Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 8
8
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 2. nóv. 1963
Þessi mynd af ritstjórum og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins var tekin árið 1961. Er það sið-
asta myndin, sem tekin var af þeim saman Jóni K jartanssyni og Yaltý Stefánssyni. Á myndinni eru,
talið f. v.: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason og Sigfús Jónsson.
blaðs. En slíkra húsakynna hafði
blaðið aldrei átt kost áður á rúm-
lega 40 ára starfsævi.
Gunnar Hansson, arkitekt,
teiknaði húsið.
Byggingasaga hins nýja „Morg-
unblaðshúss", sem svo hefur ver-
ið kallað, þótt fleiri aðilar séu
meðeigendur að húsinu er kapi-
tuli út af fyrir sig. Bygging húss-
ins hófst 1951 en fjárfestingar-
höft og hömlur töfðu framkvæmd
imar mjög. En vorið 1956 rætt-
ist sá draumur forráðamanna
blaðsins að Morgunblaðið kæm-
ist undir sitt eigið þak. Það var
stór áfangi í þróunarsögu blaðs-
ins.
Nú, á 50 ára afmælinu er verið
að ljúka innréttingu á viðbót-
arhúsnæði fyrir ritstjórnina á 2.
hæð hússins. Liggur það út að
Aðalstræti. Um þessar mundir
mun prentvélakostur blaðsins
einnig aukinn þannig að hægt
verður að prenta í einu lagi 32
ívar Guðmundsson.
siðna blað í stað 24 síðna áður.
Er þar einnig um að ræða þýð-
ingarmikinn áfanga í tæknilegri
þróun blaðsins.
Ritstjórnin í 50 ár.
Vilhjálmur Finsen var eins og
áður er sagt fyrsti ritstjóri Morg
unblaðsins og aðalstofnandi þess,
ásamt Ólafi Björnssyni, ritstjóra
ísafoldar. Tímabilið 1913—1919
naut blaðið fyrst og fremst for-
ystu þessara tveggja manna.
Höfuðáhugamál þeirra var að
gera blaðið að góðu og fjöl-
breyttu fréttablaði. Enda þótt
blaðið ætti við fjárhagslega erfið
leika að etja fyrst í stað voru
þó atvikin hinu nýja blaði að
ýmsu leyti hagstæð. Heims-
styrjöldiri hófst 9 mánuðum eftir
að það hóf göngu sína og áhugi
almennings á fréttum jókst að
miklum mun. Morgunblaðið fékk
einkarétt á að birta fréttskeyti
þau, sem ræðismanni Breta hér
á landi bárust daglega frá Bret-
landi um gang stríðsins. Reynd-
ist þau blaðinu hinn mesti hval
reki. Það réði sér jafnframt frétta
ritara víðsvegar um land. Síðar
tók það upp fréttasamband við
fréttastofu Reuters í London og
fréttastofur á Norðurlöndum.
Varð allt þetta til þess að Morg
unblaði varð boðberi nýs tíma
í fréttamennsku og vann sér
snemma álit sem traust og áreið
anlegt fréttablað. Fólkið vildi fá
nýjustu heimsfréttirnar „með
morgunkaffinu" og innlendu
fréttirnar urðu jafnframt sífellt
stærri þáttur í fréttaflutningi
blaðins.
Árið 1919 varð sú breyting á
útgáfufyrirkomulagi Morgun-
blaðsins, að þeir Vilhjálmur Fin
sen og Ólafur Björnsson, sem
rekið höfðu blaðið í sameignar-
félagi seldu það hlutafélaginu
„Árvakur". Keypti það jafnframt
ísafold af Ólafi Björnssyni. Var
ákveðið að þeir Vilhjálmur Fin-
sen og Ólafur Björnsson yrðu
ritstjórar blaðsins og skyldi Ól-
afur Björnsson aðallega annast
stjórnmálaritstjórnina. En sú
ráðagerð komst aldrei í fram-
kvæmd. Hlutafélagið „Árvakur“
átti að taka við rekstri Morgun-
blaðsins og ísafoldar hinn 1. júlí
1919. En hinn 10. júní andaðist
Ólafur Björnsson aðeins 35 ára
gamall. Var að honum hinn
mesti mannskaði.
