Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 37
MORGU N BLAÐIÐ 37 1 Laugardagur 2. nóv. 1963 nýjar brautir. Margir menn hér á landi áttu við kröpp kjör að búa og þegar „vetrarhjálpin“ tók til starfa, reyndum við ár hvert að efla hana á allan hátt. Um eitt skeið gekkst M!bl. fyrir því að listafólk í Reykjavík tók hönd um saman og efndi til skemmti- samkomu í báðum bíóunum (Nýja Bíó og Gamla Bíó), með upplestri, söng og gamanþáttum, en inngangseyrir rann allur til bágtadds fólks. Við Mbl.-menn óttum okkar þátt í því, að Blaða- mannafélag íslands var endur- vakið og eflt, og efndi félagið á þessum árum til „blaðamanna kvöldvöku“ að Hótel Borg og voru þessar kvöldvökur vin- sælar mjög, enda allt skemmt- analíf í borginni fábrotnara þá en nú. Einnig efndum við til fyrsta „pressuballsins", sem þótti mikill viðburður á sínum tíma. Þar flutti forsætisráðherra Hermann Jónasson, ræðu um vandamál dagsins, en dr. Guð- mundur Finnbogason skemmti mönnum með bráðsnjöllu erindi, þar sem hann stakk upp á því að blaðamannsnafnið yrði lagt niður, en blaðamenn í .andinu kallaðir „sjálar“, þar sem þeir sæju hlutina fyrir fólkið. Og fáum vikum fyrir síðari heims- Styrjöldina efndi B. f. til fyrstu stórfeldu erlendu blaðamanna- heimsóknarinnar hér á landi og bauð hingað níu dönskum rit- stjórum. Aðalritstjóri „Politik- ens“ hafði orð fyrir ritstjórun- um er þeir héldu heimleiðis eftir 10 daga ferðalag um landið og sagði: „Fram til þessa hafið þið íslendingar átt aðeins einn sendi herra erlendis. Upp frá þessari stundu eigið þið tíu“. TTnnið meira og minna allan sólarhringinn Ef máltækið „einu sinni blaða maður, alltaf blaðamaður" hefir að geyrna nokkur sannindi, þá hljóta þau _að eiga við um mig sem aðra. Ég hefi alist upp með Mbl. frá blautu barnsbeini, blað ið er stofnað í húsi föður míns, og ég byraði að starfa við blað- ið í bernsku. Þrettán ára gamall mun ég hafa skrifað fyrstu „dag- bókar“ klausu mína, en „dag- bókin“ var á þeim árum mikil- vægasti fréttadálkur blaðsins. Ég held raunar að „dagbókin" sé, eða hafi verið, alveg ein- stæður hlutur í öllum blaða- heiminum. Ég vann á MbL með náminu í Menntaskólan- um, tók þátt í fréttastarfi Al- jþingishátiiðarinnar og var síðar sumarið 1930 sendur sem frétta- ritari Mbl. á 900 ára afmæli bar dagans á Stiklastöðum. Að lokin- um námsárum erlendis hóf ég fast starf við Mbl. árið 1935, og væri eflaust starfandi þar enn þann dag í dag, ef ekki hefði verið svo komið, um það bil, sem ég hætti árið 1942, að ég var hættur að sjá fjölskyldu mína nema á helztu matmáls- tímum, vegna anna, og á stórhá- tíðum. En sannarlega var erfitt að segja skilið við blaðamennsk- una, og ekki síður vegna þess ®ð Mbl. hafði boðið mér gull og græna skóga. Yfirleitt vorum við byrjaðir vinnu á Mbl. kl. 10 að morgni og unnum langt fram yfir miðnætti. Enginn maður hafði eins háttbundinn vinnu- tíma við blaðið eins og Jón Kjartansson, enda hafði blaðið, og við samstarfsmenn Jóns, ein- 6takt öryggi af þessari reglusemi. Valtýr vann oft heima hjá sér fyrri hluta dags, en var sjaldn- ast langt frá símanum, og gilti raunar einu í því efni hvar hann var staddur og hvort var að degi eða nóttu. Ýmsir skrifuðu leiðara blaðsins á þessum árum, m. a. báðir ritstjórarnir og Sig- urður Bjarnason frá Vigur. En um nokkurra ára skeið fyrir stríðið var það Árni frá Múla, sem skrifaði þá. Árni var stund- um allan daginn að viða að sér föngum í leiðarann, en hann byrjaði ekki að skrifa hann fyrr en kl. 5 e. h. Venjulegast féll það í minn hlut að taka á móti leið- urunum úr hendi Árna á átt- unda tímanum á kvöldin, og er mér alveg sérstaklega minnis- stætt, hvernig andrúmsloftið vax þá inn í skrifstofunni hjá honum. Árni var bókstaflega á kafi í tóbaksreyk, en alltaf kát- ur eins og barn yfir því „að nú væri þessum leiðaranum lokið“. Við ívar skiptum með okkur verk um, ívar var aðallega í innlend- um fréttum og ég í erlendum, og með okkur vann Þórunn Haf- stein, en hún stjórnaði m. a. kvennasíðunni. Þótt starfsskipt- ing væri þessi hjá ofekur í aðal- atriðum, og hver hefði