Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 12
12 iMORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1987 Æ5HÍHE32C Rœtt um frœðslumál og skólarannsóknír á Alþingi í gœr: Fræðslulöginn standa ekki í vegi fyrir breytingum á skólakerfinu — sagði menntamálaráðherra — Miklar þjóðfélagsbreytingar krefjast aukinnar og betri menntunar, sagði Matthías Á. Mathiesen Töluverðar umræður urðu um skólamál á fundi Samein- aðs Alþingis í gær. Þá kom til umræðu fyrirspurn Matthí- asar Á. Mathiesen til mennta- málaráðherra um að hverju skólarannsóknir menntamála- ráðuneytisins hefðu aðallega beinzt að fram til þessa, og hvort ríkisstjórnin teldi, að með núverandi starfskröftum við skólarannsóknir yrði hægt að framkvæma fyrir- hugaða endurskoðun á fræðslulöggjöfinni innan hæfilegs tíma. Auk þeirra tóku þátt í umræðunum Vil- hjálmur Hjálmarsson, Bjarni Guðbjörnsson og Ingvar Gíslason. Menntamálaráðherra setti fram þá skoðun að ákvæði skólalöggjafarinnar frá 1946 stæði á engan hátt í vegi fyr- ir breytingum í íslenzku skólakerfi, en um þá þætti skólakerfisins sem ekki félli undir fræðslulöggjöfina hefðu verið sett ný lög á undan- förnum árum. Nefndi ráð- herra þar til sem dæmi, að 1957 var sett ný löggjöf um Háskóla íslands, 1963 komið á fót Tækniskóla íslands og sama ár voru sett ný lög um kennaramenntun og Kenn- araskóli íslands gerður að stúdentaskóla. Þá skýrði ráðherra einnig frá því að starfandi væri nefnd er kanna ætti náms- efni skólanna, kennsluað- ferðir og próftilhögun. Hefði nefndin staðið fyrir margvís- legum nýjimgum og rann- sóknum á þessu sviði. í framsöguræðu sinni með fyrirspuminni sagði Matthias Á. Mathiesen m.a.: Undanfarið hafa átt sér stað mjög mikil skrif og miklar umræður um fræðslumál okkar. Af eðlilegum ástæðum hafa umræður þessar og skrif einkum varðað löggjöf þá, er um fræðslumálin gilda, svo og framkvæmd hennar með tilliti tU þeirra mjög svo breyttu þjóð- félagsa'ðstæðna, sem orðið hafa síðan löggjöf þessi var samin. Ég held, að það sé ekki orðum aukið, þegar ég segi, að flestar þær raddir, sem hejrrzt hafa, hafa kornið fram með töluverða gagnrýni á ástand og þróun þess- ara mála að undanfömu. Gagn- rýni þessi er að sjálfsögðu ærið misjöfn og mjög margvísleg, en flestir þættir þessara mála hafa með einum eða öðrum hætti hlotíð gagnrýni. Eins og ég drap á hafa á þess- um aldarfjódðungi, sem liðinn er, síðan fradðslulöggjöfin var sett, orðið mjög miklar þjóðfé- lagsbreytingar, sem í vaxandi mæli gera kröfur til aukinnar og fjölbreyttari menntunar. Slík- ar kröfur hljóta að kalla á sér- staka athugun á skólakerfinu í heild, á kennsluaðferðum, á kennsluefni, á menntun kennara og á byggingar á nýjum skóla- húsum. Því er þó engan veginn svo farið, að mér sé ekki kunn- ugt um, að ekkert hafi átt sér stað í athugun á skólamálum að undanförnu. Mér er kunnugt um, að á vegum menntamálaráðu- neytisins hafa átt sér stað skóla- rannsóknir, fræðslumólaskrifstof an hefur beitt sér fyrir ýmsu, og víkur hefur látið gera mjög ýt- arlegar rannsóknir á þessum málum. Skólastjórar og kennar- ar gera ýmsar tilraunir og til eru þau samtök, sem sýnt