Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 4
Lau|$rdaffur 2. nóv. 1963 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: AFMÆLISKVEÐJA EF VEL er, á að vera hægt að treysta þ ví að með lestri eins dagblaðs sé unnt að fylgjast með helztu atburðum innanlar.ds sem utan og fá rétta heildar- mynd af þjóðlífinu. Auðvitað verða blöð ætíð misfljót að ná í einstakar fréttir. Eitt af því skemmtilegasta við blaðamennsku — en jafnframt hið erfiðasta — er að verða aldrei á eftir öðrum heldur sem oftast á undan með meiriháttar frétt- ir. Þessvegna má áhugi blaðamanns aldrei dofna heldur verður hann á hverj- um degi að ganga að verki sínu með sama kappi og hann gerir fyrsta dag- iim, Aldri verður hjá því komizt, að mönnum þyki misjafnlega mikið.til um hverja einstaka frétt. Frásögn af mörgum atburðum hlýtur að mótast af viðhorfi þess, sem frá segir. En það er allt annað en hitt að laga frásögn- ina að vild eftir eigin hugarórum, hvað þá að halla réttu máli vísvitandi. Enn annað er að gera upp hug sinn um, hvað sé fréttnæmt eða frásagn- arhæft. í örsmáu þjóðfélagi eins og okkar er oft meiri vandi á höndum í þeim efnum en með stærri þjóðum. Persónulegur kritur og eltingaleikur hefur löngum þótt ljóður á okkar ráði, enda á hann sjaldnast erindi fyrir almenningssjónir. íslenzk blaðamennska hefur um margt tekið miklum breytingum til bóta hin siðari ár. Skilningur á því, að óþægilegum staðreyndum verður ekki eytt með því að þegja um þær, er nú auðsærri í öllum blöðum en áður var. Þau eru að vísu öll flokksblöð með einum eða öðrum hætti og mótar það óhjá- kvæmilega fréttaval þeirra þegar af því, að hvert um sig á auðveldastan að- gang að þeim stjórnmálafréttum, sem uppruna eiga hjá þess eigin flokki. Hvarvetna sækir þó í þá átt, að fréttir eru greindar frá áróðri og hann að mestu látinn eftir forystugreinum eða sérdálkum. Því miður ber enn of mikið á einskisverðum skömmum og skætingi, jafn- vel á stundum beinum ósannindum. Þessum ófögnuði heldur áfram meðan menn halda að markaður sé til fyrir hann. En meginhluti lesenda hefur and- styggð á þvílíkum varningi. Flestir vilja fá hlutlausar fréttir, einnig af því, sem andstæðingarnir segja og gera. Almenningur ætlast til þess, að við hann sé rætt af skynsemd og hófsemi; hann telur í vaxandi mæli annað hreina móðgun við sína heilbrigðu dómgreind. í þessum efnum er enginn alfullkominn. Úrslitum ræður, að menn geri sér grein fyrir eftir hverju ber að keppa. Á hálfrar aldar afmæli Morgun- blaðsins verður að viðurkenna, að þótt margt standi enn til bóta, þá hefur það haft forystu um flest, sem betur má fara í íslenzkri blaðamennsku. Af- mælisósk mín blaðinu til handa er sú, að það haldi ætíð þeirri forystu. Bjarni Benediktsson. kraftkertin AUTOUTE mooocis Of CSSr*} MOion coMrAiir Snorri C. Cuðmundsson Hverfúgötu 50. — Sími 12242. AUTOUTE Það munar um —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.