Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 23
Laugardagar 2. nóv. 1963 MORGU NBLAÐIÐ 23 Faðir íslenzkrar blaðamennsku ÞAÐ er ekki svo ýkja langt síð- an, að ef allt annað brást, gátu jþjóðskáldin okkar alltaf hallað sér að blaðaútgáfa, eða ritstjórn. Nöfn Einars Benediktssonar, í>or- steins Erlingssonar, Jóns Ólafsson ar og margra fleiri stórskálda leiftruðu skært — en misjafn- lega lengi — á himinhvolfi ís- lenzkrar blaðamennsku. Það hafði löngum verið landlaeg skoð- un á íslandi, að enginn gæti ver- ið góður blaðamaður, sem ekki væri skáldmæltur vel. En blaða- maðurinn varð einnig að vera ritfær hið bezta, á gullaldarstíl, og svo fimur í ritskylmingum, að er hann atyrti andstæðinga sína, áttu þeir sér engrar uppreisnar von, en stóðu fyrir almennings- álitinu eins og lúpur, eða hundar dregnir af sundi. Og er hann beitti penna sínum til andsvara, var sem þrjú sverð sæjust á loÆti í senn. Þarf því nokkurn að undra að menn ráku upp stór augu og sperrtu eyrun er það spurðist snemma vors 1923, að tveir ung- ir kandidatar, Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson hefðu verið ráðnir sem ritstjórar að Morgun- blaðinu. Enginn hafði nokkru sinni heyrt að þessir piltar hefðu svo mikið sem hnoðað saman bögu. Ekki höfðu þeir birt sæmi- lega skammargrein, svo vitað væri. Loks var það dregið í efa, ®ð þeir gætu borið fram móður- málið sitt lýtalaust, og þó einkan- lega á prenti. Annar var að vísu lögfræðingur, en hinn var bara landbúnaðarkandidat, hvað sem jþað nú þýddi! Nei, þett.a kunni ekki göðri lukku að stýra, né gat orðið til frambúðar. En gárungunum var skemmt og þeir reyndu að gera sitt bezta til að skemmta öðrum. Grín og gaman var gert að þessu á leiksviði og prenti. Uppnefn- um og háðsyrðum óspart haldið á lofti. Sumt af þessu var græsku- laust gaman, eða jafnvel hnyttið, svo það hefir lifað í minni manna. Gamanvísurnar um „Tótu findilfættu“ eru enn raulaðar, einkum ef menn gerast hreyfir á gleðistund, eða leita afþreying- ar, í höstum langferðavagni. En það er efamál hvort margir sem nú syngja hæst um Tótu litlu, hafi hugmynd um uppruna henn- ar, eða skyldleika við „Moggann". Það er sannarlega enginn brodd- ur í þessu lengur. Hann er löngu brotinn, ef hann var nokkur. Grundvöllur að nútíma þlaðamennsku á íslandi Það voru víst fáir, sem renndu grun í, eða hefðu viljað skrifa undir spádóm um, að með ráðn- ingu þeirra félaga Valtýs og Jóns, væri lagður grundvðllur að nútíma blaðamennsku á Islandi, sem gjörbreytti hugmyndum manna um hlutverk og tilgang dagblaða, og sem færði dagblaðið inn á hvert heimili í landinu, þar sem það var lesið af öllum, ungum sem gömlum, en ekki bara húsbóndanum og „skrýtnum sérvitringum.“ Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar til að stofna til dagblaða og fréttablaða, en þær höfðu kafn »ð í fæðingu eða orðið að ör- verpum á annan hátt. Merkustu tilraunina gerði Vilhjálmur Fin- een með stofnun Morgunblaðsins. Hann hefir sjálfur lýst því í end- urminningum sínum á hvern hátt sú tilraun mistóksf. Skal það ekki rifjað upp hér. Valtýr Stefánsson tók fljótlega að sér það verkefni við Morgun- blaðið, að beygja krókinn eftir því, sem hann vildi að hann yrði. Þetta er á engan hátt sagt Jóni félaga hans Kjartanssyni til hnjóðs. Síður en svo. Jóni var eetlað ákveðið hlutverk við blað- ið frá byrjun. Hann stundaði það með alúð og ein^takri samvizku- •emi, sem var þeim heiðurs- manni svo mjög í blóð borin. Öllum, sem nokkur kynni hafa af hinu langa samstarfi þeirra fé- laga við Morgunblaðið hlýtur að vera ljóst, að þeir báru gagn- eftir ívar Guðmundsson kvæma virðingu hvor fyrir öðr- um. Sjálfur sá ég mörg dæmi, fyrr og síðar, um vináttu, sem