hafa lofsverðan áhuga á þessum mál- um og tekið skólarannsóknir til sérstakrar meðferðar og á ég þar við rannsóknarstofnun á veg um Sambands ungra Sjálfstæð- ismanna, sem sett hefur verið á stofn og gert um þessi mál mjög ýtarlegar athuganir og ályktan- ir. 1 ræðu sinni og svari við fyr- irspurninni sagði Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra m.a.: Fyrri liður fyrirspumarinnar veitir mér kærkomið tilefni til þess að greina frá því, að hvaða verkefnum skólarannsóknir hafi unnfð fram til þessa, em að vinna og munu vinna nú á næst- unni. Síðari liður fyrirspurnar- innar á hins vegar sumpart rót sína að rekja til mjög algengs og úthreidds misskilnings á þeim viðfangsefnum, sem við er að etja í íslenzkum skólamálum núna í dag. Þegar rætt er um nauðsyn þess, að skólamir lagi sig að breyttum þjóðfélagsháttum á hverjum tíma, á það auðvitað fyrst og fremst við um námsefni, kennsluaðferðir og próftilhögun. En allar breytingar, sem æski- legt kann að vera talfð að gera í þessum efnum, hefur verið hægt að gera, er hægt að gera og verður hægt að gera án breyt- inga á grundvallaratriðum skóla- löggjafarinnar, eins og hún er á íslandi. Að þessu leyti er það gmndvallarmisskilningur, þegar talað er um nauðsyn á endur- skoðun á fræðslulöggjöfinni í því skyni að gera breytingar á námsefni, kennslu.aðferðum og próftilhögun á fræðsluskyldu- stiginu. Gildandi lagaákvæ'ði um þá 8 ára fræðsluskyldu, sem hér er nú lögbundin, er í löggjöf frá 1946. Það var mjög viturlega ráðið af höfundum þeirrar fræðslulög- gjafar að hafa hana rammalög- gjöf, eins og hún er, þannig að þeim, sem með stjóm fræðslu- málanna fara og annast sjálfa kennsluna, séu gefnar sem frjáls- astar hendur um breytingar á námsefni, kennsluaðferðum og próftilhögun. Þó að þessi laga- Matthías Á. Mathiesen ákvæði hafi staðið óbreytt í meira en 20 ár, hafa mjög marg- víslegar breytingar verið gerð- ar á þeim atrfðum, sem eru kjami og tilgangur skólastarfs- ins, þ.e.a.s. námsefninu, kennslu- aðferðunum og próftilhögun- inni. Ákvæði fræðslulaganna frá 1946 hafa ekki staðið i vegi fyr- ir slíkum breytingum. Þess vegna hefur þeim ákvæðum ekki verið breytt. Nokkru eftir að ég tók við starfi menntamrh. eða fyrir næstum 10 árum, skipaði óg nefnd til þess að athuga núgild- andi fræðslukerfi og framkvæmd þess og gera tillögur um breyt- ingar á framkvæmd núgildandi laga eða lagasetningunni sjálfri eftir því, sem ástæða virtist til. Nefndin skilaði ýtarlegri álits- gerð í ágúst 1959. Hún gerði sam þykktir um námsstjórn, um skólakerfi barnaskóla og gagn- fræðaskóla, um menntaskóla, kennaramenntun o. fl., um fjár- mál skóla og um erindisbréf fyr- ir kennara og skólastjóra i barna og unglingaskólum, fræðsluráð og skólanefndir. En nefndin gerði ekki tillögur um breytingu á grundvallaratrfðum löggjafar- innar um fræðsluskyldu. Veiga- mestu breytingartillögurnar lutu að menntaskólanámi, kenn- aramenntuninni og fjármálum skólanna. Aðalatriði tillögunnar um menntaskólanámið hefur smám saman verið framkvæmt á undanförnum árum. Svo sem kunnugt er, hefur löggjöf verið sett um kennaramenntunina. Kennaraskólanum breytt í