Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 Rögnvaldur Svein- björnsson, kennari F.25/4 1910. D.l/12 1967. RÖGNVALDUR var fæddur og uppalinn á Hámundarstöðum í Vopnafirði, foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Sveinsson, bóndi, ættaður frá Selási V. Húnavatnssýslu og Guðbjörg Gísladóttir, frá Hafursá Völlum S. Múl.s. Að honum stóðu því traustar bændaættir, en hugur hans stefndi að öðru en búskap Rögnvaldur var á héraðsskólan- um Laugum i 2 vetur, 1927—8 og 1928—9. Svo vann hann ýmis störf á sjó og landi til að afla sér peninga því hugur hans stefndi til meira náms. Hann fór til Danmerkur 1931 og var í íþróttaskóla Niels Bukth „Oller- up“ í 1 ár, kom svo til Reykja- víkur, og hóf tímakennslu í leik fimi, einnig kenndi hann á nám skeiðum úti á landi. 1934 fer hann aftur til Danmerkur, og innritast í Statens Gymnastik Institut K.höfn, og lýkur það- an prófi, í sundi og frjálsum íþróttum. En kemur hann til Reykjavíkur, vinnuT sem fyrr, en fær ekki fasta stöðu, vegna þess að þeir, gengu fyrir sem útskrifuðust frá íþróttaskóla ís- lands. Þá voru margir um hverja stöðu, sem liosnaði, en Rögnavld ur var lítt fyrir að troða sér fram. En hann var ekki af baki dottinn. Til að öðlast sömu rétt- indi og aðrir til kennslu, tók hann kennarapróf í sérgrein frá Kennaraskóla íslands 1945. En fer Rögnvaldur utan til náms bæði til Svíþjóðar og Danmerk- ur og fær nú réttindi sem smíða kennari, en hann svo ráðinn fast ur smíðakennari við Breiðagerð- isskóla 1956, og starfaði þar alla tíð síðan við góðan orðstír. Rögn valdur giftist 13. febr. 1943 eftir lifandi konu sinni Vigdísi Bjöms - t Móð:r okkar, Þórdís Einarsdóttir, ekkja Ólafs V. Ófeigssonar, kaupmanns í Keflavík, lézt 5. desember. Fyrir hönd systkinanna, Asgeir Þ. Ólafsson. t Eiginmaður minn, faðir okk- ar og tengdafaðir, Guðmundur Bjarnason, Óðinsgötu 11, andaðist að Hrafnistu 5. þ. m. Jóhanna Magnúsdóttir, börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn, Ólafur Ásgeirsson, klæðskerameistari, Hátúni 2, sem anda'ðist þriðjudaginn 28. nóv., verður jarðsunginn föstudaginn 8. des. kl. 13:30 frá Fossvogskirkju. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningar- sjóð fósturdóttur hans, — Margrétar Guðnadóttur. Sigrid Ásgeirsson. dóttur frá Sveinatungu, hefur hún kennaramenntun, og farið til frekara náms í Danmönku, Svíþjóð, Þýzkala.ndi og Eng- iandi. Mesta gæfa sem Rögnvaldi hlotnaðist í þessu fífi, er kvon- fang hans, og þó þeim yrðd ekki barna auðið, lifðu þau saman sönnu menningarlífi í sátt og friði, bjuggu sér gott heimili sem stóð opið vinum og vanda- ,mönnum. Fyrstu kynni mín af Rögn- valdi voru er við hittumst á héraðss'kólanum Laugum haust- ið 1927, Við lentum saman í her bergi, ásamt þremur öðrum, og vorum við einnig allir saman næsita vetur. Með okkur öllum herbergisfélögunum ríkti sam- staða og góð vinátta, sem hélzt, þótt vík væri milli vina. Sumarið 1959 mættum við fimmmenning amir á Laugum, og fengum að sofa í okkar gömlu rúmum, en þá voru liðinn 30 ár frá því að vorum þar. Þetta var ógleyman- leg nótt, öllum okikur féiögun- um, og bundum vi’ð það fast- mælum að hittast aftur á Laug- um að 10 árum liðnum, ef all- ir lifðu, og væru