Vilhjálmur Finsen varð því
áfram einn ritstjóri fyrst í stað,
en 1. nóvember um haustið var
Einar Arnórsson, prófessor, fyrr-
um ráðherra, ráðinn stjórnmála-
ritstjóri blaðsins. Hélt hann því
starfi til 31. janúar 1920.
Vilhjálmur Finsen gegndi nú
enn ritstjórastörfum einn fram
til 31. júní 1921. Þá var Þor-
steinn Gíslason skáld ráðinn
stjórnmálaritstjóri. Jafnframt
var blað hans, Lögrétta gerð
að vikublaði Morgunblaðsins,
jafnlhliða ísafold. Voru þeir Vil-
hjálmur Finsen saman ritstjórar
til næstu áramóta. Lét Finsen
þá af ritstjórn, en Þorsteinn
Gíslason varð einn ritstjóri. Sú
breyting varð þá gerð, að ísa-
fold var lögð niður, en Lögrétta
gerð að vikublaði Morgunblaðs-
ins. Hinn 31. marz árið 1924
var útgáfa ísafoldar hafin að
nýju, en tengsl Lögréttu og Morg
unblaðsins slitin.
Vilhjálmur Finsen var þannig
ritstjóri Morgunblaðsins frá upp
hafi til ársloka 1921. Það mun
mál allra þeirra, er honum kynnt
ust, að hann hafi verið fjöl-
Jón Pálmason.
hæfur og dugandi blaðamaður,
hið mesta lipurmenni í allri fram
komu og glöggskyggn á nýjung-
ar, er til heilla horfðu.
Þorsteinn Gíslason hafði um
langt skeið verið einn af um-
svifamestu blaðamönnum lands-
ins, skáld gott og margfróður
menntamaður. En ritstjórnar-
tímabil hans mótaðist af marg-
víslegum efnahagserfiðleikum,
sem þjörmuðu mjög að blaðinu
og hindruðu um skeið vöxt þess
og viðgang. Lét hann af rit-
stjórn þess 31. marz 1924.
Tímabil Jóns Kjartanssonar
og Valtýs Stefánssonar.
Hinn 1. apríl 1924 taka svo
þeir Jón Kjartansson og Valtýr
Stefánsson við ritstjórn Morgun-
blaðsins og ísafoldar. Hafa þeir
lengst allra manna annazt rit-
stjórnina, Jón Kjartansson til
1. júlí 1947 og Valtýr Stefánsson
til dauðadags, 16. marz 1963.
Ritstjórnartímabil þeirra varð
mesta uppgangsskeið blaðsins.
í ávarpi hinna nýju ritstjóra,
sem birtist í blaðinu 1. apríl
1924, segja þeir meðal annars, að
þeir telji langa stefnuskrá fyrir
ritstjórn sinni óþarfa. Blaðið eigi
að sýna stefnu sína bezt í verk-
inu. Síðan komast þeir að orði
á þessa leið:
„Þó skal þess aðeins getið,
að sú er ætlun vor, að aðal-
áherzlan verði lögð á það, að
skýra sem greinilegast frá því,
sem gerist utan lands og innan,
eftir því sem rúm blaðsins leyf-
ir.
Vér lítum svo á að það sé
mest um vert að lesendur kynn-
ist sem bezt högum og ástæðum
allra stétta til þess að úlfúð sú
og stéttarígur þverri, er annars
getur orðið sérlega viðsjárverð-
ur hér í fámenninu.
Þess skal þó þegar getið, að
þá teljum vér að bezt fari, ef
í framtíðinni tekst að sigla fyr-
ir sker hafta og banna. Saga
vor og þjóðarlund geta fært
hverjum þeim, sem um það vill
hugsa, heim sanninn um það, að
því blómlegra er yfir andlegu
og efnalegu lífi þjóðarinnar, sem
einstaklingarnir hafa meiri
ábyrgð og frelsi í orðum og gerð-
um“.
