Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 9
F Laugardagur 2. nóv. 1963 9 MORGU N BLAÐIÐ cand. mag., sem starfað hafði sem blaðamaður við blaðið frá árinu 1952 ráðinn einn af rit- stjórum þess. Bjarni Benedikts- son lét af ritstjórn 20. nóv. 1959 er hann varð ráðherra að nýju. Loks var Eyjólfur Konráð Jóns- son, hæstaréttarlögm. ,ráðinn rit- stjóri blaðsins 1. maí 1960. Má því segja að ný kynslóð yngri manna hafi nú tekið við rit- stjórn Morgunblaðsins. Hinir gömlu brautryðjendur eru allir horfnir. Stjórnmálaritstjórar. Auk ritstjóra Morgunblaðsins hafa nokkrir menn starfað sem stjórnmálaritstjórar ísafoldar. Á árinu 1930 var landsmálablaðið Vörður, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hafði gefið út um nokkurra ára skeið, sameinað ísafold. Hef- ur blaðið síðan borið nafnið ísa- fold og Vörður. Árni Jónsson frá Múla hafði um skeið verið ritstjóri Varðar. Gegndi hann einnig um árabil stjórnmálaritstjórn við Isafold og ritaði einnig mikið um stjórn mál í Morgunblaðið. Sigurður Kristjánsson, alþingismaður, sem •tofnað hafði vikublaðið Vestur- land á ísafirði, var einnig stjórn Magnús Einarsson, fyrsti formaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. málaritstjóri ísafoldar á árunum 1931—1933. Loks var Jón Pálma son alþingismaður og bóndi á Akri meðritstjóri ísafoldar og Varðar frá 2. október 1949 til vorsins 1953. Fyrsti blaðamaður íslands. Þegar Vilhjálmur Finsen gerð- ist stofnandi og ritstjóri Morg- unblaðsins réði hann sér einn blaðamann, Árna Óla, fjölfróð- an og vel gefinn Þingeying, sem reyndist þegar afkastamikill og dugandi starfsmaður. Má með sanni segja að hann sé „fyrsti blaðamaður íslands.“ Áður önn- uðust ritstjórar svo að segja ein- ir stjórnmálaskrif og fréttaöfl- un fyrir blöð sín. En Árni Óla var ætlað það fyrstum manna að Stunda almenna frétta- og blaða- mennsku. Hefur hann starfað við Morgunblaðið allt frá upp- hafi, þegar undan er skilið tíma- bilið frá 30. júní 1920 til janúar 1926. Árni Óla hefur verið þúsv/id þjala smiður Morgunblaðvýns. Hann hefur ritað innlendar og erlendar fréttir, verið ritstjóri Lesbókar um árabil og auglýs- ingastjóri blaðsins var hann á- árunum 1937—1946. Mun það almennt mál manna að h®nn sé einn af merkustu núlifandi blaða mönnum landsins. Blaðamanna- félag íslands hefur fyrir all- löngu kjörið hann heiðursfélaga *inn. Árni Óla er nú 75 ára gamall. Hann ritar enn að stað- aldri I Lesbók blaðsins og hefur é þessu hausti gefið út nýja bók um blaðamannsferil sinn hjá Morgunblaðinu. Áður iiafa kom- ið út eftir hann 14 >ækur með margvíslegum þjóðlegum fróð- leik. Af öðrum blaðamönnum Morg- unblaðsins á fyrstu árum þess má nefna þá Jón heitinn Björns- *on, ritihöfund og Skúla Skúla- *on, síðar forstjóra Fréttastofu blaðamanna og ritstjóra Fálk- »ns. Hefur Skúli Skúlason ver- ið búsettur í Noregj um áratuga skeið og hefur verið þar frétta- ritari Morgunblaðsins. Ritar hann stöðugt fréttir og yfirlitsgreinw frá Nöregi. Má óhikað telja hann meðal framherjanna á sviði íslenzkrar blaðamennsku. Meðal annarra, sem störfuðu við blaði á fyrri árum þess má nefna Andrés Björnsson, skáld, Baldur Sveinsson, blaðamann, er síðar gerðist um langt skeið starfsmaður við Vísi, og Vil- hjálm Þ. Gíslason, núverandi út- varpsstjóra. Pétur Ólafsson, hagfræðingur, sonur Ólafs Björnsson, ritstjóra ísafoldar, var