Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 62
62
MORGUN**' *»IÐ
Laugardagur 2. nóv. 1963
„Það er langt síðan þetta var“
AfonæBlsbréf til
frá SkúBa
Kæru ritstjórar: —
Jæja, ekki fór þetta eins og
reiður lesandi og hnefasteytandt
sagði fyrir 45 árum: „Þið skuluð
vera steindauðir eftir tvo mán-
uði, að mér heilum og lifandi".
Og þetta „þið“ táknaði að vísu
ekki okkur, heldur Morgunblað
ið. Við Árni Óla tórum ennþá,
en reiði maðurinn er dauður
fyrir mörgum áratugum. Þessir
„þið”^ sem hann las yfir vorum
við Arni. En Morgunblaðið hef-
M'Orguitblaðsóns
Skúlasyni
ur aldrei séð sinn fífil fegri en
í dag.
Þegar ég fór að hugleiða lof-
orð mitt: að senda afmælisbarn-
inu dálitla kveðju, komst ég að
þeirri niðurstöðu að réttast væri
að rifja upp gamlar endurminn-
ingar frá fyrsta áratug blaðsins,
en fyrstu ár þess sendi ég því
skeyti frá Khöfn og þegar það
varð fimm ára réðst ég til þess í
„fasta vinnumennsku" og var
þangað til það var orðið tíu ára.
Og síðan hef ég verið lausamað-
ur Moggans annað veifið, eink-
um þó ef'tir síðari styrjöldina.
Samband mitt við blaðið varð
þannig til, að þegar Jón Sigurðs
son frá Kaldaðarnesi fór heim
frá Khöfn í júní 1912, bað hann
mig um að annast sendingu
fréttaskeyta til ísafoldar, sem
hann hafði haft á hendi undam-
afrin ár. En þegar Mbl. var stofn
að, fluttust þau skeyti sjálf-
krafa þangað og voru jafnframt
aukin að mun. En eftir að stríð-
ið hófst fór Reuter í London að
sjá blöðunum heima fyrir heims
fréttum, fyrir milligöngu brezku
stjórnarinnar, og eftir það komu
aðeins norðurlandafréttirnar frá
Allskonar prenfun
Smiðjustíjj II
Prentsmiðjustjóri:
Hrólfur Benediktsson.
óskar
LAÐIHI allra heilla á 50 ára afmælinu
Bezta tæki-
færisgjöfin t
Ronson
RONSON Kveikjarar
fynr herrann
— dömuna
— heimilið
Khöfn. Eftir að ég fór heim tók.
Valtýr Stefánsson við fréttaþjón
ustunni í Höfn og gegndi henni
lengst af meðan hann var þar.
„Það er langt síðan þetta var“,
kvað Morten Ottesen í tíðavísu
frá þessum árum. Og mér detur
þessi hending í hug þegar ég fer
að rifja upp endurminningar,
sem nú eru kornnar á fimmtugs
aldur. Fyrir 50 árum var langt
yfir helmingur núlifandi kyn-
slóðar enn ófæddur. Þá voru
íbúar Reykjavíkur aðeins 13.354
og alls landsins 87.137, svo að
síðan hafa Reykvíkingar sexfald
azt Oig þjóðin meir en tvöfaldazt.
