Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 15

Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 15
JÖLABLAÐ VISIS er alliaf jafn hreint og fínt og ekki fer eitt korn til ónýtis. i0©©o©ceo©©®o@©ooo®öiss8a*@®9®©o©e©o©eceeao©®e®®eœ sem eftir frú Barböru liggur á sviði bókaskreytinga eru 50 myndir, sem hún hefir gert i Passíusálma Hallgrims Pét- urssonar og bókaútgáfan Leiftur h.f. mun gefa út. Að þessu verki hefir listkonan unnið í 6—7 undanfarin ár, og lagt sig mjög fram um að vanda til þess í hvívetna. Er það í senn stórbrotið verk og fagurt. Bóndi frú Barböru, Magmis Á. Árnason, er einri af fjöl- hæfustu listamönnum ís- lenzku þjóðarinnar. Hann er skáld, ljóðaþýðari, tónskáld, myndhöggvari og listmálari, en kunnastur er hann þó sem myndlistarmaður. Magnús er fæddur 1894 að Narfakoti í Njarðvíkiun, sonur Árna bónda og kennara Pálssonar og Sigríðar konu hans Magnúsdóttur. -— Öll systkini Magnúsar eru .list- hneigð, en þau eru auk ann- ara Ársæll bókbindari, Þór- hallur celloleikari og Ásta málari. Á meðan þau systkin voru öll neima, fékst Ársæll við Ijóðagerð, Þórhallur stund- aði tónhst en Ásta málaoi. Magnús, sem var yngstur kvaðst hafa orðið að reyna: þetía allt og þannig þrískipt- ist hugur hans milli allra þessara listgreina. En með 17 ára aldrinum voru örlög hans ákveðin og sú stefna tekin, sem fyrst og fremst mótaði líf hans um alla framtíð. Þá sigldi hann til Danmerkur, fyrir 25 lu'ónui', sem víst myndi þykja lágt fargjald nú og gekk þar á „den Tekn- iske Selskabs Skóle“ í Kaup- mannahöfn. Ekki ílengdist Magnús lengi hjá Danskmum og langaði til Parísar, sem jafnan hefir verið drauma- land allra listamanna, en þá skall heimsstyrjöldin fyrri skyndilega á, svo að Magnús sat heima í föðurhúsum með sárt ennið og fór hvergi. Skönnnu fyrir stríðslok lagði Magnús út í veröldina að nýju, fullur námfýsi og ævintýraþrár og nú var för- inni heitið til Veslurheims. Þar lagði hann fyrir sig myndlistarnám fyrstu fjögur árin í þekktum listaskóla í San Francisco, en á árabilinu 1924—26 Iagði hann stund á tónlistamám og var tónskáld- ið George Ediwards aðal- kennari hans. 1 Ameríku dvaldist Magnús samfleytt í 12 ár, aðallega vestur á Kyrrahafsströnd og rak sjálfui' vinnustofu uni skeið í San Francisco. Á þeiiri árum lagði hann fyrir sig höggmyndalist. En eftir að Magnús kom heim 1930, hefir liann að mestu helgað sig málarahstinni, enda þótt liann hafi lagt höggmyndalistina á hill- una, og ávallt gert nokkurar höggmyndir á hverju ári til að hálda sér í æfingu. Fyrst eftir að til Islands frá Ameríku, kom hann sér upp vinnustofu í bakhýsi við Franska' s ,ann við Lindargöíu, en hans og kunningjar kölluðu húsakynni þessi „líkhúsið“. Á þeim tíma, sern Magnús bjó í „líkhúsinu“ gerðist saga, sem margir munu kannast við, þvi hún varð landfleyg á sínum tíma, en vegna að hún hefir verið sögð í svo mörgum útgáfum, þá bað ég Magnús að segja söguna og hún gfet-ðist og læt hana fylgja til gamans. „Það var'á þeim áruni, sem eg bjó í „líkhúsinu“ Franska spítalann. heyrt mikið látið i þar iétti að vera aldreí orðið vr" r nema högg. Svo var það eina nóttina, að ég vaknaði við það ;ið imröih var rifin og einhver kom inn. rofunum' datt méf í þarna væri nú draugsi kom- "'V Baibara: Ósjór (vatnslitir). inn og datt þá helzt í hug að það væri afturgenginn franskur sjómaður, en við glætu, sem barst frá götunní inn um gættina sá, ég að draugurinn var alltof vel til fara til að vera afturgenginn sjómaður, því hann var í fín- um frakka, með stífan hatt og staf í hendi. Eg kannaðist þá við draugsa. Það var vel þekktur borgari í bænum. — Gesturinn hringsólaði nú inn eftir gólfinu og þóttist vera að tala þýzku, sem var þó að mestu leyti einhverskonar danska. Eg reis á fætur og kveikti ljós og lagðist síðan fyrir aftur. Gesturinn settist á rúmstokkinn hjá mér og rausaði við mig i hálfan ann- an klukkutíma, rakti mér áll- ar sínar hjúskaparraunir, vio- skiptaerfiðleika o. s. frv. —i Hann liafði komið Id. 4, en nú var hún orðin hálf sex og mér farið að leiðast rausið og vildi fara að losna við, gestinn. Skyndilega spjarar hanri sig upp, gengur fram á gólf- ið, hneppir að sér frakkan- um og spyr mig hvar hann sé staddur. „I líldiúsinu við Fi’anskal spítalann,“ svaraði eg dimmri röddu. „Ha? Ertu veikur ?“. spurði gesturinn. # , „Nei, — eg er dauður.“ Og gesturinn rauk á dyr og eg sá hann ekki meira.“ Þannig er sagan sem gerð- ist í „líkhúsinu“. En Magnús bjó þar ekki lengi og þegar Framh. á bls. 23, avef'ziun aygavegi 1! Síííi 3879 Eigiaí IFl ™ TS íAMLEieSLA Avai oægár bfrgöir ffdrliggjandi af lnisgögfiuiíl iskks ©fnl siauraiiar Barbaa'a: Marta,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.