Morgunblaðið - 02.11.1963, Page 61

Morgunblaðið - 02.11.1963, Page 61
t-' Laugardagur 2. nóv. 1963 Þorbjörn Guðmundsson jarl keppinautanna. Það þurfti ekki lengur kappa sögualdarinn- ar til þess að varpa ljóma á ís- lenzka afreksmenn — þeir voru í fullu fjöri í dag. Það kítlaði þjóðarmetnaðinn að heyra sagt í kringum sig á framandi tungu: „Einn íslendingurinn enn“, eða: „Þeir eru allir svo spengilegir og stæltir piltarnir frá íslandi“. — Það gekk jafnvel svo langt, að á leikvanginum í Osló og í blöðum borgarinnar féllu amer- ísku „stjörnurnar“ í skugga þeirra. Það gleymist ekki heldur, þeg ar hver fylkingin annarri meiri gekk inn á Melavöllinn 1944, þegar íslendingar fögnuðu ný- stofnuðu lýðveldi. Gat nokkur þjóð, sem átti slíka æsku, kvið- ið framtíðinni? En þarna voru líka þungbúnir menn, fulltrúar þeirra erlendu ríkja, er svipt höfðu verið frelsi eða áttu í ófriði. Þeim hefir trúlega ver- Aðeins SHEAFFER’S býður yður öryffgísklemmnna. _ Ýtið á hana einu sinni og ritoddur- inn kemur fram, ýtið á hana aftur Og ritoddurinn hverfur. Þér getið aldrei fest þennan penna í vasa yðar með rit- oddinn í skrifstöðu. Það varn- ar því að þér fáið blek í föt yðar. Biðjið um Sheaffer’s kúlupenna í næstu ritfanga- verzlun. SHEAFFER’S umboðið á íslandi: Egill Guttormsson Vonarstræti 4. — Sími 14189. MORCU N BLAÐIÐ 61 ið hugsað til æskufólksins heima. Þjálfun þess miðaði ekki að þátt- töku í drengilegri keppni og auknu manngildi. • „Við skulum hætta þessu“ Skiljanlegt er að hugurinn dvelji lengst við ljúfar minning- ar. En þó er óumflýjanlegt fyr- ir blaðamann að koma nálægt mörgu, sem bezt er að gleyma — já, og gleymist. Mér var eitt sinn falið að sjá um dálk í blaðinu, sem hét „í Morgun- blaðinu fyrir 25 árum“. Þar voru birtar glefsur úr því helzta, sem í blaðinu var fyrir aldar- fjórðungi. Þetta gekk allt vel, þar til kom að árinu 1918, er spanska veikin herjaði höfuð- borgina. Þá kom Valtýr Stefáns- son til mín og sagði: „Við skul- um hætta þessu, vinur. Þetta var nógu slæmt þótt ekki sé nú ver- ið að ýfa upp gömlu sárin“. Með þau orð í huga fjölyrði ég ekki um þann atburð, sem einna mest áhrif hefir haft á mig, þ.e.a.s. þegar ég stóð á hrollkaldri skammdegisnótt niður á höfn og skip lagðist að bryggju með þá, sem komust af, er Goðafossi var sökkt hér í Buktinni. Sennilega hefi ég aldrei fundið eins til smæðar minnar og vanmáttar og haturs á grimmdaræði mann- anna nema ef vera kynni þeg- ar ég nokkrum árum síðar stóð innan múra hinna illræmdu fangabúða nazista í Mauthausen í Austurríki, eða leit gapandi rústir borgarinnar Wiener Neu- stadt þar sem 18 hús af 4000 stóðu óskemmd í stríðslok og íbúarnir voru 800 í stað 40 þúsunda. • Þung spor Menn hlýtur að setja hljóða, þegar þeir stíga fæti sínum á staði eins og Mauthausen. Og sporin verða þyngri eftir því sem lengur er gengið um salar- kynni þess vítis: Einmennings- klefar, frumstæðustu tegundar, vísindaleg pyntingartæki, gálg- ar, gasklefar, líkbrennsluofnar o.s.frv. Ég var þarna á ferð með nokkrum norrænum blaða- mönnum. Einn hinna 123 þús. fanga, sem nutu þar „gistivin- áttu“ nazista á stríðsárunum, sýndi okkur staðinn. Hann var ekki gamall að árum en samt skorpinn, lotinn í herðum, rið- aði á fótum og farinn að heilsu. Enn bergmálaði í eyrum hans hljóðið í járnhælum aftökusveit- anna, sem þrömmuðu daglega inn fangelsisganginn, og allir hugsuðu það sama: skyldu þeir stanza fyrir utan mínar dyr. Hatrið skein úr augum hans, þegar hann brá járnkeðju um hálsinn. Þar hafði hann fyrr ver- ið píndur og margir félagar hans týnt lífinu. • Mauthausen nægir víst ekki Þetta er staður, sem menn vildu aldrei hafa séð, vildu að aldrei hefði verið til, — staður, sem menn vildu helzt gleyma, en mega þó ekki gleyma. Hann á að vera viðvörun frjálsum mönnum að ljá ekki eyra fagur- gala annarra járnhælsherra, skapa andstyggð á þeim mönn- um, sem hneppa í fjötra milljón ir manna og eyða kerfisbundið heilum þjóðum. En það þarf víst meira til en Mauthausen á meðan menn fylgja í blindni sínum mannlegu guðum, dýrka þá og tilbiðja, verja allar gerðir þeirra á hverju sem gengur og jafnvel hjálpa þeim að hlaða nýja múra. Þessi hryggilega. staðreynd má þó ekki buga neinn sjáandi mann svo, að hann gefist upp í von- leysi. „Guðum“ hefir verið steypt af stalli, skriðan er haf- in. Við skulum aðeins vona að það birti til sem fyrst — þokunni létti til fulls. — Þbj. ' * \ . : : er sig frisk, ren og glat til aften ... anOlI hold< fra morgen anGlI - jakken af for GEYSIR hf. FATADEILDIN ANGLI SKYRTURNAR VERÐA Æ VINSÆLLI -X Nýkomnar í öllum stærðum. * IVIargar gerðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.