Þá fóru landpóstarnir 15 ferðir
á ári, en aðrar samgöngur og
tíðari höfðu aðeins helztu kaup-
staðir landsins, og svo suður-
landið yfir sumartímann, því að
þangað fóru póstvagnar viku-
lega. Þá var lítið um bílfæra
vegi, enda lítið um bíla sá fyrsti
sem komst hjá'lparlaust (Ford
Sveinbjarnar Oddsonar og Jóns
Sigmundssonar) hóf göngu sína
vorið áður en ' Morgunblaðið
fæddist, og sama sumarið var
Bookless útgerðarmaður farinn
að skrönglast á Scripps Boot sín
um milli Rvíkur og Hafnarfjarð
ar. Þótti þetta mikil nýlunda, en
sumir litu hana hornauga. Því
að hestarnir voru svo ómennt-
aðir í þá daga að þeir fældust
þegar þeir sáu eða heyrðu í'bil,
og hundarnir gerðu sér leik að
því að elta þá og reyna að glefsa
í þá. Hraðinn var ekki eins
mikill þá og síðar varð, og það
kom fýrir að vel ríðandi menn
gerðu sér til gamans að þreyta
kappreið við bíla. Vissi ég bónda
að austan, sem hafði betur á
Brún sínum í kappreið við Ford
inn, vestan frá Smiðjulaut aust-
ur á Kambabrún. En þeir sem
prófuðu nýja farartækið þóttust
hafa himin höndum tekið, og
einn að austan sagðist „aldrei
skyldu fara landveg til Reykja-
vikur framar”.
Fámenni í Reykjavík og silæmar
samgöngur út á land var drag-
bítur á útgáfu dagblaða. Það
kom jafnvel fyrir, að ekki var
fært hestkerru úr höfuðstaðn-
um í Hafnarfjörð. Kaupendur úti
á landi voru lítt ginnkeyptir fyr-
ir dagblaði þegar þeir fengu
þriggja vikna forða, eða meira
með sama póstinum. Þá var
hentugra að halda vikublöðin.
Og svo var auraleysið. Allur
þorri þjóðarinnar hafði lítið af-
gangs þegar séð hafði verið fyrir
þörfum munns og maga. Blöð og
bækur var talið óþarfi, sem
hægt væri að spara sér. Og þó
að Morgunblaðið kostaði ekki
nema 5 aura í lausasölu (það
þótti dýrt því að Vísir kostaði
aðeins 3 í fyrstu), var það oft,
sem 2—3 voru í samlögum um
hvert eintak og létu það ganga
á milli. Úti á landi var þetta
alltítt, og enda i Reykjavík líka.
Dagblöðin treystu uppá dágóðar
tekjur af auglýsingum, en þorðu
ekki að setja verðið á þeim svo
hátt, að nokkur arður sem um
munaði yrði af þeim. Maður get-
ur hlegið að verðinu, sem var
á auglýsingunum í gamla daga,
einkum svokölluðum „standandi
auglýsingum”, sem naumast hafa
gert betur en borga pappírinr.,
sem þær stóðu á. Til þess að blöð
in kæmust af varð auglýsinga-
magnið að vera miklu meira en
góðu hófi gegndi, en það kom
niður á lesmálinu, sem stundum
var næsta lítið.
Allt varð að spara. Prentarar
lifðu við sultakjör, enda var
prentkostnaðurinn lágur, blaða-
menn voru sveltir, símafréttir
sparaðar, bæði útlendar og inn-
lendar. Og aðsent efni var sjald-
an borgað, jafnvel þó beðið væri
um það. Þetta var allt í bónda-
beygju, einskonar „circulus vitio
sus“, sem að vísu var í gildi
víðar en í blaðaútgáfunni. Hring
rás peninganna var hægfara,
allur fjöldinn hafði þá ekki
handa á milli.
II.
