Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA an var að leita um alla hólana, fór hann í herbergi Evans og leitaði þar raekilega. — Ef hann hefði farið sjálf- viljugur, hefði hann að minnsta kosti náð sér í eina skó hérna, sagði hann. — Það var að minnsta kosti þess vert að at- huga það. Evans hafði búið árum saman í kofanum hans Andy McDon- alds, sem stóð á landareign Klaustursins. Hann hafði þar iherbergi niðri, og Jessie, kona Andys hafði ekkert við það að athuga, að þarna væri leitað. En einskis varð vart eða vísara íþarna í herberginu. Þar var allt í röð og reglu og allt á sínum stað, nema það, sem hún hafði sent honum til sjúkrahússins. Þar var skrifpappír og umslög í skúffu og penni og blekbytta, en penninn var gamall og ryðgað- ur. — Hann skrifaði aldrei nein bréf, sagði hún, — og ég veit ekki til, að hann hafi fengið nein heldur. Hann virtist ekki eiga neina nákomna. Skápurinn hans leiddi heldur ekkert í ljós. Þar voru tvennir skór á gólfinu, og Jessie sagði, að hann aetti ekki fleiri. Gömlu buxurnar, sem hann hafði verið í, þegar ráðizt var á hann, voru enn í lögreglustöðinni, en jakk- inn var þarna, kruklaður eftir baðið í lauginni. Hún hafði tek- ið hann í sjúkrahúsinu og hengt hann upp, ásamt tómu skamm- 'byssuhylkinu. — Minntist hann nokkurntíma á þessa, byssu? sagði Jim. — Þegar þú talaðir við hann í sjúkrahúsinu? — Nei hann nefndi hana aldrei á nafn. — Talaði hann nokkuð um árásina? Vissi hann nokkuð, ihver hefði ráðizt á hann? — Hann talaði talsvert um hana og virtist vefa hreykinn yfir allri þessari eftirtekt, sem hann vakti. Þér skiljið, hvað ég á við, hr. Comvay. Þarna var hún frú Wainwright að senda honum bæði blóm og mat og allir voru að snúast kring um hann. Svo held ég það hafi ver- ið góð tilbreyting fyrir hann að mega sofa á nóttiunni. Hann er búinn að vera hér árum saman og hefur aldrei átt frí fyrr en nú. Nema einu sinni. Þá var hann horfinn í nokkra daga. Það var dálítið skrítið. Hann sagði engum, hvar hann hefði verið, að minnsta kosti ekki ökkur. — Fór hann þá bara svona fyrirvaralaust? — Ég veit ekki. Hanin fór að minnsta kosti, en þegar hann kom aftur, fannst mér eins og hann hefði fengiið einhverjar slæmar fréttir. En hafi svo ver- ið, nefndi hann það að minnsta kosti ekki á nafn. En einu tók ég eftir. Alltaf öðru hverju fékk hann bréf frá einhverjum. En síðan hefur hann ekkert fengið. Það var nú komið fram í októ- berbyrjun. Trén voru þegar far- in að skipta lit og hlíðarnar voru einkennileg blanda af rauðum, gulum og brúnum lit. Dýraveið- in var hafin og hafði bækistöð sína hjá Stoddard. Þetta var lé- legt veiðiland, en þó var verið að bera þetta við og þarna voru nokkrir innfæddir refir, auk annarra, sem höfðu verið fluttir að. í dalnum var sumarið greini- lega á enda. Piparkallarnir úr borginni, sem höfðu dvalið á hótelinu, voru nú farnir aftur til borgarinnar, hrossasýningin var afstaðin, og bæði í þorpinu og á Hólnum var fólk tekið að hvfa sig áður en það færi á vetrar- skemmtistaðina. En þessi ró. hafði verið trufluð af morði Dons og hvarfi Evans. Að vísu gekk lífið sinn gang. G-arðyrkjumennirnir voru að undirbúa veturinn og óku mylsnu og áburði í garðana og hlúðu að blómunum sínum. Golf vellirnir voru alskipaðir, einkum þó um helgar. Bátarnir á ánni ýttú stórum prömmum með kol- um - gegn vetrarkuldanum og einn dag sáust tveir lögreglubát- ar og tóku að slæða ána. Maud vissi enn ekkert um hvarf Evans, en mér var leyft að korna til hennar í nokkrar mínútur á hverjum degi. Það var snemma í viku, að hún spurði um Evans. — Hvernig líður honum? Við gætum sent honum eitthvað af ávöxtum, Pat. Eitthvað hlýtur hún að hafa iesið út úr andlitinu á mér. Hún reyndi að rísa upp í rúminu. — Ekki þó hann Evans, Pat? sagði hún. — Þú ætlar þó ekki að segja mér, að neitt hafi komið fyrir hann Evans? Ég neyddist til að segja henni alla söguna. Ég gerði eins lítið úr henni og ég gat, en hún varð eitthvað svo einkennileg, að ég kallaði á Amy. Þennan dag sið- degis gerði hún boð eftir Dwight Elliott, og hann var lengi inni hjá henni. Hvað sem þau xunna nú að hafa verið að tala um. þá leit hann illa út þegar hann kom út frá henni. Amy, sem fór inn til þess að segja honum að tíminn væri úti sagðist hafa fundið hann þar sem hann laut yfir rúmið hennar kafrjóður af hneykslun. — Þú getur ekki gert það! sagði hann. — Hugsaðu þér, bara hvað það hefur í för rrneð sér. Að minnsta kosti grátbæni ég þig að hafast ekkert að fyrr en þú ert orðin alveg jafngóð. — Ég er búin að hafa nægan