ferðafærir. En nú hefur verið höggvið skarð í hópinn, og verður ekki aftur bætt Er við höfðum lokið námi á Laugum lágu leáðir okkar hvers til síns heima, en 1933 lágu leiðir okkar Rögnvalds aft- ur saman í Reykjavík og bjugg- um við saman meðan báðir vor um ógiftiT. Á Laugum tókst með okkur trúnaðarvinátta, sem hélst ætíð síðan. Rögnvaldur var frekar lágur maður, þrekvaxinn snöggur og stæltur í hreyfing- um á yngri árum, Ijós yfirlit- úm með hreinan svip, enda ljúf- menni hið masta og hjálpsam- ur svo af bar. Hann var glett- inn en aldrei hvefsinn, forðað- ist illt umtal, og vildi setja nið- ur deilur. Það er sviplegt að sjá hrausta menn, með fulla starfsorku falla fyrir Ijá dauðans, fyrirvaralítið. Hann var tekinn í sjúkrahús til rannsóknar, en sagðist þá hvergi finna til, en það kom fljótt í ljós að ekki var allt með felldu, t Útför föður okkar og bróður, Magnúsar Þórðarsonar, sem lézt 1. desember, fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 8. des. kl. 10,30 f .h. Blóm afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Lilja Magnúsdóttir, Páll Magnússon, Lilja Þórðardóttir, Geir Þórðarson. t Útför föður okkar, tengdaföð- ur og afa, Þórarins Ólafssonar, húsasmíðameistara, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 9. þ. m. kl. 13.30. Börn, tengdabörn og bamabörn. t Jarðarfór eíginkonu minnar, Jónínu Þ. Ásbjörnsdóttur, fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 9. desember. Jóhann Björn Sigurðsson. og að stuttum tíma liðnum dá- inn. Ég heimsótti hann nokkr- um sinnum á meðan hann dvaldi í sjúkrahúsinu, og var hann hin.n samd, æðrulaus með giettni á vör. meðan hann gat mælt. Nú er Rögnvaldur horfinn, mér finnat skammdegis myrkrið svartara, og kuldinn naprari, en ég leita á vit margra sólskine- stunda, sem ég átrti með honum, og Læt samúð létta mér oft þung spor. Fyrir þetta al'lt vid ég þakka og bið honum guðs blesisunar. Ég get skilið tómleik og sár- an trega eiginikonu og annarra ástvina Rögnivaldar. Til hugg- unar þeiim get ég ekkert lagt, nema votta þeim mina og minn- ar fjölskyldu dýpstu samúð og bent þeim á að hann féll með hreinan skjöld. Blessuð sé minning hans. Björn frá Mannskaðahóli. RÖGNVALDUR Sveinbjörnsson fædist á Hámundarstöðum í Vopnafirði 25. apríl 1910 og lézt eftir skamma legu hinn 1. desem. ber síðast liðinn. Rögnvaldur hóf námsferil sinn í héraðsskólanum á Laugum 17 ára gamall. íþrótta- kennararnám stundaði hann í Ollerup og lauk prófi þaðan 1932. Kennslu hóf hann haustið 1933, og frá þeim tíma stundaði hann kennarastörf og nám af frábærri kostgæfni. M.a. stundaði hann nám í Statens Gymnastik Insti- tut í Kaupmannahöfn 1934, sál- arfræði og umsjón skólabóka- safna í Danmarks Lærerhöj- skole 1954—55. Hann nam smíð- ar og föndur í Stenebys skolar för yrkesundervisning í Svíþjóð 1954 og smíðakennslu í Askov Slöjdlærerskolen 1957. Þesi bjarti og prúði drengur var mikill hamingjumaður. Hinn 13. febr. 1943 kvæntist hann Vigdísi Björnsdóttur. kenn ara frá Sveinatungu, dóttur sæmdarhjónanna Björns Gísla- sonar og Andrínu Kristleifsdótt- ur. Þau Rögnvaldur og Vigdís voru samhuga og samhent, fóru víða, unnu saman og námu sam an Því mun hennar harmur, sár astur, en bætur