Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 15 - RÆÐA SVERRIS Fram.h, af bls. 14 fylgzt með áhrifum veiðanna á fiskistofnana. Nú þegar hafa borizt til þingmanna og stjórn- arvalda áskoranir fjölda skip- stjóra og útgerðarmanna um að mál þessi verði lagfærð og fæ ég ekki séð, að með nokkru móti verði hjá því komizt að endur- skoða þessi mál öll. Stórminnkandi sildarafli f ályktun þeirri, sem auka- fundur sambandsins, sem hald- inn var 29. september sl. sam- þykkti, var gefið yfirlit yfir síldveiðarnar á sumrinu fram til 16. sept., bæði veiðar norð- an- og austanlands og sunnan- lands. Yfirlit þetta hefir nú ver ið samið að nýju miðað við 25. nóvember sl., og hljóðar svo: Ár Afla- Verðm. Útfl. magn upp úr verðm þús. sjó millj. lesta kr. millj. kr. 1966 685 1.118 2.150 1967 393 500 1.075 Varðandi aflahlutinn er rétt að geta þess strax, að margir bátar hafa ekki aflað fyrir kaup tryggingu og eru þá meðalgreiðsl ur til háseta mun meiri en 93 þús. kr. að jafnaði á skip. Frá 25. nóvember í fyrra til áramóta nam síldaraflinn um 54 þús. tonnum og andvirði hans við skipshlið var um 65 millj. kr. Frá 25. nóv. í ár hefir tíð- arfar á síldarmiðunum verið mjög slæmt og afli því sáralít- ill og ekki er hægt að vera bjartsýnn um síldaraflann það sem eftir er ársins. Eins og fram kemur í yfirlit- inu hafa nú alls 166 bátar tekið þátt í veiðunum. Aflabrögðum 'hjá þeim hagar þannig til að: Lestir: 35 bátar hafa aflað minna en 1000 74 , — — — 1000—3000 49 . — — — 3000—500 8 ■ — — — yfir 5000 Eins og þetta yfirlit sýnir, hafa brútt-ótekjur meðaltals bátsins á síldveiðum minnkað um nærri helming það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Á þetta rætur sínar að rekja til þess annars vegar, að stór- fellt. verðfall hefir orðið á lýsi og mjöli og hins vegar til aflabrests. En vegna kaupa útvegsmanna á stærri og fullkomnari skipum síðústu ár, tókst nú að sækja á mjög fjarlæg mið, allt að 900 sjómílur frá landinu, og þess vegna náðist sá árangur í síld- veiðum nú, sem ella hefði ekki náðst. Og enginn vafi er á því, að veiðarnar á þessum fjarlægu miðum hefðu að mestu orðið ó- viðráðanlegar, ef ekki hefði no'- ið við síldarflutningaskipanna ,,Hafarnarins“ og „Síldarinnar ‘. Jafnframt ber að geta í þessu sambandi ómetanlegrar aðstoðar, sem björgunarskipið „Goðinn“ veitti veiðiskipunum, aðallega við að losa net úr skrúfum, enda hefir hann sem kunnugt °r, froskmann um borð. Þrátt fyrir þá góðu reynslu, sem fékkst af þessu skipi í sumar vaknar sú spurning, hvort ekki sé nauð- synlegt að fá stærra skip til þessarar þjónustu. í þessu sambandi er einnig rétt að geta þess, að þessar.sér- stöku aðstæður skapa nauðsyn á því, að fiskimönnum á svo fjar- lægum miðum sé tryggð læknis- þjónusta. Stjórn LÍÚ beitti sér fyrir því í sumar. að hún yrði tekin upp. Eins og rakið er í skýrslu sambandsstjórnar, sem flutt verður síðar á fundinum, ollu ýmsar aðstæður því að ekki var hægt að veita þessa þjón- ustu að þessu sinni. Hins vegar er m&lið nú í athugun í sérstakri nefnd fyrir frumkvæði sam- bandsstjórnar með tilliti til þess, ®--------------------------:------ Meðal- Fjöldi Meðal Meðalhá- verð báta verðm. seta- kg/kr. pr. bát hlutur millj. kr. þús. kr. 1.63 200 5.6 173 1.25 166 3.0 93 áð á næsta ári verði slíkrar þjón ustu