Þrátt fyrir þessar aðstæður
réðust þeir Ólafur Björnsson rit
stjóri og Vilhjálmur Finsen í
það að stofna Morgunblaðið. Fin
sen hafði þá um langt skeið
dvalið erlendis í þjónustu Mar-
conifélagsins, fyrst sem loft-
skeytamaður og síðan sem kenn-
ari, en jafnframt skrifað allmik-
ið í útlend blöð, einkum dönsk
og norsk. Hann kom heim fullur
af áhuga á verkefninu og með
nýjar hugmyndir í blaðamenpsk
unni, sem hann hafði fengið
íyrir áhrif frá Henrik Cavíing,
sem í þann tíð hafði rutt nýjar
brautir og var tvímælalaust
„smartasti” ritstjórinn á Norður-
löndum. Finsen gekk að staríi
s’nu með oddi og egg og var
vakinn og sofinn í því meóii
hans naut við, fyrstu sjö árin
rúm, en þá fluttist hann til
Oslóar og varð meðritstjóri Tid-
ens Tegn. Finsen hafði ekkert
gaman af pólitík, enda var Morg
unblaðinu ekki ætlað 1 byrjun
að verða stjórnmálablað heldur
fyrst og fremst fréttablað, sem
jafnframt léti sig varða landsins
gagn og nauðsynjar og almenn-
an fróðleik. Það var ekki fyrr en
eftir að blaðið var selt, sem það
varð stjórnmálablað í orðsins
fullri merkingu. Þá skrifuðu þeir
um stjórnmál um stund Einar
Arnórsson og Sigurður Þórólfsson
en siðar varð Sigurður Kristjáns
son fastur stjórnmálaritstjóri
unz Þorsteinn Gíslason tók við
ritstjórn blaðsins. Húsbændur
mínir á þeim tíma er ég var
fastamaður hjá Mbl. voru því
þeir Finsen og Þorsteinn, báðir
sanngjarnir og mestu iipur-
menni sem gaman var að vinna
með, þó ekki værum við ailtaf
sammála. Ég minnizt þeirra með
hlýju er ég lít yfir liðinn dag
að kvöldi.
— Fern húsakynni hafði Mbl.
umrædd frumbýlisár. Fyrsr í
„gamla pósthúsinu“, sem stóð þar
sem nú er Hótel Borg. Það hús
hafði fyrrum átt Ole Finsen,
fyrsti póstmeistari landsins og
faðir Vilhjálms ritstjóra, en um
eitt skeið bjó þar Thor Jensen,
unz hann byggði fallcga húsið
við Fríkirkjuveg. Næst fluttist
blaðið í Eymundsenshúsið í
Lækjargötu 2, efri hæð. Hvor-
tveggja þessi húsakynni yoru
þröng og heldur óvistleg. og
voru það því mikil viðbrigði
er ritstjórnin fékk tvær stórar
og sólríkar stofur í húsi Eiríks
Bjarnasonar í Tjarnargötu 11,
vesturendann af íbúð Vilhj.
Finsens á 2. hæð. En er Finsen
fór af landi burt fluttist rit-
stjórnin í hús Ólafs Sveinssonar
gullsmiðs í Austurstræti 5 og
afgreiðslan líka. Þetta voru ekki
eins rúmgóð húsakynni, in sá
kostur fylgdi, að nú var ritstjórn
in andspænis prentsmiðjunoi,
svo að stuitt var til prófarka'lest-
urs og umbrots.
Árni Óla hafði starfað v’ð
Morgunblaðið svo að segja frá
byrjun og Finsen og hann voru
einu mennirnir á ritstjórninni
þegar ég kom þangað fyrst. Það
var gaman að vinna með Árna
og ofckur kom saman um flest
(þó ekki um Þjóðverja og Breta,
því að hann dró taum þeirra
fyrri en ég hinna síðan). Árni
var bæði margfróður og minn-
ugur, fljótur að áita sig á hverju
verkefni sem að höndum bac og
mynda sér skoðun á því. Harin
skrifaði fallegt mál og kvað
jafnan svo skýrt að orði að meiu
ingin var augljós. Og hann var
eldfljótur að koma grein sam-
an. Síðustu árin sem ég var fist
ur maður hjá blaðinu var Árni
bókari hjá h.f. „Kára“ í Viðey,
en Jón Björnsson rithöfundur,
síðar ritstjóri á Akureyri, kom
í hans stað. Hann var öðrum
þræði í skáldskapnum, skrifaði
sögur og orkti ljóð. Jón var hið
mesta ljúfmenni.
í dag hefur Morgunblaðið á
að skipa mörgum mönnum og
hver hefur sitt ákveðna hlut-
verk. Og það hefur aðstsoðar-
menn utan ritstjórnarinnar til
að skrifa um bókmenntir og