hennar samdægurs, hvor um sig. — Þá verður hún ennþá hræddari við þessa ókunnu menn og fer að gráta. „Hvers vegna ertu orðinn svona, Freysteinn ?“ segir hún við þann, sem varð fyrri til að flytja bónorðið — og svipuð voru svörin, sem ég fékk kvöldið eftir. Ég vissi þegar Freysfeinn fór — og ég sá, að hann var ekikert glaður, þegar hann kom aftur. Og ég hugsaði: Hún hefir hafnað honum. Það er bezt að ég reyni. Hvaða synd er að biðja stúlku, sem er hvort sem er búih að hafna bróður mínum? — En Hallveig var líka hrædd við mig og hvarf mér, eins og sólargeislinn, sem enginn getur handsamað, en aðeins vermst við, á meðan ekki var eftir honum seilzt með harðri hendi. Þannig er því varið með allt hið bezta í lífinu. Það verður iivorki heimtað né tekið með valdi. EN JÖRÐIN, sem nú hafði okkur bróður minn aiger- lega á valdi sína, blés Freysteini slægðarráði í brjóst. Heldur en að bíða og rnissa máske bezta húsfreyju- efni dalsins, skyldi hann fá hennar með brögðum. Hann fór á fund hreppstjórans, föður hennar, og flutti bónorð sitt við hann — lét á sér skilja, að hann yrði einvaldur í Goðadal — sagði það að vísu ekki berum orðum, en Snæbjöm, faðir Hallveigar, sló því föstu, að svo yrði, vegna þess, hvemig bróðir minn talaði. Þetta var fyrsta og máske eina ódrengskaparbragðið, sem hann gerði á æfi sinni, og upp frá því nagaði ormur illrar samvizku hjartarætur hans. Illa hefir mér oft liðið öll þessi út- legðarár, en ver hefir Freysteini bróður mínúrn liðið, þótt hann fengi allar óskir sínar uppfylltar: yrði eigandi allrar Goðadialstorfunnar og fengi Hallveigu á Stóru*- völlum fyrir konu. Til þess að geta notiö gæða þessarar jarðar, sém við byggjum, og vonarinnar um annað lif — þarf siamvizkan að vera hrein. Og samvizka Freysteins bróður míns var ekki hrein frá þeim degi, sem hann talaöi við föður Hallveigar. — Hvað gamli maðurinn gerði? Jú — hann gekk fast að dóttur sinni, að takia bónorði Freysteins — sagði henni, að annað eins tilboð fengi hún aldrei. „Hinn sonurinn ætlar víst út í lönd,“ mælti hann, því að hann vissi ekki betur. Hallveig þagði. : j H.f. Eimskipafélag íslands sendir viðskiptamönnum sínum um land allt beztu Jóla-óskir. GLEÐiLEG JÓU V erksmið j uútsalan Gefjun — Iðunn. GLEÐILEG JÓL! G. Helgason & Melsted h.f. GLEÐILEGJÓL! Gisli J. Johnsen. GLEÐILEGJÓL! Guðmundur Gunnlaugsson, Njálsgötu 65. Hafliði Baldvinsson óskar sínum gömlu og góðu viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA GLEÐILEG JÓL! Heitt & Kalt. #######^####|- l##########################################^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.