full þörf. Vil ég nota tæki- færið til að færa skipstjórum og læknum rússneskra móður- skipa þakkir fyrir ómetanlega læknisaðstoð, sem veitt var á síðasta sumri. Þegar metið er tap sjávarút- vegsins af aflabresti og verð- falli, verður einnig að reikna með minnkun aflans á vetrar- vertíðinni, sem var rúmlega 31 þús. tonn, eða 16%. Þennan skaða má lauslega meta á 120 millj. króna í hráefnisverði og um 240 millj. króna í útflutn- ingsverðmæti. Ef þannig er litið á bátaútveginn í heild, má áætla áð teknatap hans á vetrarvertíð og á síldveiðum nemi um 1500 millj. kr. miðað við árið 1966. Við þetta bætist síðan léleg af- koma af humarveiðunum og drag nótaveiðunum og stórfellt verð- fall á rækju. Á móti kemur hins vegar, að þorskafli yfir sumarið og haustið mun vera nokkru meiri en árið 1966, en ég hefi ekki tiltækar tölur um þessa þætti. Við allt þetta bætast svo vandræðin við sölu skrefðarinn- ar,,sem ég hefi áður rakið. Afkoma togaraútgerðarinnar í samhengi við þetta vil ég víkja að útgerð togaranna. Svo hefir nú brugðið við, að afla- brögð þeirra 4 þessu ári hafa batnað verulega. Þannig nam afli þeirra til októberloka 64.200 tonnum á móti 52.400 tonnum á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir það, að á þessu ári eru gerðir út áðeins 22 togarar á móti 26— 29 togurum fyrri hluta sl. árs. Er hér um verulega aflaaukn- ingu að ræða. og á hún sér mest- megnis stað á þeim tíma, er tog- ararnir landa hér heima. Má því nærri geta, að þessi afli hefir haft mikil og góð áhrif á afkomu þeirra frystihúsa, sem hann hafa unnið, og ekki síður þess fólks, sem unnið hefir í frystihúsun- um. í þessu sambandi ber að geta þess, að afli norðlenzku tog- aranna hefir brugðizt á heima- miðum á þessu ári og valdið þar miklum afkomuörðugleikum. Eftir að kom fram á haustið hefir dregið mjög úr afla togar- anna, meira en áður hefir þekkzt. Hafa þeir siglt með þenn an afla á erlendan markað, aðal lega til Þýzkalands, en markað- urinn þar hefir að þessu sinni verið lélegri en áður á þessum áratug, auk þess sem togurunum er nú gert að greiða hærri tolla af fiski en áður á þessum árs- tíma. Það er því enn ósýnt, hver afkoma togaraútgerðarinnar í heild verður á þessu ári og margt bendir til að hún batni ekki til muna frá sl. ári, ef svo fer fram sem horfir um afla- brögð og markað fyrir ísfisk er- lendis. En nú finnst þáð enn betur en áður, hversu ómissandi þáttur togaraútgerðin er í sjávar útvegi okkar íslendinga. Þegar síöasti aðalfundur var haldinn, sat á rökstólum nefnd, er kannaði afkomu togaraútgerð arinnar og var ætlað að gera til- lögur m.a. um það, hvernig bæta mætti hag hennar. Nefndin skil- aði áliti skömmu síðar. Meðal tillagna hennar var tillaga um að tögurunum yrðu veittar veiði- heimildir innan fiskveiðitakmark anna í stórum dráttum upp að 4 sjómílum mfðað við grunnlínur. Nefndin var sammála um, að slíkar auknar veiðiheimildir gætu orðið togaraútgerðinni mikil lyftistöng, og það var ein megintillaga nefndarinnar. Ég fæ ekki séð, að auðið sé að standa til langframa gegn þessum tillögum. Ég tel að at- huga beri gaumgæfilega, hvort ekki sé hægt að fá þeim fram- gengt, þannig að bátaflotinn njóti sama réttar eða jafnvel nokkuð meiri réttar án þess að togaraútger’ðin geri endilega kröfu til þess að njóta fyllsta