ríkti milli þeirra. Aldrei, í þau 17 ár, sem ég starfaði við Morg- unblaðið, heyrði ég eitt einasta öfugt orð fara milli þeirra. Jón sneri sér að stjórnmálun- um, en Valtýr að rekstri blaðs- ins og fréttamennskunni, sem honum var jafnan tamara en stjórnmálaþrasið. Hitt er svO ann- að mál, að einlægari og tryggari flokksmann en Valtý var ekki hægt að hugsa sér. Hann var meira en í meðallagi liðtækur í flokksstarfssemirmi. En það varð helzt allt að gerast í gegn- um blaðið. Það er t.d., ekkert launungar- má'l, að Valtýr átti oft kost á örugigu þingsæti, en hafnaði þeim frama. Loks lít hann tilleið ast að bjóða sig fram til bæjar- stjórnar, en hann tolldi ekki lengi við hringborðið. Hann kunni betur við sig í blaða- mannastúkunni og reyndist enda jafnan áhrifameiri, er hann beitti pennanum en tungunni. Blaðamanns-spíra í atvinnuleit Mig langar til þess að segja frá fyrstu kynnum okkar Valtýs og hvernig það atvikaðist að ég réð- ist að Morgunblaðinu. Ég geri þetta vegna þess, að mér finnst það lýsa manninum svo vel og ef til vill þeirri hlið á fari hans, sem ekiki sneri að almenningL Ég hafði sneimma tekið blaða- mennsku vírusinn, án þess að gera mér ljóst hve lítið ég hafði til brunns að bera til slíks starfa og hversu illa undirbúinn ég var að menntun og reynslu. En þetta var veiki. Fyrsta bókin, sem ég las um blaðamennsku var „Journalistik", eftir Ole Cavling. Þessi bók, fannst mér mesta speki í heimi og ekki sízt tilvitnunin í orð Henriks, gamla Cavling, sem á að hafa sagt þessi mergj- uðu orð: „Blaðamennskan er hundalíf, en einasta lífið, sem er vert að lifa“. Hvílík dásamleg framtíð! En það gekk illa að ná fótfestu og þessi kreppuár voru hundalíf hjá flestum, hvort, sem þeir ætluðu sér að ganga blaðamannabraut- ina, eða einhverja aðra leið. Þó skiptust á skin og skúrir, eins og gengur. Einu sinni veittist mér sá heiður, að ég fékk að ganga með Bjarna Guðmundssyni, blaða manni við Morgunblaðið, upp allt Bankastræti — og hann tal- aði við mig um blaðamennsku! í annað sinn komst ég inn á sjálfa ritstjórn Morgunblaðisins, þar sem ég hlustaði með opinn ihunn á Árna óla segja frá André, sænska landkönnuðinum. Frásögn Árna varð dramatískari fyrir það, aS hann hafði á höfði sér loðna lambhúshettu. Seinna tók Árni eftir mig grein í Les- bókina. Ég skilaði handritinu fyrir jól og greinin kom í páska- Lesbókinni! Fyrir milligöngu verndara míns frá bernskuárunum, síra Friðriks í K.F.U.M. náði ég tali af Valtý Stefánssyni. Þó ein- kennilegt megi virðast man ég ekki mikið frá þessum fyrsta fundi okkar, nema að hann sagði mér að því miður væri ekkert starf laust við blaðið. Valtýr var vingjarnlegur og minntist þess að ég hafði skrifað grein í Lesbók- ina, en sagði ekkert um, hvort sér hefði líkað betur eða ver. Næstu mánuðina var ég hjá Sigurði Kristjánssyni við „Heim- dall“. Hafði þar frekar frjálsar hendur við að skrifa bæjarfréttir, þýða dægradvalarefni og jafnvel skrifa leikdóma, eða kvikmynda- fréttir. Það var stundum lítið um auglýsingar og um tíma var Sig- urður frekar stuttorður í stjórn- málagreinum sínum, sökum las- leika. Allt varð petta til þess að efla hjá mér þá vissu, að ég yrði að verða blaðamaður. Ég las „Journalistik“ Cavlings af kappi, upp aftur og aftur. Vegna starfs míns við „Heim- dall“ og fyrir milligöngu eins mesta öðlingsmanns, sem ég hefi kynnzt, dr. med Gunnlaugs Claessens, komst ég á blaðamanna mót Norrænafélgsins, sem haldið var í Noregi vorið 1934. Ferða- félagar mínir voru þeir dr. Guð- brandur Jónsson og Kristján Al- bertsson. Þetta voru dásamlegir dagar í félagsskap með blaða- mönnum frá öllum Norðurlönd- unum fimm. Síðar um sumarið komst ég til Danmerkur og flækt vinna