Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 Sjöttu tónleikar Sintón íusveitarinnar í kvöld — einleikari kvöldsins er Björn Ólafsson konsertmeistari Á TÓNLEIKUM Sinfónrá- hljóimsvei'tar íslands í kvöld verða fkutt þrjú verk. Fyrst leilkur hljómsveitin forleikinn að ópemnni „II Signor Bnuschino" eftir Rossini. Þetta er einn vinsadLasti for- leiikur Rossinis, en óperan sjálf var aðeins frutmsýnd við mikinn aðhlátur sumra, en rteiðikösit annarra áhorfenda í Feneyjum árið 1813. Óper- una hafði Rossini samið í hefndarskyni fyrir leiðdnlegan óperutexta, sam honum hafði verið fenginn í hendur. Næst á efniisiskxánni er seinasta sinfónía Mozarts, Júpítersinfónían. Nafn sitt fékk sinfónían af þvi, að hún þótti stórfengllegust allra sin- fbnía Mozarts, þótti leiftra sem himnaguð Rómverja í fornöld. Sinfóníiuna samdi Mozart á ótrúlega skömmum tíma sumarið 1788, og segja má, að með henni hafi hann kveðið burt alltt hjugarangur siitt það árið, en af þvi var núg: eitt barna hans var ný dáið, hann var skuldum hlað- inn og áskrifendum að tón- leifcum hans fækkaði stöðiugt. Þriðja og seiinasta verkið á efnissfcránni er hinn risavaxni fiðlufconsert Brahms. Kon- sertinn samdi Brahms í „sum- arfríi“ 1878, og þótti lengi vera „óspiliandi“ sökum tækni legra erfiðleika. Einleikarinn er Bjöm Ólafsson konsert- meisitari. Sú var tíðin, að konsert- meistarar voru jafnframt aðal konsertleikarar hljómsveit- anna. Það var þeirra skylda og forréttindi að leika einn konsert, helzt á hverjum tón- leifcum. Með því að leika Brahms-konsertinn er Björn því akfci aðeins að færa okkur heim einn viðamesta fiðlu- konsert tónmenntanna, held- ur jafnframt að viðhalda glæstri hljómsveitansögiulegri hefð. Stjómandi tónleifcanna er Bohdan Wodiczko. (Frá ríkisúibvarpinu). „Þessi fiðlufconsert er eitt- hvert glæsilegasta verk_ tón- menntanna, sagði Bjöm Ólafs son fconsertmeistari, þegar Mbl. hrimgdi í hann í gær- kvöidi. Það er rétt, að hann þótti áður fyrr mjög erfiður Björn Ólafsson konsertmeistari í flutningi, en svo er oft með ný verk, þegar þau fyrst koma fram. Þetta er edna tón- verkið, sem Brahmis samdi fyrir einleiksfiðiu og hljóm- sveit og það er mér mikil ánægja að fá fcækifæri til að túlfca þetta mjög svo fallega tónverk.“ Forseti Islands sendir Kekkonen heillaóskaskeyti FORSETI fsliands hefur sent Uitho Kekkonen forseta Finn- landis, heill«ó'ska'skeyti í táletfni af 50 ára fullveldisdegi Finm- lands í dag. (Fréttatilkynning fná skritf- stofu fonseta íslands). Verulegur árangur hefur náðst við borunina við Elliðaárnar og ber gufustrókinn við himinn. (Ljósm. Mbí. Sv. í».). 