Þessi stefnuyfirlýsing hinna
nýju ritstjóra boðar þannig fyrst
og fremst það áform þeirra, að
blaðið skuli áfram leggja sem
mesta áherzlu á greinilegan og
fullkominn fréttaflutning. Það
á í öðru lagi að stuðla að stétta-
samstarfi og frelsi einstaklings
og þjóðar.
Undir þessum merkjum stýrðu
þeir Jón Kjartansson og Valtýr
Stefánsson Morgunblaðinu. Rit-
stjórn þeirra var blaðinu farsæl
og þjóðinni gagnleg.
Þessi tveir mikilhæfu ritstjór-
ar og blaðamenn eru nú báðir
horfnir. Var allt samstarf þeirra
með ágætum og til fyrirmyndar.
Höfuðeinkenni Jóns Kjartans-
sonar, sem litstjóra og stjórn-
málamanns var rík réttlætistil-
finning og einlæg viðleitni til
þess að byégja allan málflutning
sinn á staðreyndum hvers þess
máls, er hann ritaði um. Stjórn-
málagreinar hans beindust jafn-
an að því að leggja hvert mál
fyrir eins ljóslega og kostur var
á, og gefa þannig lesendum blaðs
ins sem bezt tækifæri til þess að
kynnast sannleikanum og byggja
skoðun sína á traustum grund-
Frá afgreiðslunni í gömlu isafoluai'pienlsuuiúju.
í blaðið.
Muiguuuuuiu tu. aonuú ut og axnr puiia að na
Einar Ásmundsson.
velli. Slíkur grunntónn stjórn-
málaskrifa víðlesins og áhrifa-
mikils blaðs eru þjóð þess mikils
virði.
Valtýr Stefánsson var hinn fjöl
hæfi afkastamaður, hamhleypa
sem lét sér ekkert mannlegt óvið
komandi og vann að því nótt
sem nýtan dag að gera blað
sitt sem fjölbreytilegast og læsi-
legast. Hann var í eðli sínu fyrst
og fremst stórhuga ræktunar-
maður, sem var tengdur ís-
Ámi Óla
lenzkri sveit og mold órjúfandl
tengslum. Þess vegna varð hann
ekki aðeins frömuður á sviði
íslenzkrar blaðamennsku, held-
ur áhrifamikill brautryðjandi á
sviði búnaðarmála og skógrækt-
ar.
Nýir kraftar við ritstjómina
Árið 1934 réðist ívar Guð-
mvmdsson, blaðamaður við Morg
unblaðið. Starfaði hann við blað-
ið fram til ársins 1951 og var
fréttaritstj. þess frá 1943, þar til
hann lét af störfum og gerðist
starfsmaður hjá upplýsingaskrif-
stofu Sameinuðu þjóðanna 1
New York. Ritaði hann mikið
í blaðið á þessu tímabili, aðal-
lega á sviði innlendra frétta og
íþróttamála. Var hann dugandi
blaðamaður og átti sinn þátt I
uppgangi blaðsins á þessu tíma
bili.
Þegar Jón Kjartansson lét af
ritstjórn blaðsins sumarið 1947
gerðist Sigurður Bjarnason frá
Vigur stjórnmálaritstjóri þes*
og gegndi því starfi til 1. nóv.
ársins 1956, er hann varð einn
af ritstjórum blaðsins. Hinn L
nóv. 1956 eru þeir Bjarni Bene-
diktsson, núverandi dómsmála-
ráðherra og formaður Sjálfstæð-
isflokksins, og Einar Ásmunds-
son, hæstaréttarlögmaður, ráðn-
ir ritstjórar blaðsins, auk þeirra
Valtýs Stefánssonar og Slgurðar
Bjarnasonar. Gegndi Einar Ás-
mundsson p^stjórastörfum til
miðs árs 1959. En skömmu síð-
ar var Matthiaj Johannessen,