Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1963 Ottesen og Morgunblaðið eftir Sigurð Benediktsson ÞBGAR fundum ok'kar ASal- steins Ottesen bar fyrst saiman var kreppa í landinu, og ekki nema ein ritvél til á Morgun- blaðinu. ★ ★ ★ I>að er óskýranleg reynsla, og ekki sársaukalaus, að koma til starfa við blað ag þekkj a engan innanihúss né utan, bera ekki kennsl á eina einustu manneskju á bæjarfélaginu, utan einstaka framsóknarmenn að norðan, sem fyrirlitu Morgunblaðið af heil um hug og litu mig hornauga fyrir að hafa fengið þar inni Þá var gott að eiga Ottesen að. Við þennan einstæðingshátt bættist svo það gæfuleysi mitt, að ég bar ekkert skynbragð á allan þennan linnulausa þjóð- skammavaðal, öll þessi persónu- legu hjaðningavíg, þá íþrótt íjþróttanna á landi hér, sem blöðin lögðu allt kapp á að rækja á sem alúðarfyllstan hátt. Erlendis, þar sem ég hafði þá divalizt um tíma, hafði ég vanizt því sjónarmiði, að blaðinu væri svo að segja óviðkomandi hvaða pólitíska skoðun lesendur þess hefðu. Aðalatriðið væri, gð fólk vildi kaupa það og lesa. Þar var ökkur nýgræðingun- um lagt ríkt á hjarta að virða vel keppinauta okkar við hin blöðin, og gera okikur þá vin- veitta. Með því værum við að skaipa þann góða samstarfsanda, sem væri aðalsmerki allrar heil- brigðrar blaðamennsku 1 lýð- frjálsum löndum. í blöðum hér heima giltu allt- aðrar siðvenjur og sjónarmið, og það gat jafnvel komið fyrir, og kom reyndar oft fyrir, að efni, sem í eðli sínu var bæði aktúelt og framíbæriiega skrifað, var út viskað, eins og lélegur skólastíll, einungis vegna þess, að einhvers staðar örlaði kannske á viður- kenningarvotti um pólitískan andstæðing. Sem sagt: satt mátti ekki vera satt nema það væiri lika pólitáskt satt. Andrúmsloftið hér var mettað af fyrirstæðu og ótta um að verða óverðugum að liði. Því miður var þetta nú einu sinni svona, mínir kæru og góðu vinir, og rniikið eru þið heppnir að vera komnir yfir þennan hindurvitnahafsjó smámennsk- unnar, og geta unnið eins og frjálsir og viitbornir menn að ykkar málefnum. En einn var sá maður, sem ekki lót segja sér fyrir verkum og hió allt öðruvísi en allir aðrir. Það var afgreiðslumaðurinn Ottesen. Hann gat átt það til að segja upp úr eins manns hljóði: — Þið eruð aliir jafn vitlausir, greyin min! Og þó hann segði ,yþið“ og „allir“, þá meinti hann engan sérstakan, heldur allt samÆól- agið, utan blaðs- og innan, — ofan úr andsnúnum ráðherra niður í yngsta blaðsöludrenginn, því allir voru málvinir hans og jafningjar, og öllum gat hann miðlað ögn af sinni óþrjótandi lífsgleði, hvellum hlátrum og nöpru athugasemdum. Hann var heldur ekki hrædd- ur við að gera greiða, enda var hann tvímælalaust vinsælasti maður blaðsins, hvernig sem á það er litið. Útburðarfólkið og sölukrakkarnir mátu hann svo mikils, að það vildi miklu held- ur láta hann hrakyrða sig og hæða en hafa annarra manna lof og fagurgala. (Annars var ekki boðið upp á fagurgala í þá daga). Ein var sú hans náttúra, að hann svaf þegar það passaði hon um, og þar sem honum fannst fara vel um sig, — en yfirleitt var hann vakandi og önnum kaf- inn við sneypingar, aðfinnslur og afgreiðslustörf, — en alltaf skæl brosandi, skríkj andi eða skel.li- hlægjandi. Eina manneskjan, sem hann hníflaðist ekiki við, var símastúlkan, Helga Jónasardóttir. Hún var ljós heimsins á stofn- uninni og vildi öllum betur en þeir áttu skilið. Mikið