Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 56
56 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1963 Hver er Staff hershöfðingi! og annað aff síðum Mbl. fyrr á árum EFTIR HAUK HAUKSSON Er Mbl. hóf göngu sína haustið 1913 var blaða- mennska með talsvert öðru sniði en nú. Á þeim tím- um var það ekki svo ýkja margt, sem gerðist hér í Reykjavík eða úti á landi, og fréttaöflun að sjálf- sögðu ákaflega erfið miðað við það, sem nú gerist. Það, sem á þessum árum var talið til frétta, og rit- að var um, er oft spaugi- legt í augum þeirra, sem í dag blaða í gömlum ár- göngum Morgunblaðsins. Hætt er við að margur mundi kíma, ef hann heyrði borgarfulltrúa Reykjavíkur ræða þau bæjarvandamál í dag, sem efst voru á baugi fyrir hálfri öld, eða læsi hinar furðulegu auglýsingar og fregnir, sem prýddu síður Mbl. á þeim tíma og raun- ar alllengi fram eftir ár- um. Eftirfarandi er tekið úr blaðinu á ýmsum tím- um, aðallega þó úr fyrsta árgangi þess. Eitt af því fyrsta, sem Mbl. lét til sín taka var hálkan i bænum, en gegn henni hóf blaðið mikla krossferð þegar á fyrstu dögum ferils síns. Eftir- farandi gat m.a. að líta á forsíðu 13. nóvember 1913. • „Vér minntuimst nýlega lítilsháttar á ástand það hið illa, setn hér ríkir á strætum höfuðborgarinnar. Fulltrúar 'borgaranna hafa um mörg ár vanrækt flestar skyldur sínar gagnvart kröfum þeim, sem siðaðir menn gera til stræta 'borganna, hvar sem er í heiminum. Strætum er illa niður raðað, þau eru óhrein, borgaranna skipa bæjar- stjórn höfuðstaðarins, ganga um Bankastræiti í dag. Nær heimingur bæjarbúa eiga heimiili í Austurbænum og fara um Bankastræti — sumir oft á dag. En það mó heita atórhætta að ganga þar um. Vér búumst við, að svar bæjarstjórnarinnar muni vera: „Kaupið ykkur mann- brodda.” Alllur bærinn á mannbroddum. Aiveg eins og í salernamálinu um daginn; þar var svarið: „Kaupið ykikur stórar dollur, kollur eða skjólur — því við hreinsum ekki nema tvisvar í mánuði.“ Vér vitum að sumir bæjar- fulltrúanna standa blýfastir á sínum mannbroddum, en oss þykir ólíklegt að allir þeirra — broddanna — nád svo djúpt inn í huga kjósenda, að ekkert kæruleysi geti losað þá. Oss þykir líklegt að marg- ir séu þeir kjósendur, sem nú hrópi til bæjarstjórnar: takið aí ykkur mannbroddana — þessa skaðræðisgripi, sem standa álnardjúpt í haugi að- gerðadeysisins... Burt með mannbroddana og berið sand á háikuna.” Tveimur dögum síðar lýsir blaðair«aður svaðil- förum sínum um Skóla- vörðustíg tii að eiga viðtal við „fótbrotna manninn”: „Vér gátum þess í blaði voru í gær, að maður nokkur, Þórólfur Bjarnason, hefði fót- brotnað í hóikunni í Austur- bænum. „Morgunblaðið” — og sjólifsagt marga lesendur vorra — langaði að heimsækja hinn slasaða mann á heimili hans á Skólavörðustig, og þó oss fyllilega væri Ijóst hver hætta gæti stafað af slíku. langferðalagi á þessum timum árs, þegar nær allur bærinn er glerháll og öll stræti sand- laus, þá réðum við samt af að senda mann til heimilis f>ór- óifs, svo lesendur vorir fengju nákvæmar fregnir af slysinu. Eftir langt fundarhald meðal Ýmsir kímdu, er þessi mynd birtist á sínum tíma í sambandi við komu Friðriks ríkisarfa Dana til Reykjavíkur. Forsætis- ráðherra gengur sjálfur á rauða dreglinum, prinsinn fyrir tuan!!! ofaníburður er slæmur Og endingariítill, grjót og óþverri iátinn liggja á strætum og gatnamótum mónuðum saman og kunnugir menn segja að verra sé ástandið 'hér en í aumustu svertingjaþorpum suður í Afríku... En hrvað liggur nú nær, en að bæjarstjórnin láti bera sand eða möl á hálkuna, svo menn hættulítið komist milli húsa.... En hvað gerir bæjar- stjórnin í þessu? Ekkert. Það var eigi með öllu óskemmtileg sjón, að sjá þá hóu herra, er