stúd- entaskóla og enn fremur hefur verið sett ný löggjöf um greiðslu skólakostnaðar. Þá hafa og verið sett erindisbréf til kennara og skólastjóra og tilhögun náms- stjórnar verið endurskoðuð. Þegar sú niðurstaða þessarar nefndar lá fyrir, að hún geröi ekki tillögur um grundvallar- breytingu á skipulagi fræðslu- skyldunnar, var af hálfu mennta- málaráðuneytisins lögð á það megináherzla að ljúka sem fyrst endurskoðun námsskrár fyrir allt fræðsluskyldustigið. Var því verki lokið 1961, og þá í fyrsta sinn gefin út námsskrá fyrir fræðsluskyldustigið allt. Hefur sú námsskrá smám saman verið að koma til framkvæmda og má með miklu meiri rétti segja, að hún sé grundvöllur skólastarfs- ins á fræðsluskyldustiginu nú í dag, en lagaákvæ'ðin frá 1946. Þessari námsskrá er auðvitað hvenær sem er hægt að breyta, ef breyttar aðstæður eru taldar gera slíka breytingu nauðsyn- lega. Annað mikilvægt atriði skóla- kerfisins, sem mikið hefur ver- ið rætt á undanförnum árum, er einnig lögbundið, þótt ekki snerti það fræðsluskylduna. En það er, að haldið skuli eitt alls- herjar inntökupróf í mennta- skóla um land allt, svo kallað landspróf. Um þetta atri'ði segir gildandi löggjöf ekki annað en inntökupróf í menntaskóla skuli samræmt um land allt. I löggjöf- inni eru engin fyrirmæli um það, hverjar prófkröfur skuli gera á landsprófi. Lagaákvæði um landspróf voru lögtekin 1946 og var tilgangur þess þá að tryggja öllum unglingum hvar sem er á landinu hliðstæða að- stöðu til inngöngu í menntaskóla. Áður en landspróf var tekið upp, voru engar samræmdar eða al- mennar reglur til um inntöku- skilyrði í menntaskóla og var þetta talið valda miklu jafnvel óverjandi misrétti varðandi að- stöðu unglinga til þess að hefja menntaskólanám. Á sínum tíma mun landsprófiB því yfirleitt hafa verið talið mikið framfara- spor miðað við það ástand, sem áður ríkti. Á síðustu árum virðist lands- prófið hins vegar hafa sætt vax- andi gagnrýni, að því er virðist einkum vegna þess, að ýmsir hafa talið það þröskuld á vegi unglinga til menntaskólanáms. Hafa ýmsir krafizt breytinga á fræðslulöggjöfinni, til þess a'ð draga úr þeim hömlum, sem þeir hafa talið landsprófið vera á að- gangi til framhaldsnáms. En hér er enn um misskilning að ræða. I lagaákvæðum um landspróf felst ekkert annað en það, að sams konar inntökupróf skuli haldið í alla menntaskóla. Ef menn vilja, er enginn vandi að auðvelda inngöngu í menntaskól- ana án lagabreytingar. Hér er engin spurning um það, hvort löggjafinn þurfi að breyta sín- um ákvæðum. Það eru beinlínis hins vegar rangar sta'ðhæfingar, sem imprað hefur verið á opinberlega, að prófkröfur í landsprófi hafi ver- ið miðaðar við það að bægja nemendum frá menntaskólanámi vegna húsnæðisskorts. Lands- prófsnefnd er algerlega sjálf- stæð og óháð í starfi sínu, og hefur ekkert samband við hvorki fræðsluyfirvöld né menntaskóla um prófkröfur sínar. Öllum, sem staðizt hafa landspróf, hefur jafn an verið veitt skólavist í mennta skóla. Þá hefur enn talsvert verið rætt um eitt atriði, mjög mikil- vægt atri’ði í sambandi við skóla- kerfið í heild, en það er, að stúd- entsaldur sé hér á