réttar á við bátaútgerðina. Aukafundur LÍÚ 29. september Þessi þróun, sem ég hefi nú rakið um aflabrest og verðfall, blasti við mönnum í september- lok, er haldinn var aukafundur samtakanna, enda bar ályktun fundarins þess ljósastan vott. Samt leyfðu menn sér þá að vona, að verulega gæti rætzt úr með síldveiðarnar og að haust- afli gæti orðið góður. Því miður hafa þessar vonir brugðizt miklu msir en hvarfláði að mönnum þá. Svo illa hefir t. d. teklzt til að þessu sinni, að ekki hefir enn auðnazt að salta síld norðan- og austanlands upp í gerða samn iriga, og vantar nú um 60 þús- und tunnur upp í umsamið magn. Aukafundurinn vakti athygli á vandamálum útvegsins eins og þau blöstu þá við og gerði til- lögur um lausn á vandanum í veigamestu atriðunum, svo sem um eflmgu línuveiðanna nú í haust, um starfsgrundvöllinn á næsta ári, um Iána- og vaxta- mál o.fl. Jafnframt fól fundur- inn sambandsstjórninni að kjósa nefnd manna til að vinna að úr- lausn umræddra mála og ann- arra þeirra mála, sem verða mættu til framdráttar sjávar- útveginum. Hinn 2. október kaus stjórnin síðan 8 manna nefnd í þessu skyni. Nefndin hefir haldið 13 fundi og rætt vi'ð ýmsa aðila. banka- stjórnir, fulltrúa ríkisstjórnarinn ar og sjávarútvegsmálaráðherr- ann, auk þess sem hún hefir átt viðræður við fulltrúa sölusam- takanna. Nefndin hóf störf 5. október og vann af krafti fram til 19. nóv. s.l., er öll viðhorf breyttust skyndilega við gengis- fellingu sterlingspundsins. Á aðalfundinum verður flutt skýrsla um störf nefndarinnar, og get ég að mestu vísað til hennar. Þc vil ég víkja að þeim nokkrum orðum. Nauðsyn á inngöngu í EFTA En áður en að því kemur, vil ég rifja upp, að aukafundurinn 29. september fól sambandsstjórn inni að gera athugun á því, hvort rétt væri áð ísland gerðist aðili að EFTA og/eða EBE og senda ríkisstjórninni tillögur um það, ef svo reyndist að vel athuguðu máli að slik aðild eða samning- ar væru nauðsynlegir. Á fundi 2. október fól sam- bandsstjórnin þriggja manna nefnd að kanna þetta mál og und irbúa tillögur um það. Á stjórn- arfundi 4. nóvember s.l. skil- aði nefndin áliti og lagði til að samþykkt yrði og send ríkis- stjóminni svohljóðandi ályktun: „Þar sem sjávarútvegur ís- lendinga á nú í vök að verjast vegna aflabrests og gifurlegs ver'ðíalls afurðanna og ísland. er eina ríkið i Vestur-Evrópu, sem ekki hefur ennþá gerzt aðili að, eða hafið viðræður um upptöku í EBE eða EFTA, og þeir sem utan við þessi bandalög standa, sæta stöðugt versnandi viðskipta kjörum, miðað við aðildarríkin að bandalögunum. þá skorar L.I.Ú. á Alþingi og ríkisstjóm að semja, svo fljótt sem vfð verður komið, um aðild að Frí- vérzlunarbandalaginu (EFTA) til þess að tryggja að útflutn- ingur íslenzkra sjávarafurða njóti ekki lakari viðskiptakjara en gilda um sjávarafurðir í við- skiptum þessara landa. Jafnframt fari fram athugun á aðild íslands að Efnahags- bandalagi Evrópu (EBE), þar sem sérhagsmunir Islands séu tryggðir." Nefndin aflaði sér margvís- legra gagna um þessi mál, auk þess sem hún átti rækilegar við- ræður um þau við þá tvo starfs- menn hins opinbera, sem munu vera fróðastir manna urn þessi mál. Enginn vafi er á því, að mínu áliti, að með þessari ályktun sé mörkuð rétt stefna, enda var hún samþykkt af samibandsstjórninni með 14 