Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 38
38 MORCUNBLAÐIÐ Laupardagur 2. nóv. 1963 ✓ EFTIR VIGNI GUÐMUNDSSON t>EGAR ég fór að velta því fyrir mér hvernig ég aetti í stuttri blaðagrein að svara spurning- unni, hversu innlendar fréttir væru unnar hér á Morgunblað- inu, komst ég í nokkurn vanda. Það virðist í fljótu bragði vanda- lítið að svara þ-essari spurningu fyrir mann, sem haft hefir það að aðalstarfi á annan áratug, að afla frétta fyrir Morgunblaðið. En sannleikurinn er sá að innlendar fréttir eru unnar jafn margvís- lega og þær eru margar. Ég spurði gamalreyndan frétta- bréfum og blöðum, er oft rætt um fróða menn og greinargóða. Þetta voru fréttahaukar þeirra tíma, menn sem skynjuðu og námu fréttir í skyndi og áttu sökum almenns fróðleiks síns auðvelt með að gera af atburð- inum skýra og heillega mynd í huga sér og því voru þessir menn greinargóðir og skynjuðu hlutina rétt, en misskildu ekki. Þess vegna er hverjum góðum fréttamanni nauðsyn almennrar þekkingar á öllum sviðum þjóð- lifsins. Fátt eitt af því getur hann lært í skóla. Og góður Dagbókarmenpirnir Örnólfur Árnason, sem einnig hefur ritað margar greinar á 3. síðu blaðsins að undanförnu, og Friðrik Sigurbjörnsson. mann um hvernig hann myndi skýra tilkomu innlendra frétta í sem skemmstu máli. — Innlendar fréttir eru vinna og aftur vinna, þjálfun og góð sambönd. Fréttir verða allstaðar til. Jafnvel í strætisvagni heyrir tnaður fréttir, eitt orð, tvö orð „-----stórslasaðist", „-----var nærri druknaður", og maður fer að hlusta og kemst á sporið og síðan er hafizt handa. Nú keim- ur þjálfunin til greina, að kunna að vefa heillega frétt úr þeim blá- þráðum, sem maður hefir náð. Góður fréttamaður finnur hvarvetna fréttir. Hann hlustar á útvarpsauglýsingarnar, les auglýsingar blaðanna og rekur allstaðar augun í fréttir á sviði framkvæmda, viðskipta og fram- leiðslu. Sakleysisleg tilkynning í Lögbirtingarblaðinu hefir oft að geyma hið dýrmætasta frétta- efni. Menntun blaðamanna er nauð- synleg, bezt er að hún sé sem algildust og fjölþættust. Hitt er fréttamanninum ekki síður nauð synlegt að hafa „fréttanef“, eins og það er kallað. Eiginleik- ann að heyra fréttina og skynja hana, jafnvel þótt aðeins örlítill vottur gefi hana til kynna. Það má kannske líkja þessum eigin- leika við tónskynjun hliómlist- armannsins, eða brageyra hag- yrðingsins. Meðan fréttamiðlun var fá- breytt hér á landi og fréttir gengu aðeins frá manni til manns, en tiltölulega lítið með fréttamaður þarf að kunna að spyrja og þora það. Hann má ekki vera feimdnn við að spyrja mikið og gaumgæfilega, ef hann er ófróður um hlut þann, er hann á að fjalla um í frásögn sinnL Mörgum finnst frétta- menn oft spyrja barnalega, og þá auðvitað þeim mönnum, sem fróðir eru um hlut þann, sem spurt er um. Við getum tekið sem dæmi, ef fréttamaðurinn er uppalinn í sveit og því vel kunn- ugur öllu er að sveitastörfum lýtur, en hefir aldrei á sjó kom- ið og á að skrifa um atburð sem skeð hefir úti á sjó. Þá get- ur verið þýðingarmikið fyrir hann að vita hvort kraftblökkin er notuð til að knýja skipið áfram eða hvort hún er hluti af veiðarfærum skipsins, eða hvort hanafætur eru tæki, sem háset- inn vinnur við, eða