Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 64
84 MORCUN BLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1963 minnir — Th. Thorsteinsson og komu þeir oft á skrifstofuna, ekki síst Thorsteinsson, sem var mjög áhugasamur um hag blaðs ins. Þeim þótti Þorsteinn rit- stjóri of linur í stjórnmálasókn- inni og varð það til þess að rit- stjóraskipti urðu nokkru eftir 'að ég fór þaðan. Jón Kjartansson, sem þá var lögreglustjórafull- trúi, hafði skrifað stjórnmála- greinar í blaðið um hríð, og var honum boðin ritstjórastaðan eftir Þorstein, en Jón kvaðst ekki taka það í mál nepa hann fengi með sér mann, sem síðar mótaði blaðið í naer 40 ár: Val- tý Stefánsson. — Þau árin sem ég vann að öllu leyti hjá blaðinu, 1918 — 23, átti það marga góða liðsmenn, sem skrifuðu í það við og við. Ég skal aðeins nefna þrjá: Lækn ana Guðmund Hannesson og Gunnlaug Claessen og dr. Helga Péturss. Guðmundur var jafn- vfgur á allt, Gunnlaugur skrif- aði um heilbrigðismál og heilsu far, og greinir dr. Helga urðu síðar uppistaðan í Nýal hans. Mér eru minnisstæð handritin hans, skrifuð á bláan heiíarkar- pappír fáguð og vönduð og á fallegustu islenzku máli, sem pr- entað var í Morgunblaðinu í þá daga. Allir áttu þessir menn það sameiginlegt að vilja láta gott a sér leiða; ég var hrifinn af þeim öllum, en vænst þótti mér um Gunnlaug Claessen, án þess þó að ég kynntist honum persónu- lega til nokkurrar hlítar. IV. Fyrstu mánuðirnir sem ég vann á Morgunblaðinu urðu rík ari að innlendum stórviðburð- um en nokkurt an nokkurt ann- að skeið æfi minnar. Þann 12. okt. gaus Katla skömmu síðar byrjaði spánska veikin að drepa fólkið og hætti ekki fyrr en hún hafði gengið af nær 300 dauðum. Og 1. des. varð ísland sjálfstætt riiki. — Og þá gerðist mesta útlenda fréttin um margra ára sxeið: Heimsstyjöldinni lauk 11. nóv- ember. Þurfti þannig ekki að kvarta undan fréttaleysi um þær mund- ir. Eiginlega hafði Morgunblaðið aldrei þurft að gera það, því r.ð svo að segja sama daginn sem það hóf göngu sín hafði kona eitrað fyrir bróður sinn, en slíkt eru sem betur fer sjaldgæf gifur tíðindi á voru landi. Og áður en blaðið varð ársgamalt hófst heimsstyrjöldin fyrri og hætti ekki fyrr en blaðið var orðið 5 ára. Fyrst í stað risu hárin á hverju ósköllóttu höfði við iest- ur stríðsfréttanna, en smámsam- an deyfðust áhrifin og fóik varð ónæmara fyrir stórfréttum. Ég nefni sem dæmi, að þegar „Tit- anic“ fórst vorið 1912 talaði fólk um þetta marga mánuði á eftir og „Hærra minn guð til þín“! var sungið og raulað um land allt, vegna þess að það fréttist (sem raunar reyndist lygi) að hljómsveit skipsins hefði leikið lagið meðan það var að sökkva. Fimm árum síðar skutu Þjóðverj ar í kaf „Lusitania". Þar fórst fleira fólik en á „Titanic", en samt gleymdist sá atburður svo að segja strax — og fór í kaf undir þeim sem á eftir komu. Það væri freistandi að rifja upp endurminningar frá Kötlu- gosinu og einkum spönsku drep- sóttinni, en til þess er ekkert rúm. Líklega hefur Reykjavík aldrei -verið með dapurlegri svip en þá, og manni fannst dauðinn vera að læðast kring- i»m mann hvar sem maður fór. Ég minnist sérstaklega