mestar af minn- ingunni um göfugar samvistir. Rögnvaldur var skynsamur maður, harðduglegur, og góður drengur. Hugur hans var hlýr og bjartur, góðviljaður var hann öllum mönnum, fágætur vinur og félagi. Hann var glaður í lund og gamansamur, en harður af sér.ef karlmennsku var þörf. f hópi vinanna og félaganna mun skarð hans standa opið og ófyllt, en minningarnar og mynd irnar geymast. Þar er jafnfallinn snjór og kristallar skína í sí- breiðu um víðar heiðar, þar streyma lækir, sumir með blá- dregnum skörum, sumir á huldu undir hjarni eða urð, en allir tær ir, og það má drekka af þeim öllum; yfir blikar morgunhimin- inn og slóðir dreifast um fjall og háls og koma þó allar saman undir rökkrið. Og þannig fylgja þau okkur jafnan síðan hin bjarta heiði og hinn bjarti dag- ur. Broddi Jóhannesson. f DAG er gerð útför Rögnvalds Sveinbjörnssonar, kennara. Hann lézt 1. þ.m. eftir skamma legu. Mikill harmdauði öllum sem þekktu þennan öðlings- mann. Hann fæddist 25. apríl 1910 að Hámundarstöðum í Vopnafirði og ólst þar upp í stór um systkinahópi. Foreldrar Rögn valds voru Guðbjöng Gísladóttár frá Hafursá á Völluim á Héraði. Hún lifði til hárrar elli og dó fyr ít rúmum 12 árum. Sveinbjörn var ættáður úr Húnaþingi, sonur Sveins bónda á Selási í Þork- elshólshreppi. Rögnvaldur brauzt til mennta. Lauk námi frá Hér- aðsskólanum á Laugum 1929 og fór síðan til Danmerkur og stund aði nám í fimleikum á hinum kunna íþróttaskóla Nielsar Bukhs í Ollerup, en Haraldur bróðir hans, sem búsettur er í Bandiaríkjunum lauk einnig námi frá þessum skóla. Síðar stundaði RögnvaMur nám við danska íþróttaháskólann í Kaup inhafn svo sem Valdimar bróð- ir hans hinn góðkunni mennta- skólakennari hafði óður gert. Eftir heimkomuna stundar hann íþróttakennslu í Reykjavík, Keflavík og víðar um land. Hann lét þó ekki staðar numið á námsbrautinni. Hann var eins og allir góðk kennarar, sem stöðugt finna þörf til þess að halda áfram að bæta við þekk- ingu sína. Hann er í kennara- skólanum í Höfn á árunum 1954- ’55 .Leggur nú sitund á framburð arkennslu, sálfræði og umsjón með skólabókasöfnum. Sumarið t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem vottuðu okkur samúð við fráfall og jarðar- för móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu. Bryndísar Eiríksdóttur, Skipasundi 51. Börn, tengdaböm, barnabörn og bamabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vfð andlát og jarðar- för dóttur minnar og systur okkar, Þóru Elíasdóttur. Elías Jóhannsson, Ragnar Elíasson, Sigríður Eliasdóttir, Jóhann Eiíasson, Helgi Elíasson. t Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Emelíu Sighvatsdóttur. Sighvatur Jónsson, Anna Albertsdóttir, Kristján Jónsson, Gréta Sveinsdóttir, Ólafur Jónsson, Hjördís Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Sigurður Ólafsson, Ágúst Jónsson, Margrét Sigurðardóttir, börn og barnaböm. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur kær- leika og samúð við fráfall og jarðarför Björns E. Árnasonar, lögg. endursk. Margrét Ásgeirsdóttir, Aðalbjörg Björnsdóttir, Skúli Guðmundsson, Arni Bjömsson, Ingibjörg Jónsdóttir og barnabörn. áður dvaldi hann í Sviþjóð og stundaði nám þar í föndri og smíðum. Árið 1957 tekur hann kennarapróf í smíðakennslu frá handavinnuskólanum í Askov á Jótlandi. Þessi námsferUl sýn- ir, að áhugi Rögnvalds beindist í margar áttir. Hann starfaði við Breiðagerðissíkóla í Reykjavík frá 1956. Rögnvaldiur var kvæntur Vig- dísi Björnsdóttur bónda í Sveina tungiu í Borgarf., hinni mætustu konu. Heimili þeirra einkennist af fágaðri smekkvísi og hlýj-u húsráðenda. Rögnvaldur var meðaknaður að hæð, ijós á hár, þrekvaxinn og sterklega byggður. Blá og hlý augu hans og bros, sem ósjald- an lék um varir hans fundust mér sterkuisf einkenini í björt- um svip. Hæglát framkoma vakti virðingu og trúnaðartraust. Það var á sólmánuði fyrir nokkrum árum. Rögnvaldur hafði tekið bátinn Loft með sér og við stiikuðuim léttstigir skamm an spöl af veginum að Króka- vatni á Holtaivörðuheiði. Það var í fyrsta sinni, sem ég kom þang að efra. Ég naut þesis að finna, hvað Rögnvaldur hafði mikla ánægju af að leiða mig um vatn íð bláa í nóttlausri venöld — þar sem hann þekkti hvert mið og hverja vík. Við lögðum net- in í kyrrð næturinnar, sem að- eins var rofin endrum og eins af mófuglskvaki og undurfögr- tiim tónúm himbrimans — ís- lenzk sumannótt í allri sinni dýrð. UndÍT morgun komum við heim í Sveiinatungu þreyttir ögn en glaðir í hjarta. Ég hafði kynnzt svila mínum befur á þessari næturstiund en á mörguim svipulum mótum í þysi borgarl ífsirLs. Þar fór heill maðúr og sannur, sem umni lít- ílmagnanum og þoldi ekki að á hans rétt væri gengi. Aliit hans eðli var svo hugljúft og gott. Hjálpfýsi hans svo samgróiin fari hans, að engan dag viissi ég svo hann rétti ekki meðbræðr- um sínum hjálparhönd. Næsta kvöld fórum við í um- boði Sveinatu n gubóndans að vitja netanna. Aldrei hef ég lif- að jafnskjóta breytingu á náttúr unni. Allt var orðið hivítt og sem í dróma. Snjór á sóimán- uði — mófuglinn þagnaður — himbrimasöngurinn allur á .braut. Vdð drógum netin þögulir og undruðumist þessi hamskipti náttúr.unmar. Hvar voru fuglar . . . . ? Eins og af sjálfu sér kom þessi minning upp í hug mér, þegar ég heyrði lát þessa góða drengs. Á liðnu sumri höfðum við far ið nokkrar ferðdr á fomar slóð- ir. Við rérum um vöfmin tvö Krókavatn og Djúpavatn — ó- gleymanlegar stundir. Upprifjun unglingsára — erfiði og strit kreppuáranna — sundafrek á Eyjafirði — mamndómsár með vonbnigðum og gleðistundum. Þau voru samrýmd hjón Vig- dís og Rögnvaldiur — eignuðusf ekiki börn, en áttu ólítinn þátt I uppeldi systurbarna Vigdísar. Rögnivaldur var barnbeziti mað ur, sem ég þekki og naut þess stór hópur barna. Þau hjón hafa verið skjól ut- anbæjarbarna skyldmenna sinna og ekki hafa gamalmennd farið varhluta af heimiiiiisylnum og um hyggju þessara mannvina. Æsikutfólkið býr að þvi alla ævi að fá að alast upp á fág- uðu menntaheimili. Engin orð fá sefað hanm við sviplega brottför þína kæri vin ur. Snjórinn hefur skyndilega svipt okkur sumarhlýjunni, sem þú barst með þér. Við minnuimst þín, ljúflimgiur, þegar við horfum í augu bam- anna og hluistum á himbrimann á bláum fj allavötnum að sumrL Hjálmar Ólafsson. Lokað frá kl. 1—3 í dag, fimmtudag, vegna jarðarfarar Egils Vil- hjálmssonar, forstjóra. MATSTOFA AUSTURBÆJAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.