Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ' Laugardagur 2. nóv. 1963 Myndin er tekin í Hollywood, er Pétur Ólafsson var á ferða- lagi um Bandaríkin sem blaðamaður 1955. Með Pétri er Bob Hope. FYRIR tuttugu og fimm árum gátu setjaraVélamar, sem Mbl. liafði yfir að ráða, sett um það bil 120 þús. stafi á dag. Blaðið var þá átta síður, en stundum tólf og stundum sextán og stund- um meir, og auk þess kom út Lesbók á sunnudögum, en „ísa- fold og Vörður“ kom út einu sinni til tvisvar í viku, átta síður í hvert sinn. Nú árið 1963 hefir MbL vélakost til þess að setja (sé notaður sami mælikvarði) um 500 þús. stafi á dag og prentvél, sem getur prentað 15 þús. eintök af 32 síðu blaði á einni klst. Prentvélamar, sem blaðið hafði fyrir aldarfjórðungi voru tvær, og voru fjórar síður prentaðar í hvorri þeirra. Þær gátu hvor um sig prentað aðeins um 1500 eintök á klst. Til þess að geta komið Morgunblaðinu til kaup- enda „með morgunkaffinu“, urðu fyrri síðurnar fjórar að vera til- búnar til prentunar kl. 9 að kvöldi, en hinar síðari helzt ekki seinna en kl. eitt að nóttu. Síðari síðurnar, sem voru helztu frétta- síður blaðsins, voru þó sjaldnast tilbúnar til prentunar fyrr en á öðrum tímanum, og stundum ekki fyrr en á þriðja og fjórða tíman- um. Þegar þetta bar við áttu af- gjreiðslumenn blaðsins ekki sjö dagana sæla að morgni næsta dags, því að blaðið var þá ekki komið til reiðra kaupenda fyrr en undir hádegi. Mér er í þessu sambandi sérstaklega minnisstæð nóttin, sem ísland var hernumið vorið 1940. Ég var nýkominn heim til mín frá blaðinu klukkan þrjú um nóttina, þegar- Valtýr hringdi til mín og kvaðst hafa verið vakinn með óljósum fregn- um um að herskip væru komin á ytri höfnina í Rvík. Klukkan var orðin sex um morguninn, þegar við höfðum fengið það endanlega staðfest að ísland var £ raun og veru orðið hersetið land. En samt sem áður, og þrátt fyrir fornlegan vélakost, tókst okkur að hafa fregnina um her- námið með hinni frægu hernáms- tilkynningu í blaðinu morguninn ©ftir — fyrstu blöðin strax klukk an átta. Vélarnar skipta kannske mestu máli Ég byrja hér á að nefna vélakiost Morgunblaðsins, vegna iþess að ég sá á sínum tíma í fimm binda ritverki um sögu Lundúnablaðsins „Times“, að gengi sitt (sem áhrifamesta blað 1 heimi) teldi blaðið fyrst og fremst því að þakka, að það hefði ávallt lagt höfuðkapp á að eiga góðar vélar og reynt að ganga á undan öðrum blöðum með tæknilegar nýjungar. Þegar rætt er um góðan vélakost er fyrst og fremst átt við fullkomn- ar setjaravélar og hraðgengar pressur, en einnig, og jafnframt, hentug prentletur og fljótvirk tæki til þess að afla frétta og koma þeim með sem minnstum töfum til blaðanna, og koma síð- an blöðunum fljótt og vel til les- enda. Góðir blaðamenn skipta að sjálfsögðu einnig miklu máli. Fyrir tæpri öld vann „The Times“ einn af hinum stóru fréttasigrum sínum, er blaðið birti heima í London „friðar- samninginn í Berlín 1878“, sama daginn og samningurinn var undirritaður í Berlín. Til þess að þetta gæti tekizt, þurfti blaða- maðurinn, de Blowits, að leika á sjálfan járnkanslarann Bismarck, en einnig að treysta á stálminni sitt. Honum hafði tekizt að kom- ast yfir mestan hluta samnings- ins, en hafði þó aldrei fengið að sjá formála hans, heldur var for- málinn ásamt tveimur síðustu greinum samningsins, lesinn hægt upp fyrir honum. Blowitz skrifaði þessa kafla samningsins upp eftir minni í járnbrautarklefa sínum á leiðinni frá Berlín til Briissel, en þaðan var firðsam- band við London, og þannig tókst honum að koma öllum heim- inum á