Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 65
Laugardagur 2. nóv. 1963 MORCU N BLAÐIÐ 65 I Matthías Johannessen: Dagbók lífsins 6Ú ÖLD, sem við nú lifum, verð- ur annaðhvort kennd við geim- ferðir eða blöð; geimferðir vegna þess að þaer eru landafundir okk- ar tíma, í þeim hefur ævintýra- þrá mannsins og þekkingarþörf fengið útrás; blöð vegna þess að þau hafa meiri áhrif á skoðanir fólks en flest annað í sögunni, jafnframt því sem þau spegla frá degi til dags það líf, sem lif- að er með ólíkum þjóðum. Þeg- ar frá líður verða þau ótæmandi uppspretta samtímaheimilda, en ekki er þó víst að þau geri fjöll- in eins blá og fjarlægðin. Dagblöðin eiga sér ekki langa sögu, allra sízt hér á landi, þar sem fámenni og samgönguerfið- leikar voru lengi vel óyfirstígan- •legar hindranir. Að minnsta kosti tvær tilraunir voru gerðar til að stofna dagblað í Reykjavik áð- ur en það tókst. Skáldin Einar Benediktsson og Jón Ólafsson hleyptu af stokkunum „Dagskrá" (1897) og „Dagblaðinu" (1906), en báðar þessar dagblaðatilraunir fóru út um þúfur. Dagblöð á ís- landi höfðu meiri tilhneigingu til að deyja en annað lesefni. Fj'rsti ritstjóri Morgunblaðs- ins, Vilhjálmur Finsen, hefur í ævisögu sinni, „Alltaf á heim- leið“, lýst allítarlega þeim erfið- leikúm, sem við var að etja, þeg- ar blaðið hóf göngu sína fyrir 50 árum. Þeir félagar, hann og Ól- afur Björnsson, fengu 2500 króna víxil í Landsbankanum, líklega vegna tengsla Ólafs við ísafold. En bankastjórinn var hvorki bjartsýnn né trúaður á fyrirtæk- ið: „Þið farið á hvínandi haus- inn, piltar“, sagði hann. Og fæst- ir Reykvíkingar trúðu því, að unnt væri að gefa blaðið út. Sú ráðlegging, sem stofnendurnir fengu oftast að heyra var þessi: „Verið þið ekkf að þessari vit- ieysu“. Auk þess þó'tti mönnum eriki árennilegt að fylla fjögurra sAna dagblað af allskonar efni og fréttum í ekki stærri bæ en Reykjavík þá var. En þeir létu ekki hrakspárn- •r á sig fá. Vísir hafði sýnt, að unnt var að gefa út dagblað i Reykjavík. Það hlýtur að hafa verið þessum ungu fullhugum uppörvun. Og þagar Morgunblað ið kom út var því vel fagnað, 300 áskrifendur létu skrá sig þegar fyrsta daginn og lausasala var mikil. Nýr þáttur var hafinn í lífi íslenzku þjóðarinnar: Morg- unblaðið með morgunkaffinu; fátt hefur verið afdrifaríkara fyrir þjóðina og eitt er víst að fátt hefur haft eins mikil áhrif á hugsun hennar og skoðanir og þetta tiltölulega saklausa blað, ®em í fyrstu var einungis ætlað það_ hlutverk að vera smáuppbót á morgunkaffið. Þegar Morgunblaðið kom fyrst út, var ísland enn einangrað frá umheiminum. Blaðið lagði á- herzlu á að flytja erlendar frétt- ir og margskonar efni að utan og var sú viðleitni vel þegin af þvi fróðleiksfúsa, en einangraða fólki sem hér bjó. Það má því með nokkrum sanni segja, að Morgunblaðið hafi verið gluggi út í veröldina; það veitti almenn- ingi í senn útsýn til lítt kunnra nágrannalanda og lýsti upp þá myrku kytru eyjaþrönglyndis og hjaramennsku, sem lengstum var hýrzt í. Þannig átti Morgunblaðið drjúg an þátt i að einangrun íslands var rofin. II Þó erfiðar aðstæður kæmu í veg fyrir að íslendingar