Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 33
T.augcU'dagur 2. nðv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 33 __________________ _________________________—-------------------------------------------------------f----------------------------------------------------------------------- Eyjólfur Konráð Jónsson: Blöðin og stjórnmálii SAGAN er rakin. Við segjum írá aðstæðum í dag. Og loks eiga ýmsar afmælisgreinar, sem birtast í þeesu blaði og fram- haldi þess næstu daga, að vera framtíðarspár. Höfundarnir voru beðnir að láta hugann reika og vera ekki alltof fræðilegir. Þetta þrennt, og ekki sízt það síðst- nefnda, hef ég í huga, þegar ég rita þessa grein. Einhver hefur sagt, að lýð- ræðisskipulag væri óhugsandi án dagblaða. Þau hefðu verið grund- völlur þess. Er þar auðvitað átt við það, að án blaðanna væri útilokuð sú frjálsa skoðana- tnyndun, byggð á stöðugum og réttum upplýsingum, sem lýð- ræðið útheimtir. Ef þetta er rétt, íést, hve mikil stjórnmálaþýð- ing dagblaðanna er, ekki ein- ungis vegna hinna eiginlegu stiórnmálaskrifa, heldur ef til vill öllu fremur vegna hinnar daglegu fræðslu og upplýsinga, sem þau veitá. Hér skal ekki farið langt út í þá sálma að ræða um hinar al- mennu fréttir, þótt þær í eðli sínu geti flestar hverjar haft stjórnmálalega þýðingu og áhrif é framvindu þjóðmála. Þannig getur slysafrétt orðið til þess að gripið er til nýrra öryggisráð- stafana, afbrotafréttir vekja upp umræður um refsilöggjöf, afla- fréttir hafa áhrif á fjármálaráð- stafanir, fréttir af vaxtahækkun geta aukið sparifjármyndun o.s.frv. í stuttu máli verður látið nægjá að benda á, að fréttirn- «r á að segja og verður að segja, ef þær á annað borð eru þess eðlis, að þær eiga erindi til almennings. Og þær verður að segja óbrenglaðar, þótt menn geri sér grein fyrir því, að þær geti verið skoðanamyndandi — eða öllu heldur einmitt vegna þess að þær geta haft og eiga að hafa áhrif. Fréttaþjónusta íslenzkra blaða hefur farið vaxandi og þau gera sér í stöðugt ríkari mæli grein fyrir nauðsyn þess að flytja réttar fregnir. Óumdeilt er, að 1 því efni hefur Morgunblaðið setíð haft forustuna, og á því hefur velgengni þess ekki sízt byggzt. En þrátt fyrir þessa ánægjulegu þróun verður að segja þá sögu eins og hún er, að í blaðaútgáfu hafa menn yfir- leitt ekki ráðizt hér á landi til þess fyrst og fremst að flytja réttar fréttir eða óháðar skoð- anir, heldur til styrktar ákveðn- um þjóðfélagsöflum eða flokk- um. Morgunblaðið er þó undan- tekning. Það var upphaflega •tofnað sem fréttablað og hefur lengi búið að því. Þrír stjómmálaflokkar hafa lengi gefið út jafn mörg dag- blöð til útbreiðslu stefnu þeirri, *em hver um sig fylgir. Þessi blöð flytja að vísu fréttir, en af illri nauðsyn. Án fréttanna mundu þau ekki seljast. Þess vegna eru þær teknar í þjón- ustu flokksins, sem þarf að koma Sjónarmiðum sínum á framfæri, oft með ærnum kostnaði. Þessu er á annan veg varið með Morg- unblaðið. Það hefur að vísu dyggilega stutt Sjálfstæðisflokk- inn, og af þeim stuðningi hafa blaðið og flokkurinn haft gagn- kvæman styrk. En eigendur og ráðamenn blaðsins hafa gert sér grein fyrir því, að fyrst þurfti að gefa út dagblað, sem réttnefnt var því nafni, og gat aukizt og batnað af