sem íulltrúar ritstjórnarmanna og mikilar boEaleggingar var loks kosinn Ihinn fó'thvatasti blaðamaður, er vér átturn völ á maður, sem talinn er fær í flestan sjó — og á alla ísa og hálku, þó sand laust væri. Fór hann frá skrifsbofunni um hádegisbilið, áleiðis austur í bæ, — en öil ritstjómin, sem eftir var heima, beið með óþreyju sím- skeytisins frá honum um að nú væri hann „lentur” á Skóla vörðustíg 45 hvohki fót- háls- eða handieggsbrotinn. Er það frá blaðamanni, að segja að ferðin upp Banka- stræti gekk vel, því þar hefur verið borinn sandur á gang- stéttina eftir að Morgunblaðiff fyrst aEra blaða vakti máls á þvi. Teljum vér oss þar hafa unnið þarft verk. Var margt manna á strætinu, sem fyrst nú eftir margra daga inniveru hætti sér niður í bæ. En Skólavörðustígurinn iá auður og yfirgefinn aí öEu nema háikunni. Eitt einasta gler- hált svell, sem jafnvel hinum fótvissa blaðamanni stóð ugg- ur af. „Hér er eitthvað að,” hugsuðum vér. íbúðarhús á báðar hliðar en engin sála á götunni. Jú, þegar ofar kom á stíginn mættum vér einni af yfirsetu'konum bæj arins í regn kápu, með mannbrodda á fót- um og tösku í hendi. Hún leit tE vor eins og hún vildi spyrja. Hvaðan kemiur þú? Því við vorum ein tvö á stígnum. Auðvitað hefur hún, eigi síður en vér, haft áríðandd erindi á Skólavörðustiginn — erindd, sem undir engum kringum- stæðum gat beðið. Hún hvarf inn í húsið og um leið og hún opnaði dyrnar, heyrðum vér smábarn gráta inni í húsinu. Hún var Eka í sjúkrahtim- sókn. Vér héldum áfram — staul- uðumst meðfram grjótgarðin- um og gripum hendinni við og við í stórgrýtið er á stígnum lá. í 'glugguim og dyrum hús- anna stóðu konur og börn þeirra og litu út á hálkuna. Börnin voru með skólatöskur á herðum — til'búin að fara í skólann undir eins og sand- ■ vagninn 'kæmi. En hann kom ekki — og er víst ókominn enn. Mæðurnar andvörpuðu þungt, en börnin hlóu í hjört- um sínum yfir „frúdeginum”, því þau kcmust ekki í menta- stofnanirnar. 1 Vér vorum nú loks kotmnir í 'húsið nr. 45, þar sem Þórólf- ur Bjarnason liggur í sárum eftir slysið um daginn. Hann var hress vel, en verð- ur rúm/fastur í minst 14 daga enn. Hafði hann dottið á svell- inu fyrir framan heimili sitt og brotið annan fótinn. Hann býr þar með móður sinni a'ldraðri, og er sjómaður. Þóróif ur var kátur vel og kvað það vel gert af Morgunblaff- inu að hefja máls á mann- hættu höfuðstaðarstrætanna. Kvað hann það haifa verið heppni, að ekki verra slys hlaut af hálkunni — því vel hefði hann getað dottið svo illa, að eigi hefði hann aftur staðið upp. En vér kvöd'dum Þóróif og óskuðum honurn bróðs bata, og að kominn væri sandur á strætið, er hann aftur kæimist á kreik. Carol” Marga fleiri skelegga pistla mætti enn nefna um hálkuna í Reykjavík, og hér á eftir fara tvær Dag- bókarfréttir um þaff efni. „Glerhálka og niðam.yrkur var á götum bæjarins í gær- kvöld. Máninn átti að sýna sig, og því var ekki kveykt á götudjósunum. 9. jan. 1914 Naut á svelli. í Hafnarstræti tóku menn í gærmorgun eftir að naut var leitt út úr portinu hjá hjá Gunnari kaupm. Gunnarssyni og ausitur í bæ. Voru tveir menn með nautið, sem í staðinn fyrir „mann- brodda” var vafið tuskum um klaufirnar. Ferðin gekk ógreitt það er vér sáurn. 15. nóv. 1913 Há.lkan: 17 manns keyptu blývatn í lyfjaibúðinni í gær fyrir hádegi — höfðu dottið á háikunni. 