Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 19
ALÞÝÐUBLAÐSINS 19 okkur í skyn, að frú Hari væri af gamalli konungsætt og trúði okkur fyrir því töluvert hreykinn, að þýrki krónprinsinn væri mjög hrifinn af henni. Einmitt í sama bili kom hans hátign, krónprinsinn, í ljós með stóran blómsveig í hendinni, og við drógum okkur í hlé. Eftir sýninguna flýtti ég mér að skrifa viðtalið og fór því næst í „Romanisches Café,“ þar sem allir blaða- menn í Berlín hittast. Þar hitti ég gamlan starfsbróður frá Parísarblaðinu „Le Martin.“ Við ræddum um sýn- inguna, sem hafði verið um kvöldið, og mér til mikillar undrunar, var hann ekki jafn hrifinn og ég af Mata Hari. — Ég veit of mikið um hana, sagði hann, — til þess að hin svokallaða list hennar hafi nokkur áhrif á mig. Hún hefir hana sem nokkurs konar skálkaskjól. Já, vin- ir mínir. í raun og veru er hún hinn mesti svikari. Við mótmæltum allir. Við vorum svo töfraðir af fegurð hennar og yndisþokka, að við vildum ekki trúa honum. — Eftir fimmtán ára þjónustu hjá „Le Matin“ ætti ég að vita svona nokkurn veginn, hvað gerist bak við tjöld leikhúsanna, og þið, græningjarnir, ættuð að mega trúa því, sem ég segi. Hún er af efnaðri borgara- fjölskyldu, sem áður hafði tízkuverzlun í Haag. Fimmt- án ára gömul giftist hún liðsforingja í hernum, og ungfrú Margaretha Zelle varð frú Leod. í brúðkaup- inu sátu æðstu embættismenn Hollands, og allir urðu þeir hrifnir af fegurð hennar og hún var jafnvel kynnt við hirðina. Skömmu eftir brúðkaupið var mað- ur hennar sendur til nýlendnanna og þau ferðuðust saman um Austur-Indíur. í loftslaginu þar austur frá virtist Asíueðli hennar vakna. Hún hvarf frá sam- samkvæmislífi herforingjanna og fór ásamt gömlum Buddha-presti að leggja stund á bókmenntir, siði og háttu forfeðra sinna. Hún umgekkst hina innfæddu — klæddist í sams konar föt og þeir og Evrópukon- ■ urnar fóru að sneiða hjá henni. Hún eignaðist barn, flýði því næst frá manni sínum og settist svo að í Buddhamusteri með bam sitt. Maður hennar sótti um skilnað og faðir hennar neyddi hana til þess að koma aftur heim til Hollands; en fáum mánuðum eftir heimkomuna, fór hún frá barni sínu og foreldrum til Parísar. Þar varð hún fljótlega fræg. Þekktur verksmiðjueigandi utan úr sveit varð ástfanginn af henni, og keypti handa henni höll, skartgripi og vagn. Frú Leod varð tízku- frú Parísar. Brátt kom að því, að velgerðarmaður 'hennar varð gjaldþrota hennar vegna, og þannig fór um marga fleiri. Það voru ráðherrar, þýzkur prins, enskur hertogi, ekrueigandi frá Argentíu, rúmenskur olíunámueigandi og einn af Bourbonættinni. Þá var hún 25 ára gömul. Ameríkskur miljónamæringur fét hana hafa fastan lífeyri. Þá varð hún efnalega sjálfstæð, og um tíma gerði hún ekkert vart við sig í París. En árið 1905 gerði hún alla, sem þekktu hana, undrandi, því að þá fór hún að dansa í „Folies Bergéres“ undir nafn- inu „Mata Hari“. Dans hennar vakti geysi athygli HÁKON STÚDENT; 5 ký Það sést ei strönd á þinni löngu leið léttsiglda snekkja undir bláum voðum. Ef til vill ertu kjörin konungsskeið komin úr morgunhafsins gylltu boðum. Þín hafdjúp finnast fáum hugum væð og finnst ei lýst af nokkru mennsku orði. Þú siglir hjá í bjartri himinhæð, en hönd ei sést, er veifar klút frá borði. í öllum höfuðborgum meginlandsins. Síðustu tíu árin hefir hún verið náin vinkona marquis Pierre de Mon- tessac. Hann var einn af tízkuherrunum frá Parísar- borg og þekkti bæði konur, spil og hesta. Og hann er vellauðugur maður. Það er einkennilegt, að hon- um virðist vera alveg sama, þó áð Mata Hari gefi öðrum mönnum undir fótinn. Hann ferðast með henni sem eins konar herbergisþjónn hennar. Þannig fórust hinum gamla starfsbróður mínum orð. A RIÐ 1916 gekk ég í herinn og var í njósnara- deildinni IIIB við herforingjaráðið í Berlín. Við höfðum mikið að gera, einkum í minni deild, sem tilheyrði gagnnjósnarstarfseminni. Einn dag fengum við mörg hraðskeyti frá flotamála- ráðuneytinu, sem tilkynnti okkur, að þrír kafbátar okkar hefðu farizt við Marokkoströnd og menn álitu, að hér væri um svik að ræða. Við breyttum lyklinum að leyniskeytum flotans, en samt sem áður misstum við næstu daga fleiri kafbáta. Við fengum sannanir fyrir því, að franska flotamálaráðið vissi hvert kafbátarnir áttu að halda, áður en þeir fóru úr höfn. Húsbóndi minn, Nicolai ofursti, var fjúkandi reiður. — Svikarinn skal finnast, hvað sem það kostar, æpti hann. — Við verðum að senda H 21 af stað. Hún getur fengið 30 000 mörk til þess að byrja með. Dr. Lesser verður þegar í stað að fara til Parísar og setja sig í samband við hana. Dr. Annemarie Lesser, sem Frakkarnir þekktu und- ir nafninu „Mademoiselle Docteur,“ var sú af njósnar- konum okkar, sem við sýndum mestan trúnað. En

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.