óvart. Um svipað leyti og þetta gerðist úti í hinum stóra heimi, áttu erlend tíðindi alllanga og stranga leið frá meg- inlandi Evrópu til hins kalda lands, íslands. Eins og menn vita andaðist Jón Sigurðsson forseti í Kaupmannahöfn 7. des. árið 1879. Það liðu tveir mánuðir, þar til fregnin um lát forsetans birt- ist í ísafold, en þá gerðist það líka með öllum þeim leturbreyt- ingum sem hæfðu stórtiðindum þeirra tíma. Fregnin birtist í ísa- fold þann 1. febrúar 1880, en póstskipið hafði komið frá Kaup- mannahöfn daginn áður. Fréttatæknin Mörgum mun sjálfsagt finnast skrítið að hugsa til þess nú að fyr ir aðeins aldarfjórðungi fengust ekki erlend blöð hingað til lands- ins nema á viku til hálfsmánaðar fresti. Erlend fréttaöflun Morgun blaðsins fór á þessum árum að mestu leyti fram um erlendar útvarpsstöðvar, þótt blaðið fengi raunar daglega stutt fréttaskeyti frá Khöfn. Hlustað var reglulega allan daginn á fréttasendingar frá London, Berlín, Stokkhólmi og stundum frá Kaupmannahöfn og Oslo. Fyrir síðari heimsstyrj- öldina, og eftir að hún hófst, hlustuðum við einnig nær dag- lega á stuttar fréttasendingar ameríska blaðamannsins Willi- ams Shirers, sem varð heims- frægur nýlega fyrir bók sína „Rise and fall of the third Reich“. Þegar frönsku hershöfðingjarnir gáfust upp fyrir Hitler og hers- höfðingjum hans í járnbrautar- vagninum í Compiegneskógi fyrir utan París vorið 1940, stóð Willi- am Shirer nokkur skref frá vagn inum, en við á Morgunblaðinu, í þúsund kílómetra fjarlægð, hust- uðum á lýsingu hans á atburð- unum, srvipbrigðum manna og öðru, jafnhratt og þeir gerðust. Af þessu má sjá að við stóðum ekki svo mjög illa að vígi um öflun erlendra frétta, þótt ekki geti það jafnast á við firðritana, sem blöðin hér í Rvík hafa í dag, eða þá góðu aðstöðu um frétta- öflun, sem skapast af daglegum flugsamgöngum við útlönd. f dag hefir Mbl. ennfremur sex setjara- vélar, þar sem áður var aðeins hálf önnur setjaravél, að ég ekki minnist á þann höfuðkost, sem nú er orðinn nokkurra ára gam- all, og fólginn er í því, að allar fyrirsagnir á greinar eru settar á vél, en voru fyrir tuttugu og fimm árum settar úr lausaletri í svokallaðri handsetningu. Fátt tók eins á taugarnar eins og að bíða eftir þessum seinsettu fyrir- sögnum, þegar komið var langt fram yfir lágnættið og hver mín- úta var dýrmæt, ef blaðið átti að geta komizt til lesenda á rétt- um tíma morguninn eftir. Við höfðum hjá okkur í prentsmiðj- unni litla stílakompu, þar sem skráðar voru í mínúturnar sem liðnar voru fram yfir kl. 1 eftir miðnætti, er við vorum loks bún- ir að ganga frá blaðinu og það gat farið í prentun. Þessi kompa bar heitið „Baráttan um mínút- urnar“ og var það sannkallað réttnefnL Aukin útbreiðsla — aukir. áhrif Þessi „barátta" fór síharðn- andi eftir því, sem út- breiðsla blaðsins jókst og upp- lagið stækkaði, sem prenta þurfti yfir nóttina. Næstu árin fyrir síðari heimsstyrjöldina og fyrstu ár styrjaldarinnar, höfðu verið Mbl. hagstæð. Ég held að upplag blaðsins hafi nær tvöfaldast á sex árum frá því árið 1936 Og verið komið upp í tólf þúsund eintök árið 1942. Við þessi tólf þúsund er óhætt að bæta fimm þúsund eintökum af „ísafold og Verði“, sem var fréttablað sveitanna. í „ísafold og Verði“ voru birtar allar helztu fregnirnar úr Mbl. einu sinni til tvisvar í viku, en þá tíðkaðist ekki eins og nú, að Mbl. sjálft færi út um allar byggð ir landsins. Samgöngurnar leyfðu það ekki; flugferðir voru engar og bílferðir gátu brugðizt. Á þess um árum fór hagur fólksins í landinu batnandi og þar við bætt- ist að ýmsir