Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 63
Laugardagur 2. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 63 Skúli Skúlason ýmsar greinar lista. Fyrir 40—50 árum urðu blaðamennirnir að „hafa vit á öllu“. Mér er það minnisstætt, að einu sinni skrif- aði ég sama daginn um mál- verkasýningu, hljómleika, leik- íýningu — og knattspyrnu. Ég get ekki sagt, að ég hafi haft hundsvit á neinu af þessu en þó skrifaði ég um leikhúsið og hljómleikaná án þess að fara í smiðju til annara. Á málverka- sýningar hylltist ég til að verða samferða Jóni biskupi Helga- syni og lagði mér á minnið það sem hann sagði. Hann var mikill aðdáandi Ásgríms. En á knatt- spyrnu vildi ég helst ekki fara nema mæla mér mót við vin minn Einar heitin Viðar, sem var af lífi og sál í þeirri íþrótt, svo að hann gat ómögulega setið kyrr þegar eitthvað spennandi var að gerast á vellinum. Stund um fannst mér hann vera nokk- uð vilihallur „Suðurgötustróik- unum“ (Víkingi) en sjálfur mun ég hafa hallast meir að Fram, en þar voru miklar „þjóð hetjur" í þá daga, svo sem „Tryggvi litli“ (Tryggi Magnús- son), Friðþjófur Thorsteinsson og Árreboe Clausen. En víst er um það, að a'Mt sem ég skrifaði af viti um knattspyrnuna var frá Einari Viðar. Hitt var frá sjálfum mér. IU. Við daglegt fréttasnatt áttum við víða hauka í horni. Dagurinn byrjaði venjulega á því að mað- ur gekk niður að höfn til að sjá hvort nokkur skip væru kom in. Sjálfsagt þótti að fylgjast vel með því og fá farþegalist- ann og tína úr honum öll merki- leigustu nöfnin, sem svo voru prentuð í klausunni „Gestir í Ibænum" í þessum morgunferðum hitti maður oftast Guðmund heit in Jakobsson hafnarvörð og græddi oftast nær á því. Og Guð mundur sagði hnyttilega frá. Eg held ég muni orðrétt ýmsar setn ingar hans, m. a. þessa, sem veit að því að tvær stelpur höfðu misséð sig á 30 dollurum í út- lendu skipi: — „Kapteinninn bauð þeim inn í salongen sinn og gaf þeim í staupinu, úr flösku sem hann tók úr hornskápnum. Svo þurfti hann að bregða sér frá. En í skápnum var kistill og í kistlinum voru dollarar. Jæja, svo þær tóku dollarana og fóru. Þær ætluðu sér ekki að stela neinu, heldur komu þær bara til að þjóna sínu mann- lega eðli,- greyin“. Og svo voru Páll og Jónas pólití góðar fréttauppsprettur. Þeir sögðu báðir vel og ítarlega frá, en efniviðurinn var minni þá en nú gerist. Engin bílslys en helat smélþjófnaðir og smygl, því að þetta var á bannárunum. _■ En svo fengum við oft heim sóknir óg símahringingar frá fólki, sem vildi segja okkur frétt. Margt af þeim kom _að góð um notum, en sumt ekki. Ég man t. d. roskna frú, sem talaði um eð fréttirnar í blaðinu væru svo leiðinlegar og bauðst til að sjá okkur fyrir skemmtilegri frétt- um, 1 — 2 sinnum í viku. Hvers konar fréttir það væri? spurði ég. „Ja, til dæmis framhjátökur og önnur slys“, sagði hiún og vildi leggja efnið til án þess að fá einn eyri fyrir það. En þetta strandaði á því, að hún vildi ekki láta prenta nafnið sitt und- ir fréttirnar. Það var sport hjá ýmsum í þá daga að láta blöðin flytja logn- ar trúlofunarfréttir. Einu sinni brenndum við okkur á því. Sak- leysislegur kvenmaður kom með trúlofunarfregn ofan úr sveit og hún var prentuð, en nokkrum dögum síðar kom reiðiþrungið bréf með skaðabótakröfu og málshöfðunarhótun. Það var frá þeim, sem sagður var trúlofað- ur. Og ég lái ekki manninum þó hann reiddist, því að sú, sem var hinumegin var harðgift kona! Nú var að finna ábyrgð- armanninn að lyginni, sakleysis- legu stúlkuna, og láta hana svara til sakar. Gerðumst við Aðalsteinn Ottesen nú kollegar Sherlock Holmes og leituðum hina sakleysislegu Leitis-Gróu uppi og fundum hana eftir langa mæðu vestur í bæ, en vitanlega þrætti hún fyrir allt. Ekkert varð úr skaðabótum eða mála- ferlum, en eftir þetta neituðum við að taka við svona fréttum, nema einhver sómamaður sem við þekktum staðfesti sannindi þeirra. Auk fréttasnattsins var aðal- starfið það að lesa útlend blöð og gera úr þeim samtíning út- lendra frétta til þess þess að bæta upp skeytin, sem voru stutt að jafnaði. Og svo að gera greinar um landsins gagn og nauðsynjar, ef einhver benti rnanni á það. Eftir að „Árvakur“ keypti blaðið, þótti sumum eig- endunum otf lítið sfcrifað uim stjórnmál O'g of linlega. Það var ekki í mínum verkahring og því gerði ég það ekki nema sjaldan og þá fyrir þrábeiðni aðstand- enda. í stjórn blaðsins voru þá Magnús dýralæknir Einarsson, John Fenger, Georg Ólafsson, Garðar Gíslason og — að mig JARÐYTUVINNA GRÖFTUR ÁMOKSTUR HÍFINGAR Sf ^^iarðvixmslan Simar 20382 & 32480 R O N S O N tyrir herrann R O N S O N fyrir dömuna RONSON fyrir heimilið - POSTSENDLM Tóbaksverzíunin L0ND0lil Ferðaþjónusta hjá SÖGU w DSB W SAGA selur flugfarseðla um allan heim með Flugfélagi Ís- lands, Loftleiðum, Pan Am- erican svo og öllum öðrum flugfélögum. ÚAGA er aðalumboðsmaður á Islandi fyrir dönsku ríkisjáru brautirnar. SAGA hefur aðalumboð fyrir ferðaskrifstofur allra norrænu rikisjánnbrautanna (Dan- mörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð). SAGA hefur söluumboð fyrir Greyhound langferðabílana bandarisku. SAGA er aðalumboðsmaður fyrir Europa Bus — langferða bílasamtök Evrópu. SAGA selur skipafarseðla um allan heim. Allar upplýsingar og fyrirgreiðsla varðandi vöru- sýningar og kaupstefnur. FERÐASKRIFSTOFAN Ingólfsstrseti gegnt Gamla bíói — Símar 17600 og 20727.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.