var ég hugfanginn af glaðlyndi þessa eina manns við blaðið, sem ekki hafði látið al- vöruna riða sér á slig, — auik þess, sem hann var óþreytandi að fræða mig um menn: hvað þessi héti og hiver hinn væri. Upplýsingum hans fylgdu aft myndríkar aukasetningar til skilgreiningar á viðkomandi per sónuleika, t.d. hann er ekki eins vitlaus eins og hann lítur út fyrir, eða þaðan af sterkari sér- einkenni. Aðalsteinn Ottesen Sigurður Benediktsson ræðast við Síðan Aðalsteinn Ottesen hóf að fræða mig um mannfélagið og samtíðina er liðinn fullur ald- arfjórðungur. Fyrir hans tilstilli kynntist ég við margan góðan dreng og síðan koll af kolli. Þetta hafg verið miklir fram- faratímar eru menn vanir að segja, — en ég efast um, að nokkru blaði hafi farið jafnmikið fram og Morgunblað- inu síðan þá. Nú er það jafn á- ihugasamt um hvers manns ham- ingju eins og það var formyrk- vað í gömlu kreppuni. Ég held því hafi farið fram í réttu hlut- falli við aukinn ritvélakost og bætt búsakynni. Hlutlausar frá- sagnir um menn og málefni eru nú sjálfsagðastar af ölílu sjálf- sögðu efni faivers blaðs, heilforigð blaðamennska er gengin í garð, — og stjórnmála-skriffinnarntr eru að öllu innræti hreinustu sið fágunarpostular miðað við liðna tíma. Andi góðviidar og vorkunlát- rar kímni Aðalsteins Ottesen hefur sigrað. Á ritstjórnarskrifstofum Morg unblaðsins blasa nú við gestum haukfránar sjónir intelligens- IMorgunblaðið onskes til lykke pá 50-ársdagen og stadig fremgang i de kommende ár. HERTZ’ AIMIMOIMCEBUREAU Etabl. 1910 I over 25 ár bladets repræsentant i Danmark. Skt. Annæ Palæ, Borgergade 18, Kpbenhavn K. anna og séníanna, sem eiga heið urinn að því að hafa gert blaðið svo viðmótsþýtt og frjálslynt, að þeir birta ádeilugreinar um sjálfa sig eins og enginn hlutur væri eðlilegri. Hverjum starfs- manni eru búin góð skilyrði til vinnu, og það er liífsgleði og hlýja í hverju andliti, alveg eins og allir séu ánægðir. En hvað þetta hefur allt breytzt. Og nú er líka farið að borga blaðamönnum kaup, og þeir ku meira að segja vera farn- ir að vinna vaktavinnu, eins og karlarnir á bensíntönkunum, — en ég er ekki nógu ungur til að skilja, hvernig það er framkvæm anlegt. Anker Kirkeby, sem einu sinni þótti mikilhæfastur blaða- manna á Norðurlöndum, var vanur að segja: „Þú hefur ekki lokið greininni þinni fyrr en þú sérð pressuna snúast. Þá á hún að vera orðin það góð, að þú getir gleymt henni um leið.“ — En hvað um Ottesen ? Porsælumeginn í stórhýsinu finn ég minn gamla góða vin, þar sem hann er að skyggna tó- baksglasið sitt upp við ljósið. Hann er hið eina óumbreytan- lega á þessu blaði, — en skelfing er það lífinu líkt að velja honuim stað skuggamegin i byggingunni, þessum eina manni, sem alltaf gat hlegið, eina manninn, se*n í hjarta sínu bar birtu og yl frá fortíðinni inn í þessa höll, þar sem víðsýnið ríkir og ölluan líður vel. — S.B. EIMSKIPAFÉLAG REYKJAVÍKUR hf. (Reykjavík Steamship Company Limited) Sími: 1-11-50. Símnefni: „NORTHSHIP“. Skrifstofa: Tryggvagta 2. - 3. hæð. Hamarshúsinu. m.s. „KATLA" 2325 tons d/w. m.s. „ASKJA" 1060 tons d/w. í 59 AR höfum við starfað hér í borg og lengst af við Laugaveginn. VIÐÞÖKKUM Morgunblaðinu 50 ára sam- starf við kynningu á varningi okkar og þjónustu. Jón Diqmuntlcson $kúr(9ripoverzlun Gullsmiðir — Úrsmiðir. „ ^dacpur yripur er ce tii yndis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.