stóratburðir gerðust eins og t.d. stríðið í Abessiniu, Spánarstyrjöldin, vopnabrak Hitl ers í Austurríki og Tékkósló- vakíu og að lokum sjálf heims- styrjöldin. Allt stuðlaði þetta að auknum áhuga á dagblöðum. Við Morgunblaðsmenn gerðum okkar ítrasta til þess að auka þenna áhuga. Við tókum upp ýmsa þætti, sem vinsælir eru í Mbl. enn þann dag í dag. Við byrjuðum á Velvakanda, en sá dálkur hét fyrst „Úr daglega líf- inu“ og síðar „Víkverji skrifar". Einnig byrjuðum við á „veltun- um“, sem nú eru að verða vin- sælar aftur. M. a. veltum við því fyrir okkur þá, af hverju menn gengu Austurstræti í vestur, eða hvort menn gætu meitt sig á að falla í gleymsku. Við höfðum þátt, sem gjarnan mætti vera til í dag, og var kallaður „ Úr dag- bókarblöðum Reykvíkings". Þar birtum við ýmislegt til fróðeiks og gamáns, sem farið hefði að öðrum kosti fyrir ofan garð og neðan. í þá daga töluðu menn mikið um Mrs Simpson, (sem síðar varð hertogafrú) á sama hátt og talað er mikið um Miss Keeler í dag. „Reykvíkingur" efndi til keppni um vísubotna, þar sem fyrstu vísuorðin voru svona: „Simpson kemur víða við veldur breyttum högum“, en verðlaunabotninn var svona: „Enn er sama siðferðið/sem á Jósefs döguim“. Fyrstu verðlaun kr. 25,- hlaut Magnús Stefánsson frá Hafnarfirði, sem margir þekkja undir öðru nafni. Herdis Andrésdóttir hlaut önnur verð- laun, kr. 10,-, en hennar botn hljóðaði svo: „Hvað er það, sem kvenfókið,/kemst ei nú á dögum". Ýmislegt fleira reyndum við. Auglýsingar í blaðinu voru ekki miklar á kreppuárunum, en fóru þó vaxandi er fram liðu stundir. Venjulega voru ar-glýsingarnar ein til tvær síður fyrir strið, en fyrir kom að þær voru ekki nema rétt rúm fyrsta síðan, og voru dánartilkynningarnar þó taldar þar með. Fyrstu þrjátíu árin var fyrsta síða blaðsins aug- lýsingasíða. Einstaka sinnum tók- um við þó auglýsingamar af fyrstu síðunni og létum þær víkja fyrir fréttum og þá vissu bæjarbúar strax að eitthvað mik- ið var á seiði. En þá tók í hnúk- ana, þegar við settum leiðara blaðsins á fyrstu síðu, sem ekki gerðist oft. Én þetta gerðum við þegar uppvíst varð að símahler- anir hefðu átt sér stað hér í bænum. Sá leiðari hitti áreið- anlega í mark. Framar öllu öðru lögðum við þó kapp á að gera Mbl. að traustu fréttablaði og helzt vildum við vera fyrstir með fréttirnar. Úr vöndu var að ráða, þegar stórtíðindi gerðust um miðjan dag, en þá tókum við það til bragðs að gefa út í skyndi fregnmiða og krakkar hlupu með þessa miða um allan bæinn. Fólk safnaðist þá saman fyrir framan ísafoldarhúsið, en þar héldum við uppi fréttaþjónustu á þar til gerð um spjöldum, út af svölum húss- ins. Áhu,ginn dugði, þar sem fé vantaði Með þessu tókst okkur að halda uppi sívakandi áhuga á fréttaþjónustu blaðsins. Áhuginn var nauðsynlegur, því að fé til dýrrar fréttaþjónustu var ekki fyrir hendi í þá daga, a. m. k. ekki framan af árum. Einn mesti stórviðburður, sem gerðist á þess um árum var Fourqoui pas? slys ið árið 1936. Þótt mikið þætti við liggja, var það talið í of mikið ráðist að Mbl. sendi heilan bíl upp í Borgarfjörð með blaða- mann til þess að lýsa atburðum þar. Við leituðúm þessvegna til frönsku ræðismannsskrifstofunn- ar í Reykjavík, en afleiðingin varð sú, að sendur var bíll með fulltrúum ræðismansskrifstofunn ar og Morgunblaðsins, en einnig með ritstjóra Alþýðublaðsins. Fáum árum síðar gerðist það að allir starfsmenn Mbl. sátu að dýrlegum mannfagnaði heima hjá Valtý fram á rauðan morgun. En árla næsta dag, eða aðeins ör- táum klst. eftir að fagnaðinum lauk, hringdi Valtýr heim til mín og var þá allt