Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 60
00 MORCV N BLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1963 Sundurlausir þankar Morgunblaffið var til húsa í Austurstræti 8 til ársins 1956 EFTIR ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON ÞAÐ MÁ með sanni segja að starf blaðamanna hvar sem er og á hverjum tíma sé hið sama, eða að minnsta kosti svipað. Þannig er það og í eðli sinu — en ytri aðstæður geta þar mörgu breytt. Æskilegast er að sjálf- sögðu að starfssvið hvers og eins sé nokkuð þröngt þannig að hann geti einbeitt sér af sem mestri orku að ákveðnum verkefnum. Þeirri skiptingu verð ur þó ekki við komið nema á blöðum með mannmörgu starfs- liði — og fyrir það líða hin mninni blöð. Miklar breytingar hafa orðið á Morgunblaðinu á þessu sviði sem öðrum á þeim rúmlega tutt- ugu árum, sem 'ég hefi unnið við blaðið, þar sem í fyrstunni var hægt að telja blaðamenn- ina á fingrum annarrar hand- ar. Þá varð sami maðurinn að gera allt, safna fréttum, skrifa þær, lesa prófarkir, annast próf- arkasamanburð og koma þeim á sinn stað — og þetta ailt á mettíma. Það var því ekki við góðu að búast, og þó furða að ekki skyldi ver takast. # Þridáikurinn Þegar auglýsingarnar voru á forsiðu blaðsins, var erlendum fréttum ætluð 2. síðan, en inn- lendum fréttum sú 3. Það var aldrei neinn hörgull á erlendum stórfréttum á stríðsárunum, þar var af nógu að taka. Vígstöðv- arnar sáu fyrir því. Erfið hlust- unarskilyrði voru það eina, sem sett gat strik í reikninginn. Þeir, sem á innlendri vakt voru, hugs- uðu fyrst og fremst um að ná í „þrídálkinn“, það er að segja eina frétt, sem hægt var að hafa með þrídálka fyrirsögn að minnsta kosti. Ágætt var svo að krækja í tvær eða þrjár tvídálka fréttir og nokkra eindálka stubba. Þá var síðunni borgið. Þá eins og nú tók eltingaleikur- inn við fréttirnar oftast lengst- an tíma, og eftirtekjan ekki ætíð í fullu samræmi við erfiðið. # Vildu ekki — en verffa Margar myndir og minningar koma upp í hugann, þegar litið er yfir farinn veg þótt ekki sé hann langur. Það er oft gaman að vera í miðri hringiðunni. En því ber ekki að neita að það reynir stundum á þolrifin. Stærstu fréttirnar eru oft þær verstu. Og auðvelt verður starf blaðamannsins þá ekki. Hann getur ekki hopað á hæli, og er þar, sem hann vildi kannski sízt vera. Þeir munu ekki heldur margir blaðamennirnir, sem ekki hafa einu sinni eða oftar óskað þess að hafa aldrei nálægt því starfi komið. En það er ekki ætlunin að ræða um starf blaðamannsins al- mennt í þessum fáu línum. Mér datt aðeins í hug, þegar ég sett- ist við ritvélina, að festa á blað nokkrar sundurlausar minning- ar, sem þó verða að engu bundn ar þeim atburðum, sem hæst risu á þessum tima. • Á „gamla Mogga" Það var ætíð mikill gesta- gangur á „gamla Mogga“ í Isa- foldarhúsinu við Austurstræti, margir, sem litu þar inn. Sum- ir áttu ekkert brýnt erindi, gerðu þetta aðeins af göanlum vana í von um að frétta eitthvað nýtt, en aðrir komu með greinar eða ábendingar. Sennilega eru mér einna minnisstæðastir þeir fyrstu, sem ég kynntist þannig. Af þeim, sem nú eru horfnir, má t.d. nefna sr. Kristin Daníelsson, Vig fús frá Engey, dr. Helga Pjet- urss, Hallgrím Jónsson, fyrrver- andi skólastjóra og E.Ó.P. Dr. Helgi átti í nokkrum erf- iðleikum með okkur. Setjurun- um var gjarnt á að stafsetja nafnið hans vitlaust, sleppa öðru s-inu, og þótt hann leiðrétti þetta í próförk gættum við þess ekki ætíð að fylgja leiðréttingunni eftir. „Varið ykkur á gegnum- trekknum", var oft það fyrsta og síðasta, setm dr. Helgi sagði, þegar hann kom og fór. Þótti honum æði næðingssamt hjá okk ur og vissi sem var að það gat verið hættulegt heilsunnL # Gaf engan griff Hallgrímur Jónsson varð okk- ur að miklu liði. Hann þreytt- ist aldrei á að brýna fyrir okk- ur rétt og gott málfar. Það væri ekkert erfiðara að skrifa rétt mál en rangt, sagði hann. Við fengum að heyra það óþvegið, þegar ambögur komu í blaðinu. Og áminningu fengum við ef okkur láðist að leggja honum lið í baráttu hans gegn mál- venjum, sem hann taldi að ættu ekki rétt á sér. Við skrifuðum t.d. að einhver hefði verið flutt- ur á Sjúkrahús, eða ynni á skrif- stofu, í staðinn fyrir í sjúkra- hús og skrifstofu. „Aumingja maðurinn, skyldi honum ekki vera kalt uppi á þaki?