301 á sek. af 100-110 stiga heitu vatni í holu við Elliðaár Er ekki í nánu sambandi við borholurnar á Laugavegssvœðinu Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD opnað- ist nýtt innrennsli í borholuna inni við EJliðaár, en hún er nú orðin 1050 m á dýpt. Heildar- vatnsmagnið etr núna um 30 I. á sek af 100—110 stiga heitu vatni. Þetta vatnsmagn og þrýsting- urinn á vatninu gefur til kynna, að þetta svæði er ekki í nánu sambandi við Laugavegssvæðið, sagði Jóhannes Zoéga, hitaveitu- stjóri, er Mbl. hafði samband við hann í gær af þassu tilefni. Hitaveitustjóra fórust svo orð: — Það var byrjað á borunum inn við Elliðaár í haust. Fyrsta holan er orðin 1050 m á dýpt, en innrennsli byrjaði á 600 m dýpi og hefur það aukizt síðustu viku. í gærkvöldi opnaðist svo nýtt innrennsli og er heildarvatns- magnið núna um 30 1 á sek. af 100 til 110 stiga heitu vatni. Borun- um á þessari Jiolu verður haldið eittíhvað áfram, en síðan verður borinn fluttur á nýjan stað skammt innan við brýrnar og befur það þegar verið undL'bu- ið. — Þetta vatnsmagn og þrýst- ingurinn á vatninu geíur til kynna, að þetta svæði er ekki í nánu sambandi við Laugav’egs- svæðið, sem við köllum, og standa því vonir tli, að þarna megi fá nokkurn jarðhita til við- bótar. Unnið verður að bví að koma þess’U vatni í not eins fljótt og hægt er. Benedikt Grön- dal formaður útvarpsráðs MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hetfiur sfcipað Benedikt Grönidál, alþmgiamann, fonmann útvarps- náðs ytfirstíandandi kjörtímabil ráðsins og Sigurð Bjarnason, al- þingiisimann, varaiformanin. (Fná Menntamálaráðiumeytinu). Þotnn vnr í sjonflugi MARGIR Reykvikingar fylgd- ust með flugi fjögurra hreyfa þotu yfir borginni lanst fyrir há- degi i gær og voru menn ekki á eitt sáttir um ,hvað þarna væri að gerast. Mbl. hringdi í flugum- ferðarstjórnina í gær og fékk þær upplýsingar, að þarna hefði verið á ferðinni flugvél frá amerísku ríkisstjórninni í sjón- flugi. Þesisi vél hetfur að undanlförnu farið hriginn í kring um landið og athugað ýms radíóitæki, en slíkar athuganir eru framkvæmd ar nokkrum sinnum á ári. Happdrœtti Háskólans: 24 milljónir á mánudag Möguleiki á tveggja milljón kr. vinningi Á MÁNUDAGINN kemur, þann 11. deisember verður dregið í 12. flokki Happdrættis Háskóla fs- lands. Dregnir verða 6.500 vinn- ingar að fjárhæð tuttugu og f jór- ar milljónir og tuttugu þúsund krónur. Er þetta stænsti dráttur, sem fram fer hér á landi. Vinningarnir skiptast þannig: 2 vinningar á 1.000,000 kr. 2 vinningar á 100,000 — 4 vinningar á 50,000 — 968 vinningar á 10,000 — 1,044 vinningar á 5,000 — 4,480 vinningar'á 1,500 — Þar sém happdrættið saman- stendur atf tveim samstæðum flokkum, A og B flokki, gæti sá, sem á miða í báðum flokkum unnið tvær milljónir króna. Drátturinn mun hetfjast klukfc- an eitt og munu um eða yfir 35 manns vinna við að draga út, skrá o.g raða þessum mikila fjö da númera. Mun drátturinn standa fram ytfir miðnætti. Á þriðjudaginn mun svo verða ■unnið við prófarkales' jr og prentun á vinningaskránni. Mun hún að öilum líkindum icoroa út á miðvikudag. Útíborg'un vinninga mun svo heíjast á mánudaginn 18. des ember. Verður borgað út í Aðal- skritfstofu Happdrættis'ns í Tjarn argötu frá kl. 10 til 11 og 13:30 til 16:00. STAKSTEINAR Stóratburður? Það er vissulega dálitið bros- legt að sjá þau ummæli í forustu grein