Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 6
6
JÓLABLAÐ
GLEÐILEG JÓL!
H.f. Hamar.
GLEÐILEG JÓL!
H.f. Rafmagn.
GLEÐII.EG JÓL!
QLEÐILEOJÖL!
Hi. Hreinn.
H.f. Súkkulaðiverksmiðjan Sirius.
Brjóstsykursgerðin Nói h.f.
Menn vita með vissu að Loptur útskrifaðist úr Hóla-
skóla árið 1722 og mun það hafa verið seint í marsmán-
uði. Mundi Steinn biskup varla hafa útskrifað hamv ef
hann hefði álitið hann vera misindismann eða talið hann
að einhverju leyti geðtruflaðan.
Eftir að hafa lokið prófi á Hólum fór Loptur vestur
á land, og í desember sama ár var hann í Borgarfirði
hjá „göfugum húsbændum“, þ. e. hann dvaldi hjá ein-
hverju heldra fólki þar í héraðinu. Bendir þetta til
þess, að hann hafi haft góð sambönd og möguleika til
að komast vel áfram. Hafði hann þá sótt um leyfi til
Hannesar prófasts Halldórssonar í Reykholti til að prje-
dika í því skyni að búa sig undir prestsskap. Svarbréf
Hannesar prófasts við umsókn hans er fullt af innileik
og velvild, og virðist það engum vafa undirorpið, að
prófasti hefir verið hlýtt til hans.
Um þessar mundir hefir Loptur verið ótruflaður á
viti, en eftir það höfum við engar áreiðanlegar heim-
ildir um hann, en svo mikið er hægt að fullyrða, að
hann hefir ekki lifað lengi eftir þetta, og vart er það
hugsanlegt, að hann hafi orðið prestur, því annars
mundi þess vera getið í skjölum og í munnmælasögun-
um um hann.
Það virðist liggja næst að ætla, að það hafi verið
hræðsla Lopts við eilífa útskúfun, sem gerði hann vit-
stola og dró hann til dauða. Hugsunin um það, að hann
hefði selt djöflinum sálu sína hefir ásótt hann og
hræðslan f-arið vaxandi þangað til brjálsemin náði yfir-
tökunum. Samkvæmt þætti Gísla Konráðssonar var
Lopti komið fyrir hjá Halldóri Brynjólfssyni á Staðar-
stað, sem síðar varð biskup á Hólum. Var hann þá svo
sturlaður, að fullhraustur karlmaður varð stöðugt að
gæta hans og varð að ganga með honum út og inn og
skilja aldrei við hann. Gat Loptur þó eitt sinn fengið
hann til að róa með sig út á sjó og steypti sér svo út-
byrðis og kom aldrei upp aftur. Þjóðsagan segir þannig
frá dauða Lopts, að hann hafi róið á báti út fyrir land-
steinana og hafi þá grá hönd, loðin, komið upp úr sjón-
um og dregið allt saman í kaf.
Adam og Eva,
I ^ AÐ var á þeim dögum, sem gimileg epli vom höfð
til sýniis og sölui í búöargluggunum. Ung og bros-
hýr blómarós gekk út úr einni verzl'uninni með poka
fullan af gómsætum eplum. Pokinn var opinn, og upp
úr honum gægðist rautt og fallegt epli.
Við gangstéttarbrúnina stóð lítill og óhreinn drengur
með báðar hendurnar í buxnavösunum og starði sultar-
lega á freistandi eplapokann.
Stúlkan tók eftir drengnum, beygði sig niður að hon-
um og sagði vingjarnlega: — Langar pig ekki í eht
@pli, vinur minn?
— Jú, takk, svaraði drengurinn dálítið UppbUrðarlítill;
— en pað ætla ég að segjia yður fyrir fram, að ég er
trúlofaður.