traust lesandans, viðskipta- vinarins. Maðurinn á götunni, sem greiðir peninga fyrir frétta- flutning og dægradvalarefni blaðs ins á heimtingu á ósvikinni vöru. Áróður, fréttafölsun eru raun- verulega vörufölsun frá við- skiptalegu- og svik frá siðferði- legu sjónarmiði. Þetta skildi Valtýr manna bezt. En hann skildi líka, að það var tilgangslaust að fara sér óðslega eða búast við, að menn gleyptu skoðanir hans, öngul, sökku og færi, í einum munnbita. Leiðin réyndist líka oft torfær eins og síðar mun séð. Víti, sem varast varð Til þess að lýsa því hvernig ástatt var og á hvaða stigi frétta- kölluðu rosa-auglýsingu um lát mannsins. Annar ritstjóri í Reykjavík var svo séður að hann safnaði dánar- minningum til þess að fóðra „mögru kýrnar“. Hann raðaði þeim í skúffu í skrifborði sínu og þegar efnishallæri bar að og prentarinn kom og kvartaði um efnisskort benti hann á skúff- una og sagði: ,Taktu þarna eitthvað sem passar í gatið!“ Barnið, sem féll út um gluggann á þriðju hæð Hér er saga, sem lýsir ná- kvæmni Valtýs í fréttaflutnmgi og skilningi hans á hlutverki fréttarinnar. Það er góð og viður- kennd regla að til þess að frétt sé vel sögð verður hún að svara eftirfarandi spurningum: Hvað? Hvar? Hvenær? Hvernig? Hvers vegna? Þetta eru „Háin fimm“, eins og blaðamenn kalla stundum þessa reglu. Það var ekki hátt til lofts né vítt til veggja í ritstjórnarskrif- ívar Guðmundsson ásamt þeim Valtý Stefánssyni og Jóni Kjartanssyni á stjómmálafundi í Sjálfstæðishúsinu. ist um hríð fyrir fólki, sem var að vinna á „Politiken“ og „Ber- lingske Tidende". En blaða- mennskuframinn lét bíða eftir sér og ég ákvað að innrita mig í Kóngsins lífvörð. Ég var mældur veginn og skoðað upp í mig, eins og hross á markaði. Mér varð til lífs og láns, að ég hitti kunn- ingja, sem var að fara heim með „Brúarfossi" gamla. Ég silóst í för ina og kom til Reykjavíkur seint um kvöld í rigningarsúld, þann 9. september 1934. Ég hefi orðið langorður um sjálfan mig og langorðari en ég ætlaði mér í fyrstu. Er hér var komið hafði ég að mestu gefizt upp við blaðamennsku ferilinn, sá enga leið til þess að sú von gæti rætzt. Atvinna voru snapir einar um þessar mundir og ekki í frásögur færandi í sambandi við þessa grein. En svo var það einn eftirmið- dag um miðjan september, að ég flæktist inn á Hótel ísland með nokkrum félögum. Þar sá ég Valtý ritstjóra við borð. Ég heils aði, en ekki með eftirvæntingu, því ég hafði seinast gefið upp vonina, að komast að hjá Morg- unblaðinu. Svo skeði það, að er ég gekk út, vildi svo til að Valtýr stóð upp um leið, vék sér að mér og sagði: „Eruð þér nokkuð að gera?“ Ég sagði sem var. „Þér viljið kannski líta inn í skrifstofu til mín seinna i dag?“ Ég lét vitan- lega ekki segja mér þetta tvisvar. Skal nú farið fljótt yfir sögu nema hvað Valtýr sagði mér, að hann hefði ráðgert að stækka blaðið í S síður daglega og hann þyrfti að fá einn blaðamann í viðbót. Sér skildist, að ég hefði áhuga á starfinu. Ég mætti spreyta mig, ef ég nennti því í nokkrar .vikur. Svona ,til jó^a- # Þetta var upphafið að mínu happi í lífinu, 17 ára samstarfi með blaðamanni og ritstjóra, sem skildi tilgang og skyldur blaða- mannsins betur en nokkur annar blaðamaður hafði gert til þessa á íslandi. Ritstjóra, sem gerði sér ljóst, að til þess að blað gæti gengið varð það að geta borið sig fjár- hagslega. Það varð að vera rekið á viðskiptagrundvelli í heiðar- legri samkeppni. En til þess, að þetta væri hægt varð blaðið að blöð og fréttamennska vorú í höf. uðstað íslands fyrir 40 árum, kann ég ekki að segja betri sögu en Valtýr sagði mér sjálfur. Hún er á þessa leið: Nokkrum dögum eftir að Val- týr kom til Morgunblaðsins, sem ritstjóri, fékk