einn af dugmestu blaðamönnum íj^rri hluta rit- stjórnartímabils þeirra Jóns Kjartanssonar og Valtýs Stefáns sonar. Starfaði hann við blaðið frá árinu 1934 til haustsins 1942. Ritaði hann aðallega erlendar fréttir og yfirlitsgreinar. Á þessum árum var frú Þór- unn Hafstein einnig blaðamað- ur við Morgunblaðið. Sá hún um kvennasíðu og vann auk þess almenn blaðamannsstörf. Hún er fyrsta konan sem vann blaðamannstörf við Morgun blaðið. í þessu sambandi má geta þess, að nú eru fjórar dugandi Guðmundur Ásbjörnsson bæjarstjórnarforseti, sem lengst af hefur verið formaður Árvakurs, og vel menntaöar konur meðal blaðamanna Morgunblaðsins. Jens Benediktsson, cand. theol. frá Spákonufelli var starfsmað- ur ritstjórnarinnar á árunum 1939—1946. Var hann ágætur og fjölhæfur blaðamaður. Var að honum mikill söknuður er hann lézt á bezta aldri 1. desember árið' 1946. Þorbjörn Guðmundsson og Atli Steinarsson eru meðal elztu núverandi blaðamanna blaðsins. Hafa þeir undanfarin ár gegnt mikilsverðu starfi fulltrúa rit- stjóra af árvekni og dugnaði. Það hefur verið gæfa Morgun- blaðsins að það hefur átt og á í dag stórum hóp áhugasamra og vakandi blaðamanna á að skipa. Á samstarfið við þetta fólk hefur naumast nokkurn skugga borið. Ritstjórar og blaða menn hafa verið samhentir um að gera blaðið sem bezt úr garði og leggja sig fram um að rækja sem bezt þjónustuna við lesend- ur þess að aðra viðskiptamenn. Andrúmsloftið á blaðinu hefur fyrst og fremst mótazt af lif- andi áhuga og stöðugri árvekni. Það hefur átt sinn ríka þátt í að gera Morgunblaðið það sem það er, skapa því traust og vinsældir almennings í land- inu, sem vill fylgjast sem bezt með því sem gerist utan lands og innan. Framkvæmdastjórn. Fyrsti gjaldkeri Morgunblaðs- ins var Isleifur G. Finsen, á tímabilinu 1914—1923. Árið 1923 tók Sigfús Jónsson við gjald- kerastörfum og gerðist síðar framkvæmdastjóri blaðsins. Hann hafði hlotið verzlunar- menntun erlendis og síðan unn- ið endurskoðunarstörf áður en hann kom að blaðinu. Hefur hann nú starfað samfleytt við Morgunblaðið í rúm 40 ár. Mun forráðamenn blaðsins ekki greina á um það, að hann hafi reynzt því frábær starfsmaður. Fram- kvæmdastjórn hans hefur öll mótast af mikilli fyrirhyggju og glöggum skilningi á hag blaðs ins á hverjum tíma. Á blaðið honum miklar þakkir að gjalda fyrir meira en 40 ára langt og erfitt starf. Sigfús Jónsson mun nú sá maður hér á landi, sem gleggsta yfirsýn hefur um fjár- málahlið íslenzkrar blaðaútgáfu. Núverandi gjaldkeri blaðsins er Örn Jóhannsson, ungur og dugandi starfsmaður. Auglýsingastjórar og afgreiðslumenn. Engilbert Hafberg var auglýs- ingastjóri Morgunblaðsins frá 1922—1937. Þá tók Árni Óla við því starfi, eins og fyrr segir og gegndi því til ársins 1946. Síðan hefur Árni Garðar Krist- insson, viðskiptafræðingur, ann- ast auglýsingastjórn blaðsins af dugnaði og árvekni. Afgreiðslumaður blaðsins hef- ur Aðalsteinn Ottesen verið síð- an árið 1915, þegar undan er skilið tímabilið 1923—1925 þeg- ar Helgi Hafberg var afgreiðslu maður. Listgagnrýnendur. Morgunblaðið hefur um ára- tuga skeið notið liðsinnis margra góðra manna til þess að rita um hinar ýmsu listgreinar í blaðið. Fyrsti tónlistargagnrýnandi þess var Árni Thorsteinsson tónskáld. Síðan tók Sigfús Einarsson tón- skáld við því starfi, en næstur honum Emil Thoroddsen