eigin ramm- leik. Síðan gat það eflt stuðn- inginn við sameiginlegar hug- sjónir Sjálfstæðismanna. Ákvarðanir hafa af þessum •ökum ekki verið teknar á Morg- unblaðinu út frá þröngum flokks- sjónarmiðum. Þar hefur verið leitazt við að halda heilbrigðu jafnvægi milli stjórnmálastuðn- ings, góðrar blaðamennsku og traustrar fjármálastjórnar. Eng- inn þarf að ætla, að ætíð hafi verið auðvelt verk eða árekstra- laust að sameina þetta þrennt. En í dag viðurkenna þeir, sem af flokksins hálfu sóttu á, fús- legast allra hið ómetanlega starf þeirra tveggja manna, sem óþarft er að nafngreina, en hvor á sínu sviði unnu þau störf og tóku þær ákvarðanir, sem gerðu Morgunblaðið að „stórveldi', eins og andstæðingunum er tamt að nefna þa* □ Svo mikið um söguna. En hvernig er stjórnmálaskrifum háttað í dag? Og hvað skyldi framtíðin bera í skauti sinu? Ef við leitumst við að svara þessum spurningum, getum við a.m.k. fullyrt eitt með vissu: Sama svarið getur ekki átt við þær báðar. Ég vona að vísu, að Morgunblaðið verið ætíð nægi- lega íhaldssamt til þess að þar geti aldrei orðið snöggar urmbylt- ingar og enginn einn eða fáir menn geti kollvarpað því, sem á er byggt. En hitt er víst, að um kyrrstöðu verður aldrei að ræða. Þróunin heldur áfram og þar verða mörg öfl að verki. Vera má, að hálfrar aldar saga stjórnmálaskrifa Morgunblaðsins segi okkur lítið um það, hver þróunin muni verða næstu 50 ár. En stefnan síðari árin, við- horf. áhrifamanna í dag og er- lend reynsla ætti að geta gefið nokkra vísbendingu er við leit- umst við að skyggnast inn í framtíðina. Fyrir allmörgum árum var sú grundvallarbreyting gerð á frá- sögnum fá Alþingi, að tekið var að skýra frá sjónarmiðum and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu og reynt að gefa sem réttasta mnd af um- ræðum á þingi. Síðan fetuðu önnur blöð að nokkru leyti í fótsporin. Þegar þetta gerðist var Bjarni Benediktsson, núver- andi formaður Sjálfstæðisflokks- ins, ritstjóri. Hann hefur síðar haft orð á því, að einn ánægju- legasti vottur viðreisnarinnar væri sá, að dregið hefði úr pólitísku valdi og fólkinu hefði verið fengin yfirráð málefna, sem áður voru í höndum stjórn- málamanna. í þjóðhátíðarræðu sinni í sum- ar vék Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, að hinum illvígu stjórn- málaskrifum íslenzkra dagblaða og gat þess, að í nágrannalönd- unum gæti varla heitið, að á því bæri í dagblöðunum, svo að til lýta væri, að kosningar væru fyrir dyrum, og þó væri þar mikil kosningaþátttaka. Orð þessara tveggja mikilhæfu stj órnmálaleiðtoga fara ekki óséð fram hjá fólki. Og þegar þeir, sem sjálfir standa í fremstu víglínu stjórnmálabaráttunnar, vara við óhóflegum stjórnmála- átökum, hlýtur slíkt frjálslyndi að hafa áhrif á málgagn þeirra. Sannleikurinn er líka sá, að margir eru þreyttir á því naggi og nuddi, sem fær of mikið rúm í stjórnmáladálkum dag- blaðanna, líka þeir, sem finnst þeir til neyddir að svara skæt- íngi I svipuðum dúr. En erlenda reynslan? Hún hef- ur viðast orðið sú, að hrein flokksblöð hafa lognazt út af. Fólkið hefur viljað kaupa blöð, sem reynt hafa að brjóta mál- in til mergjar óháð því, hvort það hentaði einum flokki eða öðrum þá stundina. Þar með er þó ekki sagt, að þessi blöð séu