hann heimsókn af blaðamanni eins dagblaðsins í höfuðstaðnum. Þetta var kurteis- isheimsókn til þess að bjóða Val- tý velkominn í stéttina. Þeir stétt arfélagarnir ræddust við drykk- langa stund, um landsins gagn og nauðsynjar almennt, og um blöð og blaðaútgáfu sérstaklega. Komumaður gaf nýliðanum mörg hollráð og varaði hann við vítum á hinum þrönga vegi blaða- mennskunnar. Og er gesturinn bjóst til að kveðja, mælti hann að lokum þessi alvarlegu viðvör- unarorð: „Já, það er eitt þýðingarmikið atriði, sem ég ætlaði að minna þig á og vara þig við, en það er þetta: „Gættu vel að því, að þegar þú tekur frétt frá mér um eftir- miðdaginn, að það sé ekki klausa, sem ég tók úr Morgunblaðinu þann sama morgun.“ Valtýr minntist oft á þessa sögu. Hann lastaði ekki mann- inn sjálfan; þetta var tíðarandinn og það datt engum í hug að gera neifct til að bæta úr þessu fyrr en Valtýr tók við stjórn Morgun- blaðsins. Það hefir sagt mér gamall prentari, sem starfaði árum sam- an við dagblöð í Reykjavík, að það hefði verið algengara en hitt, að ekki hafi verið nóg efni fyrir hendi í blöðin þegar þau fóru í prentun. Varð þá að taka auglýs- ingar trauátaitaki til þess að fylla í eyðurnar og vakti það oft gremju og óþægindi þeim er auglýs^inguna átti. : / V Ef menn vilja hafa fyrir því, þá geta þeir flett upp dagblaði í Reykjavík, sem var einn dag- inn svo aðframkomið af efnis- leysi, að blaðamaðurinn, sem var á vakt (ritstjórinn var ekki við og fannst ekki) ákvað að setja dánarauglýsingu yfir hálfa síðu. En brotið á þessu blaði var tvö- föld stærð Morgunblaðsins nú! Það má geta nærri hvernig að- standendum og vinum hins látna varð við er þeir sáu þessa sann- .Stofu Morgunblaðsins 1934. Rit- .stjórarnir höfðu að vísu herbergi uppi á lofti í gömlu ísafold, en við Árni óla, Þórunn Hafstein Og ég hírðumst í kompu sem var inn af afgreiðslunni á götuhæð- inni. I þessari kompu voru fréttirnar skrifaðar og þar voru prófarkir lesnar. Fréttirnar voru nær eingöngu Dagbókarfregnir. Dagbókin var stundum heil síða, troðfull af bæjarfréttum. Valtýr lagði fljótt sinn skerf til Dag- bókarinnar og hún varð vinsæl af lesendum, sem búr frétta. Ein- stöku frétt var látið svo mikið með, að sérstök fyrirsögn var sett á hana. Voru það einkum erlendar fréttir, sem mest megnis voru þýddar úr erlendum blöðum og meiri háttar innlendar fréttir. Valtýr fylgdist vel með Dag- bókinni og kom jafnan til að kynna sér prófarkir. Kvöld eitt, haustið 1934, vorum við öll stödd í ritstjórnarkompunni, Valtýr las próförk af Dagbókinni. Allt í einu rauk hann upp og sagði allæstur: „Nei! nei! nei! Þetta gengur sko ekki!“ Sjáið þið bara þetta! Og við lásum eft- irfarandi klausu: „í gær féll 11 mánaða bam út um glugga á þriðju hæð vestur á Ránargötu og varð ekki meint af“. öllum ,Háunum“ var svarað í klausunni, nema „hvérsvegna?" En Valtýr sá strax að það vant- aði meira. Hér var fyrst og fremst stórmerkileg frétt á ferð- inni. Hann skipaði svo fyrir, að klausan skyldi tekin úr Dagbók- inni og gaf fyrirskipanir um að senda blaðamann til þess að fá alla söguna. Daginn þar á eftir birtist þriggja dálka grein með myndum af barninu, húsinu og glugganum, sem barnið hafði fallið út um. Fréttin vakti mikið umtal í bænum, sem von var. Það var ósjaldan, að Valtýr kom auga á góðar fréttir ' sem voru faldar í blátt áfram, og að því er virtist þýðingarlitlum frá- sögnum. Hann fór oft sjálfur til þess að kynna sér málið og skrifa ítarlega frásögn. Það var þessi næmi Valtýs fyrir fréttinni sem kom honum upphaflega á lagið að skrifa sín landskunnu viðtöl við menn. Hann spurði og spurði í þaula, var aldrei ánægður fyrr en hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.