Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐXJBLAÐSINS I það. Það er enginn vafi á því að lát móðurinnar hefir haft afgjörandi áhrif á framtíð Lopts, því þá mun það hafa verið Þormóður skáld í Gvendareyjum sem tók hann til fósturs. Þormóður þessi er áreiðanlega einn af einkennileg- ustu mönnum á þessu tímabili, enda ganga um hann margar sögur. Skáld var hann gott og var talinn ramm- göldrótturi Sjálfur trúði hann á allar bábiljur sam- tíðar sinnar, og mun vera óhætt að fullyrða að hann hafi trúað því að hann kynni galdra og hafi fengist við þá íþrótt eins og margir samtíðarmenn hans. E!ru margar sögur til um viðureign hans við aðra galdra- menn og drauga, sem þeir sendu honum. Það er með öllu ókunnugt, hvernig búið hefir verið að Lopti með- an hann var í foreldrahúsum, en vísa ein eftir Þor- móð bendir til þess að hann hafi unnað Lopti mjög og að hann hafi haft afþreying af að hafa drenginn hjá sér. Vísan er þannig: A hugann stríðir ærið oft óróleiki nægur síðan ég missti hann litla Lopt, er löng mér stytti dægur. Vísu þessa segir Gísli Konráðsson að hann hafi ort, þegar hann frétti lát Lopts, en sú skýring á uppruna vísunnar mun hafa orðið til seinna, því að vísan ber það með sér, að hún er ort, þegar Loptur fór frá Þormóði í skóla. Enginn vafi er á því, að Þormóður hefir tekið ást- fóstri við Lopt, sem var afburða gáfað og námfúst barn. Hefir það verið hin mesta ánægja fyrir hann að tala við hinn gáfaða dreng og miðla honum af hinum mikla fróð- leik sinum. Einangrunin úti í eyjunum hefir gert sam- band Lopts við Þormóð innilegt og sterkt, og má telja það víst, að hinn síðarnefndi hafi opinberað fyrir drengnum allar þær rúpir og galdraþulur, sem hann kunni og sett hann inn í leyndárdóma galdrastafanna og annarra töfrabragða. Engin ástæða er til að efast um að Loptur hefir trúað á vísdóm fóstra síns, og geta má nærri að fræði þessi hafa sett ímyndunarafl drengsins í gang. Galdramaðurinn var sá, er réði við hin voldugu náttúruöfl, og galdrarnir eru í raun og veru ekki annað en tilraun frumstæðra manna til að yfirstíga raunveru- lega og ímyndaða fjendur. Þeirra tíma menn voru und- antekningarlítið haldnir af geysisterkum ótta við djöf- ulinn og ára hans, og ekki sízt við vonda menn, er haldnir voru af illum anda og voru á valdi hans, og til að vei-ja sig gegn slíkum mönnum, þurftu þeir að finna ráð, og fullkomlega rökrétt leituðu þeir þess ráðs að til- einka sér kraft djöfulsins til þess að sigra hann sjálfan með. En til þess að öðlast þennan kraft, þurftu þeir að komast í samband við þann, sem krafturinn gekk út frá, og læra af honum þá list að nota hann. En þar eð höggormurinn er slægur, var það mjög hættulegt að sýsla með slík vísindi, og var sálin í voða, ef nokkuð bar út af. En til voru menn, sem höfðu orðið svo sterk- ir í listinni, að þeir höfðu yfirstigið kölska sjálfan og látið hann þjóna sér, og er enginn vafi á því, að Loptur hefir heyrt sögurnar um Sæmund fróða og trúað þeim, og sýndu ekki þessar sögur það svart á hvítu, að það var hægt að ná ógurlegu valdi með því að komast nógu langt í galdralistinni? Það er elcki einungis óttinn, sem hefir rekið menn- ina út á þá braut að sýsla við galdra, heldur líka fróð- leiksfýsn og æfintýraþrá þeirra. Mennirnir eru með þeim ósköpum fæddir, að þeir vilja vita allt, bæði í jörð og á, og þeir menn, sem hafa fróðleiksfýsnina nógu sterka, leggja ótrúlega mikið á sig til að afla sér þekk- ingar um eðli og orsakir hlutanna. Fáir hafa sýnt meiri hetjuskap í þessum efnum en galdramennirnir, því hræðslan við eilífa útskúfun var mikil, og það var trú almennings og galdramannanna líka að fáir þeirra kæmust í himnaríki. r A ST ÞORMÓÐAR á Lopti og álit hans á honum kemur gremilegast íTjós, er hann kemur drengnum í Hólaskóla þegar hann var 14 vetra. Var það árið 1716. En hvar hann hefir lært undir skóla, vita menn ekki, því þótt Þormóður gamli gæti kennt honum galdra, þá má telja það víst, að hann hafi ekki getað kennt hon- um að öllu leyti undir skóla. En þeir sem kenndu að jafnaði piltum undir skóla á þeim tímum voru prestar, og getur Hannes Þorsteinsson þess til, að Loptur muni hafa lært undir skóla hjá Hannesi prófasti Halldórssyni í Reykholti. Ástæðan til þess að Loptur fór í Hólaskóla en ekki til * Skálholts er efalaust sú, að Þormóður hefir þekkt Stein biskup, sem áður en hann varð biskup á Hólum var prestur á Setbergi á Snæfellsnesi.. Hefur biskup á prestsárum sínum á Setbergi komist í kunningsskap við marga menn á Snæfellsnesi, enda gengu ýmsir piltar þaðan í Hólaskóla á fyrri árum Steins biskups, og hefir það eflaust verið af þeirri ástæðu að aðstandendur pilt- anna þekktu biskupinn persónulega. Engar sögur fara af því, hver hefir staðlð straum af námi Lopts. Er það ólíklegt að hann hafi átt nokkra virkilega ríka að, en ekki er það ósennilegt að Þormóður fóstri hans hafi Dómkirkjan á Hólum, úr „Galdra-Lopti“ Jóhanns Sig- urjónssonar. Sviðið var gert eftir gamalli mynd af dóm- kirkjunni. í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.