Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 54. árg. 279. tbl. FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1967. Prentsmiðja Morgunblaðsins Fyrir skömmu kom sveit sovézkra sprengjuflugvéla i „kurt- isisheimsókn“ til Kairo höfuS borgar Egyptalands. Myndin sýnir þrjár hinna tíu sprengju fiugvéla, áður en þær lentu á flugvellinum þar. Talið er, að með þessu hafi Rússar viljað láta í ljós stuðning sinn við Egypta í deilunni við ísrael, en atburður þessi sýnir einnig vaxandi áhrif Sovétrikjanna í Arabaríkjunum. Helsingfors þakin nýföilnum snjo og líkust glitrandi jólakorti - á hálfrar aldar afmœli finnska lýð- veldisins í gœr Helsingfors, 6. desember, AP-NTB. Finnski fáninn var dreginn að hún í mikilli snjókomu í dag kl. 9 árdegis að venju á þjóðhátíðardaginn á svo- nefndri Útsýnishæð. Helsing- fors líktist, eins og hún gerði fyrir hálfri öld, glitrandi jóla- korti. Þök húsanna og greinar trjánna voru hvít af snjó og djúpur snjór á götunum. Þingmaðurinn Johannes Virolainen flutti ávarp við athöfnina á Útsýnishæð og tveimur klukkustundum síð- ar lögðu tveir ráðherrar finnsku stjórnarinnar blóm- sveig að minnismerki þeirra, sem féllu í hópi rauðliða í borgarastyrjöldinni, eftir að lýst var yfir sjálfstæði lands- ins í desember 1918. Á hádegi var lagður annar blómsveigur ur, í þetta sinn af Kekkonen forseta og einum ráðherranna við grafir hermanna við Áskorun þriggja stœrstu stjórnmálaflokka V-Evrópu: Viðræöur verði strax teknar upp við Breta um inngöngu í EBE De Caulle kallaður síðasti ráðherra Lúðvíks 14. París. 6. desember NTB. J’KÍK helztu stjórnmálaflokkar landa Vestur-Evrópu, krlstilegir demókratar, sósaldemókratar og frjálsiiyndir báru I dag fram til- tögu um, að þegar yrðu teknar upp samningaviðræður varðandi aðild Breta að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Var þetta gert með áskorun, sem kemur fram í „Parísar- yfirlýsingu", sem samin er af þingmönnum, er þátt taka í fund- um Vestur-Evrópu-bandalagsins í París, en í því eru hin sex ríki Efnahagsibandalagsins og Bretland. I>eir franskir gaullistar, sem þátt taka í fundum Vestur- Evrópubandalagsins gengu 'f fundi í dag annan daginn í röð, eftir að einn af belgísku fulltrú- unum hafði lýst því yfir, að svo kynni að fara, að á dómsdegi yrði litið á de Gaulle sem hinn siðasta af ráðherrum Lúðvíks 14. freipur en fremsta stjórnmala- mann Evrópu. Er helzti fulltrúi Gaullista gekk út úr fundarsalnum í farar- broddi fyrir félögum sínum, fylgdu honum hróp gagnrýnsnda úr hópi annarra fulltrúa á fund- inum. Það var belgísíki sósia'demo- kratinn, Christian Etienne de la VaOlee Poussin, sem las upp „Par ísaryfirlýsinguna". Á fundinum visuðu fuiltrúarnir einnig hinni „eimhliða afstöðu“ de Grulles varðandi þetta vandamél á bug, eins og hún var látin í ljós á fundi de Gaulles með. frétta- mönnum fyrir skömmu. Engir gaullistar vorj í hópi þeirra þingmanna, em stóou að „Parísaryfirlýsingunni“ en þess- ir þingmenn eru hins vegar úr þremur stjórnmálaflokkum, sem telja sig njóta fylgis 80% kjós- enda í hinum sjö ríkjum Vestur- Evrópubandalag.-ins. Sandudd. Heiðursvörður var við báðar þessar athafnir og hermannahljómsveitir léku. Eftir hádegi var frumsýning á skáldsögu Vaeino Linnas „Óþekkti hermaðurinn" í leik- ritsformi í finnsku ríkisóperu- höllinni. Að þessari sýningu lok- inni voru sýndar kvikmyndir um Finnland í hátíðasal finnsku rikisstjórnarinnar, en stúdentar héldu minningarathöfn vfð graf- ir hermanna í Sandudd. í kvöld hafði svo Kekkonen forseti boð inni fyrir 2000 gesti í forsetahöllinni, sem lýst var upp af fjölmörgum hátíðarljós- um. í hópi þeirra voru meðal annars sovézka sendinefndin á hátíðinni með Podgorni forseta í broddi fylkingar, en einnig voru fulltrúar Noregs, Svíþjóð- ar, íslands og Danmerkur á há- tíðinni þar á meðal gesta auk fjölmargra kunnra finnskra borg ara. Við komuna til hallarinnar