“ sagði Hallgrímur. Einnig þótti Hall- grími miður, þegar greinar- merkjum var sleppt í fyrirsögn- um. # Götóttir skór Nokkuð bar á því að „utan- garðsmenn“ styngju inn kollin- um einkum þegar líða tók á kvöldið. Minnisstæðastur þeirra verður Dagur Austan, og sá þeirra, sem sízt var amazt við. Hann kom oft skemmtilega á óvart. Eitt sinn falaðist hann eft- ir tíkall' hjá einum blaðamann- inum. Sá lyfti fætinum, sýndi gat á skósólanum og sagði: „Ég er blankur, hef ekki einu sinni efni á að láta sóla skóna mína eins og þú sérð“. Dagur varð hugsi, stakk síðan hendinni í jakkavasann, dró upp fimm 10 króna seðla og sagði: „Héma, taktu þetta, það nær engri átt að þú gangir í götóttum skóm“. # Engin tæpitunga Báðir ritstjórar blaðsins frá þessum tíma eru nú látnir. Það er örugglega holt ungum mönn- um að hafa slíka húsbændur sem þeir Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson voru. Það gustaði oft af þeim. Þeir fóru í enga launkofa með það, sem þeim þótti miður fara og sögðu það tæpitungulaust, en gleymdu heldur aldrei að hrósa því, sem þeim þótti vel gert. Samstarf þeirra Jóns og Valtýs var mjög gott. Ég efast um að þeim hafi nokkru sinni orðið sundurorða. Valtýr hafði þann hátt á að hringja heim til þess blaða- manns, sem í hlut átti, ef hon- um þótti eitthvað miður fara eða öfugt, venjulegast eld- snemma að okkur fannst, sem höfðum verið á vakt kvöldið áður. En Jón lét allt slíkt bíða þar til menn mættu til vinnu. Kom hann þá fram í dyrnar á skrifstofu sinni með gleraug- un uppi á enni og glettnin skein úr augunum. # Ógreidd, gömul skuld Það þurfti enginn að starfa lengi með Valtý Stefánssyni til þess að finna, hve skógræktin var honum hjartfólgin. Og ekki aðeins skógræktin heldur einnig sandgræðslan. Þær voru ófáar ferðirnar, sem hann fór austur á Rangárvelli til þess að fylgjast með ræktunarstarfinu þar. Hann ljómaði, þegar honum þótti sá árangur, sem þar hafði náðst, gefa til kynna að hægt myndi að klæða nakið og uppblásið landið gróðri að nýju. Barátta hans við að opna augu almenn- ings og fá hann til að viður- kenna hina ógoldnu, gömlu skuld við jörðina er alþjóð kunn. # Illgresiff Það getur verið að pólitísk stórátök hafi ekki verið Valtý að skapi, en það fékk ég þó aldrei á honum séð t.d. fyrir kosningar. Þvert á móti virtist hann þá oftast í essinu sínu. Honum fannst sem eitthvað hlyti að vera athugavert við Morgunblaðið, ef andstæðingarn ir skömmuðu blaðið ekki, eða þá ritstjórana. Eitt sinn hitti ég hann í Vallarstræti að morgni kosningadags á leið niður í Sjálf stæðishús. Spurði hann hvort ég ætlaði að vinna þar um daginn. Ég kvað nei við, ég ætlaði að fara upp í kálgarð og reita arfa. „Það er gott,“ sagði hann eftir nokkra þögn, „ég veit ekki hve- nær á betur við að uppræta ill- gresið en einmitt á þessum degi.“ # Máttarstólparnir Fyrstu ár mín við blaðið voru þeir ívar Guðmundsson og Jens Benediktsson aðalmáttarstólpar ritstjórnarinnar auk ritstjóranna. Ég undraðist oft hvernig ívar fór að því að ná öllum þessum fréttum, það var eins og ekkert færi framhjá honum. Hann gjör þekkti borgina og var kunnug- ur eða vissi deili á ótrúlega mörgum. Þau voru ekkert fá „skúbbin“, sem hann kom með. — Jens var hamhleypa að hvérju sem hann gekk og réði yfir afbragðs penna. Prentararnir sögðu að hann gæti „matað“ þjár setjaravélar samtímis, ef í nauðir ræki. Það var sjónar- sviptir að þeim góða dreng, er féll frá alltof ungur. # Einn íslendingurinn enn Ég fékk fljótt það verkefni á blaðinu að skrifa um íþróttir, aðallega frjálsíþóttir, og í sam- bandi við þær eru ef til vill ánægjulegustu minningamar bundnar. Það var á þeiim tima. þegar fleiri áhorfendur mættu á vellinum til þess að horfa á eitt félagsmót í frjálsíþróttum en landskeppni nú. Þórunin var þá ör, sprottin upp af almenn- um áhuga. Sennilega hefi ég aldrei verið stoltari en á er- lendum vettvangi að stríðinu loknu, þegar hver íslenzki æsku- maðurinn af öðrum reyndist of- RAÐSÓFIhí^a^itekt SVEINN KJARVAL litið & húsbúnaðinn hjá húsbúnaði • • • EKKERT HEIMILI ÁN HÚSBÚNAÐAR SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA laugavegi 26 simi 209 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.