atkvæðum gegn 1. Á undanförnum árum hafa verið lagðar á útveginn marg- víslegar kvaðir, ýmist með lög- gjöf eða með samningum, þar sem óhjákvæmilegt var talið að fylgja í kjölfar samninga, sem áður höfðu verið gerðir við iand verkafólk. Þessi póstar eru nú orðnir mjög margir. Fylgir því mikil vinna að reikna þá alla út og standa skil á þeim í ýmsar áttir. Og þótt þeir nemi ekki miklum upphæðum hver fyri~ sig, sumir a.m.k., er hér um mik- il útgjöld að ræða, þegar allt kemur saman. Athuganir 8 manna nefndarinnar hafa m.a. beinzt að þessum útgjaldaliðum og möguleikum á því að fá þeim aflétt, eða a.m.k. lækkaða. Eins og fram kemur í skýrslu tiefnd- arinnar,; hafa komið fram ákveðn ar mótbárur gegn tillögum henn- ar um þessi efni. Þá hefir nefndin lagt kapp á í viðræðum við Seðlabankann og viðskiptabankana að fá bæði út- gerðarlán og afurðalán hækkuð verulega og vexti almennt í sjáv- arútvegi lækkaða. Nefndin taldi sjálfsagt að beita sér fyrir hækk- un afurðalána út á fiskafurðir. þar sem mikið hefir borið á því undanfarið, að útvegsmenn fengju ekki fiskandvirði greitt. Stafar þetta að sjálfsögðu af versnandi afkomu fiskvinnslu- fyrirtæikjanna og skapar því nauð syn á þvi að auka lánsfé þeirra, meðan þau eru að komast yfir erfiðleikana. Um vextina er það að segja, að ég hefi alltaf verið þeirrar skoð- unar, að hækkun þeirra á ár- inu 1960 hafi verið um of, hvað sem líður nauðsyn þess að hafa áhrif á efnahagskerfið í heild með háum vöxtum. Sjávarútveg- urinn er svo sérstaks eðl.s, að hann á fullan rétt á því að búa við önnur og hagstæðari vaxtar- kjör en aðrir atvinnuvegir. Þetta sjónarmið er viðurkennt hjá ná- grönnum okkar Norðmönnum og á miklu fremur rétt á sér hér. — Þótt undirtektirnar, sem nefndin hefir fengið fram a® þessu, séu ekki jákvæðar, og þótt Danlkarnir kunni að Líta svo á, að enn minni ástæða sé til að ljá máls á yaxtarlækkun nú, eftir nýteknar ákvarðanir um gengisfelling.u íslenzku krón- unnar, verður fyrrgreindri skoð- un minni ekki haggað og tel ég fulla ástæðu til að samtökin berj- ist áfram fyrir framgangi þessa réttlætismáls með fullri alvöru og áherzlu. Starfsgrundvöllur útvegsins í haust og á næsta ári. Meginatriðið í starfi nefndar- innar hlaut þó að vera fiskverð- ið bæði nú í haust og á næsta ári. Um fyrra atriðið er það að segja, að eftir ákvörðun sjávar- útvegsmálaráðuneytisins hefir í tvénnu lagi verið ákveðið að greiða úr ríkissjóði sérstakar bælur á verð línufisks, 60 aura á hvert kg., frá 1. oiktóber til áramóta. Kemur þetta til við- bótar því fiskverði, sem Verðiags Framh. á bls. 21 r 'SVEINN SÆMUNDSSON höfundar þessarar bókar er frá Akranesi. Hann fór snemma í siglingar og dvaldi í Kanada og Þýzkalandi. Sveinn stundaði síðan blaðamennsku, en hefur síðastliðin tíu ár verið blaðafulltrúi Flugfélags fslands. Þetta er þriðja bók hans, en tvær þær fyrri, „í brimgarðinum" og „Menn í sjávarháska", hlutu mjög góðar viðtökur. í SÆRÓTINU er bók um baróttu íslenzkra sjómanna við hofið, við æðandi öldur og iHV fórviðri. Hér er sagt fró því er menn ó misjafnlega búnum skipum X x berjast hetjubaróttu við tryHtar höfuðskepnurnar, særót og fórviðri frosti remmt, og fró björgun úr bróðum hóska. Bókina prýða yfir 90 Ijósmyndir. ©AUGLÝSINGASTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.