Þjóðviljans í gær, að á- kvörðun miðstjórnarfundar Al- þýðubandalagsins um að koma flokkskipulagi á þau samtök sé „stóratburður í sögu hinna sósial istisku stjórnmálasamtaka á ís- landi“ og jafnframt er kvartað sáran yfir því að andstæðingar Alþýðubandalagsins hafi reynt að láta þessa mikilvægu ákvörð un falla í sfcuggann af þeim kyn lega atburði að Hannibal VaJdi- marsson og niu menn aðrir gengu af miftstjórnarifundinium og íóku ekki þátt í störfum hans“ Hin formlega samþykkt mið- stjórnarfundarins er svo sannar lega engin „stóratburður“ en hins vegar hefði mátt líkja því við „stóratburð“ ef t.d. Þjóðvi'ljinn hefði fyrir um tveimur árum, þegar átökin um stofnun Alþýðu bandalags í Reykjavík stóöu yfir notað slíkt orð um stetfnu þeirra sem vildu koma á flokksskipu- lagi í Alþýðubandalaginu. Um hvað haía deilur staðið? Segja má að deilurnar innan Alþýðubandalagsins um skipulags mál þess hafi staðið samfleytt í sex til sjö ár. Kjarni þess, sem um var deilt var sá, að Hannibal Valdimarsson og hans menn vildu stofna sérstakan sitjóm- málaflokk úr Alþbl. og rjúfa tengalin við Sósialistaflokkinn. Athyglisvert er í þessu sambandi að Lúðvík Jósepsson hefur lengi verið svipaðrar sfcoðunar og af þeim sökum átt í ýmsium útistöð iim við flokkskerfi Sósíalista- flokksinis í Reykjavík. Þeir sem stóðu hins vegar á móti þeim „stóratburði í sögu hinna Sósía listísku stjórnmálasaxntaka á ís- landi“ að gera Alþbl. að skipu- lagsbundnum stjórnmálaflokki voru aðalráðamenn Sósialista- flokksins í Reykjavík, menn eins og Einar Olgeirsson, Bryn- jólfur Bjarnason og hinir yngri uppeldissynir þeirra eins og Páll Bergþórsson og Magnús Kjartansson. Um þessa afstöðu eru til fjölmargar fundarsam- þykktir Sósíalistafélags Reykja víkur og Sósíalístaflo'kksins. Veturinn 1966 voru þessir aðil- ar hins vegar pindir til sam- vinnu um stofnun Alþýðubanda lagsfélags í Reykjavík, sem stofnað var fyrir borgarstjórn- arkosningarnar það ár. Þátttaka í því félagi sætti harðri gagn- rýni í Sósíalistafélagi Reykja- víkur og hörð átök stóðu nm það hvort félagsmenn þess skyldu sjálfkrafa vera meðlimir í Alþbl. í Reykjavik eða eikki. Fyrst í stað og fram yfir borg- arstjórnarkosningarnar 1966 voru Sósdalistaflokksmenn í al- gjörum minnihluta í Alþbl. og þá höfðu þeir engan áhuga á „stóratburði“ Þjóðviljans. En eins og venjulega lyppaðist Hannibalsarmurinn niður i leti og skipulagsleysi og missti tök- in á Alþbl. í Reykjavík í hehd- ur Sósialistaflokksins eins og kom glögglega í ljós í Tónabíós- fundinum í vor. Eftir að undir- tökin höfðu verið tryggð i Al- þýðubandalagsfélagi Reykjavík ur var ekkert því til fyrirstöðu lengur af hálfu manna eins og Einars Olgeirssonar og „miðju" mannanna svonefndu að leggja Sósíalistaflokkinn niður og gera flokk úr Alþýðubandalaginu, þótt Magnúsi Kjartansison iýsti raunar yfir þvi, að hann gæti ekki verið í flokki með mönn- um sem kölluðu sig og aðra „litlu, ljótu klíkuna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.