stefnulaus. Þvert á móti taka þau yfirleitt skelegga afstöðu til mála í ritstjórnargreinum sín- um, og áhrifamestu blöðin fylgja vel grundvallaðri meginstefnu, þótt þau séu óháð. En það, sem mest er um vert: Þau eru opin fyrir rökræðum og mismunandi sjónarmiðum. Þau útiloka ekki allt nema hinn eina „sannleika“. Hrein flokksblöð eru ekki gin- keypt fyrir slikum skrifum. Þeirra hlutverk er einfaldlega ekki að ljá þeim rúm. Það get- ur meira að segja orðið til að rugla menn í ríminu og þannig , verið í beinni andstöðu við mark miðið — að fá sem flesta til að aðhyllast málstaðinn, til að trúa „hinum eina sannleika". — Eða hví skyldu flokkarnir leggja á sig erfiði og útgjöld til þess að sérvitringar geti látið móðan mása? — Þessi hefur a.m.k. orðið raun- in með þau blöð, sem íslenzku stjórnmálaflokkarnir gefa út. Q En þá spyrja menn: Er Morg- unblaðið mikið frjálslyndara? Gagnrýnir það nokkurn tíma gerðir Sjálfstæðisflokksins? Leyfir það frjálsar umræður um hann, stefnu eða forustu hans? Ég leyfi mér að fullyrða, að Morgunblaðið hafi lengst af ver- ið mun frjálslyndara í þessu efni en andstöðublöðin og eigi vel- gengni sína meðfram því að þakka. Og fyrir tæpum þremur árum auglýsti það beinlínis eft- ir ádeilugreinum í greinaflokk, sem vera skyldi frjáls vettvang- ur umræðna um hin marghátt- uðu þjóðfélagsvandamál og hef- ur síðan birt fjölda slíkra greina, (of fáar þó, vegna þess að nógu margar góðar greinar hafa ekki borizt) , bæði í þessum dálkum og síðar jafnframt í blaðinu sjálfu, því að skilningur hefur stöðugt farið vaxandi á réttmæti og nauðsyn slíkra umræðna. Allt bendir þetta til þess, að stjórnmálaskrif Morgunblaðsins muni halda áfram að þróast í átt til aukins frjálslyndis, þótt ekki sé auðvelt að spá neinu um það, hvort blaðið verður ein- hvern tima alveg óháð, líkt og erlendu stórblöðin — né heldur hvenær það þá yrði. Forusta Morgunblaðsins á þessu Sviði mundi vafalaust hafa þau áhrif, að andstöðublöðin reyndu að feta í fótsporin, eins og þau hafa áður gert varðandi fréttaþjón- ustu og fleira. En það eðli þeirra og uppbygging, sem áður er get- ið, mundi verða þeim fjötur um fót. Hugleiðingar sem þessar rit- ar eindreginn stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins þó auðvit- að ekki, án þess að leitast við að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif slík þróun mundi hafa á mátt flokksins og sigurlíkur stefnu hans. Og mér er nær að halda, að hvort tveggja mundi aukast. Skal reynt að rökstyðja það. Geri ég mér þó grein fyr- ir því, að ekki munu allir sam- mála þeirri röksemdafærslu, a.m.k. ekki ungi maðurinn, sem eitt sinn tók sér fyrir hendur að sanna, að Morgunblaðið væri hálfkommúnískt og sendi okkur sönnunargögnin, sem voru fjöldi úrklippa úr blaðinu, þar sem rétt var skýrt frá orðum Krús- jeffs og annarra kommúnista- leiðtoga. Þótti hinum unga manni óþarft að koma slíkum óhróðri á framfæri við auðtrúa almúg- ann. □ Þótt þróunin yrði í sömu átt og hugrenningar minar hér að framan, yrði Morgunblaðið að sjálfsögðu ætíð málsvari Sjálf- stæðisstefnunnar, þeirrar meg- inhugsjónar, að frelsi til orðs og æðis geti eitt megnað að færa einstaklingunum, og þar með þjóðinni í heild, farsæid og hamingju. Það mundi áfram styðja einkaframtak