Vísir - 23.12.1951, Síða 12

Vísir - 23.12.1951, Síða 12
12 JÓLABLAÐ VlSIS KJARTAN J. GÍSLASDN: Stormur eg heiti. Stórkostlegt nafn eg ber. Sterkur eg er. Hver þorir við mig að glíma? Það er ei alltaf létt, sem leikfang mitt er. Lognið er viðurstyggð mín í rúmi og tíma. Þegar eg hamast, sandmekki viða sér, sól eða tungl og stjörnur fá sín ei notið. Minn reginstyrkur á stundum að sýna þér, að sterkt má það vera, sem eg get ekki brotið. Tröll eða þursar þora ekki á stjá, þegar eg herja. Þeim ógnar, hvað ég er sterkur. Vindurinn getur leikið með lauf og strá, en leikföng mín eru höf og eyðimerlcur. Þegar eg rjála við tignarleg tindafjöll, þau titra af ótta við snertingu fingra minna. Af völdum minum vaknar oft lognsvæf mjöll og verður svo brjáluð, að enginn kemst ferða sinna. Þið teljið margt öruggt og fast, sem þó fér á kreik. Er feyki ég húsum, þá gerast kraftar míns undur. Svo nota eg stundum bíla í boltaleik. Eg bolmikla furu kubba sem eldspýtu sundur. Margt glæsilegt stórskip ofan í úthaf fer, og öldurnar hvolfa bátum á tjörnum og sundmn. Geðæstir menn hafa ko'tt af að kynnast mér, þá geta þeii séð, hvernig framkoma þeirra er stundum. Já, vesalingsmaður, þú skalt ekki hreykja þér hátt, þótt hold þitt þú skreytir með djásnum ög alls lconar glingri. Þótt stælir þú vöðva, þá vantar þig allan mátt, og við þig eg glími aðems með litla fingri. Með hugviti þínu, hvergi þú á mig snýrð, og hugrekkis þíns sú skoplega uppgjöf bíður, að undan mér ekki lengur á fótum þú flýrð, en fellur til jarðar og áþekkur maðki þar skríður. : , ■ 't j Eg skyldi gera að miklu þjóðskáldi þig, ef þú gætir látið mig yrkja fyrh* þig kvæði, Skelfdir og reiðir segja margir um mig, að mér sé áskapað stjómlaust og vitlaust æði. • Mér sárnar að verða að játa með geð mitt gljúpt: Eg geisa um stund, en kemst ei til hárrar elli. Og óvini rnínum, logninu, lýt eg djúpt. Það leggur mig þó alltaf síðast að velli. Kjartan J. Gíslason ; frá Mosfelli. lagt lóðir sínar. Baldvin bóndi gekk upp í hjónahúsið, en sá þar ekki konu sína. Hann svipaðist um á framloftinu og i frambænum, en gekk síð- an rakleitt að skemmu Ind- riða. Dyrnar voru læstar, en Baldvin hljóp á hurðina, og hrökk hún upp. Þegar inn kom, fálmaði hann fyrir sér og fann skaröxi á hefilbekkn- um. Baldvin greip öxina og hugðist ganga í loftið, en þá kallaði Indriði: „Þú skalt ekki reyna að komst upp, Baldvin. Guð- björgu fær þú aftur .... Guð- hjörg, far þú niður og fagn- aðu bónda þínum.“ Baldvin lagði frá sér öx- ina og beið i myrkrinu. Hann heyrði farið niður stigann og l'ram gólfið, og var gengið mjög hljóðlega. Allt 1 einu var Baldvin gripinn fantatökum og síðan vafið reipi utan uni hann og handleggirnir reyrð- ir að síðunum. Svo var hon- um fleygt flötum. Að loknum þessum atliöfnum fór Ind- riði aftur upp á loftið og mælti ofan af skörinni: . „Þú bíður rólegur, Baldvin minn. Eg átti eftir að kveðja hana Guðbjörgu og þakka licnni fyrir mig.“ Baldvin lá þarna hreyfing- arlaus og beið þess, sem verða vildi. Með birtingu kom Guð- hjörg ofan, gekk til hans og leysti af honum böndin. Svo íell hún mn háls honum og sagði grátandi: „Það verður ekki flúið, sem ’ fram á að koma.“ Baldvin leiddi konu sína inn, háttaði hana ofan í rúm! og reyndi að hugga hana. Síðar sagði honúm svo frá, að það, sem hefði komið því til leiðar, að hann hefði strax tekið mjúkum höndum á konu sinni — og einnig bjargað honum frá að verða þama banamaður Indriða, hefði verið orð prestsins. „Gættu Guðbjargar, konu þinnar, stranglega fyrir fanti þessum, því að hann er hald- inn af djöflinum.