í einu kominn suður í Hafnir. Þangað hafði borið að landi vélbátinn „Krist- ján“, en bátsins hafði verið sakn- að í marga daga og öll áhöfn hans talin af. Hin undursamlegá björgun taldist til stórtíðinda þá, eins og gerast myndi enn í dag. Og karlarnir voru varla komnir úr sjóstökkunuim, þegar ritstjóri Mbl. kvaddi dyra. Stundum kom það að víSu fyrir að fréttir bær- ust til okkar seint og illa og er mér minnisstætt er tveir drengir hröpuðu eitt sinn í bjargi úti á landi. Við lásum um þessi tíðindi annarsstaðar og þegar við, gram- ir og langþreyttir, spurðum okkar ágæta fréttamann á staðnum. af hverju hann hefði ekki gert okk- ur aðvart, svaraði hann með blá- eygðum sakleysissvip, að annar litli drengurinn hefði týnt lífinu í fallinu, en hinn væri milli heims. og helju, og hann hefði þess vegna talið rétt að bíða og sjá hvernig þeim dreng myndi reiða af, áður en hann sendi fregnina. Stundum gerðust líka stértíðindi, sem ekki myndu verða talin til mikilla atburða I dag. Eitt sinn tókst ívari af ein- skærri tilviljun að ná fótografíu af kassa fullum af appelsínum á vörubíl, sem merktur var Oliu- verzlun íslands. Þegar þessi mynd birtist næsta dag, varð hún hreinasta sensasjón. En á- stæðan var sú, að nýir ávextir voru ekki fáanlegir hér á landi um þessar mundir frekar en gló- andi gull. Jafnvel sjúkrahúsum var neitað um innflutning á ávöxtum. En á hinn bóginn voru talin eigi lítil tengsl milli þeirra, sem réðu Olíuverzlun íslands og stjórnarvaldanna í landinu, sem ávaxtainnflutninginn bönnuðu. Skrifstofa Mbl. pólitísk miðstöð Pó'litík var okkar hálfa lif. Kreppa hafði verið í landinu um nokkra hríð. Allt var hneppt í viðjar, ekki aðeins ávaxtainn- flutningur til landsins heldur einnig framtak manna á ýmsum sviðum. í skrifstofur Mbl, söfnuð ust menn saman, sem vildu slíta þessar viðjar og hleypa nýju and rúmslofti inn í landið. Enginn var kunnugri verzlunarmálum landsins en dr. Oddur Guðjóns- son, enda hélt hann uppi harðri baráttu í Mbl. fyrir auknu verzl unarfrelsi. Dr. Oddur hafði á þessum árum mjög náið sam- starf við Hallgrím Benediktsson stórkaupmann og Svein M. Sveinsson forstjóra, en þeir voru helztu forvígismenn frjálsrar verzlunar í landinu. Þegar síldar- og útvegsmál voru á dagskrá átt- um við ávgllt hauk í horni, þar sem var Sveinn Benediktsson, en hann og Loftur Bjamason voru tíðir gestir hjá okkur. Fáir voru meiri aufúsugestir en Pétur Ottesen, en hann kom til okkar næstum daglega, og oft kom Magús Jónsson prófessor, enda skrifaði hann mikið um stjórn- mál í blaðið. Tiðir gestir voru einnig Jón á Akri og Jón á Reyni stað og stundum kom Ólafur Thors, en Bjarni Benediktsson hafði nánar samband við okkur en flestir aðrir forustumanna Sjálfstæðisflokksins. Páll ísólfs son var „einn af oss“ og oft heim sótti okkur Árni próf. Pálsson, og dæsti stundum mikið. „Yss, hver er hann þessi B. G.“, spurði Árni einu sinni, og beindi spurn- ingu sinni til Bjama Guðmunds- sonar, síðar blaðafu'U'trúa. Bjarni ■hafði þennan dag flett otfan af erlendum svikamiðli, sem hér var staddur, en hafði sett stafina sína B. G. undir greinina. Árna líkaði greinin stórvel, en kunni því illa að Bjarni hafði ekki gengist við henni undir fullu nafni. Vinstri stjórn hafði farið með völd í landinu í meir en áratug, en um þessar mundir kom upp „hægra brosið". Leiðari, sem Ámi frá Múla skrifaði um „hægra brosið" varð samstundis þjóðfrægur. Áhrifavald blaðs- ins jókst með aukinni útbreiðslu og við fórum að reyna að beina þessum áhrifum inn á ýmsar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.