Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.12.1940, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUBLAÐSINS 15 SUMAR Á FRAMNESI Endurminningar Magnúsar Qíslasonar. LÁRUS B. BERG hét norskur hvalveiðamaður, sem fiutti hingiað til lands vorið 1890. Hann leigði sér land dð Höfða við Dýrafjiirð og reisti hvalveiðastöð á tanga, sem gengur j>ar fram i fjörðinn, og nefndi stöö sína að Framnesi. Berg veitti venjulega nokkrum islendingum vinnu á stöð sinni, en Norðmenn voru j>ar alltaf í miklum meiri- hluta. Helzt voru Dýrfirðingar teknir í vinnuna, en oft fengu líka vinnu þar menn, sem voru lengra að komnir. Sumarið 1901 munu íslendingar hafa verið þ||. einna flestir. Þá voru þar Norðiendingar, Sunniendingar og að sjálfsögöu Dýrfirðingar. Þetta ár komu þangað fyrstir allra nokkrir Húnveíningar, og verður frásögn eins þeirria, Ólafs Steingrímssonar, frá Þórormstungu, fylgt hér til að byrja með. Húnvetningarnir lögðu af stað að heimau með ver- tíðarbyrjlun um veturiun. Tóku þeir sér fari með' strand- ferðaskipinu „Vestu", sent kom þá við á Blönduósi á leið vestur og suður um iand. Einn þeirra félaga, Lárus Elíesirson frá Lækjakoti í Víðidal, hafði verið sumarið áður á hvalveiðastöðinni á Framnesi og látið fremur vel yfir atvinnunni. Mun það hafa hert á öðrum, að fara. þangað og reyna fyrir sér með atvinn'u. Þeir voru 7 eða 8, sem fóru, allir óráðnir. , Þegar þeir komu til Dýrafjarðar, var Berg hvalveiða- maöur ekki kominn enn frá Noregi. En umsjónannaður stöðvarinnar, sem var norskur, leyfði Húnvetningunum að halda til á stöðimni þar til leiðangurinn kætni. Lét hann þeim einnig fæðii í fé endurgjlaldslaust. Lárus gekkst helzt fyrir þessiu; hainn. var allfætr í norsku, enda kunnugur Norömönnum þeim, sem þarna voru fyrir, frá sumr- inu áður. Er þeir höfðu beðið þarna nokkum tíma, kom hval- veiðaleiðangurinn frá Noregi, stórt flutningaskip hlaðið kolum, vistum og ýmsum útbúnaði Hil hvalveiðanna. Auk þess var með skipinu fjöldi starfsmanna, sem áttu að vinna bæðd á sjó og landi. Húnvetningarnir fengu allir vininiu [>egar í stað og voru þar þetta útgerðartímabil til enda og undu bag sínum yfirleitt vel. Meirihluti verkamannanna voru Norðtnenn. Svíar voru þar líka noikkrir, og það fyrirfundust þar einnig Finnar. Mynd þessi er tekin rétt fyrir ofan bæinn að Höfða. Bærinn til vinstri handar var bær fræðimannsins Sig- hvatar Borgfirðings. Þar næst kemur ,,Friðheim,“ íbúð- arhús L. Bergs, hvalveiðamanns. Það er nú í eign Gunn- laugs Þorsteinssonar læknis á Þingeyri ásamt allri Höfðaeigninni. Höfðaoddi sést ekki, hann liggur lengra til vinstri. En það sést út úr firði, og falla skuggar hinna fögru fjalla á sléttan fjörðinn. Toppmyndaða fell- ið til hægri handar er Mýrafell. Múlinn yzt með firðin- um, vinstra megin, eru Lokinhamrar. Þar inn af kemur Arnarnúpur, mjög fagurt f jall. Innan vi ðnúpinn gengur inn Haukadalsbót; fyrir botni hennar er Haukadalur. Þá er nær sama megin svipfrítt fjall. Blasir Þingeyri við niður við sjóinn, í skugga frá fjallinu. Við kynntuinst NorðmönnUnum furðu fljótt, segir ólaf- ur Síeingrimsson, enda vorum við o-ft í verki með þeim, og féll okkur vel við marga þeirra. En fljótt urðum við þess varir, að ýmsir á meðal þeirra voru heldur um of hneigðir fyrir áfenga drykki. Og þegar það kom t.il sögunnar vék prúðmennskan stuiulum úr sæti fyrir lakari eiginlieikum. , '* Norðmenn .g-átu sagt sögur um náungann, ekki siður en ísleindingar. Voru siumar sögurnar, er ]>eir sögðu okkurt af verstu drykkjlúdröbburunum, ófagrar. Sumir voru, að því er þeir sögðu, margdæmdir tukthúslimir, sem höfðu jafnvel mamiamorð á samvizkunni, og sumir voru keyptir út úr tukthúsinu til' að fara með þá í hvalinn, af því að þeir voru vanir þeirri vinnu. Þesisu gátum við vel trúáð, svo það var ekki laust ,viö að okkur stæði dálítill stuggur af þessum mönnum, þegar þeir voru orðnir ölóðir. Fyrsti drykkjutúrinn, sem vert er að minnast á, átti sér sitað á kóngsbænadaginn svo nefnda, en þá var öllum giefið frí, þótt dagurmn væri þá úr gildi nurninn hjá lokkuir sem helgidagur. Það inotuðu sér margir tækifærið og brugðu sér yfir að Þingeyri tif að fá sér í staupiinu. Heizt voru það úl- lendingar, en það sheddust nokkrir íslendingar með, helzt fyrir forvitnis sakir, enda höfðu þeir fréttir að færa, er þeir fcoinu aftur. Þá var selt áfengi á Þingeyri eins og hver önnur verzlunarvara, og munu viðskipti Fram-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.