hvort það er fæðutegund, sem kokkurinn matbýr fyrir skipshöfnina. Sama máli gegnir um piltinn, sem al- izt hefir upp og kynnzt lifi sjó- manna. Það er ekki víst að hann viti hvað malir eru á kind eða makki á hesti, þurfi hann að lýsa því að skepnur hafi lent í slysförum. Það er ekki heldur víst að han viti hvort gollurs- hús sé afkimi í gömlu hlóðaeld- húsi eða umbúðir um hjarta einhverrar skepnu sem rann- sóknarstofan á Keldum hefir fengið til athugunar. Þannig mætti lengi telja og um leið skýra ýmsan misskilning sem fram hefir komið í fréttum blað- anna. Dæmigerð er gamansagan um stúikuna að austan, sem boð- in var í mat hjá Suðurnesja- fólki og kútmagar voru á borð- um. Henni þótti lítið til matar- ins koma og sagði því í mesta sakleysi: „Það veiðast ekki kút- magar á Seyðisfirði.“ Og gömul er sagan úr Húnaþingi þar sem kaupstaðarstúlka sat til borðs. Henni voru boðnar gleraugna- pylsur, en þær hafði hún aldrei bragðað, en þótti góðar. Svo þegar vinnumaðurinn bað að rétta sér hrútspungana, og stúlk an sá að þetta voru hinar góm- sætu gleraugnapylsur, stóð hún upp, gekk út og seldi upp. Oft hefir komið fyrir að leik- ið hefir verið á fréttamenn en gætnir menn og gamalreyndir skynja hættuna.með sjötta skiln- ingavitinu. fslenzk dagblöð hafa á skammri æfi breytzt út mál- gögnum stjórnmálaflokka í gegn og góð fréttablöð. Fyrrmeir voru fréttirnar oft og einatt litaðar með dómum sem fóru eftir stjórnmálaskoðun fréttamanns- ins. Þetta loðir við enn hjá ein- staka blöðum. í dag er það talin höfuðsynd góðs fréttamanns að lita frétt sína með sleggjudómi, eða „kommentera“ hana, eins og það er oftast nefnt í daglegu tali fréttamanna. Hlutverk frétta- mannsins er að skýra frá frétt sinni eins nákvæmlega og kost- ur er eftir öllum þeim upplýs- ingum, sem hann getur aflað sér sannast og réttast og einmitt í þeirri upplýsingasöfnun er þjálf un og þekking fréttamannin- um sterkasta haldreipið. Oft kemur fyrir að fréttamað- ur verður að skrifa frétt sem Vignir Guðmundsson ræðir við fréttaritara utan af landsbyggð- inni og tekur niður símsenda frétt. honum er óljúft að segja frá. Gildir þetta að sjálfsögðu frek- ast hér á landi kunningskapar- ins og verður þeim mun hvim- leiðara, sem fréttasvæði manns- ins er vakmarkaðra. Á ég þar við fjölda hinna ágætu frétta- ritara, sem Mbl. á um land allt. Þá gildir ekki einasta hæfileiki mannsins sem góðs fréttahauks, heldur verður hann að bregða yfir sig dómarakápu og meta hvað rétt er að gera. Sam- keppnin í fréttamennskunni er nú orðin svo hörð hér á landi að einn fréttamaður getur ekki ákveðið að þegja fréttina í hel. Það verður aðeins til þess að annar finnur hana og segir frá henni í sínu blaði og þar með er hinn þögli fréttamaður kom- inn undir það ámæli, að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi. Oft stafar þetta af fljótræði. Margar fréttir, sem mönnum fellur illa að segja frá, og reyna á áð láta þögnina geyma, verða til þess að alls konar kviksögur skapast í samibandi við þær. Það er því alla jafna bezt að skýra strax sem sannast og rétt- ast frá öllum málavöxtum. Það verður til að fyrirbyggja allan misskilning og kviksögur, er geta valdið miklu meira tjóni, en ef hreinlega er