frá þeim vikum læknanna Matthíasar Ein arssonar og Þórðar Thoroddsen, sem alltaf voru á þönum um auð strætin, og svo Þórðar á Kleppi, eftir að hjúkrunarstöð- in var sett upp í Miðbæjarskól- anum. Og vörubílanna með margar líkkistur á pallinum, stundum ómiálaðar. Það gafst ekki tími til mála þær fyrr en þær voru komnar suður í líkhús. Það var ömurlegt og kalt í Reykjavík þá. Og margir höfðu liitið í eldinn. Kolin kostuðu 325 krónur lestin, — nákvæmlega 100 sinnum meira en skippund- ið hafði kostað á skólaárum mín um, tólf árum áður. En þrátt fyrir þetta allt og þrátt fyrir kalsaveður var þeim hlýtt um hjartaræturnar sem söfn uðust saman fyrir neðan Stjórn- arráðshúsið 1. desember. Löngu flaggstengurnar tvær, sem stað- ið höfðu bak við húsið síðan 1915, er landið fékk fána (með því skilyrði að þegar stjórnar- ráðið notaði hann skyldi Danne brog dregið upp jafnframt, „á óvirðulegri stað“) voru horfnar, en miklu lægri stöng komin á húsið í staðinn. Og þar var fán- inn dreginn að hún í ræðulok Sigurðar Eggerz, sem hafði orð fyrir stjórninni, því að Jón Magnússon forsætisráðherra var í Khöfn. „Það er langt síðan þetta var“! Eftir 5 ár halda íslendingar upp á hálfrar aldar afmæli hins frjálsa og fullvalda ríkis. En eiginlega finnst mér furðu stutt siðan þetta var, og ég hugsa að flest- um á mínum aldri finnist það lika. Því að yfirleitt hefur ís- land átt betri ævi undanfarna hálfa öld en nokkurtíma áður. Og hér hefur verið meira starf- að en nokkurntíma áður. Þó að ekki hafi gerzt jafn „mörg tíð- indi í senn“ og haustið 1918, er munurinn sá, frá því sem fyrr- um var, að nú eru alltaf að ger- ast tíðindi og ekkert stendur kyrrt eða kippist afturábak. Þjóð in hefur svo mikið að hugsa núna, að hún hefur engan tíma til að láta sér leiðast. Og pá líður tíminn fljótt. Mér finnst stutt síðan þetta var. En á þessu tímabili hefur þjóðin haft hamskifti. Það er engin furða þó að Vestur-íslendingum, sem fóru að heiman uppúr alda- mótunum, finnist hún óþékkjan- leg þegar þeir sjá hana núna, og þó er Reykjavík óþekkjanleg- ust. Allt hefur stækkað. Reykja vík hefur sexfaldast, og það mun láta nærri að Morgunblaðið hafi líka sexfaldast, bæði að stærð og útbreiðslu. En eitt hef- ur minnkað, og það eru fjarlægð irnar, þó að landið sé jafnstórt og það var. Morgunblaðið hefur vaxið með þjóðinni. Og ég lýk bessu sendibréfshrafli mínu með ósk ura, að framhald megi verða á þeim vexti hjá þeim báðum. Skúli Skúlason. , Seyðfiröingar, nærsveitamenn! Erum ávallt birgir af allskonar matvörum. nýlenduvörum, fóðurvör- um, hreinlætisvörum, ávöxtum, nýjum, þurrkuðum og niðursoðn- um, öli og gosdrykkjum, tóbaki og ýmsum smávörum. Afgreiðum kost í skip og báta. Gjörið svo vel að kynna yður verð og þjónustu hjá okkur. Verið velkomin. VERZLUNIN DVEBGASTEINN Seyðisfirði. WILLYS JVAL ÞEIRRA VANDLÁTU PANTIÐ Willis-jeppa WILLYS TIL ALLRA STARFA Létfur — Sferkur — Lipur og sparneylinn Veljið um Egils-stálhús eða ameríkskt hús. Framdrifslokur spara benzín um 15%—25%. Mismunadrifslás eykur aksturshæfni Willys-jeppans Varahlutir eru ávallt til í Willys-jeppann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.