Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1987 Svipmyndir úr Straumsvík VETUR konungur hefir nú lagt sína þungu hönd á at- hafnalíf og atvinnufram- kvæmdir á okkar kæra landi. Margir reyna þó að verjast þessum forna valdsmanni og gera sér hlífar fyrir náttúru- hamförum hans og halda 6- trauðir áfram verkum sínum. Fréttamenn Morgunblaðsins brugðu sér suður í Straums- vík, þar sem stóriðjan á ís- landi á að hefja innreið sína á því herrans ári 1969 og það meira að segja hinn 1. júní, ef allt fer samkvæmt áætlun. — Okkur er það kunnara en frá þurfi að segja, að þar getur veðurguðinn gert strik í reikn inginn. Okkur lék því forvitni á að vita hvernig veðrahamur inn undanfarna daga hefði lagzt á þær framkvæmdir, sem þar er unnið að. Á íslenzkan mælikvarða var bjart og gott veður, er við ók- um í hlaðið á athafnasvæðinu í Straumsvík. Það var að sönnu 8—9 stiga frost og norð an kaldi en slíkt á okkur ekki að koma á óvart. Við höldum fyrst til þeirra, sem að hafnarframkvæmdun- ir ágjöfina og sjóganginn að undanförnu. Verkfræðingarnir Ramm og Röver, sem báðir eru þýzkir, taka okkur tveim höndum og skýra fyrir okkur fram- kvæmdir, eftir því, sem við óskum, og Röver fer með okk ur í gönguför um athafnasvæð ið og verksvið þeirra við höfn ina. Ramm hefir hins vegar á hendi yfirstjórnina um þessar mundir, þar sem yfirverkfræð ingurinn er nú úti í Þýzka- landi. Það er fyrirtækið Hoch tief h.f., sem annast hafnar- bygginguna, og þeir eru full- trúar fyrir. Fýrst komum við að hafn- arbryggjunni, sem hafin er bygging á. Hún er fyrirhuguð 225 metra Iöng, þ.e. sá kafli hennar, sem skip eiga að geta legið við. Vestan hennar verð ur svo mikill varnargarður, sem steyptur verður ávalur frá sjó og síðan verður breitt bil milli sjóvarnargarðsins og bryggjunnar fyllt upp. Hafn- argerð þessi er feikna mikið mannvirki. Sem dæmi má nefna að undir sjálfan hafn- argarðinn þarf að setja undir- Við enda hafnargarðsins. Grýlukertin hanga af svelluðum járnunum, en miðsvetrarsölin nalgast Keili. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). svörtu og beru Reykjaneshrauni. um vinna. Sjórinn hefir gert þeim þann óleik að skemma fyrir þeim pramma einn mik inn og stóran, sem notaður er við hafnarbygginguna. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að haldið sé áfram af fullum krafti. Og mennirnir voru að vinna við væntanlega hafskipa bryggju, þótt það, sem þegar hefir verið steypt af henni, sé einn svellbunki og úr öllum járnum hangi grýlukertin, eft stöður, sem eru steyptir sív- alningar 12,5 m í þvermál og 18 m á hæð, alls 20 talsins og hver þéirra um sig vegur full gerður 850 tonn. Eins og sjá Húsin í þýzku nýlendunni í má af þessu er hér ekki um neina smósmíði að ræða. — Byggja þarf gífurlega sterka rennibraut til að flytja und- irstöðurnar frá Steypustöð og fram bryggjuna, jafnóðum og hún lengist. Fyrst er sívalning urinn stoyptur 12 m á hæð, holur að innan, og hann flutt ur eftir rennibrautinni fram á bryggjuendann, svo langt sem hann er kominn hverju sinni. Aðeins undirstöðurnar undir þessa braut eru mann- hæðarsverir steinbitar, sem við birtum hér mynd af. Þeg- ar sívalningurinn hefir verið fluttur út á enda er hann lát- inn falla í sjóinn og reistur upp og skorðaður, en síðan er hann steyptur í fulla hæð og fylltur. Og það er að þessu verki loknu, sem hann er orð- inn 850 tonn að þyngd. En það er ekki hægt að ganga að hafnargerðinni um- búðalaust og koma fyyrir und irstöðum. Fyrst þarf að jafna botninn, sem er þarna bruna hraun. Þess vegna þurfa að fara fnaim miklar neðansjávar sprengingar og þarf áð sprengja burtu 12000 tengings metra af hrauni allt frá þriggja metra dýpi niður að 13 metrum. Þetta eru örfáar upplýsing- ar um þetta mikla mannvirki, sem gefur hugmynd um hve stórfenglegt það er á okkar mælikvarða. Við göngum áfram með Röv er verkfræðingi og lítum inn á verkstæðið þeirra við háfn argerðina og þar hittum við fyrir stjórnanda þess sem Bár heitir, brosleitur og vingjarn legur náungi, eins og þeir eru raunar allir þessir menn. „Gulstakkarnir“ frá Ítalíu og Sviss taka á móti járnbitunum í stálgrindarhúsin. Hinar miklu undirstöður rennibrautarinnar til flutnings hafn- arstólpunum, en þeir verða um það er lýkur 850 tonn hver. Þessir bitar eru fluttir frá Þýzkalandi og verða fluttir þang að aftur að notkun lokinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.