gengið til verks. Við vitum þess dæmi að sumir frétta menn hafa ekki sjálfir, af persónulegum ástæðum, viljað kanna eitthvert málefni, en þeir hafa þá fengið málið í hendur öðrum, sem hefir leyst það og þar með gegnt skyldu sinni. Morgunblaðið hefir á að skipa góðu liði fréttaritara um land allt. Sumir þeirra eru frábærir fréttamenn, seim aldrei gleym ist að gera blaðinu aðvart ef eitthvað fréttnæmt er að gerast. Blaðið hefir oft setið eitt með Blaðamenn hressa sig á „inspirerandi" kaffisopa hjá Soffíu Sigurðardóttur, sem annast kaffistof- una (stendur við borðið). Við borðið sitja: Björn Thors, Sólrún Jensdóttir, Björn Jóhannsson, Örn- ólfur Árnason, Friðrik Sigurbjörnsson og Halldóra Gunnarsdóttir. stórfréttir, sem eru algerlega að þakka viðbragðsflýti frétta- mannanna. Ein símahringing hef ir nægt til að gera blaða- mönnum aðvart og hafa þeir síðan aflað fréttarinnar eftir sín- um leiðum. En öll sú frétt er ávalt færð á reikning þess sem fyrsta vinkið gefur. Ég minnist þess er ég var fréttaritari blaðsins á Akureyri, að mér fannst ekki ávalt mikið að ske. Ég hafði það þá fyrir sið að hafa daglega samband við blaðamenn Morgunblaðsins. Einmitt það varð oft til þess að okkur tókst í félagi að verða okk ur úti um frétt. Ég hafði kannska ekki komið auga á fréttagildi at- burðarins, var sjálfur of sam- dauna því sem var að ske i kringum mig, fannst það raun- ar ekki fréttnæmt í sjálfu sér, aðeins sjálfsagður hlutur. Þetta hefir oft hent mig á fréttamanns ferli mínum. Mér hefir fundizt atburðurinn of sjálfsagður til að ástæða væri til að geta hans sem fréttar. En einmitt þetta þjálfast af fréttamanniniMn með tíð og tíma. Hann skynjar frétt- ina. Það kann að vera að vís- indamanni þyki hann ekki hafa unnið neitt afrek þótt hann hafi leyst gátu, sem hann hefir verið að glíma við í mörg ár. Hann er orðinn svo samgróinn gátunni og honum finnst sjálfsagt að hún leysist. Það er kannske ekki fyrr en hann segir kunningja sínum frá lausninni að hann uppgötvar að þarna er stórfrétt á ferðinni. Það var ekki ætlunin með skrifi þessu að nefna dæmi um einstakar fréttir, sem fréttarit- urum og blaðamönnum Mbl. hef ir tekizt að afla oft með frábær- um dugnað og skarpskyggni, þar sem saman hafa farið þjálf- un, kunnugleiki og næmur skilningur á verkefninu. — Skemtilegast er að vinna frétt- ir sem fjalla um mannleg örlög þar sem hægt er að fara nærfærnum og næmum hönd- um sem næst mannssálinni og auðvitað er það punkturinn yfir i-ið þegar endirinn „allra bezt- ur verður“. Þegar blaðamaður- inn og fréttamaðurinn fær slíkt verkefni í hendur titrar hver taug í líkama hans og hugur hans logar af áreynzlu. Góðum fréttamanni finnst hann hafa leyst lífsgátuna í hvert sinn sem hann skilar frá sér fullkominni og vel unninni frétt. Hann er kannske þreyttur eftir langt ferðalag og næturvökur, en hann er sæll yfir unnum sigri. Það er þetta sem gerir frétta- mennskuna og blaðamennskuna lokkandi og æsandi. Það er sköp unargleðin og hin innri fullnæg- ing sem gerir blaðamanninum fært að lifa af hið marga leið- inlega, sem einatt hlýtur að fylgja jafn erilsömu starfL Skemmtilegast er að vinna frétt um mannleg örlög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.