sitt, Jón Kjartansson m. a. umsjón með ísafold og Verði (eftir að Sigurð ur Kristjánsson lét af ritstjórn þar), ívar með öllum íþrótta- fréttum og ég með umbroti blaðsins, þ. e. ákvörðun fyrir- sagna og útliti blaðsins frá degi til dags, þá þurfti hver okkar alltaf að vera við því búinn að grípa inn í starf hins. Dæmi veit ég til þess að einn og sami blaða maðurinn hafi á einu og sama kvöldi fyllt þrjár síður með breytilegu efni, báðar fréttasíð- urnar og fjórðu síðuna í við'bót. Samstarfsmenn pg persónulegir vinir Samstarf milli ritstjórnarinnar innbyrðis annarsvegar og rit- stjórnar og framkvæmdastjórm- ar blaðsins hinsvegar, var með þeim hætti, að þar voru ein- göngu persónulegir vinir að verki. Nokkur dæmi veit ég þess, að öll ritstjórnin stóð að loknu næturlöngu starfi með fram- kvæmdastjóranum og afgreiðslu stjóranum í grárri morgunskím- unni við að undirbúa blöð í hend urnar á útburðarkrökkunum. Þessir menn störfuðu saman við heldur fornleg tæki, en stöðugt vaxandi gengi blaðsins, í sextán til 20 tíma í sólarhring, en kunnu líka, þegar því var að skipta og tími vannst til, að skemmta sér saman og þá var stundum settur Allt til íþróttaiðkana HELLAS Skólavörðustíg 17. Sími 1-51-96. fundur í „Málfundafélaginu Moggi“. Þar gat margt skemmti legt skeð og spaugið stundum af léttara taginu. Á einni „dag- skránni" í þessu „málfunda- félagi" sem ég á í fórum mín- um, eru höfð í flimtingum ýmis gamanmál eins og þessi: „111 væri ungmeyja líðan ef ei væri kvennasíðan“. Ennfremur „Tíma gimbill þykist vera þrevetur. (Blað framsóknarmanna átti þá þriggja ára afmæli). En spurn- ingin er: Er hann eldri en tvæ- vetur“. Einnig: „Hvort eru meiri líkindi til að Magnús Torfason festist í hári sínu, eða að Her- mann Jónasson stigi í vitið“. Einnig: „Hvort er Einar Olgeirs- son faðir eða móðir „samfylk- ingarinnar“ a) Ef hann er faðir hennar, hvernig gat hann þá fætt hana? b) Ef hann er móðir hennar, er hún þá eingetin, úr því enginn finnst að henni faðirinn? c), Hvað mundi Hall- esby ségja um-slíka meyjarfæð- ingu“. f „afmælisvísum“, sem eru á sömu dagskrá er þetta ér- indi: „Morgunblaðið morgun- ljóma / megi veita þjóð í dróma. Ranglætinu svifta úr sessi, / sigla djarft þótt móti hvessi“. Ég hefi nefnt hér Valtý, Jón Kjartansson, Árna Óla, Sigfús Jónsson framkvæmdastjóra, Aðal stein Ottesen, afgreiðslustjóra, Árna frá Múla, fvar Guðmunds- son, Þórunni Hafstein og Pétur Ólafsson. Ég þykist vita að ritstjórar og blaðamenn Morg- unblaðsins, sem síðar hafa hald- ið uppi merki blaðsins og borið það fram til nýrra sigra, munu fyrirgefa mér, þótt ég segi hér umbúðalaust, að í minni minn- ingu eru það þessir menn ásamt prenturunuim Samúel Jóhanns- syni, Sigmar Björnssyni, Ásgeir Guðmundssyni, Karli Jónassyni," Vilhjálmi Svan, Sigfúsi Valde- marssyni, Óskari Sþbeck, Ólafi Stefánssyni, Guðbirni Guðmunds syni og fl., sem lyftu blaðinu yfir örðugasta hjallann fyrir um það bil tuttuigu og fimim árum. Pétur Ólafsson. Óskum Morgunblaðinu til hamingju með 50 ára afmælið. * A Olíuverzlun Islands hf. ÁR í FARARBRODDI Skipastóll félagsins: M.s. Bakkafoss • • • • 1599 br.tonn M.s. Brúarfoss • • • • 2336 — M.s. Dettifoss 2918 — M.s. Fjallfoss 1796 — M.s. Goðafoss 2905 — M.s. Gullfoss . 3858 — M.s. Lagarfoss 2923 — M.s. Mánafoss . 901 — M.s. Reykjafoss .... 2553 — M.s. Selfoss .. 2340 — M.s. Tröllafoss • • . • 3997 — M.s. Tungufoss • . • • 1176 — Samtals 12 skip 29302 br.tonn Árið sem leið fóru skip félagsins og leiguskip þess 110 ferðir milli landa og komu við 405 sinnum á 55 höfnum i 15 löndum til þess að koma framleiðsluvörum frá landinu og sækja nauðsynjavörur. Svo tíðar ferðir til og frá svo mörgum höfnum erlendis tryggja það, að vörurnar þurfa aldrei að bíða lengi eftir skipsferð. Með því að beina vöruflutningum yðar ávallt til Eimskip, fáið þér vörurnar fluttar fljótt og ör- uggt á ákvörðunarstaðinn. Munið: Allt með Eimskip H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS, Reykjavík Sími 19460 (15 línur. — Símnefni: Eimskip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.