eignuð- ust dagblað fyrir 1910, sér þess víða stað að þeim hefur lengst- um verið blaðamennska í blóð borin. Fáar þjóðir hafa haft eins ríka þörf fyrir að fræðast af ná- unganum, geyma liðna atburði, halda dægurmálum á lofti og iðka frásagnarlist í löngu máli og stuttu, bundnu og óbundnu. Sögu þjóðin er að því leyti réttnefni. Vafalaust á ýmislegt í sögunum rætur að rekja til blaðamanns- ins í gömlum sagnameisturum og ritendum. Mundi vera fjarri lagi að láta sér detta í hug, að sumt í þessum sögum væri þannig til komið að ritarinn skrifaði niður og „setti saman“ það sem hann hefði heyrt úr ýmsum áttum, þ.e.a.s. að hann hafi unnið ekki ósvipað því sem blaðamenn gera nú á dögum við ritun frétta og annars samtímaefnis? Annálar eru af svipuðum toga, einnig margt í kveðskap, eins og rím- um og rímbréfum sem auðvitað eru misjöfn að gæðum eins og dagblöð nú á dögum. Ferða- vísur Sighvats skálds eru ortar eins og fréttabréf, segir Sigurð- ur Nordal, og mundi ekki líka vera eitthvað af blaðamennsku í Sturlunga sögu? Eða Sverris sögu? Þannig liggja rætur íslenzkr- ar blaðamennsku miklu lengra aftur í tímann en séð verður í fljótu bragði. Hlýtur það að hafa verið blaðamennsku okkar mik- ill styrkur og má ætla að þessi arfur hafi nú þegar sett mark sitt á suma þætti íslenzkrar blaðamennsku, ekki sízt viðtölin. Þó ýmsir sprenglærðir menning- arvitar virðist hafa horn í síðu þeirra, af ótta við hnignun skáld- sögunnar skilst manni helzt, er ekki annað hægt að segja en þau séu allsæmilega ættuð. Þessi áhrif hafa að nokkru ver- ið endurgoldin, m.a. í svonefnd- um samtalsbókum og nýrri gerð ævisagna, þó gildi þeirra sé vafalaust misjafnt eins og geng ur. En hvað sem því líður hafa þær fært út svið íslenzkra bók- mennta. Og víðar má sjá þess- ara áhrifa stað, jafnvel í skáld- sögunni. Einn helzti ókostur á óbundnu máli íslenzku hefur löngum verið sá, hvað það er fjarri talmáli og svo langt á eft- ir málþróuninni í landinu, að höf undar hafa átt erfitt með að tjá sig í skáldritum sínum: bókmál- ið hefur vafizt fyrir þeim. Eðli- legt mælt mál er oft einkenni- lega ótamt íslenzkum skáldsagna persónum; þess vegna verður til- gerðin nærtæk pótemkintjöld. Stíll blaðamanna er nær tal- málinu, stundum svo að afskræmi legt er á prenti. En samt hefur hann tvímælalaust haft heilla- vænleg áhrif á bókmálið. Það má víða sjá, ég segi — þrátt fyrir þær mótbárur sem ég þykist heyra úr ýmsum áttum — sem betur fer. III Sú ástríða íslenzku þjóðarinn- ar að varðveita persónu- og þjóð arsögu sína kemur fram með ýmsu móti. Ástæðan til óvenju- legra vinsælda íslenzkra dag- blaða er einkum sú, að þau varð- veita þessa þætti, þegar bezt læt- ur með nokkurri reisn. Blöðin eru einskonar dagbók þjóðarinnar. Og þó telja verði að þau eigi langt i land með að ná þeirri fullkomnun sem krefjast verður með jafn ritelskri þjóð og íslendingar eru, má óhikað fullyrða að þau haldi sínum hlut, miðað við allar aðstæður. Saman burður við auðug stórþjóðablöð er örvandi, en ekki raunsær. Morgunbiaðið hefur kappkostað að vera þessi dagbók, en hvorki fregnmiði né sensasjónbeita. Það hefur reynt að segja í frétt- um