Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ 1 Laugardagur 2. nov. 1963 EFTIR BJÖRN THORS Þ E G A R Morgunblaðið hól göngu sína 2. nóvember 1913, höfðu forstöðumenn þess þeg- ar ráðið fréttaritara í Kaup> mannahöfn, London og Kristjaníu (Osló), og skýrií Vilhjálmur Finsen ritstjóri frá því í fyrsta blaðinu að frá þeim muni blaðið daglega birta heimsfregnir. Síðan seg- ir ritstjórinn: „Gamla Frón flyzt nær menta miðstöðvunv heimsins, og gætum vér unn> ið að því, væri aðaltilgangs* atriði voru náð.“ Greinilegt var að ritstjóri hins nýja blaðs ætlaði að leggja á það áherzlu að flytja lesendum jafnan nýjustu fregnir af því sem var að ger* ast úti í heimi. Ekki fór þó þessi fréttaflutningur vel af stað, því í fyrsta blaðinu stóð eftirfarandi klausa í „Dag- bók“: — Af einhverjum oss ó- þekktum ástæðum hafa eng- ín erlend símskeyti komið tft Morgunblaðsins í gærkvöldi — væntanlega af því að ekk- ert markvert hefur skeð. Þótt ekki væru í fyrsta blað- inu neinar stórfréttir að utan, bitrust þar fjórar frásagnir úr er- lendum blöðum. Fjallar ein þeirra um merkar norskar hæn- ur, sem eru gæddar sérstökum hæfileikum til að sigrast á rott- um. Hafði hænsnaeigandi einn í Noregi fylgzt með því þegar rotta komst inn í hænsnabúr í þeim tilgangi að næla sér í nokkra unga. Skipti það engum togum að ein hænan snerist gegn rottunni. Lauk viðureigninni með því að rottan lá dauð en hænan gekk ósærð burt. Bent er á í sambandi við þessa frásögn að bæjarstjórnin í Reykjavík ætti að útvega sér hænsnakyn þetta og láta nokkrar hænur út í Örfirisey. FYRSTU FRÉTTASKEYTIN Þegar fyrstu fréttaskeytin bár- ERLENDA VAKTIN Sex manns vinna að erlend- um fréttum blaðsins. Hér til I hliðar eru þær Sólrún Jens- | dóttir og Margrét Bjarnason | að lesa úr fjarritaraskeytum. Að neðan: Haukur Hauksson 1 skrifar meðan Ásgeir Ingólfs- | son tekur við fréttum í síma. | Til hægri fylgjast þeir Björn ! Thors og Guðmundur Eyþórs- | son loftskeytamaður með fjar- I riturunum, sem taka á móti | símskeytum frá AP og NTB 1 svo til allan sólarhringinn. ' Riímlega 6 þús. fréttaritarar safn.a erlendum fréttum fyrir IMorgunblaðið var einnig tekin upp sú regla að skrifa fregnmiða jafnóðum og fréttir bárust, og festa þá utan við skrifstofurnar svo allir gætu séð, er leið áttu framhjá. Einnig voru prentaðir fregnmiðar, sem dreift var víða. Þótti það tíð- indum sæta að fyrsti fregnmið- inn um ófriðinn var kominn til Grindavíkur daginn eftir. ust frá útlöndum reyndust þau ekki ýkja innihaldsmikil, enda ekki auðvelt fyrir nýtt og fátækt dagblað að standa undir miklum símskeytakostnaði. Þessi fyrstu skeyti birtust í 3. tölublaði. Segja þau í fáum orðum frá því að borgarstyrjöld geisi í Mexíkó og hugsanlegt sé að Wilson Bandaríkjaforseti skerist í leik- inn. Næstu daga birtast þessi frétta skeyti svo öðru hvoru, oftast að- eins örfá orð. Helztu fréttirnar eru úr erlendum blöðum, og hefjast flestar á orðunum „í fyrra mánuði ....“, eða „Ný- lega Vegna þess hve miklu hlutverki erlendu blöðin gegna í fréttaflutningi Morgun- blaðsins fyrstu mánuðina, má oft sjá af blaðinu hvenær póstskip hefur komið að utan. Fyllist þá allt af erlendum fréttum næstu daga á eftir, og kennir þar margra grasa. TVEGGJA ÁRA „FRÉTT“ Sunnudaginn 29. marz 1914 hefst framhaldsfrásögn af Titan- icslysinu (Titanic fórst 15. apríl 1912) eftir Archibald Gracie ofursta. Hefst frásögnin á þess- um orðum: „Af því að ég er eini karlmaðurinn, sem nú er á lífi af farþegum þeim, sem stóðu á þiljum Titanics meðan björg- unarbátunum var skotið fyrir borð með konum og börnum, þá finnst mér það. skylda mín, að geta um hetjudáð allra þeirra, er á skipi voru.