“ Guðbjörg reis ekki úr rekkju þennan dag og ekld þá næstu. Grét hún mikið og kvaðst vera brotamanneskja, sem hvorlci guð né menn mundu fyrirgefa. Baldvin, bóndi hennar, sat löngum yf- ir henni. Hann kvað hana eng- ar áhyggjur þurfa að hafa af honum. Hann hefði þegar fyrirgefið henni það ósjálf- ræði, sem liefði gripið hana, og ekld mundi heimilisfólkið í'ordæma hána, því að auðsætt mætti það öllum á heimilinu, að konum væri engan veginn sjálfrátt um eftirlæti við Indriða. Guð mundi og sjá iðran hennar og líta til henn- ar í náð sinni. En Guðbjörg grét og grét, og loks sagði hún bónda sínum, að þaðýsem hún hefði af sér brotið, vissi hún sér mundu verða fyrir- gefið. Það hörmulegasta væri, að liún væri haldin af sífelldri löngun til ásta við Indriða, svo mikla viður- styggð hún hefði á falli sínu og hinni brennandi og synd- samlegu ástríðu — og væri þetta sönnun þess, að sá vondi hefði náð valdi á henni og forhert hana, svo að hún ætti sér enga von miskunnar og náðar. Baldvin varð fyrst sem agndofa yfir þessum ósköp- um, en siðan hressti hann sig upp og sagði við sjálfan sig, að svo búið mætti ekki standa. Hann fór og hitti Bárð hónda, og kom þeim saman um að kveðja til við- ræðu við sig húskarlana, bændur þeirra Sólrúnar og Katrínar. Kokkálarnir fjórir hittust síðan um kvöldið með hinni mestu leynd, og kom þeim saman um, að Indriði mundi liafa beitt konur þeiiæa töfrabrögðum. Ákváðu þeir að spyrja þær sem ýtar- legast um öll skipti þeirra við Indriða og freista þannig að komast á snoðir um, hverjar væru þær galdrabrellur, sem hann beitti. Tveim kvöldum síðar hitt- ust þeir á ný, og var nú vandi þeirra sízt minni en áður. Ræddu þeir þvi í hinum fyllsta trúnaði. Engar kvenn- anna töldu sig hafa að segja af neinum brögðum af hendi Indriða. Sögðu þær enga niundu orsök samfara sinna við hami aðra en þá, að þeg- ar hann beindi augum sínum til konu af sérstakri athygli, vekti há'riri hjá henni þrá og hrifni, sem hún fengi ekki staðizt, og þá er kona hefði eitt sinn notið ásta hans, yrði þráin eftir honum að bruna í hlóði hennar. Um þetta voru þær allar sannnála, þó að þær höguðu á ýmsan veg orðiun sínum. En þegar að því kom, hvort æskilegt væri að losna við þenna milda freistara, hrugðust þær misjafnlega við. Baldvin kvað konu sinni það brenn- andi áhugamál. Hún hefði hresst sig upp, farið framan á og tekið að Idæðast, og hefði hún talað til hans svo- felldum orðum: „Þér var eg ung gefin — eins og Bergþóra Njáli, og þér hef eg verið trú fram að þessu og viljað þér allt gera til gagns og sóma. Og það segi ég þér nú, að undir því er komin öll mín velferð, tímanlega og um alla eilífð, að þú fáir vikið þessmn Sat- an frá mér.“ Ehsahet sagði við Bárð: „Ekki hélt ég, að þú, Bárður hóndi minn, þyrftir allt í einu að verða uppnæm- ur út af okkur Indriða. Hélt eg, sannast að segja, að þú hefðir vitað um ástir okkar árum saman — og látið að mestu kyrrt liggja. En vel má eg segja þér það, að óþarfi þótti mér af honum að leggja hjá sér Guðbjörgu gömlu, svo heilög, sem hún hefir ávallt þótzt og harðdæm um okkur hinar, og eins er það, að nóg þyldr mér um kærleika hans við Sólrúnu, þá flöklcukind, — og má hann gjarna fara, — úr því, sem komið er.