Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 8
JÓL.ABLAÐ GLEÐILEG JÓL! Jón & Steingrímur. GLEÐILEGRA JÓLA óskum við öllum viðskiptavinum okkar. K. Einarsson & Björnsson. GLEÐILEG JÓL! Landssmiðjan. GLEÐILEG JÓL! Málning og járnvörur. GLEÐILEG JÓL! Olíuverzlun íslands h.f. GLEÐILEGJÓL! Prentmyndagerðin. (Ólafur Hvanndal.) GLEÐILEG JÓL! Reiðhjólaverksmiðjan örninn. og sem hamingja ættarinnar hefir varðveitt mann fram af manni og mi aö síðust'u afhent h o n n m . TC1 N PAfí FBff ekki vel, ef tveir synir horfa sömu ^ augum yfir landareignina — tveir jafnaldra synir, sem eru of stórlátir til þess, að geta hugsað sér skipti á jörðinni. Allt eða ekkert, hugsa þeir báðir. Goðadial'ur hefir all't af verið eins manns eign. Ég vil ekki skiptia — verða hálflendu bóndi. — Þannig hugsa þeir báðir, esn af því að þeir eru að eðlisfari þögulir menn, eins og faðir þeirra og forfeður, þá tala þeir aklrei saman um þetta. Svona líður tíminn. Og þögnin hleður alltaf hærri og hærri múr á milli bræðranna, sem aldrei hafa getað skilið siítuuidirtni lengur. Nú fara þeir einförum, og beizkja, sem þeir aldrei fundu til áður, tekur að spretta iipp á bak við múr þagnarinnar, eins og ískalt vatn úr fylgsnum jarðar. Og þar sem múrinn hindrar alla framrás, mynd- ast smátt og smátt flóð á bak við hann. Pað leitar út- göngu, en finnur enga leið og hringsnýst í hyljum og sveipum, þögult og ískalt. Æ dýpra og dýpra ógnar það öllu í kring og brýtur að lokum skarð í múr þagnarinnar brýzt fram með ægilegum fallþunga og kyngikrafti. Þannig fór okkur Freysteini bróður mínum og mér. — Og hafi nú öriögin hagað því þannig, að á hrepp- stjórasetrinu hinum megin í dalnum vaxi upp dóttir, föguir sem gróðrardísin — en aðeins ein — þá geíiur farið svo, að ósættarefni bræðranna tveggja, er nú erfa og eiga að taka við búi á óðali sínu, verði tvöfalt. Þeir elska báðir sömu stúlkuna. Án þess að vita það sjálfir, eða gera sér fulla grein fyrir því, hafa þeir elskað hana allt frá því að þeir muna til sín. flún hefir verið einn hluti óðals þeirra frá upphafi æfinnar. En fyrst nú, er þeir standa augliti til augfitis við öriög sin, skilja þeir það. Og þeir breytast skyndilega í fullorðna menn, vanda- lausa hvorn öðrum, kaldhyggna og gjörsneydda allri sam- úð með öllu, nema sjálfuim sér og ættaróðalinu, sem nú stjórnar öllum þeirra athöfnum. Þeir verða slægir sem refir og miskunnarlausir gagnvart öllu — jafnvel ástar- játning þeirra til stúlkunnar, sem þeir hafa vatið til þess að vera húsfreyju á ættarbænum — verður líkari skipun en bæn. Því að nú er þáð óðalið, sem stjórnar orðum þeirra og gjiörðium og segir fyrir um allt — jafnvel gjaforðið. Æskuástin, bljúg og blíð, fer í feliur, en krafa óðalsættarinnar heimtar, kalt og ákveðið, að það sé þessi ríka hreppstjóradóttir, sem flutt er i garð. YndislegfL stúlkubarnið og stúlkan, sem hefir búið í sál bræðranna frá æsku ómynni og vaxið með þeim, fram til þessa dags, er horfin á bak við þetta eina: Þörf ættarbæjarins. Og þó er þetta sama stúikian. En hvað gerir hún svo, þessi blessuð dúfa, sem veit ékkert um hvað skeð hefir í sál og atferli æskuvina sinna? — Hún undrast þessa ökunnu menn. Voru þetta vissu- lega augun hans Freysteins í Goðadal? Og var þetta máirómurinn hans Gunnbjarnar bróður hans? Hvernig 9tendur á þessum voða kulda, sem nístir hana alla í nálægð þeirra nú? Hvar eru þeir Freysteinn og Gunn- björn, leikbræður hennar og draum-menn frá bemsku?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.