umbugsunartíma, Dwight. En þá sá hann Amy og ja.fn- aði sig. Ég man ekki margt frá þessari viku. Evans var ófundinn. í spítalaskóm og með pípuna sina hafði hann horfið svo rækilega, það var, að því er Amy sagði líkast því, sem hann befði verið 37 þurrkaður út með strokleðfi Það voru enn verðir á Klausturs lóðinni og maður við hliðið allan daginn. Tony virtisi alveg upp- gefinn. Bessie var tekinn að vera mestallan daginn i herberginu sínu, og læsti að sér. Og einn daginn var Hodge í kirkjugarð- inum eitthvað að bjástra þar, og fann þá inni í einum runnin- um haka sem hann gat sér ti, að 'hefði verið notaður við skemmdarverkin. Hann fór með hakann á lögreglustöðina. Á skaftinu var merkt C, en þannig voru öll verkfæri í Klaustrinu merkt. Jim fór með hann til Andy, sem þekkti hann samstundis. — Já ég var búinn að sakna hans. Og hvar fannst hann, hr. Conway? — í kiirkjugarðinum, svaraði Jim hörkulega og fór burt með hann. Það var undir vikulokin, að ég fékk heimsókn. Ég var í skrifstofur.ni að endur skoða heimilisreiknmgana, þegar ég sá Larry Hamilton úti fyrir Roger var eitthvað að flaðra upp um ,hann, stökk til og lagði hrammana á axlirnar á honum. • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJÁ • SKUGGSJA* SKUGGSJA • INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR einum vann ég eiÓa Gróa! — Gróa! — Má ég koma út? Skrifborðið mitt vissi út að opn- um glugganum og Larry sá mig og kom til mín. — Halló sagði hann. — Getur maður fengið að 1ala við þig? Ég stalst hingað inn, en það er eins lí'klegt að mér-verði fleygt út aftur. — Ég held að fordyrnar séu opnar. Komdu bara inn. Eins og venjulega var ég fegin að vera trufluð við verk mitt. Hann kom inn, fékk sér vindling og gaf mér annan. Þetta var laglegur piltur, líklega hálfþrít- ugur en sýndist yngri, Ég man að mér fannst ég vera móðir þennan dag, því að homitm leið sýnilega illa og var órólegur. — Gott og vel sagði ég hressi- lega. — Þú hefur líklega læðst hingað inn í þeim einum tilgangi að finna mig. Segðu erindið, Larry. Hann leit út eins og hann langaði mest til að taka til fót- anna, en stóð samd bara upp, gekk að glugganum og leit út um hann. — Ég veit ekki , hvað ég á til bragðs að taka, sagðí hann stam andi. — Kannski hefði ég alls ekki átt að koma hingað, en ég var orðinn svo skít'hræddur. Það er út af henni Audrey oig honum Tony Wainwright. Ég skal alveg játa að mér var hvérft við. Ég þóttist vita, að allt væri búið þeirra í milli, hefði það þá nökkurn tíma nok'k uð verið. En nú skaut því upp aftur. — Þú veizt sjálfsagt að ég er alveg vitlaus í henn:, sagði hann skjálfraddaður. — Og hef verið það síðan við vorum krakkar. Og ég er hrædidur um, að ég hafi hlaupið á mig. Það er komið ú.t um allt. Hvað er komið út um allt? Þetta virtist nú ekki sérlega merkilegt eins og hann sagði frá því, enda þóbt það væri hvim Leitt. í stuttu máli sagt, var það það að Don Morgar, hafði látið það verða sitt fyrsta verk, eftir að hann kom heim, að harð'banna Audrey að hitta Tony. — Hann hefði frétt að Tony væri kvæntur maður, og Audrey sagði, að hann hefði næstum fengið kast. Hann sendi eftir Tony og mér skilst, að þeir hafi skammazt. Þú þekkir nú hann Vinsæl jólagjöf Picnic töskur Geirþrúður er alin upp f litlu þorpi vestur á fjörðum. Sagan lýsir óhrifum þeim, sem hún verður fyrir f heimabyggð sinni og fólkinu sem þorpið byggir. — Geir- þrúður er ófromfœrin og feimin og þjóist af óslökkvandi menntaþrá, sem hún faer að nokkru fullnœgt. Hún þráir vini og félaga, en á erfitt með að eignast þá og samlagast öðru fólki. Hún þráir ást og eiginmann og heimili, en þar bregzt lífið henni. — En barnið bregzt henni ekki. Barntð hennar — barnið sem hún hefur eignazt með kvœntum manni — það er henni allt, og það fyllir líf hennar þeim unaði, sem aðeins litlu barni er auðið að fylla líf móður. Og þegar barnið hverfur úr lífi hennar á hún ekkert, er fyllt getur það tóm, sem það skyldi eftir. SKU6GSJÁ • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • fyrir 2—4—6 manns. Urvals tegund GEÍsíPf Vesturgötu 1. HAPPDRSTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Á mánudag verður dregið í 12. flokki. 6.500 vinningar að fjárhæð 24.020.000 krónur. Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrætti Hásköla Ísiands 12. FLOKKUR. 2 á 1.000.000 kr. 2.000.000 kr. 2 - 100.000 — 200.000 — 968 - 10.000 — 9.680.000 — 1.044 - 5.000 — 5.220.000 — 4.480 - 1.500 — 6.720.000 — Aukavinningar: 4 á 50.000 — 200.000 kir. 6.500 24.020.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.