Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 31

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 31
ALÞÝÐUBLAÐSINS 31 ist til dauðs. Var lík hans flutt út i „Ölphu". Lá hún við bryggjuina nærri pví ferðbúin. Þetta pótti sviplegt at- vik og leiðimlegt, svona rétt á síðustu stundu. Tuttugasta og annan september var allt tilbúið undir heimferðina hjá Noirðmöunwnum, og átti „Alpha“ að ieggja af stað uim hádegi. Ég hjálpaði til við að flytja farangur fram í skipið 'um morguninm, og gafst mér þá tækifæri til að horfa á síðasta slaginn, sem fram fór þarna um sumarið. Berglund kyndari var þá fullur; eins og oftar, og þótt- ist hann þurfa að bnegða sér til Þingeyrar áður en lagt væri af stað, og heimtaði bát af stýrimainnmnm á „Ölphiu“, en sitýrimaðurinn afsagði að lána honum bátinin, enda væri rétt að því komið, að lagt yrði af stað. Bergiund snérist reiður við og réðist á stýrimanninn; en þar hitti hann mann fyrir, sem fær var til að tiaka á móti. Stýri- maðurinn greiddi Berglund þegar í stað svo vel úti látið högg, að hann steyptist á hausinn niður á þilfarið á „Ölphu“ (en þar fór þessi leikur fram). Hann reis samt fijótlega upp aftur og vildi hefna sín, en allt fór á sömu leið og áður. Þá kom skipstjórinn til skjalanna og setti vandræðamanninn i járn. Var hann svo borinn niður i lúkar og settir tveir menn til að gæta hans. Eftir skamma stund var „Alpha“ farin. * Þá voru nú allir famir, sem hugðu á heimför þetta haust, nema tveir Vatnsdælingar — ég og Emil Bene- diktsson frá Ási. Við vorum þarna um tíma með vétrar- setumönnunum við að hreinsa og mála hvalveiðabátana. En þar kom, að við héldum lika heimleiðis. Tókum við þkkuir fari með strandferðaskipi og vorum lengi á leið- inni, því að sikipið snapaði uppi hverja höfn. Meðal far- þeganna voru stúlkur, sem voru að fara á kvennaskólann á Blönduósi. Við vorum þeim svolítið hjálplegir á leið- ipni, og vorum því alltaf velkomnir gestir i káetu þeirra, og þar var stundum gert að garnni sínu. Það var spilað, sagðar sögur og æfintýri. Við Vatnsdælingarnir sögðum meðal annars .lassarónasögur frá Framnesi, og þótti stúlk- unUm gaman að heyra þær. — Sögðust þær verða að felja okkur heldur freegari fyrir að hafa séð þessa ber- serki — þótt það hefðu nú því miður ekki verið nema brennivínsberserkir! Töldum við þetta vafasaman heið- ur og tókum það eins og það var talað. 6leðileg jól! r i Utvegsbanki Islands h. í. GleðOeg jól! Gott nýtt ár! i ; Tryggingarstofnun ríkisins. 11 11 * ]1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.