2ð. nóv. 1913 Ef ekki var hálkunni fyrir aff fara. fann blaðið annan ásteitingarstein; forina á götunum bæjar- ins. Hér fylgir sýnishorn ' tveggja dagbókarfrétta um þau mál: orðið hefðu á frv. Kvað hann og nefndin með honum, vera nóg að hreinsa salerni bæj- arbúa 14. hvern dag. Lagði nefndin til að gjaldið yrði fært niður um helming, þ.e. frá kr. 7,50 niður í 3,75, úr 5,00 í 2,50 og 3,50 í 1,75. En kvað þó nauðsynlegt að gold- ið væri 20 aurar að auki fyr- ir þá, sem oftar þyrftu að láta hreinsa. Ennfr. vildi nefndin lóta þá, er for hafa Fliótir nú þcfarar! ilri«lr af Sjússum aýkaaiaar* F. H A N S E N Sl«l 4. Þessi auglýsing var þanin yfir hálfa forsíffu blaðsins þaff herrans ár 1928. Mörgum hefur vafalaust brugðið i brún „Tveir ferðamenn sem gengu eptir Kirkj ustræti seint í gærkvöld, lágu svo í fyrir utan Skjaldbreið að þeir gátu ekki haft sig upp aftur. Þar sem að Geir var ekki á höfn- inn, til að bjarga strandmönn- um þessum, voru fengin tæki hjá Th. og Geir Zoega svo sem; botnvörpur, hlerar, siglutré ikaðlar, dúnkraftar ofl. Eftir hálfa aðra klufckustund náð- ust mennirnir uppúr aurnum og voru þá að fram fcomnir. Gasnefndin gaf þeim kaffi td hressingar á Skjaldbreið. Mennirnir voru báðir frá Keldum í Flóa og þóttust fær- ir i flestan sjó, — en þetta —” 23. apríl 1914 „Dánarfregn. Hérmeð til- kynnist eftirlifandi vanda- mönnum að veganetfndin okk- ar elskuilega druknaði á Aðal- stræti í gærkveidi. Jarðar- förinni verður frestað þangað tiil fært verður um Suður- götu. Rvífc 21. apríl 1914 Syrgjandi fluigmaður í nóvembermánuði 1913 gerffisf þaff í Reykjavík aff kona myrti bróður sinn á eitri, og var mjög ítarlega greint frá því máli í Mbl.. Nokkur tími leiff þó frá þvi aff morðið var framiff, og þar til þaff komst í blöff- in, en í nvllitíðinni er greinilegt aff bærinn hefur veriff fullur af kviksögum. Eftirfarandi frábæra yfir- lýsingu fékk yfirmaffur Landakotsspítala birta í Dagbók 16. nóv. — greini- lega til þess að hnekkja orðrómi: „Yfirmaffur Landakots- spítalans biður oss að geta þess, að Eyjólfur Jónsson, maðurinn sem af eitri dó á miðvikudaginn, hafi ekki fengið eitrið í mat á spítalan- Til gamans eru hér síff- an nokkrar glefsur úr frá- sögn af bæjarstjórnar- fundi, sem birtist 8. nóv- ember 1913: „Tr. Gunnarsson, fram- sögumaður nefndarinnar, tal- aði um breytingar þær, sem við hús sín og nota áburðinn á tún sín, vera undanþegna skatti. Sv. Björnsson kvað málið hafa verið lengi á leiðinni og upprunalega gert til þrifnað- ar í bænum......Gjaldið væri of hátt, og það tekið af mönn- um, sem sjálfir hreinsa og nota saurinn sem áburð á tún sín.........Lagði til að nefndarálitið yrði ekki sam- þykt og kvað eina ráðið út úr þessum saurugu vand- ræðum, að lækka vatnsskatt- inn hjá þeim, er vatnssalerni notuðu í húsum sínum. Því að þegar margir væru farn- ir að nota þau, þá fyrst mundi gott hreinlæti kom- ast á..... Kr. Þorgrímsson kvað al- veg nóg að hreinsa tvisvar í mánuði, en ráðlegt væri þó að hafa stóra „kollu“ (kvaðst sjálfur hafa notað eina í 20 ár.) Ekkert hæfEegt rúm værrhér í húsum almennt fyr ir vatnssalerni. Þau mættu eigi frjósa, en það mundu þau alltaf gera hér.... Kn. Zimsen.......sagðist að hyllast tillögu Sv. Bj. um að lækka vatnsskatt fyrir vatns- salerni (Kr. O. Þ.: „Hann sel- ur sjálfur vatnssalerni“) .... Umræður um hreinsunar- málið voru liprar og fjörug- ar og skemtu áheyrendur sér hið bezta. Voru öll sæti þétt skipuð, og meira en það. Þótti mönnum gaman að heyra fulltrúana tala um „ílát in“, sem Kn. Z. kallaði „koll- ur“, Tryggvi „fötur“, Lárua „kagga“, Jón Þorl. „skjólur“, borgarstjóri „dúnka“ og Hannes Hafliðason „dollur“. Nú geta bæjarbúar valið nafn ið, sem þeir helzt vilja nota — og einnig hvort þeir vilja útvega sér „aukaílát“ eða láta Helga smíða „stórt ílát“ í stað þess litla, sem eftir nýárið auðvitað verður alt of lítið. Því nú verður aðeins hreins- að 14 hvern dag.............. — Vagabundus“ ★ ★ Þá er ekki úr vegi aff gefa eilítiff sýnlshorn af auglýsingum þessa tíma: „Sjáðu Mangi“,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.