“ „Það er þér hkt, hengil- mænan“, mælti Katrín við Jó- hannes, og hermdi hann orð hennar nákvæmlega og sagði, að Katrín sín hefði alltaf lit- ið á hann sem lítinn karl, „já, hkt er það þér, að láta þið viðgangast ár eftir ár, að eg lægi hjá Indriða til skipt- is við Elísabetu og nú aðrar fleiri eljur hans, — og svo gera Baldvin það til eftirlætis að gerast verkfæri lians við að hrekja Indriða héðan og helzt bera hann söluim fyrír galdra, svo að hann verði brenndur. Vitaskuld er þetta runnið undan rifjum Guð- bjargar, þeirrar mektardömu, sem einungis fékk að hvíla stutta stund hjá Indriða og hann vill nú ekki við líta, svo að hún hefir lagzt í reldtju af heift og löngun og horfir á eftir okkur hinum hungruð- um augum.“ „Þetta lét hún mér duga,“ fnælti Jóhannes. „Sólrún mín þagði lengi,“ sagði Jón, „en svo mælti hún af mikilli alvöru, og var klökkvi í rómnum: „Þegar eg hafði kynnzt Indriða, þá vissi ég, að lífið getur verið fátækri konu ann- að en strit, stríð og von- brigði. Og það segi eg þér, Jón mirin, að ekki skalt þú gerast til að svipta mig þeirri, gleði, sem liann veitir mér, því að svo bezt, að eg fái að njota liennar, get eg héðan af verið þér sæmileg kona.“ Þegar allir höfðu skýrt frá vitnisburðum og undirtekt- um kvenna sinna, varð vand- ræðaleg þögn á þingi fjór- menninganna. Loks mælti Baldvin, og var þungi inikill í máli hans: „Auðsætt er það, að vant mun okkur vitnisburða til upptelctar galdramáls á liend- ur Indriða, og hvorki mun heiðri okkar, lcokkálanna, né lífi lcvenna okkar vel borgið í máli, sem höfðað væri út af því, að Indriði hafi fíflað þær — eingöngu fyrir þann manndómsmun, sem sé á okkur og honum. En það mun ykkur nú ljósara en nokkru sinni fyrr, eftir þessi viðtöl og þá vitnisburði, sem þar hafa komið fram, að hvorki er viðunandi né mannsæmandi, að við svo búið standi. Er það nú mitt ráð, og skuluð þið heybrækur heita, ef þið þýð- ist það ekki og fylgið mér eftir sem fastast, að við tök- um Indriða, þá er við fáum færi á honum, keyrum Iiann niður í poka og dröslum nið- ur að Hundafossi. Gerum við honum þar tvo kosti: Annan þann, að við fleygjum honum í fossinn, sem hundshræi, hinn, að hann verði þegar á brott héðan úr dalnum og handsali mér og Bárði bónda umráð bús síns til vors, en þá selji hreppsstjóri pening hans allari og búsgögn og standi honum skil á, svo sem rétt lög eru til." Bárður galt þegar jákvæði sitt við þessu: „Því að ég veit,“ mælti hann, „að Indriði mun velja þann lcostinn að lifa, enda konur víðar en hér í Lokin- liömrum." „Vera skalt þú viðbúinn hinu,“ sagði Baldvin. „Hann verður að minnsta kosti að skilja ]iað, skálkurinn, að full alvara fylgi orðum okkar." „Ekki skérst eg úr leik“, sagði Jóhannes. „Það er ekki svo oft, sem mér hefir gefizt kostur þess um ævina að sýna og sanna, að manntak sé i mér.“ „En hvað um þig, Jón?“ splrði Baldvin. „Ekki veit eg,“ svai’aði Jón seinlega, „hvort ég er þeim mun duglausari en þið, sem mig fýsir minna að ganga til þessa verks. Er mér næst skapi að gera að vilja Sólrún- ar minnar, hvert vitni, sem slikt kann að bera mér.“ Hann þagnaði, en mælti síð- an og stundi: „En það uggir mig, að hér séum við á valdi örlaga, og skal eg vist fylgja ykkur." „Vel gerir þú,“ sagði Bald- vin, og síðan tók hann að ræða við þá framkvæmd þeirrar ákvörðunar, sem nú hafði verið tekin. Varð það að ráði að ganga til verks strax á næsta degi. „Það er bezt, að við séum búnir að hreinsa af okkur varginn, áður en blessuð jólin koma,“ mælti Baldvin. Var ákveðið, að Jón skyldi í ljósaskiptum kalla á Indriða og biðja hann að ganga með sér niður í lambhús, sem var niðri á Neðratúni, og liyggja að einu lambinu. Skyldi Jón segja, að i því væri einhv.er skömm. Bundu þeir félagar það fastmælum, að enginn þeirra skyldi gefa í skyn, horki með orðum né atferli, Frh. á bls. 27.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.