og greinum hlutlaust frá því sem gerist í þjóðfélaginu hverju sinni. Það er að vísu rétt, að erf- itt er að halda lögmál hlutleysis- ins í ölium greinum og oft verða frásagnir litaðar af persónuleg- um sjónarmiðum blaðamannsins, jafnvel þó honum sé það ekki sjálfum ljóst. En aðalatriðið er að fréttaþörfinni sé fullnægt og rétt sé greint frá- staðreyndum. Þórbergur segir m.a. í bók sinni um Lönd og lýði: „Það var skelfilegt, hvað fólk var búið að týna miklu af því, sem komið hafði fyrir í byggð- inni, og ég skildi vel af hverju það var, eftir að ég fór að halda dagbók. Það var af því, að það hafði aldrei haldið dagbók, aldrei skrifað neitt hjá sér. Þess vegna er allt það fína gleymt, aðeins hrossalegustu viðburðirnir, sem. hafa varðveitzt, svona meira eða minna og margt afbakað. Og ég hugsaði oft: „Goðarnir hefðu átt að halda dagbækur yfir það sem kom fyrir í goðorðunum, og síð- an prestarnir yfir það, sem skeði í prestaköllunum. Og þeir hefðu átt að geyma þær í læstum kistl- um og vel sterkum, svo þær týndust ekki. Og þeir hefðu átt að skera út framan á kisturnar: í þessari kistu eru geymdar dag bækur lífsins, sem aldrei mega glatast. Ef þetta hefði verið gert, þá væri nú feiknaleg kynstur af allskonar fróðleik, sem nú er týndur, og lífið orðið miklu rík- mannlegra og meira gaman að lifa“. Ætli blöðin séu ekki þessar dagbækur lífsins sem Þórbergur getur um? Og mundi ekki vera skemmtilegra að lifa síðan þau fóru að koma út? Ekki sízt fyrir þá, sem eru merkilegir og finnst fátt til um dagblöðin, vegna þess hve ómerkileg þau eru. Um þa sagði Valtýr Stefánsson: „Það getur vel verið að blaðamenn séu ekki merkilegar persónur, maður hefur heyrt það, en væri ekki miklu óskemmtilegra fyrir þá, sem telja sig merkilegar per- sónur, að vera merkilegar, ef engir blaðamenn væru til?“ Eng- inn þekkti betur gildi blaða- mennskunnar en Valtýr, sem ó- hikað má telja föður nútíma blaðamennsku á ísiandi. Hann hafði fengið arfinn með blóðinu. Ungur drengur sat hann norður á Möðruvöllum við að skrásetja daglega viðburði í einskonar dag bók eða einkablað, „og þegar ég hafði tæmt efnið um sjálfan mig, fór ég út á tún og lýsti því, sem þar bar fyrir augu“. Hann vissi, að góður blaðamaður er í senn skrásetjari og túlkandi síns tíma og ekkert mannlegt er honum ó- viðkomandi. Valtýr vildi gera Morgunblaðið að stærsta, og helzt bezta skóla landsins. Aðrir blaða menn virðast telja að blöðin eigi að taka að sér hlutverk dóm- stóla og réttvísi. Það er rétt að þau eiga að vera aðhald en ekki dómstólar. Þau hafa nóg svigrúm undir strangri meiðiyrðalöggjöf. Það er vond blaðamennska að líta á ógæfu fólks og yfirsjómr eins og hverja aðra verzlunar- vöru. Blaðamenn hefðu gott af að kynna sér þessi orð Dennings lávarðar í niðurlagi skýrslu hans um Prófumómálið (eins ógeð- fellt og það annars er). Hann segir: „Upplýsingar um ávirðingar þekkts fólks eru orðnar útgengi- legar markaðsvörur. Sannar eða lognar, raunverulegar eða tilbún ar: þær eru seljanlegar. Þvi meira hneyksli, því hærri fjárupp hæð fæst fyrir það. Styðjist það við ljósmyndir eða bréf, raun- veruleg eða ímynduð, þeim mun