landi of hár, þ.e.a.s., að ekki eigi að þurfa að taka 13 ár að ljúka skólagöngu til stúdentsprófs, eins og nú á sér stað hér á landi. Eg er persónu- lega sammála þessu og tel það eitt brýnasta verkefnið í íslenzk- um skólamálum að breyta hér til þannig, að unglingar geti orð- ið hér stúdentar einu ári fyrr en nú á sér stað. Þótt löggjöfin um fræðsluskyld una sé rammalöggjöf, mikilvæg- Gylfi Þ. Gíslason ar breytingar á skólakerfinu sé því hægt að gera án breytingar á henni, á þetta ekki við um fram- haldsskólalöggjöfina og sérskóla löggjöfina. Þess vegna hefur þessi löggjöf verið endurskoðuð svo að segja öll á undanförnum árum eða er í endurskoðun. 1967 var sett ný löggjöf um Háskóla íslands. 1963 var komið á fót Tækniskóla íslands. Sama ár voru sett ný lög um kennara- menntunina og Kennaraskóli ís- landg gerður að stúdentaskóla. 1965 var iðnfræðslulöggjöfin öll endurskoðuð og sett um hana ný löggjöf. 1963 var sett ný löggjöf um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskólann, og 1965 um Húsmæðraskóla íslands. Undan- farið ár hefur starfað opinber nefnd að endurskoðun meninta- skólalöggjafarinnar, og einnig starfar nú nefnd að till.gerð um uppbyggingu Háskóla íslands næstu 20 ár. Ég'leyfi mér að staðhæfa, að allir þeir þættir islenzkrar skóla- löggjafar, að menntaskólalöggjöf inni undantekinni, sem þörf hef- ur verið á að endurskoða til þess að koma fram nauðsynlegum breytingum í samræmi við breytt viðhorf nýs tíma, hafi verið end urskoðuð á undanförnum árum. Endurskoðun menntaskólalöggj af arinnar hefur því miður gengið seinna en ég hafði vonað. Hins vegar hefur verið hægt að gera margs konar breytingar á deildar skiptingu og kennslutilhögun án lagabreytingar og hefur það ver ið gert. Ein af ástæðum þess, að nefnd sú, sem starfar að endur- skoðun menntaskólalöggjafarinn- ar hefur ekki enn lokið störfum, mun vera sú. að hún vill gjarnan vita meir um árangur þeirra til- rauna, sem nú fara fram í mennta §kólanáminu, áður en hún gerir endanlegar tillögur um nýja lög- gjöf á þessu sviði. Ég hef hins vegar ekki séð ástæðu til þess að beita mér fyrir endurskoðun lagaákvæðanna frá 1964 um sjálft skipulag fræðsluskyldunn- ar, eingöngu vegna þess að þau lagaákvæði eru ekki til neins traf ala við þær breytingar, sem hug- myndir hafa verið um að gera innan skyldufræðslukerfisins. Eina veigamikla breytingin, sem til athugunar og umræðu er og gera myndi lagabreytingu nauð- synlega er lenging sjálfrar skóla- skyldunnar t.d með því, að láta börn hefja skólagöngu 6 ára i stað 7 nú. Hér er hins vegar um mál að ræða, sem ekki aðeins hefur uppeldisfræðilega og kennslufræðilega þýðingu heldur stórfellda fjárhagsþýðingu. og verður till. gerð einnig um það efni að miðast við það. hverjar fjárhagsbyrðar talið verður hægt að leggja á ríkissjóð í þessu sam bandi. Sálarrannsóknardeild mennta- málaráðuneytisins var stofnað 1966, og var Andri ísaksson. sál fræðingur, ráðinn til að veita henni forstöðu. Fastir samstarfs- menn hans eru þeir Jóhann Hann esson, skólameistari og dr. Wolf- gang Edelstein, sem starfar sem Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.