Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 17 ERLENT YFIRLIT McNamara og Johnson. Hlakarios er sigurvegarinn MAKARIOS erkiibiskup virðist ha,fa unnið tmikinn stjórnmálasig- ur í sáttaumleitununum í Kýpur- dieilunni, en herifioringjastjörnin í Grikklamdi virðist hafa beðið alvarlegan ósigur og má búast við aivarlegum erfiðleikum af þeim sökum. Makar'os bauð Tyrkjum byrginn þrátt fyrir til- raunir Bandarílkj'astjórnar, Atl- antshafsbandaiagsins og Samein- uðu þjóðanna til að miðla mál- um í deilu Grikkja og Tyrkja út atf KýpuT, neitaði að verða við kröfum Tyrkja, sem hann taldi óaðgengilegar, s'koraði í raun og veru á þé að gera innrás og fiór með sigur af 'hólmi með kænsku sinni og einbeitni. Makarios hef- ur alltaf boðið Tyrkjum byrg- inn þegar þeir hafa hótað inn- ráis á Kýpur, og ennþá gjnu siinni heyktust Tyrkir á innrásar- álfiormum á síðustu stundu. Mak- arios hefur tekizt að koma því til leiðar, að æ minna mark er tefcið á innrásarhótunum Tyrkja. I raun og veru þurfti Makarios litlu sem engu a'ð fórna í samn- ingaumleitununum. Það voru Tyrkir og Grikkir, sem urðu að slalka til. Makarios samþykkti að- eins eina af upphaflegu tillög- um sendimanns Johnsons for- seta, Cyrus Vanee, án skilyrða — tillöguna um brobtflutr.ing grískra og tyrkneskra hersveita, sem fluttar hafa verið í óleyfi til Kýpur. En formlega séð að minnsta kosti þurfti ekki að Ieita samþykkis hans á þessu, enda er hér ekki um að ræða hersveitir, sem svarið hafa hon- um hollustu, heldur hersveitir, sem heyra undir stjórnina í Aþenu, auk tyrknesku hermann- anna, sem sendir hafa verið til eyjunnar. Þegar tillögur sáttasemjara snertu hins vegar beinlínis st]órn hans á málefnum Kýpur neitaði hann að víkja um þumlung, og þess vegna voru þessar tillögur felldar niður. Makarios neitaði að verða við kröfum Tyrkja um, að hann leyti upp Þjóðvarðar- Kýpur-Grikkja. Hann neitaði að failast á kröfur Tyrkja ura, að tyrkneska þjóðarbrotið á eynni fiéngi lagalega heimild til þass að stofna eigið lögreglulið og ráða málum sínum sjálít á þem svæðum, sem Tyrkir byggja. Einnig er Makarios því mótfall- inn, að völd friðargæztlusveita Sameinuðu þjóðanna á Kýpur verði aukin, en samkvæmt Erið- aráskorun U Thants til deiluaðila eiga að fara fram frekari samn- ingaviðræður uffl þetta atriði. Ef Makarios hefur unnið stór- felldan stjórnmálasigur og eflt málstað sinn, hafa Tyrkir þá ekki farið halloka í samningaumieit- unum þeim, sem kounu í veg fyrir að þeir létu vopnin tala? Á Kýpur að minnsta kosti er ekki talið að Tyrkir hafi farið halloka, hvað svo sem gagnrýn- endur stjórnarinnar í Ankara og tyrkneskir herforingjar kunna að halda. Tyrkir hafa fengið fram- gengt einu helzta baráttumáii sínu með samþykktinni um heim kvaðningu allt að 12.000 grískra hermanna frá Kýpur. Að vísu Var þetta ekki eina krafa Tyrkja, en engu að síður er hér um mikinn sigur að ræða. Eins og nú standa sakir virð- ist gríska herforingjastjórmn vera eini deiluaðilinn, sern raun- verulega hafi beðið ósigu’’. Hún hefur orðið að gera mestar til- slakanir. Það var gríska stjórn- in, en ekiki Makarios erkibiskup, sem beygði sig fyrir kröfutium um brottflutning grísku her- sveitanna. Makariosi feilur sýni- lega þungt, að grísku hermenn- irnir verði að fara, en hins veg- ar er hann feginn því að Georg Grivas hershöfðingi hefur verið kvaddur til Aþenu. Hann og Griv as hafa löngum eldað grátt silfur saman, og Tyrkir kröfðust þess þegar í uppbafi deilunnar, sem blossaði upp 15. nóvember, að hann færi frá Kýpur. Grísku herforingjarnir hafa beðið mikinn álitsihnekki með því að beygja sig fyrir kröfum Tyrkja um botbfilutning grísku hersveitanna. Gríska herioringja stjórnin hefur orðið fyrir alvar- legu áfalli, og búast má við al- varlegum kurr í gríska hern- mm, er geti orðið henni hættu- legur. Robert Kennedy gegn Johnson? SÚ ákvörðun Eugene