Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 4
4 JÓLABLAÐ Óskum öllum okkar viðskiptamönnum gleðilegra jóla og gæfuríks árs. ' VERÐANDI. GLEDILEG JÓL! Á - Verzlunin Brynja. GLEÐILEGRA JÓLA óskum við öllum okkar viðskiptavinum, Pétur Kristjánsson. ": W Ásvallag. 19. Víðimel 35. GLEÐILEO JÓL S Kaffibætisverksmiðjan Freyja. GLEÐILEGJÓL! Verzhtn Sigurðar Halldórssonar, Öldugötu 29. GLEÐILEG JÓL! Verzlun Símonar Jónssonar, Laugavegi 33. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝJÁR! Þvottahúsið Drífa. 1 'r WWWWWWM«WW*W«#>WWW»WWWWWW*> gert það, og má telja það víst, að það hafi verið vegna hinna miklu hæfileika hans að hann var settur til náms. Loptur var í Hólaskóla í 0 ár eða frá 1716 til 1722, og höfum við fáar sögulegar heimildir um hann á þeim tíma. Frá árinu 1719 er til skjal eitt, sem skólasveinar á Hólum hafa undirritað, og hefir Loptur þar ritað nafn sitt með eigin hendi. Á þessum tíma var það siður í skól- um, að brottfarendur fengu síðasta veturinn, sem þeir voru í skóla, vottorð skólabræðra sinna um góða hegðun ásamt þakklæti fyrir samveruna og óskum um góða framtíð. Og það er eitt slíkt skjal sem Loptur skrifaði undir árið 1719. Samkvæmt þætti Gísla Konráðssonar af Loþti vai' hann lítill vexti og illur viðskiptis. Mun hann því hafa átt erfitt uppdráttar í skólanum, þar sem hann var þar að auki ungur og margir af skólabræðrum hans hafa verið eldri og harðfengnari en hann. Enginn vafi er á því, að hann hefir verið duglegur í skóla og mun hafa fengið þar marga öfundarmenn og illkvittni hans héfir ekki bætt úr skák. Ekki er ólíklegt, að hann hafi tek- ið það til bragðs, til að halda hlut sínUm rrieðai skóla- bræðra sinna, að gera sem mest.úr kunnáttu sinni og hóta þeim ofsóknum, sem á móti honum gerðu. Og vegna trúar manna á galdrana og hræðslu við þá, var auðvelt að útbreiða slíka trú. Allir vissu, að Loptur var uppalinn hjá Galdra-Þormóði, sem auðvitað hafði kennt fóstursyni sínum kúnstina. Það er alltítt um menn, sem eru mjög litlir vexti eða hafa einhvern lík- amlegan galla, að fá óseðjandi löngun til að gerast á einhvern hátt voldugir til þess að bæta úr sínum í- myndaða eða virkilega veikleika, og þar sem Loptur auðvitað hafði óbifanlega trú á göldrum, vildi hann auð- vitað komast sem lengst í þeirri grein. Sögurnar um það, að hin fræga galdrabók, Rauðskinna, væri grafin með Gottskálki biskupi grimma, voru almennt kunn- ugar, en af þeirri bók átti að vera hægt að læra svo ramma galdra, sem gerðu það mögulegt að sigra kölska sjálfan og ná valdi yfir honum. En það var ekkert smá- ræðis fyrirtæki, að vekja upp annan eins mann eins og Gottskálk biskup. Til þess varð að gera samning við djöfulinn, og eina leiðin til að sleppa frá slíkum sátt- mála var að ná Rauðskinnu og sigrast á kölska með vísdómi hennar. En ef það misheppnaðist var úti um allt og glötunin var vís. Samkvæmt sögunni réðist Loptur í þetta fyrirtæki, og margt virðist benda til þess að það sé satt, því Gísli Konráðsson nefnir þrjá skólasveina, sem voru í vitorði með Lopti og voru að- stoðarmenn hans, en skjölin sýna það, að allir þessir menn voru honum samtíma í Hólaskóla. Hefir það verið á síðustu skólaárum hans að hann gerði tilraunina, því tveir af félögum hans, prestssynir frá Skinnastað af nafnkenndri galdraætt, komu ekki í skólann fyrr en um 1720. Og er það einmitt líklegt að Loptur hafi helzt getað fengið með sér unga og óreynda pilta, sem litu upp til hans sem eldri og reyndari manns en þeir sjálf- ir voru. Skýrir þjóðsagan nákvæmlega frá því hvernig Loptur vakti upp alla hina fyrri Hólabiskupa og hve^?> ig honum heppnaðist að fá Gottskálk til að rísa upp ýj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.