Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 21
ALÞÝÐUBLAÐSINS 21 okko. Hún hafði gert þetta til að reyna að sanna frönsku stjórninni hollustu sína við Frákkland. Mata Hari hafði fyrst vakið athygli le Doux’s kap- teins, yfirmanns frönsku leyniþjónustunnar, með hin- um tíðu ferðum sínum til Hollands og Spánar. Og menn hans sögðu honum, að hún væri oft heiðursgestur í veizlum þýzku sendiherranna. Kapteinninn sendi því eftir henni einn daginn og yfirheyrði hana. Hann hótaði henni um leið, að reka hana úr landi. En þá bauð hún honum að ganga í frönsku leyniþjónustuna. Daginn eftir fór hún úr landi undir nafninu „Carm- en“ og lét brátt hendur standa fram úr 'ermum. Viku- starf hennar í þjóntustu Frakkia kostaði Þjóðverja margar flugvélar, eitt Zeppelinloftfar og umrædda kafbáta við Marokkoströnd. Að þessu loknu fór hún aftur til Parísar. Le Doux kapteinn var mjög hrifinn af henni. Aldrei fyrr hafði hann fengið jafngóðar upplýsingar, og hann borgaði henni vel. En hann tók eftir því, að hún eyddi meiri peningum en hann hafði gefið henni, og hann sendi sporhunda sína á eftir henni. Þeir komust að því, að hún fór oft til útlanda og sat veizlur hjá þýzkum emb- ættismönnum. Og hann sannfærðist, þegar hann fékk í hendur 28 000 franka ávísun á hennar nafn, sem átti að borgast í banka í Zúrich, þar sem Þjóðverjar hofðu njósnamiðstöð sína í Sviss. Le Doux ákvað að reyna dansmeyna. Hann fékk henni fimm bréf til franskra njósnara í Þýzkalandi, og átti hún að koma þeim til skila gegn góðum laun- um. Þegar Mata Hari fór út úr skrifstofu kapteinsins, mætti hún liðsforingja, sem starði á hana. Það var de Chilly greifi, særður franskur flugforingi, sem var ný- kominn úr þýzku fangelsi, en hann hafði verið látinn laus í skiptum fyrir þýzkan fanga. — Hver var þessi kona? spurði hann Le Doux, Le Doux brosti og sagði: — Dvöl yðar hjá Þjóðverjum hefir ekki gert yður smekklausan. — Ég þykist sannfærður um, að ég hafi séð hana í Berlín, þegar ég var í yfirheyrslu í rannsóknardeild- inni. — ímyndun, kæri vinur. Það get ég fullvissað yður um. En Le Doux skrifaði samt strax athugasemdir í dag- bók sína. CHILLY greifa var órótt. Gat það verið, að honum hefði missýnst? Hann varð að fá að sjá hana aftur. Ef til vill myndi hún koma aftur í skrifstofu Le Doux’s. Hann ákvað áð bíða í litlu kaffihúsi þar beint á móti. Þegar hann loks kom auga á hana, ávarpaði hann hana kurteis'lega, og 'hún svaraði og sagðist með ánægju myndi drekka með honum te. Mata Hari ræddi við hann aí miklum áhuga þennan dag. Hún lagði margar spurningar fyrir liðsforingjann. Hún spurði, hvar hann hefði verið, þegar hann særðist, og hvenær hann héldi að þessu hræðilega stríði yrði lokið. Hvort hann hefði Miðstjórn Alþýðuflokksins óskar Alþýðuflokksmönnum um land allt gleðilegra jóla og góðs nýjárs. Alþýðuflokksfélagið árnar meðlimum sínum g I e ðiIe g r a jóla Samband ungra jafnaðarmanna. Óskum öllum ungum Alþýðuflokksmönnum gleðilegrajóla. Óskum öllum félögum ög velunnurum gleðilegra jóla og sigursæls nýjárs með þökk fyrir gamli árið. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Verkakvennafélagið Framtíðin. Sjómannafélag Hafnarfjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.