var hinum prúðbúnu gestum heilsað með skrautlegri flugeldasýn- ingu, sem þó sást ekki eins vel og ella vegna þéttrar snjókomu. Lin Piao opinberlega nefndur arftaki Maos Blódugir bardagar í Fukien Hongkong og Varsjá, 6. des. — NTB-AP — LIN Piao, varnarmálaráðherra, var í fyrsta skipti nefndur op- inberlega sem sennilegur arftaki Mao Tse-tungs i dag. Það var fréttastofan Nýja Kína sem kall aði í frétt Lin Piao „bezta eft- irmann“ Maos. Fréttaritari pólska blaðsins Trybuna Ludu í Peking hermdi í dag, að Piao væri ekki aðeins kallaður „bezti eftirmaður" Ma- os heldur einnig „bezti túlkandi hugsana hans“. Fréttaritarinn, Zygmund Slom kowski, sagði, að mikil áróðurs herferð hefði verið hafin til dýrð ar Lin eftir að birzt hefðu í nokkrum blöðum nokkur um- mæli varnarmálaráðherrans um mikilvægi hugsana formanns- ins. Lin Piao skýrði hugsanir Ma- os í boðskap til flotaáhuga- manna, sem efndu til ráðstefnu um hugsanir formannsins í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt skrá yfir þá valdamenn sem sóttu þingið ásamt Mao segir hann, að röð valdamanna Kina eftir mikilvægi sé nú þessi: Mao, Lin, Chou En-lai, for- sætisráðherra, Che’en Po-ta, yf- irmaður menningarbyltingar- deildar miðstjórnarinnar, K’ang Sheng, aðstoðarmaður Ch’ens og Li Fu-ch’un aðstoðarforsætisráð- herra, Chiang Chiing, kona Ma- os, Chan Chub-ciat, yfirmaður Framnh. á bls. 24 Washkonsky við góðo heilsu Skipt um hjarta í ungbarni — en það lifði aðeins nokkrar klukkustundir New York, 6. deseimber NTB BANDARÍSKIR skurðlæknar framkvæmdu í dag skurðað- gerð, þar sem þeir sikiptu um hjarta i ungbarni, sem var drengur. Hann lifði siðan i nokkra klukkutíma, en þá hætti hið nýja hjarta að slá Sagði hjartaskurðlæknirinn dr. Adrian Kantrowitz frá þessu á fundi með fréttamönn um og taldi, að mistekizt hefði að beita þeirri aðferð, sem notuð var. Læknir þessi er í hópi þeirra, sem lengst eru komnir varðandi nýjar að- ferðir í hjartaskurðlækning- um. Sagði hann, að barnið hefði þjáðzt af hjartaskeimmd, sem hefði algjörlega lokað innganginum að vinstra hjartahólfinu. Þetta mein var ekki unnt að lækna á neinn hátt með skurðaðgeirð, es barninu var haldið á lítfi með stöðugum blóðgjöfum, á með- an leit fór fram um öU Banda ríkin að ungbarni, sem þjá@- ist af heilaskemimd, sem myndi hafa dauðann í för með sér. 3>ess konar barn — með heilaskemmd — lifir venju- legia aðeins í tvo eða þrjá daga. Loks fékkst vitn- eis'kja frá sjúkrahúsi í Phila- delphiu, að slíkt barn hefði fæðzt þar sl. mánudag. For- eldirarnir voru beðnir leyfis um, að iáta hjartaaðgerðina fara fraim, eftiir að barn þeirra var dáið, og gáfu þeir sam- þyklki sitt. Skurðaðgerðin var firam- kvæmd af hópi skurðlækna við Maimonides iæknamið- Framh. á bLs. 31 Höfðaborg, 6. des. NTB DENISE Darwall, stúlkan sem hjartað var tekið úr að , henni látinni og sem senni- lega mun verða til þess að bjarga lífi annars manns, var jarðsett í dag, eftir að einföld en áhrifamikil útfararathöfn hafði farið fram. Við athöfn- ina voru einnig læknar þeir, sem framkvæmdu fyrstu skurðaðgerð í heimi, þar sem skipt var um hjarta í manni. Ásamt stúlkunni var einnig móðir hennar jarðsett, en hún fórst í sama bílslysi og stúik- an slasaðist svo hættuilega, að l'eiiddi hana til bana. Á meðan þetta gerðist, tók Luis Washkansky, maðurinn, sem hjarta stúlkunnar var grætt í, enn framförum. Hann gerði að gamni sínu í dag og kailaði sjálfan sig ..hinn nýja Frankenstein“. Washkarisky liggur enn undir súrefnis- tjaldi, en ástand hans fer jafnt og þétt batnandi og líkami hans sýnir þess ekki merki, að hann rnuni ekki sætta sig við nýja hjartað. Skurðlæknirinn, sem stjórnaði aðgerðinni, Chris Bernhard prófessor, var í dag svo bjartsýnn varðandi heilisu Washkanskys, að hann taldi, að sjúklingurinn gæti farið úr sjúkrahúsinu eftir þrjór vikur. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.