píanó- leikari, sem einnig ritaði mynd- listargagnrýni. Dr. Páll ísólfsson tónskáld tók því næst að sér tónlistargagnrýni og ritaði hana um langt árabil. Hefur hann nýlega látið af því starfi. Um IMúverandi stjórn Árvakurs núv. formaður Árvakurs. Geir Hallgrímsson. tónlistarmál hafa ennfremur rit- að í blaðið þeir Ingólfur Guð- brandsson, kennari, Bjarni Guð mundsson blaðafulltrúi og Jón Þórarinsson tónskáld, sem nú er tónlistargagnrýnandi blaðsins. Kann Morgunblaðið öllum þess- um mönnum, lífs og liðnum, þakkir fyrir mikisvert starf í þágu þess og íslenzkra tónlistar- mála. Jón heitinn Björnsson, rithöf- undur, var fyrsti bókmennta- gagnrýnandi Morgunblaðsins. Síðan gegndi Guðni Jónson, nú- verandi prófessor, því starfi og þá rithöfundarnir Kristmann Guðmundsson og Jón Björnsson frá Holti á Síðu. Núverandi bókmenntagagnrýn endur blaðsins eru Sigurður A. Magnússon, blaðamaður, Guð- mundur G. Hagalín rithöfund- ur, Guðmundur Daníelsson, rit- höfundur, og Erlendur Jónsson., bókmenntafræðingur. Jón Þorleifsson, listmálari, skrifaði um langt skeið myndlist- argagnrýni í blaðið af smekk- vísi og kunnáttu. Valtýr Péturs- son, listmálari, er núverandi myndlistargagnrýnandi blaðsins. Bjarni Benediktsson, núv. varaformaður Árvakurs. Núverandi ritstjórar Morgun blaðsins, talið f.v.: Matthías Joliannessen, Sigurður Bjarnason og Eyjólfur Konráð Jónsson. Bergur G. Gíslason. Um leiklistarmál hafa ýms- ir skrifað í blaðið, þeirra á meðal Guðni Jónsson. En frá haust- inu 1943 hefur Sigurður Gríms- son, lögfræðingur, annast leik- listargagnrýnina af vakandi áhuga og nú síðast Sigurður A. Magnússon, blaðamaður, að nokkru leyti. Morgunblaðið hefur jafnan viljað hafa sem nánasta og bezta samvinnu við íslenzka lista- menn á sviði hinna ýmsu list- greina. Er engum gert rangt til þó fullyrt sé að frú Kristín Jóns dóttir, listmálari, kona Valtýs Stefánssonar, ritstjóra, hafi átt ríkan þátt í að treysta tengsl blaðsins við íslenzka listamenn og auka áhuga almennings og lesenda blaðsins á listastarfi í landinu. Samvinnan við prentarana. Um 25 manna hópur vinnur nú að staðaldri í prentsmiðju Morgunblaðsins að vélsetningu, prentun og öðrum störfum. Sá þeirra, sem lengstan starfsaldur hefur að baki, er Samúel Jó- hannsson verkstjóri, sem starfað hefur við umbrot blaðsins í rúm 35 ár samfleytt. Guðbjörn Guð- mundsson hefur unnið að prent- störfum við Morgunblaðið í tæp 30 ár, lengstum við prentun blaðs ins. Hann vann við setningu fyrsta tölublaðsins, sem kom út af Morgunblaðinu. Sigurpáll Þorkelsson, vél- setjari, hefur verið starfsmaður við blaðið í tæp 20 ár og Valde- mar Sigfússon, vélsetjari, um 18 ára skeið. Sigfús Valdimarsson, faðir hans, starfaði einnig að prentstörfum við blaðið um mörg ár. Hann er nú látinn. Karl A. Jónasson, sem látinn er fyNr tveimur árum, starfaði lengst allra manna við setningu á blaðinu, samtals um 40 ár, við handsetningu og vélsetningu. Ólafur Magnússon, prentari, er nú yfirverkstjóri í prentsmiðju blaðsins. Hefur hann verið starfs maður þess síðan 1955. Mun hann fyrstur íslendinga hafa lært meðferð „rotations-prent- véla“, en eins og kunnugt er tók Morgunblaðið slíka prent- vél í notkun árið 1956 fyrst blaða hér á landi. Samvinna við alla þessa menn og aðra starfsmenn í prent- smiðju hefur verið hin ánægju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.