McChi’"- hys, öldungadeildarmanns frá Minnesota, að keppa við Johnson forseta um að verða tilr.efndur forsetaefni demókrata á næsta ári, virðist ætla að valda alvar- legri sundrungu í flo'cki demó- krata. Það sem Johnson forseti óttast mest er, að fnmboð Mc Carbhys í undanko;ningunum leiði til þess að hann verði að keppa við Robert Kennedy öld- ungadeildarmann um t.’lnefn- inguna. Á blaðamannafundi er McCarthy hélt þegar hann skýrði frá ákvörðun sinni, lagði bann hvað eftir annað áherziu á sam- stöðu sína með Kennedy, ekki sízt í Vietnammálinu, og sagði meðal annars, að ef Kennedy gæfi kost á sér sem forsetaefni flokksins þegar nær drægi flokks þinginu, yrði það í futlu sam- ræmi við erfðavenjur banda- rískra stjórnmála. Þannig er talið sýnt, að Mc Carthy ætli að reyna að fylkja um sig milljónum demókrata, sem vilja heldur að Keimedy verði forsetaefni demókrata en Johnson. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum vill me-rihluti demókrata heldur að Kennedy verði í kjöri í forsetakosimgun- um á næsta ári en Johnson. Af þessum ásbæðum líta ráðunautar Joihnsons forseta ákvörðun Mc Cartthys alvarlegum augurn, og mun forsetinn leggja mikla á- hierzlu á viðureign sína og ann- ara demókrata við hann í undan kosningunum. Ákvörðun McCarbhys hefur ó- neitanlega komið Kíunedy í mikinn bobba, og mun mikil á- McCartihy. hrif hafa á stjórnmálaferil hanj, þótt of snemmt sé að spá um, hvort áhrifin verði jákvæð eða neikivæð. í raun og vevú 'hafa McCarthy og Kennedy aldrei verið bandamenn, og skæðar tungur segja að McCarthy hafi aldrei litið Johnson réttu auga síðan forsetinn lét að því liggja að hann vildi bjóða hann fram sem varaiforsetaefni sitt, en hætti síðan við það og valdi Humphrey sem einnig er frá Minnesota, í staðinn. Kennedy hefur lýst því yfir, að hann muni ekiki styðja Johnson gegn McCarthy í bar- áttu þeirra um tilnefninguna, en enn hefur hann ekkert iátið upp skátt um ákivörðun McCarthys, þótt hann hafi látið síazt út, að hann ætli ekki að keppa við forsetann sjálfan um tilnefning- inguna. En vaxandi be’.skja, sem gætt hefur í árásum Kennedys á forsetann að undanfDrnu og hneykslað hefur stuðnmgsmenn Johnsons, hefur gert það að verk- um, að spurt er hvort hann hafi ekki. gengið svo langt í gagn- rýni sinni á forsetann, að of seint sé að snúa við. Margir aðrir demókratar, eem óánægðir eru með stefnu John- sons forseta í Vietnammáiinu eins og Kennedy, hafa komizt í aivarlegan bobba vegna ákvörð unar McCarthys. Margir þeirra óttast, að ef þeir lýsi yfir fyigi við McCartihy fre-nji þeir póli- tískt „sjálfsmorð". Forvitnilegt verður að fylgjast með viðbrögð um Edwards Kennedys, öldunga deildarmanns frá Massachusetts. Svo getur farið, að McCarthy bjóði sig fram í undankosning- um þar og Johnsrm hiðji hann um að bjóða sig fram gegn Mc Carbhy. Ákivörðan Kernedys yngra yrði erfið ug munu :og- ast á samúð hans með McCarthy og Vietnamstef ia hans, hags- munir bróður hans og ho'ltista hans við flokksieiðtoga sinn, Johnson. Þá gæti líka svo farið, að Kennedy biði ósigur fyrir McCarthy. Báðir eru ló’.nversk- kaþólskir og af írskum ættum sem hvort tveggja er mikill kost- ur í Massaohusetts. IVIclNiamara kveður FÁIR menn er gegnt hafa em- bætti varnarmálaráðllierra Banda ríkjanna haifia skilið eftir sig eins djúpstæð spor og Robert MoNamara, sem hefur valdið byltingu á öllum hugmyndum um herfræði og gerbreytt skipulagi bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins og 'heraflans. Sú ákvörðun hans að segja af sér og ’aka við emibætti forstjóra Alþjoðabatik- ans hlýtur því að teljast heims- sögulegur viðburður. MoNamara hefur gegnt ern- bætti varnarmálaráðherra í isjö ár samfleytt eða lengur en nokk- ur annar maður, og vitað er tð hann hefur alllengi sótt fasr að fiá að hætta. Áður en Kennedy var ráðinn af dögum vonaðist hann eftir að verða skipaður utanríkisráðherra, enda beindist