Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 61
t-' Laugardagur 2. nóv. 1963 Þorbjörn Guðmundsson jarl keppinautanna. Það þurfti ekki lengur kappa sögualdarinn- ar til þess að varpa ljóma á ís- lenzka afreksmenn — þeir voru í fullu fjöri í dag. Það kítlaði þjóðarmetnaðinn að heyra sagt í kringum sig á framandi tungu: „Einn íslendingurinn enn“, eða: „Þeir eru allir svo spengilegir og stæltir piltarnir frá íslandi“. — Það gekk jafnvel svo langt, að á leikvanginum í Osló og í blöðum borgarinnar féllu amer- ísku „stjörnurnar“ í skugga þeirra. Það gleymist ekki heldur, þeg ar hver fylkingin annarri meiri gekk inn á Melavöllinn 1944, þegar íslendingar fögnuðu ný- stofnuðu lýðveldi. Gat nokkur þjóð, sem átti slíka æsku, kvið- ið framtíðinni? En þarna voru líka þungbúnir menn, fulltrúar þeirra erlendu ríkja, er svipt höfðu verið frelsi eða áttu í ófriði. Þeim hefir trúlega ver- Aðeins SHEAFFER’S býður yður öryffgísklemmnna. _ Ýtið á hana einu sinni og ritoddur- inn kemur fram, ýtið á hana aftur Og ritoddurinn hverfur. Þér getið aldrei fest þennan penna í vasa yðar með rit- oddinn í skrifstöðu. Það varn- ar því að þér fáið blek í föt yðar. Biðjið um Sheaffer’s kúlupenna í næstu ritfanga- verzlun. SHEAFFER’S umboðið á íslandi: Egill Guttormsson Vonarstræti 4. — Sími 14189. MORCU N BLAÐIÐ 61 ið hugsað til æskufólksins heima. Þjálfun þess miðaði ekki að þátt- töku í drengilegri keppni og auknu manngildi. • „Við skulum hætta þessu“ Skiljanlegt er að hugurinn dvelji lengst við ljúfar minning- ar. En þó er óumflýjanlegt fyr- ir blaðamann að koma nálægt mörgu, sem bezt er að gleyma — já, og gleymist. Mér var eitt sinn falið að sjá um dálk í blaðinu, sem hét „í Morgun- blaðinu fyrir 25 árum“. Þar voru birtar glefsur úr því helzta, sem í blaðinu var fyrir aldar- fjórðungi. Þetta gekk allt vel, þar til kom að árinu 1918, er spanska veikin herjaði höfuð- borgina. Þá kom Valtýr Stefáns- son til mín og sagði: „Við skul- um hætta þessu, vinur. Þetta var nógu slæmt þótt ekki sé nú ver- ið að ýfa upp gömlu sárin“. Með þau orð í huga fjölyrði ég ekki um þann atburð, sem einna mest áhrif hefir haft á mig, þ.e.a.s. þegar ég stóð á hrollkaldri skammdegisnótt niður á höfn og skip lagðist að bryggju með þá, sem komust af, er Goðafossi var sökkt hér í Buktinni. Sennilega hefi ég aldrei fundið eins til smæðar minnar og vanmáttar og haturs á grimmdaræði mann- anna nema ef vera kynni þeg- ar ég nokkrum árum síðar stóð innan múra hinna illræmdu fangabúða nazista í Mauthausen í Austurríki, eða leit gapandi rústir borgarinnar Wiener Neu- stadt þar sem 18 hús af 4000 stóðu óskemmd í stríðslok og íbúarnir voru 800 í stað 40 þúsunda. • Þung spor Menn hlýtur að setja hljóða, þegar þeir stíga fæti sínum á staði eins og Mauthausen. Og sporin verða þyngri eftir því sem lengur er gengið um salar- kynni þess vítis: Einmennings- klefar, frumstæðustu tegundar, vísindaleg pyntingartæki, gálg- ar, gasklefar, líkbrennsluofnar o.s.frv. Ég var þarna á ferð með nokkrum norrænum blaða- mönnum. Einn hinna 123 þús. fanga, sem nutu þar „gistivin- áttu“ nazista á stríðsárunum, sýndi okkur staðinn. Hann var ekki gamall að árum en samt skorpinn, lotinn í herðum, rið- aði á fótum og farinn að heilsu. Enn bergmálaði í eyrum hans hljóðið í járnhælum aftökusveit- anna, sem þrömmuðu daglega inn fangelsisganginn, og allir hugsuðu það sama: skyldu þeir stanza fyrir utan mínar dyr. Hatrið skein úr augum hans, þegar hann brá járnkeðju um hálsinn. Þar hafði hann fyrr ver- ið píndur og margir félagar hans týnt lífinu. • Mauthausen nægir víst ekki Þetta er staður, sem menn vildu aldrei hafa séð, vildu að aldrei hefði verið til, — staður, sem menn vildu helzt gleyma, en mega þó ekki gleyma. Hann á að vera viðvörun frjálsum mönnum að ljá ekki eyra fagur- gala annarra járnhælsherra, skapa andstyggð á þeim mönn- um, sem hneppa í fjötra milljón ir manna og eyða kerfisbundið heilum þjóðum. En það þarf víst meira til en Mauthausen á meðan menn fylgja í blindni sínum mannlegu guðum, dýrka þá og tilbiðja, verja allar gerðir þeirra á hverju sem gengur og jafnvel hjálpa þeim að hlaða nýja múra. Þessi hryggilega. staðreynd má þó ekki buga neinn sjáandi mann svo, að hann gefist upp í von- leysi. „Guðum“ hefir verið steypt af stalli, skriðan er haf- in. Við skulum aðeins vona að það birti til sem fyrst — þokunni létti til fulls. — Þbj. ' * \ . : : er sig frisk, ren og glat til aften ... anOlI hold< fra morgen anGlI - jakken af for GEYSIR hf. FATADEILDIN ANGLI SKYRTURNAR VERÐA Æ VINSÆLLI -X Nýkomnar í öllum stærðum. * IVIargar gerðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.