“ Framhaldsfrá- sögn þessi birtist síðan alla sunnudaga þar til 10. janúar 1915, og stundum myndskreytt. Þótt ekki hafi hér verið bein- linis um fréttaflutning að ræða, vakti greinaflokkurinn verð- skuldaða athygli, enda hafði ekki áður birzt jafn ítarleg frásögn af þessu hörmulega slysi, sem varð rúmlega 1500 manns að bana. SARAJEVO Það var ekki fyrr en heims- styrjöldin fyrri hófst að Morg- unblaðið tók að birta erlendar fréttir svo nokkru næmi. Fyrstu tildrög styrjaldarinnar voru þau að Franz Ferdinand erkihertogi, ríkisarfi Austurríkis, og kona hans, Sofia hertogafrú, voru myrt í borginni Sarajevo í Bosníu. Fregn þessa fær Morg- unblaðið í símskeytum frá frétta riturum í Bergen og Kaup- mannahöfn daginn eftir morðið, og birtir feitletraða á forsíðu hinn 30. júní. Það er til marks um fréttaþjónustuna á þessum árum, að á forsíðu er einnig grein um ríkiserfingjann og konu hans. Eru æfiatriði beggja rak- in þar nokkuð og skýrt frá störf- um erkihertogans og fjölskyldu.- Ekki var á þessu stigi vitað um hve afdrifaríka fregn var að ræða, því það var ekki fyrr en mánuði seinna, hinn 28. júlí, að Austurríki sagði Serbíu stríð á hendur, og Þýzkaland, Rússland, Bretland og Frakkland gerðust ekki aðilar að styrjöldinni fyrr en í ágústbyrjun. Morgunblaðið var aðeins á und an tímanum að tilkynna um upp- haf heimsstyrjaldarinnar. Degi áður en styrjöldin hófst, eða mánudaginn 27. júlí, birtist í blað inu frétt undir fyrirsögninni: „Styrjöld hafin með Austurríki og Serbíu“. Þannig vildi til að daginn áður hafði þýzka skemmtiferðaskipið „Prinz Fried- rich Wilhelm“ verið hér í heimsókn. Bárust skipinu óljós- ar fregnir frá eigendum þess um að styrjöldin væri skollin á. Fékk blaðið, fyrir milligöngu þýzka ræðismannsins og „hr. Jóns Ólafssonar“ að birta frétt- ina. Því miður reyndist frétt þessi ekki með öllu tilh'æfulaus, því nokkrir árekstrar höfðu orðið á landamærunum, og stríð var ó- umflýjanlegt. FRÉTTALEIT Eftir þetta rekur hver stór- fréttin aðra, þótt ekki séu þær langorðar né ítarlegar. Vegna fjárskorts verða forráðamenn blaðsins að hafa öll spjót úti til að útvega nýjustu fregnir af gangi styrjaldarinnar, eins og sjá má á forsíðum blaðsins í byrjun ágústmánaðar. Leitar blaðið m. a. til stjórnarráðsins og ýmissa verzlunarfélaga í höf- uðborginni og fær hjá þeim leyfi til að birta símskeyti frá um bjóðendum þeirra erlendis. — Vegna fréttaþorsta borgarbúa REUTER Ýmsir, sem höfðu hagsmun* að gæta erlendis, svo sem kaup- menn og útgerðarmenn, leituðu stöðugt til blaðsins til að afla sér frétta af gangi styrjaldar- innar. Ekki gekk alltaf greiðlega að svara, því fréttir voru stopul- ar. Þá var það að nokkrir áhuga- samir bæjarmenn stofnuðu á- samt Morgunblaðinu og ísafold félag til fréttaöflunar að utan. Gerði félag þetta samning við fréttastofu Reuters í London um að fá daglega sent hundrað orða skeyti um gang ófriðarins. Birt- ist fyrsta skeytið á vegum Frétta félagsins föstudaginn 21. ágúst 1914. „SKEYTAFÉLAGIГ Á stríðsárunum var hér brezk- ur ræðismaður Cable að nafni. Fyrir milligöngu hans náðu for- stöðumenn Morgunblaðsins samn ingum við brezk yfirvöld um að fá símsendar daglega opinberar tilkynningar utanríkisráðuneyt- isins brezka um gang styrjaldar- innar. Birtist fyrsta skeytið I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.