samhliða þeim félagslegu umbótum, sem nægja til að hér megi ávallt ríkja réttlátt þjóðfélag. Þar að auki mundi það styðja og styrkja þá heilbrigðu utanríkismála- stefnu, sem íslendingar hafa markað og fylgt. Af þessu leið- ir að sjálfsögðu, að Morgunblað- ið og Sjálfstæðisflokkurinn yrðu sammála í grundvallaratriðum og i meginefnum sömu skoðunar um markmiðin. Hins vegar er ekki víst, að í einstökum atriðum þyrfti rit- stjórnin að vera sammála þeim leiðum, sem forusta eða meiri-‘ hluti áhrifamanna ákvæði að fara. Blaðið mundi gagnrýna sumar ákvarðanir flokksins og athafnir eða athafnaleysi ein- stakra forustumanna og kynni jafnvel að benda á, að stefna sú, sem einhver annar flokkur hefði í ákveðnu máli, væri heppi- legri. Þannig mundu ekki ein- ungis áhrif blaðsins á stefnu Sjálfstæðisflokksins aukast, held- ur líká á stefnu annarra flokka og meðal fylgjenda þeirra, sem eðlilega væru næmari fyrir skoð- unum slíks blaðs en málgagns andstöðuflokks. En hvað er þá blaðið frá þess- um sjónarhóli séð? Það er ekki skoðun eins manns, meira að segja ekki skoðun allrar ritstjórn- arinnar. Blaðið væri opið fyrir heilbrigðar rökræður, enn opn- ara en það er í dag. Þar mundu forustumenn lýðræðislegra sam- taka setja fram sjónarmið sín, ýmist að eigin frumkvæði eða vegna þess að til þeirra væri leitað. Þar mundu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins leiða saman hesta sína fyrir opnum tjöld- um, ef þá greindi á um einhver atriði. Þar væri almenningsálit ekki einungis myndað, heldur endurspeglaðist það á síðum blaðsins. Einhverjir yrðu að vísu að skrifa leiðarana, kveða upp úr um það, hvar blaðið sjálft stæði, en einnig þeir yrðu að sæta gagnrýni, og einnig þeir yrðu fyrir áhrifum umraaðn- anna. Stjórnmálamönnum hættir stundum til að meta stundarhags- muni flokks síns meir en fram- búðarhagsmuni þjóðarinnar. Það má segja, að þetta sé mannlegt; þeir telja sig eiga mikið í húfi. Nýjasta dæmi þessa er afstaða Framsóknarflokksins til utan- ríkis- og varnarmála síðustu misserin. Morgunblaðið þykist að vísu hafa velgt foringjum flokks ins undir uggum vegna þessa ábyrgðarleysis. En hversu miklu máttugri væri ekki ádrepa blaðs- ins, ef aHir gerðu sér ljóst, að hún byggðist einungis á því, að blaðið teldi sig vita, að fram- ferði flokksins gæti teflt öryggi og þar með e.t.v. frelsi landsins í voða, en ekki væri um leið verið að vinna í þágu annars flokks og stefnu hans. Skvettum vatni á gæs. Ef til vill eru röksemdir málgagns andstöðuflokks ekki alveg jafn tilgangslausar. En fjöldi þeirra manna er þó ótrúlega mikill, sem svo rækilega eru bólusett- ir, að þeir eru fyrirfram ákveðn- ir í að vera andvígir því, sem þeir lesa í andstöðublaðinu — eða í bezta falli að láta það eng- in áhrif hafa á sig. Frjálst blað mundu þeir lesa með öðru hug- arfari. Ætti það þá ekki að geta haft veruleg áhrif til góðs, þeg- ar tímar liðu? □ Víkjum að áhrifunum innan Sjálfstæðisflokksins. Sumir kynnu að halda því fram, að samheldni mundi minnka, ef op- inberar umræður innan flokksins ykjust, og svo kynni jafiwel að fara, að erfitt yrði að tryggja einingu þeirra breytilegu hópa, sem mynda flokkinn. Ég held þvert á móti, að skilningur og Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.