áhugi hans meir og meir að þió- unarlöndunum og fátækt þeirra, sem hann taldi mestu ógnunina við frið í heiminum i framtíð- inni. Ástæðan til þess að John- son tók lausnarbeiðni hans til greina hefur sennilega verið sú, að ihann er ekki talinn eins ó- missandi og hann var áður. Langt er síðan byltingu hans á starfs- háttum varnarmálaráðuneytisins lauk, og stefnan í Vietnammái- inu er fastmótuð. Fimm eða sex menn mundu áreiðanlega ekki standa sig síður vel í embætti varnarmálaráðherra, þeirra á meðal Paul Nitze og Cyrus Vance. MoNamara er mjög ákveðinn í skoðunum og þolir illa að því sé mótmælt sem hann segir. Þannig bakaði hann sér reiði margra þingmanna og hann virt ist skorta pólitískt innsæi þrátt fyrir frábæran árangur í starfi. Honum urðu því oft á mistök, t.d. þegar hann tilkynnti að hafin yrði smíði á gagneldflaugakerfi án þess að ráðfærast við banda- lagsþjóðirnar í NATO uffl hugs- anlegar afleiðingar. TFX-þotan, sem hann-lét smíða, hefur ekki reynzt eins fullkomin og hann gerði sér hugmyndir um. Hann hefiur alltaf neitað því að nokk- uð væri við Vietnamstefnuna að athuga og tilkynnti að banda- rísku hermennirnir í Vietnam yrðu sendir heim fyrir jólin 1965. Þessu trúði hann því að allar tölur sem hann hafði undir höndum bentu til þess. Hann hafði ofurtrú á útreikningum og tölum sem hann hafði alltaf á reiðum höndum, svo að það er ekki að ástæðulausu sem hann hefur verið kallaður gangandi rafreiiknir. Menn eins og sagnfræðingur- inn Arthur Sohlesingers, hinn náni vinur Kennedyis heitins for- seta, hafa látið í ljós ugg vegna ákvörðunar MoNamara um að segja af sér, þar sem hann hafi verið sá ráðherra stjórnarinna':, sem 'harðast hafi staðið gegn kröfum herforingja um að víkka út styrjöldina Vietnam. Ekkx kemur í ljós fyrr en eftirmaðar MoNamara hefur verið skipað- ur hvaða áhrif afsögn hans hef- ur. Þé kemur í ljós, hvort John- son hefur anveðið að stækka styrjöldina, en það verður að teljast vafasamt, því að ekki ve’rður séð að miklar breytingar verði á rekstri Vietnamstríðsins. Verður hann keppinautur Wilsons? ROY Jenkins, hinn nýi fjármála- ráðherra Breta, er nú annar valdamesti maður brezika Verka- mannafLokksins, og það er ekk- ert leyndarmál að hann hefiur augastað á sjálfu forsætisráð- herraemibættmu. En framtíð hans í stjórnmál'unum er að miklu leyti komin undir því, hvernig honum tekst að ieysa hið nýja starf sitt af hendi, og ljóst er að hann verður að gera ýmsar óvinsælar ráðstafanir. Verkefni hans verður ekki að auka velferð verkamanna og neytenda iheldur að halda kaup- gijaldi niðri, draga úr eyðslu rik- isstjórnarinnar og koma í veg fyrir að innanlandsneyzla fari frarn úr hófi. Jenkins. Jenkins er talinn raunsær stjórnmálamaður og tilheyrir hægra armi Verkamannaflokks- ins. Hann er frábitinn ýmsum gömlurn kreddum flokksins og er til dæmis andvígur of miklum ríkisafskiptum. Þegar hann var að því spurður í Neðri málstoí- unni í síðustu viku hvort hið nýja lán er Bretar hafa fengið úr Aliþjóðagjaldeyrissjóðnu’.n mundi binda hendur hans sagði hann að það eina er takraarka mundi svigrúm hans væru hm- ar hörðu staðreyndir þess ástands er nú blasir við þjóðinni. Ekki er þó ólíklegt að Jen- kins muni reyna að móta nýja stefnu, enda hefur hann ákveðn- ar hugmyndir í efnaihagsmédum. Hann hefur oft sagt, að þar sem Bretland sé ekki lengur stór- veldi hafi Bretar færzt of mikið í fang, og hér sé um að ræða undiirrót hins bágborna efnahags ástands þjóðarinnar. Þess vegna er talið víst, að hann muni krefj ast þess að dregið verði til tnuna úr útgjölduim til að standa straum af hernaðarlegum skuldbmding- um erlendis og að dregið verði úr kaupum á hergögnum í Banda rí'kjunum. Jenkins hefur einnig lýst þeirri skoðun sinni, að efla Framhald á bls. 18 Makarios erkibiskup ásaiut Cytus Vance. sáttasomjara Johnsons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.