Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 20
20
JÓLABLAÐ
GLEÐILEGIÓL!
Verzlunin Árnes.
GLEÐILEGJÓL!
Verzlun O. Ellingsen h.f.
GLEÐILEGJÓL!
Verksmiðjan Fönix.
GLEÐILEGJÓL!
Smjörlíkis- og efnagerðin Svanur h.f.
GLEÐILEGJÓL!
Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar.
hver var H 21? Einn af starfsbræðrum mínum trúði
mér fyrir því, að það væri enginh annar en Mata Hari.
Við vissum hvað það þýddi, þegar Nicolai ofursti
sagði „þegar í stað.“ Áður en 10 mínútur voru liðnar
hafði „Mademoiselle Docteur“ fengið skipun um að
mæta á hinni leynilegu skrifstofu vorri í Tauentzien
Strasse. (Við vissum ekki þá, að stofa ameríkska tann-
læknisins á sömu hæð var í raun og veru miðstöð
frönsku njósnastarfseminnar. Hvernig gátum við það,
þegar allir vissu, að keisarinn var bezti viðskipta-
vinur hans?)
Við vorum í mestu vandræðum með, hvernig við
ættum að koma ungfrú Lesser yfir frönsku herlín-
una. Við settum okkur í samband við loftvarnarliðið
og ræddum um að senda hana niður í fallhlíf, en við
vissum, að það gat verið mjög hættulegt. Sjálf hafði
hún þó engar áhyggjur af því, en stökk út í fallhlíf í
2000 metra hæð 25 mílum bak við frönsku landamærin.
Við biðum með eftirvæntingu eftir fyrstu skýrsl-
unni hennar. Hún kom með bréfdúfu, og þar tilkynnti
hún, að hún hefði ekki getgð náð sambandi við Mata
Hari.
Nánari fregnir fengum við síðar, sem sendar voru
með bréfi yfir Sviss.
„H 21 er undir sterkum grun og er stöðugt elt af
mönnum frá Parísarskrifstofunni nr. 2. Það geta ekki
liðið nema örfáir dagar þangað til hún verður tekin
föst. Ég hefi gert það sem ég hefi getað til þess að
hjálpa henni, en það er ómögulegt að nálgast hana án
þess að fella grun á sig. Ég bið ykkur að gera það, sem
þið getið, til þess að frelsa hana.“
Við, yngri foringjarnir sáum strax, að það var sjálf-
sagt og skylt að gera það, sem hægt var í þessu efni
og fórum því til Nicolai ofursta. En hann gerði ekki
annað en að ypta öxlum. Við minntum hann á, .að
H 21 hefði oft gert okkur stórkostlega greiða og hætt
lífinu fyrir okkur hvað eftir annað. Hún þekkti marga
háttstandandi franska embættismenn og hafði oft á
þann hátt getað gefið o!kkur mikilsverðar upplýsingar
um hreyfingar franska hersins, styrk hans og ný vopn.
En þegar hér var komið, tilkynnti Nicolai ofursti okk-
ur, að áheyrninni væri lokið, og' morguninn eftir sá-
um við eftirfarandi klausu í dagskipuninni:
„Fundur, haldinn undir forsæti Ludendorffs hers-
höfðingja hefir ákveðið, eftir að hafa hlýtt á skýrslu
Nicolai ofursta, að skipta sér ekki framar af njósnar-
anum H 21, sem þekkt er undir nafninu Mata Hari.
Það ber að tilkynna njósnurum vorum sem allra fyrst,
að hætta að hafa samvinnu við hana.“
Þar með voru örlög Mata Hari ákveðin. Hálfum
mánuði seinna var hún tekin föst, og í októbermán-
uði 1917 tilkynntu njósnarar vorir, að hún hefði verið
skotin í Vincennes.
ÞAÐ var Annemarie Le^ser, sem skýrði okkur frá
mánuði seinna, hvernig hefði komizt upp um hana.
Hún sagði okkur, að engin önnur en hún hefði valdið
því, að kafbátunum okkar var sökkt við strönd Mar-