betra. Alloft segjast seljendurn- ir sjálfir hafa átt þátt í hinni ó- sæmilegu hegðun, sem þeir reyna að græða á. Meðalgöngu- menn koma fram á sjónarsviðið, reiðubúnir að veita aðstoð við söluna og tryggja hæsta verð. Sagan hleður utan á sig við hverja frásögn. Hún er boðin þeim blöðum, sem verzla með þessa vöru, en þau eru ekki ntörg. Þau keppa hvert við annað um kaup á sögunni. Hvert um sig óttast, að hin verði á undan að kaupa. Sagan er svo keypt i þeirri von, að hún eigi eftir að gefa af sér arð. Stundum er sagan ónothæf fyrir blöðin. Hún er bersýnilega fölsuð. í önnur skipti er hún trúleg, en jafnvel þá þora blöðin ekki að birta all- ar upplýsingarnar. Meiðyrðalög- gjöfin og refsingin fyrir að sýna dómstólunum fyrirlitningu hafa tilætluð áhrif í því skyni að halda aftur af blöðunum. Þau birta það, sem þau geta, en eftir verður verulegur hluti, sem ekki er birtingarhæfur. Þessi óbirti hluti sögunnar flyzt munnlega frá manni til manns. Hann stöðv- ast ekki í Fleet Street. Hann kemst til Westminster. Hann fer yfir Ermarsund, jafnvel yfir Atl- antshafið og til baka aftur, og bólgnar á leiðinni. Án hinna upp haflegu kaupa, hefði þessi sögu burður aldrei þurft að hefjast". IV Blöðin hljóta að mótast af þeim sem við þau starfa, eklci síður en þeim aðstæðum, sem þau búa við. Þannig sýna þau ritleikni, hugmyndaflug og þroska þeirra, sem skrifa þau daglega. Þeir hafa auð- vitað ólík áhugamál, upp- lagið og kostirnir misjafnir; sum- ir nokkuð góðir fréttamenn en eiga erfitt með að skrifa, aðrir geta skrifað dável en hafa ekki fréttanef, eins og kallað er. Mjög fáir eru jafnvígir á allar greinar blaðamennskunnar. Yfir góðu dagblaði er viss still, en það er enga daga nákvæmlega eins. Picasso heyrði einhvern tíma eftir kunnum gagnrýnanda, að honum líkaði ekki verk Picassos. „Hvaða Picasso?" spurði þá meistarinn. Ég yfirfæri þessi orð á gott dagblað, þó það sé kannski nokkuð langsótt. Ef ein- hver kemur til ritstjórans og seg- ir: „Mér líkar ekki blaðið yðar“, getur hann svarað: „Hvaða blað?“ En öll hafa þessi blöð hlutverki að gegna, hvort sem þau eru vel eða illa heppnuð. Ef blaðið er vant að virðingu sinni og sæmilega unnið, er það spegilmynd þess þjóðfélags, sem það er vaxið úr. V Blöð eiga að vera eins trú samtíð sinni og frekast er unnt. Það getur að vísu verið vand- kvæðum bundið og margar leiðir hafa verið reyndar til að full- nægja í senn ströngustu kröfum að þessu leyti og forvitni lesenda. En meðalhófið er vandratað. Sum góð blöð eins og stórblaðið Daily Telegraph gerir sér far um að hafa sínar fréttir eins ann álakenndar og unnt er, þannig að staðreyndir liggi allar ljósar fyrir, sem minnst litaðar af per- sónulegum viðhorfum blaða- mannsins. Daily Express hefur aftur á móti þann hátt á að láta blaðamanninn lýsa atburðinum frá sínum sjónarhóli og gera fréttina eins persónulega og æs- andi og unnt er. Þessi stefna hef ur átt hvað mestan þátt í út- breiðslu blaðsins upp á síðkastið, enda er það oft skemmtilega skrifað og lesendur hafa gaman af að vera leiddir inn í atburða- Matthías Johannessen, ritstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.